ICESAVE-STJÓRNIN MEÐ ALLAR KLÆR ÚTI

Nú hefur hafist mikill þrýstingur á forsetann úr röðum þeirra sem vilja pína kúgunina yfir landsmenn.  Hvað kemur Lee Buchheit við hvað forsetinn gerir eða hvað við borgum og hvað ekki?  Hann var fenginn af Steingrími til að semja um ICESAVE og hafði sjálfur ekki mælt með að við borguðum nauðungina. 

Líklega og væntanlega var hann kallaður af ICESAVE-STJÓRNINNI eða Steingrími til að koma með þrýsting á forsetann.  Og sjálfa þjóðina ef forsetinn synjar hrollvekjunni.  Okkur er nákvæmlega sama um skítleg matsfyrirtæki úti í heimi, Lee Buchheit og Steingrímur J. Sigfússon.  Við ætlum ekki að fallast á fjárkúgun erlendra velda þeirra vegna. 

Það er fullkomlega ólíðandi og óþolandi hvað ICESAVE-STJÓRNIN og stuðningsmenn halda að þeir geti gengið langt í að vaða yfir forsetann og lýðræðið.  Öllum ráðum og vopnum er beitt við að hræða fólk og ógna forsetanum til hlýðni við rukkarana.  Þó að sjálfsögðu hann hagi orðum sínum eins og hann ætli nú ekki að skipta sér af neinu í lýðræðislegu ferlinu. 

Elle Ericsson.


mbl.is Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ljóst að Lee C. Buchheit er ennþá á launaskrá hjá Steingrími. Það er ófyrirlitni að tefla fram þessum manni, eins og hann sé einhver sérfræðingur um skuldamál ríkja. Hvers vegna er ekki leitað álits Alex Jurshevski, sem er einn þekktasti sérfræðingur heims á þessu sviði ? Alex Jurshevski segir:

"Skuldastaða Íslands er nú þegar svo erfið að það væri glapræði að bæta við forsendulausum Icesave-skuldum. Megin verkefni stjórnvalda á að vera að grynna á skuldunum og þetta þarf að gera sem fyrsta, þannig að vaxtabyrðin grafi ekki undan hagvexti nærstu ára"

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 19:36

2 identicon

Hver er sú gulrót sem fær alla þessa vondu menn til að senda þjóð í þrælabúðir nýlendulanda.

 Hvað fær Steingrímur fyrir, eða Bjarni Ben og síðast en ekki síst hún Jóhanna.

Getur einhver svarað mér með rökum ekki bara samsæriskenningum

Símon (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 21:53

3 Smámynd: Elle_

Símon, hvað er það í alvöru sem þú vilt vita?  Og viltu ekki fá það beint úr munni hestsins eða hestanna?  Veist þú kannski hvað veldur óheilindum, svikum eða Stochkholms Syndrome?  Það er verið að kúga þjóðina undir ólöglega kröfu erlendra velda með dyggri hjálp innlendra leppa eða stuðningsmanna.  Ætli það geti ekki verið mismunandi forsendur fyrir óheilindum Bjarna, Jóhönnu, Steingríms, etc? 

Elle_, 19.2.2011 kl. 22:20

4 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Takk fyrir þetta Elle E.. Ég tek 100% undir þetta með þér, það er ljóst að víða kemur berlega fram skítlegt eðli

Þórólfur Ingvarsson, 19.2.2011 kl. 23:37

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Elle.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.2.2011 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband