Þjóðin vill ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSU um Icesave-III. Meirihlutinn hafnar öllum lögleysusamningum!

Þetta sannast í mörgum skoðanakönnunum, m.a. þónokkrum nýjum, og afgerandi atkvæðagreiðslu:

1) Hinn 6. marz 2010 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-II-lögin frá 30. des. 2009. 93,2% sögðu NEI við því að samþykkja þau, ógildir seðlar voru o,3%, auðir 4,3%, og einungis 1,8% sögðu JÁ! (sjá hér: Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum og yfir allt landið).

2) Tveimur dögum seinna birti MMR (Markaðs- og miðlarannsóknir, MMR) niðurstöðu skoðanakönnunar, sem fram fór um sama leyti. Þar kom í ljós að 59,4% aðspurðra sögðu: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands! 37,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til, og 3,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.

3) Í skoðanakönnunum á vef Útvarps Sögu hefur verið spurt um þessi mál, eftir að Icesave-III-frumvarpið kom fram í desember. Hér eru niðurstöðurnar (nánar með tenglum HÉR!):

Ert þú sammála forseta Íslands um að efna aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-samkomulags? – Já sögðu 91,02%. Nei: 8,15%. Hlutlaus: 0,83%. Þátttakendur 730.

Er ríkisstjórnin að virða að vettugi þjóðarviljann með nýjum Icesave-samningi? – Já sögðu 78,4%. Nei: 19,53%. Hlutlaus: 2,07%. Þátttakendur 339.

Telur þú að þingið eigi að samþykkja nýja Icesave-samkomulagið? – Já sögðu 22,2%. Nei: 76,04%. Hlutlaus: 1,76%. Þátttakendur 634.

Á ríkisstjórnin að axla ábyrgð vegna Icesave málsins? – Já sögðu 75,65%. Nei: 20,68%. Hlutlaus: 3,66%. Þátttakendur 387.

4) Og í Bylgju/Vísis-könnun birtri 10. desember kom í ljós, að 54% leizt ILLA á Icesave3-samninginn, en einungis 24% lízt "vel" á hann og 22% "sæmilega". Hlustendur Bylgjunnar virðast heldur stjórnarsinnaðri en hlustendur Útvarps Sögu; samt varð niðurstaðan þessi!

5) Á vefsíðu Útvarps Sögu var spurt upp úr miðjum janúar 2011: Er of mikil áhætta að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samkomulag? Niðurstöðurnar sögðu sína sögu og urðu naumast til að setja Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu í hátíðarstemmingu. Hlutlausir voru 3,92%, nei sögðu 16,97%, en JÁ sögðu 79,11%. Svarendur voru 385 (sjá HÉR!).

6) Í könnun Fréttablaðsins og Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis (þar sem mun fleiri stjórnarsinnar munu vera gestir en á vef Útvarps Sögu) var spurt og svarað um Icesave og niðurstaðan birt þar í gær, 7. febrúar:

Viltu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave? – JÁ: 58%. NEI: 42%.

Ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin, hvernig myndirðu kjósa? – HAFNA lögunum: 53%. STAÐFESTA lögin: 47%.

Rökrétt niðurstaða: Þjóðin krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál.

Jón Valur Jensson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ríkisstjórnin hefur svo marga spunameistara og allskonar fræðinga til þess að draga kjarkinn úr fólki...  Núna er fólk orðið hrætt að mótmæla, það gæti lent í svona málaferlum eins og níumenningarnir eru að ganga í gegn um núna...  Aldrei skal ég borga krónu af þessu IceSlave, ef mér er það frekast mögulegt...  Og ekki vil ég drepa afkomendur mína, ég vil börnum mínum og barnabörnum aðeins það besta. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2011 kl. 23:59

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og nú eru nýir níumenningar komnir fram á sviðið: Sjálfstæðisflokks-þingmenn sem neita að virða um 7 mánaða gamla, eindregna ályktun síns eigin 1520 manna landsfundar, samþykkta þar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, og þeir hafa með öllu gleymt því, að því er virðist, að landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins.

Svo mæta þeir meðvirku í löngum bunum til að vitna og bera lof á leiðtoga sinn, þann sem þrengir að samvizku þingmanna sinna!

Hvílík meðferð á mínum gamla og gegna flokki! En úr honum gekk ég í ágúst 2009, þegar 14 af 16 þingmönnum hans sátu hjá í atkvæðagreiðslu um Icesave-I-frumvarpið.

Heiður þeim, sem heiður ber: þá greiddu Birgir Ármannsson og Árni Johnsen atkvæði gegn því frumvarpi.

Og heiður og blessun fylgi þér, Unnur Brá Konráðsdóttir, sem greiddir atkvæði gegn Icesave-III-frumvarpinu nú í síðustu viku, við 2. umræðu þess.

Gleðjið nú þjóðina, Birgir, Sigurður Kári og Guðlaugur Þór og sem flestir aðrir þingmenn, með því að stuðla með ykkar afli að því að fella þetta lögleysu-frumvarp, sem brýtur á ýmsum greinum stjórnarskrárinnar til þess að gera það, sem óleyfilegt er jafnvel að ESB-lögum: að borga ólögvarða kröfu gamalla nýlenduvelda!

Kærar þakkir, Jóna Kolbrún, fyrir þitt innlegg!

Jón Valur Jensson, 9.2.2011 kl. 00:44

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í skoðanakönnun, sem stóð yfir á vef Útvarps Sögu frá hádegi á mánudegi til þriðjudags og 590 tóku þátt í, var spurt: Á Bjarni Benediktsson að víkja sem formaður Sjálfstæðisflokksins?

Hlutlaus voru 3,24%, NEI sögðu 26,45%, en JÁ sögðu 70,31%.

Fráleitt er að reiða sig á, að þessi 26,45% hafi öll verið kjósendur Sjálfstæðisflokks, því að gera má ráð fyrir, að a.m.k. ýmsir Samfylkingarmenn hafi greitt atkvæði með þessum nýja bandamanni sínum!

Jón Valur Jensson, 9.2.2011 kl. 01:13

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir Heiðursfélagar.

Það er búið að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna, hún var haldin 6. mars 2010, samningurinn var felldur með 98% atkvæða.

Þess vegna er núverandi samningur ólöglegur ef hann fer ekki fyrir þjóðina.  

Þetta veit forseti Íslands, og einhverjar áskoranir til hans núna á þessum tímapunkti, er í fyrsta lagi móðgun við dómgreind og virðingu forsetaembættisins, heldur lýsir hún algjöri vantrú á sín eigin rök um lögleysu samninga við breta um ICEsave.

Þegar maður kúgar þig þá ferðu ekki á netið og skorar á lögregluna að stöðva kúgunina, þú ferð upp á lögreglustöð og kærir.

Þannig virka lögin, þannig eru grunnreglur réttarríkisins.

Skora á alla undirskriftarglaða að skoða rök Björn Bjarnasonar, þau eru kristaltær, og ómótmælt.  Því það getur enginn mótmælt þeim með rökum.

Haldið nú haus Heiðurskallar, munið kjörorðið "gjör rétt, þol ei órétt".

Það er í gildi stjórnarskrá á Íslandi.   Og dómsstólar eru sjálfsstæðir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2011 kl. 06:18

5 Smámynd: Elle_

Ég var líka eins og Ómar farin að halda að forsetinn hlyti að vísa málinu aftur til okkar þar sem við vorum búin að segja nei.  Nú óttast ég samt að forsetinn haldi að okkur sé sama ef við þegjum. 

Elle_, 9.2.2011 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband