NIÐURSTAÐA OKKAR ER SKÝR, STEINGRÍMUR.

Nú fyrir skömmu á þessum drungalega og skýjaða degi kusu ótrúlega 44 alþingismenn ICESAVE nauðungina yfir æsku landsins í 3ja sinn og gerðu daginn kolsvartan og niðurlægjandi fyrir foreldra þeirra.  Líka fyrir gamalmenni sem hafa miklar áhyggjur af afkomu og velferð afkomenda sinna.  Og alþingi bætti ofan á skömmina og felldi 2 tillögur um að málið færi í dóm þjóðarinnar.  Maður er næstum orðlaus yfir endalausri ósvífni helferðarstjórnarinnar.  

Steingrímur heldur fram að niðurstaða alþingismanna og ICESAVE-STJÓRNARINNAR sé skýr.  Eins og við vitum það ekki.  Hefur það farið framhjá nokkrum manni að nánast það eina sem ríkisstjórnin hefur unnið við sl. 2 ár hefur verið að eyða skattpeningum okkar í bankana og vinna að því dag og nótt að gera gamalmenni og æsku landsins að skuldaþrælum evrópskra stórvelda?  Við bjuggumst vel við þessari útkomu um ICESAVE frá ykkur, Steingrímur. 

Nú fari vonandi að sjá fyrir endann á ICESAVE, segirðu Steingrímur.  Já, Steingrímur, en ekki með þeim hætti sem þú vilt.  Nú hafa nefnilega yfir 33700 manns á minna en 5 dögum skrifað undir undirskriftalista þar sem heitið er á forsetann að synja ómennskri kúgun ykkar gegn landsmönnum.  Við erum líka stálheppin að vera með lýðræðissinnaðan og mennskan forseta við völd og erfitt verður að trúa öðru en að sá mæti og vitri maður synji andstjórnarskrárlegri og kolólöglegri niðurstöðu ykkar, ÓLÖGUM YKKAR.

Elle Ericsson.


mbl.is „Skýr niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Frá mér sjálfum:

Ég skora á Forseta Íslands hr. Ólaf Ragnar Grímsson að senda Icesave lög III til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Íslenska þjóðin hafnaði samningi Icesave  II með svo afgerandi hætti (98%) að mjög sterk rök eru fyrir því að langflestir kjósenda voru að hafna öllum Icesave samningum. Enda gefur núverandi áskorun á kjosum.is sömu niðurstöðu. En þar eru yfir 33.000 manns þegar búin að setja nafn sitt inn þegar að þetta er skrifað.

Að sjálfsögðu á íslenska þjóðin að fá að hafa ákvörðunarvald á þeim samningum sem múlbindur þjóðina og æsku hennar langt fram í framtíðina.

Icesave- samningarnir eru líklegir til að valda þjóðinni verulegum ánauðum um komandi tíð. Íslenska þjóðin á að hafa vald til þess að ákveða hvort að slíkir gífurlegu fjármunir sem greiðslur á Icesave verða eigi að lenda á þjóðinni að greiða í stað þess að þeir aðilar sem urðu þessari meintu skuld valdandi eigi sjálfir að endurgreiða hana, hverjir svo sem fjármunir hennar eru eða verða.

Ef einhver á að kalla slíkt yfir þjóðina er það hún sjálf fari svo hún ákveði að samþykkja samningana.

 Því heitum við á þig, virðulegi Forseti, að neita ofangreindum lögum samþykkis og að beina þeim til þjóðaratkvæðis.

Guðni Karl Harðarson, 16.2.2011 kl. 17:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Takk fyrir góða áeggjan, núna er boltinn hjá forsetanum.

Hann mun standa með þjóðinni, ekki nema honum hafi verið hótað á þann hátt að hann verði að svíkja.

Nú, þá reynir á réttarríkið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2011 kl. 17:46

3 Smámynd: Elle_

Hvílík niðurlæging, Guðni og Ómar, ekki það að okkur hafi neitt brugðið við ósvífnina.   Nú veltur málið á forsetanum.  Nú eða á Hæstarétti þarnæst.

Elle_, 16.2.2011 kl. 18:28

4 Smámynd: corvus corax

Sem betur fer höfum við í fyrsta sinn forseta á Bessastöðum sem stendur þétt með þjóðinni þegar hún þarf að verjast svívirðilegum árásum ríkisstjórna. Við setjum allt okkar traust á forsetann, hann er eini maðurinn í hópi stjórnvalda sem þorir að standa á sannfæringu sinni fyrir hönd þjóðarinnar.
Það er athyglisvert að 11 af þeim 44 þingmönnum sem samþykktu IceSave samninginn á alþingi í dag, vilja líka að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og greiddu því ferli atkvæði sitt tvisvar áður en þeir samþykktu samninginn. Forsetinn hlýtur að skoða það vel að tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu voru naumlega felldar í tvígang. Það skiptir gríðarlega miklu máli!

corvus corax, 16.2.2011 kl. 18:32

5 Smámynd: Elle_

Já, 30 alþingismenn vildu málið í dóm þjóðarinnar.  Það var tæpt.  

35115 manns hafa nú skrifað undir á minna en 5 dögum.  Og það þrátt fyrir nokkrar, minnst 2, árásir á undirskriftasíðuna. 

NEI VIÐ ICESAVE3: Ásmundur Einar Daðason (JÁ VIÐ ICESAVE2), Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Pétur H. Blöndal, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari.

Ögmundur Jónasson sagði NEI við bæði ICESAVE1 og ICESAVE2.  Nú hefur hann glatast.  

FORSETINN HLÝTUR AÐ SYNJA: SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON.

VONBRIGÐI: ÞÓR SAARI. 

Elle_, 16.2.2011 kl. 19:40

6 identicon

Steingrímur er búinn að segja ykkur þetta: Þjóðin er fífl.. ekki treystandi, aðeins Steingrímur og hvíti engilinn vita hvað er í gangi, það hefur sýnt sig trekk í trekk, eins og td með fyrsta samninginn
Það er ekki eins og vinstri grænir séu kommúnistar og mannhatarar sem eru búnir að maka yfir sig grænu slími.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 22:33

7 Smámynd: Elle_

Já, helmingur alþingis heldur víst að við séum fífl og forsjárhyggjan og vanvirðingin orðin óþolandi.  Hvíti engillinn???  Hvílíkur engill. Og get ég bætt við KJAFTÆÐI BJARNA BEN: EKKERT GLEÐIEFNI.

Nú eru tæpl. 37 þúsund manns skráðir. 

Elle_, 17.2.2011 kl. 00:27

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sigmundur Davíð kom með frábær rök gegn þeim sem segja að þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki viðeigandi í málum eins og Icesave. Hann sagði efnislega:

Icesave-bagginn er skuldbinding sem brýtur gegn öllum lögum. Hvaða mál henta betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en skuldbinding sem verið er að þvinga yfir þjóð, sem engin heimild er til í lögum fyrir?

Theódór Norðkvist, 17.2.2011 kl. 00:47

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Theódór (og Sigmundur Davíð!). Hjartans þakkir fyrir þessa grein, Elle, og fyrir innlegg ykkar, Guðni Karl, Ómar og corvus corax. Við í þjóðarheiðri heitum öll á forseta Íslands að skjóta þessu máli undir úrskurð þjóðarinnar.

Jón Valur Jensson, 17.2.2011 kl. 03:10

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave ...

Jón Valur Jensson, 17.2.2011 kl. 03:13

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú eru undirskriftirnar orðnar 37.099 á Kjósum.is.

Jón Valur Jensson, 17.2.2011 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband