Menn skora á þingið og forsetann að samþykkja ekki Icesave-frumvarpið

Átakið Kjósum.is á vegum Samstöðu þjóðar gegn Icesave – regnhlífarsamtaka fólks í mörgum flokkum og hreyfingum sem og þekktra einstaklinga – hefur gengið ágætlega þrátt fyrir sáralitla kynningu og engar auglýsingar. Frá því seint á 11. tímanum í gær til kl. 17.12 í dag hafa 3.000 manns skrifað undir áskorun þar um að Alþingi hafni frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans; heitið er á forseta landsins að synja slíku frumvarpi staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi.

"Ég vil að þjóðin fái að úrskurða um þetta mál," segir í lok þessarar áskorunar, þar sem fjölmargir eiga væntanlega eftir að tjá þennan vilja sinn.

Farið inn á Kjósum.is – smellið hér og kynnið ykkur síðuna, skrifið sem flest undir til að stuðla að því, að ykkar lýðræðislegi réttur til að úrskurða um þessa nýju risaskuldbindingu á okkar herðar og barna okkar verði virtur í verki með þjóðaratkvæðagreiðslu – rétt eins og daginn góða 6. marz 2010.

Efnt verður til blaðamannafundar á vegum aðstandenda þessarar áskorunar í Þjóðmenningarhúsi (Safnahúsinu við Hverfisgötu) á mánudagsmorgun kl. 11. 

Stöndum nú öll á réttinum, Íslendingar, látum ekki leggja á okkur ólögvarðar risafjárkröfur sem brjóta á sjálfri stjórnarskránni og lagalega tryggðum rétti okkar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Undirskriftir gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Eins og síðast þegar skorað var á forseta að hafna ICESAVE, þá er ég búinn að skrifa undir í dag líka...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.2.2011 kl. 18:14

2 identicon

Ekki er úr vegi að lesa yfirlýsingu forsetans frá 05. janúar 2010. Þar stendur:

»Hornsteinn stjórnskipunar íslenska lýðveldisins er að þjóðin er æðsti dómari um gildi laga. Stjórnarskráin sem samþykkt var við lýðveldisstofnun 1944 og yfir 90% atkvæðisbærra landsmanna studdu í þjóðaratkvæðagreiðslu felur í sér að það vald sem áður var hjá Alþingi og konungi er fært þjóðinni. Forseta lýðveldisins er svo ætlað að tryggja þjóðinni þann rétt.«

Nú vill svo til að Samstaða þjóðar gegn Icesave er einmitt að óska eftir að neyta þess Stjórnarskrár-bundna réttar sem forsetinn talar þarna um. Við stofnun lýðveldis var vald konungs og Alþingis fært þjóðinni. Forsetinn er umboðsmaður almennings og verkefni hans er að tryggja fullveldisrétt landsmanna. Heitið lýðveldi er ekki bara upp á punt, heldur merkir það að fullveldið hvílir hjá lýðnum, handafa fullveldisins. 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 18:30

3 Smámynd: Elle_

Hvað ætli þurfi langan tíma og margar synjanir forsetans á ómerkilegum níðingsskap og ólögum alþingis gegn landsmönnum til að þau fari að skilja að stjórnmálamenn fari ekki með fullveldið, heldur alþýða landsins?

Elle_, 12.2.2011 kl. 19:00

4 identicon

Ég legg til að allir sem einn fari inn á vefinn www.kjosum.is og tökum skýra afstöðu gegn Icesave. Svo legg ég einnig til að allir ættu að smella sér á þessa slóð http://video.hjariveraldar.is/Blekking_1.html

 Þarna er mjög áhugaverður Pistill sem fær mann aðeins til að skoða dýpra og velta ýmsu fyrir sér.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 19:11

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er búið að nota "þreyta laxinn" aðferðina í gegnum áratuginna af pólitíkusum til að fá í gegnum allskonar skítamál á Alþingi. Og fólk hefur bara ekki haft almennilega aðstöðu til að skilja hvað gangi og hver lögin og samþykktin hefur runnið í gegn.

Mér dettur bara þetta í hug þegar sérfræðingar eru sannfærðir að Facebook eigi hvað mestan þátt í byltingunnií Egyptalandi og að forsetnn hafi loksins látið undan fólkinu.

Meiriháttar duglegir félagarnir Jón Valur og Loftur að standa í þessu með Icesave og nú er nafnið mitt að sjálfsögðu komið á listann.

Óskar Arnórsson, 12.2.2011 kl. 20:23

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2011 kl. 20:50

7 identicon

Hananú!

Búin að bæta mínu nafni við. 4251 komnir.

Ég tel að þar til hulunni hefur verið flett af öllum samskiptum, þ.á.m Davíðs við seðlabankastjóra Bretlands, að þingið hafi ekkert með að einu sinni leggja þetta fram.   Það er nú einu sinni svo að við lifum á upplýsingaöld og viljum vita allt og tökum mun meðvitaðari ákvarðanir en áður þar sem minna er tekið af ákvörðunum í "reykfylltum bakherbergjum".

Ef að Sjallar ætla nú að styðja en ekki segja frá eru þeir ekkert skárri en hinn skíturinn sem nú flýtur um allt á Alþingi.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband