UNDIRSKRIFTASÖFNUN á Kjósum.is : Hrindum af okkur Icesave-frumvarpinu!

Farið inn á vefslóðina Kjósum.is! Frá því seint á 11. tímanum í gærkvöldi (föstudag, hinn 11/ii/11) hafa nú, laugardag kl. 13.23, nákvæmlega 2.000 manns skrifað undir áskorun á Alþingi og forseta Íslands, og hefur þó átakið lítt verið kynnt til þessa. Sjá nánar neðst í greininni hér á eftir, en titill hennar hefur nú verið tekinn niður sem yfirskrift þessa bloggs og færður niður í breyttri mynd í næstu línu hér á eftir.

Össur er jafn-ráðinn í að svíkja þjóðina og Bjarni Ben. – Svarað kalli ESB? – En þjóðin vill fá síðasta orðið!

  • "Innan við helmingur kjósenda VG er hlynntur ríkisábyrgð vegna Icesave, 46%. Stuðningur við ríkisábyrgð er mjög lítill á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Borgarahreyfingar eða um 9% í hvorum flokki. Minnstur er stuðningurinn á meðal kjósenda Framsóknarflokks eða 3%."

Þannig var afstaðan, þegar Gallup tók sinn þjóðarpúls í september 2009.* Nú höfum við hins vegar 9 af 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem ætla að svíkja þjóðina og eigin landsfund í málinu!

Í nýrri frétt á Mbl.is segir Össur Skarphéðinsson, þá staddur í Litháen, telja "að Icesave-frumvarpið verði samþykkt í næstu viku, og jafnframt telur hann "ólíklegt að svo mikill ágreiningur rísi um málið að forsetinn telji nauðsynlegt að hugleiða þjóðaratkvæðagreiðslu."

Sigurviss þykist hann – eigum við ekki að sýna honum fram á spaugilega fallvalta spádómsgetu sína? Hann viðurkenndi þó – hugsanlega af því að hann er "óttalaus" við að þjóðin geri neitt í málinu – að það væri þó skýlaus réttur forsetans samkvæmt stjórnarskránni að vísa málinu í þjóðaratkvæði.

  • Í frétt Reuters segir einnig að samþykkt Icesave-samkomulagsins sé mikilvæg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Össur kvaðst telja að aðild Íslands að ESB muni ráðast af fiskveiðimálum. (Mbl.is.)

Já, var það ekki: Erlendir fréttamenn átta sig ekki síður á því en innlendir, að hér hangir ESB á spýtunni – ekki sízt hjá mönnum eins og Össuri. Á þá tilgangurinn að helga meðalið?

Við þessu á þjóðin aðeins eitt úrræði, úr því sem komið er: að skora á forseta Íslands að synja ólaga-frumvarpi ríkisstjórnarinnar staðfestingar. Og nú styttist í það, segja menn, að undirskriftasöfnun verði formlega hleypt af stokkunum. 

Það er þjóðarinnar að eiga síðasta orðið í jafn-afgerandi máli sem þessu, vegna ólögvarinn krafna tveggja aflóga nýlenduvelda, eftir beina og ósvífna árás annars þeirra á efnahag okkar og atvinnulíf. Þvert gegn lögum ESB, þvert gegn EES-reglum, þvert gegn stjórnarskrá okkar, þvert gegn gjaldþrotalögum okkar og lögunum um Tryggingasjóðinn freista vesalir, hræddir og meðvirkir þingmenn þess að leggja 35 ára langan skuldaklafa á þjóðina. Það er alveg komið á hreint, að við getum ekki borgað uppsett fjárkúgunarverð fyrir 2016 og að þess vegna verði lengt í gerviskuldarhalanum allt til ársins 2046, eins og svikasamningurinn sjálfur býður upp á.

NEI við frekari trakteringum þessara aumu manna! Ekkert Icesave!

Upplýsingar um boðaða undirskriftasöfnun á vegum stórs hóps einstaklinga úr ýmsum áttum, mörgum flokkum og félagasamtökum birtast hér seinna í kvöld. 

*ÞJÓÐARPÚLS GALLUP. September 2009, 9. TBL. 17. ÁRG. Leturbr. í texta ofar: jvj. – Í þessari könnun var "meirihluti þjóðarinnar, eða um 63%, andvígur því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna Icesave. Tæplega fjórðungur [24%] er hlynntur því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna Icesave, en 13% eru hvorki hlynnt né andvíg." – Enn þann dag í dag, í febrúar 2011, er meirihluti þjóðarinnar allsendis ósáttur við stefnu Icesave-flokkanna í þessu máli, sjá nánar hér: Þjóðin vill ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSU um Icesave-III. Meirihlutinn hafnar öllum lögleysusamningum!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Icesave samþykkt í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ég held forsetinn hafi það vit að hafna kúguninni ICESAVE gegn alþýðu landsins.  Hann setti málið í vissan stjórnskipulegan farveg þann 5. jan. sl. þegar hann synjaði undirskrift undir ólögin og vísaði þeim í dóm okkar. 

Málið stendur enn í sama farvegi, í dómi þjóðarinnar, þó ICESAVE-STJÓRNIN og nokkrir vegvilltir Sjálfstæðismenn ætli að pína handrukkun gamalla nýlenduvelda yfir okkur svo þau geti líka troðið okkur í Evrópustórríkið gegn okkar vilja. 

Já, við vitum vel að málin eru nátengd.  Hefur komið skýrt fram nógu oft að ICESAVE er krafa Evrópuríkisins. 

Ekki væri verra að forsetinn finndi enn fyrir baklandi og stuðningi okkar og ég ætla að skrifa honum.  Held það sé óþarfi að skora á hann, hann skilur venjuleg bréf frá okkur og hann veit vel við skuldum ekki niðurlægjandi kröfuna.   

Hinsvegar, fari svo að forsetinn skrifi undir lögleysuna, hljótum við að geta fengið hæfa lögmenn til að sækja málið fyrir okkur, gætum safnað í sjóð fyrir málskostnaði.  Hæstiréttur hlýtur að dæma samkvæmt lögum og kasta ruglinu út í hafsauga.  Og koma nokkrum á sakamannabekk í leiðinni.  

Elle_, 11.2.2011 kl. 21:30

2 Smámynd: Elle_

Nei, 5. jan. í fyrravetur. 

Elle_, 11.2.2011 kl. 21:51

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Jón, þetta er alveg ótrúlegt allt saman og ég er tilbúin í undirskrift sem og allir í kringum mig um leið og hægt er. Fyrir mér þá er ekki að ræða það að þessu verði troðið á herðar okkar steinþegjandi og hljóðalaust...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.2.2011 kl. 22:16

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2011 kl. 00:21

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég sé að það er komin í gang atkvæðagreiðsla á htp://kjosum.is

Koma svo!

Guðni Karl Harðarson, 12.2.2011 kl. 00:26

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, sannarlega er hún byrjuð á Kjósum.is (smellið!).

Látið alla bréfavini ykkar vita, og til hamingju, góðir samherjar!

Nú eru komnar 1.902 undirskriftir undir áskorunina, en vefsíðan var opnuð á 11. stundu í gærkvöldi, hinn 11/ii/11 !

Jón Valur Jensson, 12.2.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband