GOTT HJÁ FRAMSÓKN.

Gott hjá Framsókn.  En merkilegt hvað sumum er mikið í mun að grafa undan heiðarlegri undirskriftasöfnun vegna ICESAVE.  Koma þeir nú hver á fætur öðrum undan steinum stjórnarflokkanna og finna hópnum sem stóð að verkinu allt til foráttu.  Íslendingur nokkur í Svíþjóð hefur þar verið langgrófastur og heimtar að email sé notað þó fjarri lagi sé að allir kjósendur noti email.

Nú hafa nokkrir svarað undirróðrinum:

E-mail var fjarlægt - - - Skekkjumæling kemur síðan í stað e-mail staðfestingar enda einfalt að komast fram hjá e-mail staðfestingu. Ég myndi telja það fullkomlega eðlilegt þar sem að engan vegin verður gengið út frá því að allir kosningabærir menn séu yfirhöfuð með e-mail, raunar er það nokkur fjöldi sem ekki er með slíkt.
Teitur og tölvan

Síðustu daga hefur maður gengið undir manns hönd til þess að gera undirskriftasöfnunina á vefsíðunni http://www.kjosum.is/ tortryggilega - - - Þeir sem það gera eiga það flestir eða allir sameiginlegt að [vera] fylgismenn eða félagar í Samfylkingunni eða Vinstri grænum - - -
Marktæk undirskriftasöfnun?

Eins og alþjóð veit hefur Teitur Atlason verið að ausa skít yfir þá sem standa að undirskriftasöfnun um að vísa Icesave III nauðasamningunum í þjóðaratkvæði. Hann heldur úti einu allra stærsta vettvangi rógburðar og persónuárása á DV-blogginu og er mjög grófur, jafnvel á mælikvarða DV.
Teitur Atlason sekkur á botninn

Og svo er það eos1944 nokkur sem kallar þetta algjörlega ólöglegt.


Elle Ericsson.

mbl.is Framsóknarkonur vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð grein hjá Gunnari Waage, sem hefur vit á því sem hann er að segja. Tölvu-skeyta könnun er einskis virði til að sannreyna hver hefur skifað undir áskorun eða hver situr við tölvuna. Þetta myndi jafnvel Teitur Altlason skilja, ef hann gæfi sér tíma til að hugsa málið, eða hefði áhuga á sannleikanum.

Í Kastljósi fór hann til dæmis með níð um mig, sem ég tek ekki nærri mér, en hann hafði ekki andlega getu til að fara rétt með nafn mitt. Gagnrýni Teits og fleirri af sama sauðahúsi, er í nákvæmum samhljóm við það sem forsætisráðherra hafði að segja um þjóðaratkvæðið 06. marz 2010:

   »Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálfgerður hráskinnaleikur?
    Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki »marklaus« þegar fyrir
    liggur annað tilboð á borðinu sem við gætum fengið?
    Maður veltir líka fyrir sér að ef svo færi að samningar tækjust í
    þessari viku, og eru bæði stjórn og stjórnarandstaða að vinna í
    því, er þá ástæða til að halda þessari þjóðaratkvæðagreiðslu til
    streitu ef það liggur allt annar og betri samningur á borðinu?«

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 17:06

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Elle, það er mergurinn málsins; þeir eru margir sem spyrja af hverju sumum er svo mikið í mun að véfengja undirskriftalistann. Ef nokkuð er, þá hefur þeirra áróður samt engin áhrif önnur en að fjölga þeim sem á listann skrifa - eða hefðu viljað skrifa fyrir "eindaga".

Hitt er svo háalvarlegt mál, að RÚV, sem á að heita allra landsmanna, skuli leyfa og styðja það persónuníð um óbreytta borgara sem var látið viðgangast í Kastljósinu.

Að óbreyttu höfum við óbreyttir borgarar þó engin ráð til þess að sýna í verki vanþóknun okkar á þessu framferði. Slík er ráðstjórnin.

Kolbrún Hilmars, 19.2.2011 kl. 18:00

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mafía hér allt að drepa og við látum leiða okkur til slátrunar!

Sigurður Haraldsson, 19.2.2011 kl. 18:17

4 identicon

Verður þeim ekki bara slátrað á endanum?

Geir (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 18:32

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að langstærstur þeirra sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu skammist sín ekkert fyrir það og óttist ekkert að láta málin varða sig.

Eftir á að hyggja hefði átt að bjóða áskorendum að velja um það hvort mætti birta nöfn þeirra opinberlega.  þeir sem af einhverjum ástæðum telja sig kúgaða og beitta þöggun hefðu þá til heyrt þeim sem hefðu viljað vera incognito.

Þá hefði líka sést hlutfallslega hvað þetta andlýðræðislega áhrifa vald er mikið eða lítið hér.

Icesave björgunarpakka UK er ekki almennra launþega á Íslandi að greiða.

Hér var þegar ekki var hægt fela hrunið lengur  sem lá fyrir um 1998 [hjá þeim greindust] og koma fram 2004 þegar veðsöfn voru skoðuð niður í kjölinn, opinbera að best væri að fara stjórnmálega samningaleið.

http://www.moodys.com/researchdocumentcontentpage.aspx?docid=PBC_79004

Hér sést hvað byggir um Lánshæfi, meðaltals einkunn veðlánsafna. Hér eftir  eru engin Prime söfn til eftir 1998.  Meint 80% homeloans mortgage  CPI indexed stórlega villandi fyrir útlendinga. Hér er búið að svíkja út veð af almenning um ára tugabil, komin heil kynslóð sem hefur ekkert vit á eignarétti og veðum í Alþjóðasamfélaginu. Auðvitað var erlendum lándrottnum sama með þeir fengu greidda okur vexti.  Sama siðspillingarklíka vil nú greiða sínar afætu tekjur með tekjum barnabarna skuldaþrælanna sem voru áður kallaðir lántakendur.

Animal farm er dæmisaga um forræðishyggju klíkuna hér: gult er fjöldin. Grænt er millistéttin og blátt svífur í loftunum.    

Hér var ekki opinberlega stéttskipt samfélag og almennt töluðu Íslendingar sömu tungu. 

Júlíus Björnsson, 19.2.2011 kl. 18:56

6 Smámynd: Elle_

Takk kæra fólk, og kæmi ekki á óvart, Geir. 

Elle_, 19.2.2011 kl. 23:35

7 Smámynd: Elle_

Og Július, já, hér er algjörlega óeðlileg og ólíðandi forræðishyggja stjórmálamanna.

Elle_, 19.2.2011 kl. 23:48

8 Smámynd: Elle_

Elle_, 20.2.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband