Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
6.3.2013 | 09:09
Áfram-hópurinn og hans hættulegi blekkingaráróður gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands
Fáránlegt lið, Áfram-hópurinn (sjá mynd), vildi láta Íslendinga borga Icesave! m.a. Benedikt Jóhannesson í Vísbendingu, aðalspíran í Já Ísland! (ESB-innlimunarsinnafélagi), Heiða Kristín Helgadóttir í "Bjartri framtíð" og Guðm. Gunnarsson fv. form. Rafiðnaðarsambands Íslands. Guðmundur taldi já við Icesave-samningnum "forsendu þess að hægt sé að vinna upp þann kaupmátt sem hefur tapast"!!! Einnig var þarna Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og framákona í Samtökum verslunar og þjónustu, sem bætti við að "farsæl lausn á Icesave snérist um lífskjör þjóðarinnar á komandi árum," "nauðsynlegt væri að huga að komandi kynslóðum þegar tekin verður ákvörðun um Icesave"!!!
Þá voru þarna Árni Finnsson, formaður "Náttúruverndarsamtaka Íslands", Sveinn Hannesson í Samtökum iðnaðarins og Hörður Torfason söngvari og mótmælandi og leiðandi nýs Austurvallarhóps (pínulítils) sem á að bakka upp stjórnarskrárdrög "stjórnlagaráðs", en Hörður var þó nógu bíræfinn að láta sjá sig á sigurhátíð InDefence-hópsins í Slipphúsinu að kvöldi þess dags þegar EFTA-dómstóllinn úrskurðaði Ísland með öllu saklaust af Icesave-kröfum Breta og Hollendinga! Hann hefur kannski talið sér það óhætt í ljósi þess, að vefsíða Áfram-hópsins hafði verið látin hverfa! (Frh. neðar.)
Þetta rammskeikula lið og margir fleiri í hópnum, t.d. Vilhjálmur Þorsteinsson í CCP (einn af mörgum ESB-innlimunarsinnum í stjórnlagaráðinu sáluga) sóttu að sannfæringu Íslendinga, m.a. með frægri heilsíðumynd að endemum: af risahákarli ógnandi því að gleypa hnípna íslenzka fjölskyldu á bátskektu, ef við greiddum ekki icesave skv. Buchheit-samningnum!!!
Nánari upplýsingar um hópinn fáránlega er að finna á þessari vefsíðu félagsskaparins Samstöðu þjóðar. En þar segir Loftur Altice Þorsteinsson m.a.:
- Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af því, að heldstu styrktaraðilar Icesave-vinanna væru Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI). Sem start-gjald, veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.
Það á ekki að þegja um hneisu og ill verk þessa hóps. Samstaða þjóðar á þakkir skildar fyrir að koma upplýsingum sínum á framfæri.
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.5.2016 kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.2.2013 | 20:24
Vel mælt hjá forsetanum um Icsave-mál á OECD-fundi
- Þegar EFTA-dómstóllinn úrskurðaði í síðasta mánuði að málsókn Breta, Hollendinga og ESB hefði ekki haft neina lagalega stoð, varð ljóst að til viðbótar við lýðræðislegan vilja þjóðarinnar voru réttlætið og lögin einnig á okkar bandi.
Svo mælti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í lok ræðu sem hann flutti á fundi með sendiherrum aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, í París í morgun. Eins og segir í frétt á Mbl.is:
- Framan af fjallaði ræða forsetans um hagkerfi hreinnar orku og sjálfbærni, en í lok hennar rakti hann Icesave-deiluna.
- Þegar hin svokallaða Icesave-deila kom upp, þar sem stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi, studd af stjórnvöldum allra ESB-ríkja og öðrum, kröfðust þess að almennir borgarar á Íslandi; fiskimenn, bændur, kennarar, hjúkrunarfræðingar, myndu taka á sig ábyrgðina vegna hinna föllnu banka með hærri sköttum, þá þurftum við að velja á milli annars vegar fjárhagslegra hagsmuna eins og þeir voru kynntir fyrir okkur af stjórnvöldum í Evrópu og hins vegar lýðræðislegs vilja íslensku þjóðarinnar. Við völdum lýðræðið.
Hreinar línur og hreinskiptni hjá forsetanum. Þessi leið og hans eigin gjörðir í takt við þjóðarvilja burgu okkur frá hneisunni, samvizkubitinu og þjóðarskaðanum, sem hér var stefnt að með undanlátssemi nefbeinslausra stjórnvalda.-
- Forsetinn sagði að eftir þjóðaratkvæðagreiðslurnar tvær, þar sem þjóðin hafnaði Icesave-samningunum, hefði efnahagur landsins farið að taka við sér. Þeir sem hefðu ráðið frá atkvæðagreiðslunum, hefðu haft algerlega rangt fyrir sér. (Mbl.is.)
Já, það sýndi sig. Hrakspárnar rættust ekki, hræðsluáróður manna eins og Gylfa Magnússonar, Þórólfs Matthíassonar og ríkisstjórnarráðherra reyndist innantóm lygi. Eigum við svo bara að gleyma því, sem þeir ætluðu sér?
Hugsum þó fyrst og fremst jákvætt, minnumst þeirrar blessunar sem fólst í því að nægur meirihluti þjóðarinnar sýndi fulla einurð í þessari baráttu, lét hvorki kúgast af hótunum útlendinga né blekkjast af innlendri stjórnmálastétt, sem og, að stjórnarskrá okkar varð hér varnarmúr þjóðarinnar gegn þeirri ásókn. Þökk sé þar forseta Íslands, að hann reyndist okkur svo vel, að ekki varð betur gert með neinni þjóð.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Tjáði sig um Icesave-dóminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2013 | 09:48
Tvö ár frá synjun forsetans á Icesave-löggjöf hið síðara sinn
Já, tíminn líður, en þessi kaflaskil í málinu -- að undangenginni undirskriftasöfnun Samstöðu þjóðar um Icesave, sem Þjóðarheiðursmenn áttu þátt í að stofna -- urðu forsenda þess, að málið endaði í EFTA-dómstólnum og fullkominni sýknu Íslands.
Heill forseta vorum að hafa beitt sér gegn óþinglegu athæfi og háskastefnu fyrir stjórnskipan landsins og efnahag þjóðarinnar, en neytt stjórnarskrárbundins réttar sins og stuðlað með varðstöðu sinni að hreinsun mannorðs heillar þjóðar og betri fjárhagsstöðu okkar allra!
HÉR (26.-28.2. 2011) og HÉR (23.-26.) og HÉR (19.-23.) geta menn séð eða rifjað upp, hvernig umræðan var á þessu vefsetri Þjóðarheiðurs í ofanverðum febrúar 2011. Og hér eru bloggfærslur mánaðarins í marz 2011 (þ.e. 8 síðustu dagarnir og framhald lengra inn í mánuðinn með því að smella þar á línuna 'Næsta síða' neðst),
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2013 | 01:33
Steingrímur J. Sigfússon sér ekki eftir Icesave-ákvörðunum sínum!
Margir munu hafa séð hann í Kastljósi þetta mánudagskvöld. Ennþá frakkari var hann samt í morgunútvarpi Rúv sama dag. Var hann spurður, hvort á stjórnarferlinum væri "einhver ákvörðun sem þú sérð eftir" og talin upp fáein mál, og bar Icesave einna hæst.
"Nei, ég get ekki sagt það ..." svaraði Steingrímur keikur!!
Blaðraði hann svo í kringum þessi mál og endaði á þessu: "Þegar skyldan kallaði, þá fór VG í þetta verkefni, og ég er stoltur af því"!
Svo hefur hann sennilega litið á eftir í spegilinn og ávarpað hann með þessum orðum: "Spegill, spegill, herm þú mér, hver hér á landi flottastur er," og heyrzt hann heyra hið kórrétta svar!
JVJ.
17.2.2013 | 02:57
Alain Lipietz sagði sannleikann um Icesave (jan. 2010)
Engin ábyrgð tilheyrði íslenzka ríkinu vegna Icesave-reikninganna, sagði hann m.a. Brezku og hollenzku ríkisstjórnunum bar að láta Landsbankann tryggja Icesave-reikningana í tryggingasjóðum þeirra landa. Það var einmitt gert í Bretlandi, með fullri vissu, eins og Lofti Þorsteinssyni, varaformanni Þjóðarheiðurs, tókst þá brátt að leiða í ljós. En hér er þetta myndband með Alain Lipietz, þar sem hann sagði Íslendingum sannleikann í málinu í Silfri Egils 10. janúar 2010:
Það tók langan tíma og tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og loks EFTA-dóm til að fá ráðamenn hér til að verða að sætta sig við sannleikann í málinu: það sakleysi Íslands, sem Lipietz átti ekki í erfiðleikum með að kynna okkur. Hann var, vel að merkja sérfræðingur á þessu sviði. Merkilegt, að Steingrímur og Jóhanna (sem við horfum nú á eftir sem leiðtogum stjórnmálaflokka, flestir með næsta litlum trega) skyldu telja sig bóga til að ganga gegn sérfræðiáliti þessa manns.
Sjá einng hér:
ÍSLENDINGAR SKULDA EKKERT: Alain Lipietz (grein hans, birt hér 3.3. 2011)
Geta má þess, að settur hefur verið inn leitarhnappur og -reitur hér inn á vefsíðuna (LEITA Í ÞESSU BLOGGI), í dálkinum hér til vinstri.
JVJ.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2013 | 00:09
Icesave-erindi
Íss er klafa á oss velti
ESB með háu gelti,
forsetans þá fremst var vörn
fyrir saklaus Íslands börn.
JVJ (sjá upprunalega gerð hér)
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2013 | 19:09
Stjórnarflokkarnir gjalda fyrir Icesave-auðsveipni sína, en Framsókn fær aukið traust vegna samstöðu með þjóðinni
Réttur okkar Íslendinga í Icesave-deilunni var ALGJÖR. Það sannaðist í vel rökstuddri niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Viðbrögðin láta ekki bíða eftir sér í nýrri skoðanakönnun MMR. Fylgi Framsóknar eykst um 4,7% af öllum kjósendum á hálfum mánuði, en stjórnarflokkarnir hafa misst 3,8% fylgi meðal allra kjósenda í des. skv. skoðanakönnunum.
Straumurinn er því eðlilega frá svikurum á Alþingi í Icesave-málinu. Trúverðugleiki Icesave-þjónustuliðsins, sem svo óvægilega gekk fram í því að láta Alþingi samþykkja ólögvarðar og ólögmætar kröfur, er nákvæmlega enginn í því máli, enda íslenzka þjóðin saklaus þar af allri sekt.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Framsókn fengi 19,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2013 | 04:35
Heilaþvottarboðskapur Jóhönnu við verklok verkstjórans afleita
Svo heilaþvegin virðist fráfarandi ráðstýra Samfylkingar af eigin kattarþvotti og svo flækt í eigin spuna, að hún trúi því jafnvel, að samningaleiðin hafi verið "ábyrga leiðin". Svona er hægt að snúa hlutum á hvolf, þegar forystulæður hafa lengi gengið með alvarlega sjónvillu og aldrei tekið eftir henni sjálfar, af því að þær eru hlaupandi út og suður í kattasmölun, sem oftar en ekki felur í sér hreint einelti við blessaða, frjálsthugsandi fressina.
Nokkur hundruð sinnum hefur verið reynt að segja Jóhönnu & Co. það á þessu vefsetri, að Icesave-kröfur brezku og hollenzku ríkisstjórnanna voru ólögvarðar með öllu. Lengi vel var því hreinlega hafnað af Jóhönnustjórninni og því jafnvel haldið fram, að nokkrir íslenzkir lögfræðingar væru þeir einu í allri veröldinni sem hefðu þá afstöðu. Á sama tíma bjuggu a.m.k. tveir ráðherrar þessarar ríkisstjórnar, Össur og Steingrímur, yfir greinargóðu lögfræðiáliti Mishcon de Reya-stofunnar í Bretlandi, stíluðu til Össurar sjálfs, þar sem skýrt kom fram sú niðurstaða, að ekkert í lögum ESB (né tilskipuninni um innistæðutryggingar) fæli í sér greiðsluskyldu íslenzka ríkissjóðsins vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Með STÓRALVARLEGUM hætti stakk Össur Skarphéðinsson þessu sérfræðiáliti enskra lögfræðinga undir stól, og ekki upplýsti Steingrímur um það heldur, meðan málsvarar ríkisstjórnarinnar héldu áfram að ljúga því að þjóðinni, að engir erlendir lögfræðingar tækju undir með mönnum eins og Stefáni Má Stefánssyni prófessor (sérfræðingi í Evrópurétti) um að íslenzkum skattgreiðendum bæri hér engin greiðsluskylda.
Hefðu Jóhanna og Steingrímur haft sitt fram, hefði hvort heldur Svavarssamningur, vegna ákvæða sinna um vexti o.fl., eða Buchheit-samningurinn valdið okkur gríðarlegum skaða. Svo hælist þessi afvegaleiddi og útbrunni stjórnmálamaður um, þegar hún gerir upp reikningana við flokksfund sinn, skilandi sínu skelfilega búi, og lætur eins og samningaleiðin (þvingunar- og kúgunarsamninganna, sem Evrópusambandið þrýsti líka miskunnarlaust á um) hefði verið allt eins góð, ef ekki betri heldur en sú dómsniðurstaða, sem nú er fengin! En þar erum við ekki aðeins fjárhagslega kvitt við málið allt, jafnvel laus við málafærslukostnaðinn fyrir EFTA-dómstólnum, heldur líka siðferðislega hreinsuð af slyðruorðinu og slettunum ljótu sem yfir okkur bárust frá lýðskrumandi mönnum á valdastóli í Bretlandi og Hollandi. VIÐ ERUM SAKLAUS, en það er eitthvað sem Jóhanna þarf enn að læra að meta sem skyldi. Gangi henni vel við að kyngja þeirri lexíu, þegar hún dregur sig í hlé frá skarkala lífsins. En síðustu áróðursræðuna hefur hún nú vonandi flutt að endingu, og geta menn og kettir sannarlega andað léttar.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Samningaleiðin var ábyrga leiðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2013 | 01:49
Enn eitt dæmið um Icesave-þvingunarvinnubrögð stjórnarherranna
Þetta var að upplýsast í vikunni. Jafnvel Rúv sagði frá þessu:
Sagði af sér vegna Icesave
.
- Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segist hafa sagt af sér ráðherraembætti haustið 2009 vegna kröfu um að styðja Icesave samninginn. Að öðrum kosti myndi ríkisstjórnin falla.
- Ásmundur Einar Daðason sagði við upphaf þingfundar í dag að ítrekuðum þrýstingi hafi verið beitt sumarið 2009 til að taka Icesave frumvarpið úr fjárlaganefnd. Guðbjartur Hannesson, sem þá var formaður fjárlaganefndar, vísaði þessum fullyrðingum á bug og sagði allan þann tíma hafa verið gefinn til að ræða málið.
- Ásmundur Einar spurði þá Ögmund Jónasson hvort tilviljun hafi ráðið ferð í niðurstöðu Icesave málsins, eins og Árni Þór Sigurðsson hafi haldið fram í gær, en því neitaði Ögmundur alfarið og sagði því hafa farið fjarri. Sumarið 2009 hafi farið í að ræða fyrirvarana við samninginn sem kenndur hefur verið við Svavar Gestsson.
- Ásmundur Einar spurði því Ögmund af hverju hann hafi sagt af sér sem heilbrigðisráðherra í september 2009. Hvort forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu sett Ögmundi stólinn fyrir dyrnar og sagt að ríkisstjórnin yrði að hafa eina skoðun í málinu og styðja Icesave-samningana, allir sem einn.
- Ögmundur sagði að þess hefði verið krafist haustið 2009 að allir ráðherrar í ríkisstjórninni styddu Icesave-samninginn, annars færi ríkisstjórnin frá. Hann vildi hvorki samþykkja Icesave né fella ríkisstjórnina og sagði því af sér ráðherraembætti.
- Heimild hér (lbr. jvj): http://ruv.is/frett/sagdi-af-ser-vegna-icesave
- (skoðið myndbandið á þeim vef)
- Fyrst birt á Ruv.is: 31.1.2013 13:00, síðast uppfært: 31.1.2013 20:31
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sannarlega má taka undir með þeirri áskorun almenns fundar Dögunar, að þingmenn, "einkum núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna sem hvöttu Íslendinga til að mæta ekki á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana, sjái sóma sinn í að biðja kjósendur afsökunar á þeim orðum sínum að kjósendur nýti ekki rétt sinn til að taka lýðræðislega afstöðu í jafn umdeildu og alvarlegu máli og Icesave-samningar ríkisstjórnarinnar voru." (Leturbr. hér.)
En seint virðist bóla á afsökunarbeiðni ráðamanna og þeirra tæpl. 70% þingmanna sem greiddu atkvæði með síðasta Icesave-frumvarpinu. Birgir Ármannsson á Alþingi í gær, skv. leiðara Mbl. í dag:
- Ekki einungis alþjóðlegar stofnanir þyrftu að draga lærdóm af dómnum í Icesave-málinu heldur einnig ríkisstjórn Íslands, sem ráðherrann hefði gleymt að nefna. Ríkisstjórnin hefði ekki aðeins unnið ítrekað að því að koma Icesave-samningum í gegnum þingið heldur hefði hún hvað eftir annað barist gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um málið. Þetta sé nauðsynlegt að rifja upp, sérstaklega þegar í hlut eigi stjórnmálamenn sem státi af því að vera hinir mestu lýðræðissinnar og helstu stuðningsmenn þjóðaratkvæðagreiðslna.
Og skv. sama leiðara ...
- Unnur Brá spurði að því hvort ráðherrann væri enn þeirrar skoðunar að rétt hefði verið af ríkisstjórninni að reyna að koma Svavarssamningunum óséðum í gegnum þingið og fór Steingrímur með nákvæmlega sömu röksemdir og hann gerði á þeim tíma sem hann sagði þá samninga glæsilega niðurstöðu. Ekki hafi verið um neitt annað að ræða en semja og að réttlætanlegt hafi verið að pukrast með innihald samninganna þar sem viðsemjendurnir hafi viljað hafa efni þeirra trúnaðarmál.
Og sannarlega má taka undir með ályktunum leiðarahöfundar:
- Og auðvitað er líka skelfilegt að ráðamenn skuli enn vera þeirrar skoðunar að þeir hafi ekkert gert rangt þegar svo augljóst er orðið að þeir hafa ekki aðeins tekið ranga afstöðu heldur einnig stórhættulega afstöðu á öllum stigum málsins. Meginatriðið er að þjóðarhagur var aldrei settur í öndvegi í þessu máli, einungis ríkisstjórnin og aðildarumsóknin að Evrópusambandinu, en eins og margoft hefur komið fram getur hvorugt án hins verið
Þetta síðastnefnda kemur t.d. skýrt fram HÉR, þ.e. að ESB vann hlífðarlaust og harkalega gegn okkur í ICESAVE-málinu frá upphafi til enda.
JVJ tók saman.
![]() |
Biðji kjósendur afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)