Þingmenn eiga – ekki frekar en að senda svikafrumvarp á ljóshraða gegnum þingið – ekki að taka þátt í þeirri hjáleið að leggja Icesave á okkur í formi bankaskatts eða hærri vaxta!

Krafa brezkra og hollenzkra boðflenna í máli þessu er gersamlega ólögvarin og frumvarpið fullt af margvíslegum hneykslunarefnum vegna beinna lagabrota.

Þess vegna er raunalegt að sjá Lilju Mósesdóttur leggja til að hækka bankaskattana – fyrir enga aðra en fyrir Breta og Hollendinga – en það mundi leiða til aukins vaxtamunar og verri kjara íslenzkra lántakenda. Þessa tillögu studdi hún þó í viðskiptanefnd Alþingi, þar sem hún er formaður.

Hún var á góðri leið með að verða heilög að áliti sumra, eins og Jóhanna forðum daga, en nú er aldeilis komið ryk á geislabauginn, þykir okkur hér í Þjóðarheiðri.

Hitt má hún eiga, að í fréttinni (tengill neðar) kemur hún upp um ofurflýti ráðamanna við að skófla þessu bannsettu Icesave-frumvarpi í gegnum þingið og helzt á mettíma – að því er okkur virðist í kapp við tvennt: undirskriftasöfnun Samstöðu þjóðar gegn Icesave (Kjósum.is) og heimkomu forseta Íslands úr stuttri utanlandsferð!

Undirritaður finnur það eitt sér til hugarhægðar þessa dagana að lesa í Þórði kakala, frábærri bók Ásgeirs Jakobssonar, en með nýjum hætti virðist mér pólitíkin hér hafa nálgazt sumt það versta í anda Sturlungaaldar. Ekki vantar a.m.k. margföld svik og eiðrof ráðamanna.

En hér er annað enn betra lesefni fyrir daginn: frábær grein eftir lögfræðinginn Völu Andrésdóttur Withrow, nýbirt, efst á Moggabloggi hennar: vala.blog.is, og nefnist 'Icesave afturgöngur'.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is „Icesave afgreitt of hratt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband