9.430 áskorendur skrifuðu undir á Kjósum.is á nákvæmlega tveimur sólarhringum

Átakinu var hleypt af stokkunum kl. 22.15 í fyrrakvöld, skv. vefstjóra þess vinsæla vefs, Kjósum.is. Nú skelfast Icesave-sinnarnir, eins og sést á taugaveikluðum skrifum þeirra, og trúlega einnig Icesave-stjórnin innan sinna hallarmúra.

"Illt er í efni, að þjóðin ætlar að fara að ráða þessu einu sinni enn!" heyrast þeir stynja – kannski ekki orðrétt svona, en einn Samfylkingarsinninn, Stefán bróðir Katrínar Júlíusdóttur, sat úti í Berlín í dag og skrifaði í bloggi sínu: "Ég ætla nú rétt að vona að það komi ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave." Og í langsóttri vörn sinni átti hann þetta lokatromp á hendi:

  • "Í raun munu Íslendingar ekki greiða Icesave, heldur íslenska ríkið." [Svo!!!]

Þessi undarlegi Icesave-meinlokuþankagangur verður eflaust mikið rannsóknarefni síðar meir, en flestir heilsteyptir og eðlilega þenkjandi Íslendingar taka undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem sagði í þætti á Útvarpi Sögu sem þar var endurvarpað í kvöld:

  • "Við megum ekki skrifa upp á óútfyllta ávísun fyrir upphæð sem getur numið 200 milljörðum. Ef þeir ætla að láta þjóðina borga þetta, þá verða þeir að fá leyfi til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu." (Skrifað hér upp nokkurn veginn orðrétt – og efnislega rétt.)

Þið sem hafið ekki séð vefsíðuna, hún er hér: Kjósum.is!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Undirskriftir nálgast 9.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Þetta verður komið í 10.000 fyrir miðnætti ;)

Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir Icesave-sinnar réttlæta þennan svikasamning. Trekk í trekk sé ég menn tala um að við eigum að borga þetta til að sýna að við séum sterk þjóð(!) eða til að sýna einhverju alþjóðasamfélagi að við kunnum að axla ábyrgð! Vanhugsunin er í ólíkindum. Í fyrsta lagi ætti það að vera augljóst að ef við eigum að draga einhvern lærdóm af bankahruninu þá er það að taka ekki "lán" að óþörfu. Sérstaklega ekki lán sem við erum ekki í ábyrgð fyrir.

Ef þessi svikasamningur verður samþykktur þá liggur við að ég kæri forsætis- og fjármálaráðherra persónulega. Svo kæmi mér ekki á óvart að það bíði okkar einhvers konar "björgunarpakki" úr þessu í formi ESB aðildar.

Pétur Harðarson, 13.2.2011 kl. 23:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Pétur þú reyndist sannspár, undirskrift #10.000 var skráð klukkan 23:59:26  :)

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2011 kl. 00:09

3 Smámynd: Pétur Harðarson

Hehehe spurning um að kaupa sér miða í Víkingalottóinu ;)

Pétur Harðarson, 14.2.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband