Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Yfirlýsing Þjóðarheiðurs – eða: sjaldan er góð vísa of oft kveðin

Stjórn Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave samþykkti eftirfarandi yfirlýsingu vegna Icesave-III-frumvarpsins og sendi hana fjárlaganefnd, öðrum alþingismönnum og öllum helztu fjölmiðlum til birtingar, en tregir voru þeir að birta hana!

 

 

 

 

YFIRLÝSING: Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave 

hvetur til samstöðu Íslendinga gegn Icesave-kröfunum.

 

Fulltrúar erlends valds og framandi hugmyndafræði hafa hreiðrað um sig í óðali Jóns Sigurðssonar. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi með eftirminnilegum hætti hafnað forsendulausum kröfum hinna gamalgrónu nýlenduvelda Bretlands og Hollands, er ríkisstjórn landsins ennþá að störfum fyrir hið erlenda vald. Velferðarstjórnin er enn á ný búin að gera samning um Icesave-kröfurnar, sem almenningur hafnaði í þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010. Velferðarstjórnin, sem við ófá tækifæri hyllir framandi hugmyndafræði, hefur í þriðja skipti á sex mánuðum gert samning um að almenningur á Íslandi taki á sig forsendulausar drápsklyfjar.


Atlaga ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslendinga er svo umfangsmikil og harkaleg að lengi mun höfð í minnum. Þjóðarheiður krefst þess að framganga núverandi ríkisstjórnar í Icesave-málinu sæti opinberri rannsókn og ráðherrarnir hljóti dóma fyrir Landsdómi eða almennum dómstólum. Fyrir alla framtíð verður að hindra að valdstjórnin láti sér detta í hug að ganga erinda erlendra hagsmunaaðila. Ströngustu refsingar að lögum verður að krefjast yfir þeim mönnum sem haft hafa forgöngu um Icesave-kúgunina.


Þjóðarheiður -- samtök gegn Icesave hefur frá upphafi Icesave-deilunnar barist gegn tilraunum valdstjórnarinnar að koma ólöglegum skuldahlekkjum á almenning í þessu landi. Allir réttsýnir menn skilja að Icesave-kröfurnar eru án lagalegra forsendna. Icesave-kröfurnar eru efnahagslegur hernaður af verstu tegund. Hin gamalgrónu nýlenduveldi eru að sýna smáþjóð mátt sinn. Þjóðarheiður -- samtök gegn Icesave skorar á alla Íslendinga að samfylkja liði gegn nýlenduveldunum gömlu og innlendum þjónum þeirra.


Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sannað að fullveldi þjóðarinnar er í höndum hennar sjálfrar og hann kom í veg fyrir að Ísland yrði gert að skattlandi tveggja gamalgróinna nýlenduvelda. Með þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010 var stjórnarskrá lýðveldisins heiðruð. Staðfest hefur verið að stjórnarfar á Íslandi er lýðveldi og ólýðræðislegu þingræði hefur endanlega verið hafnað. Lýðræði byggir á þeirri forsendu að ótakmarkað og endanlegt vald í samfélaginu er í höndum lýðsins -- alþýðunnar í landinu. Lýðræðið mun ekki verða látið af hendi.


ER ICESAVE OKKAR VANDAMÁL?: FÉLAGI ÓMAR SVARAR.

Smámynd: Ómar Geirsson Blessaður Lúðvík.

Hvað hefðir þú sagt að til að borga ICEsave skuldina, þá hefði hún gert eigur þínar og annarra í sjávarútveginum upptækar?

Ég vænti að þú hefði bæði tekið mark á þeirri yfirlýsingu, og þú hefðir ekki leitað til dómsstóla til ógildingar þeirrar yfirlýsingar.  Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, hvað er það????

Eða ertu ekki sjálfum þér samkvæmur??????????????

 
Smámynd: Ómar Geirsson

Lúðvík, ég skipti mér ekki almennt af skoðunum annarra, þeir færa fyrir þeim rök.  Undantekningin er Baldur Hermannsson, hann þarfnast yfirbótar.

En þar sem þú ert dæmi um mann sem færir alltaf rök, góð rök fyrir þínu máli, og þeir sem eru ósammála þér, þurfa þá að eiga rök á móti sem standast skoðun, þá gat ég ekki látið þessa færslu þína í friði.

Og góðfúslega benti ég þér á hvað hún þýddi.  

Yfirlýsingar ráðamanna eru ekki lög. 

Og þvingaðar yfirlýsingar ráðamanna eru ólög.  Það gildir um vilja ríkisstjórnar Geirs Harde að semja við breta, eftir að þeir stöðvuðu allt gjaldeyrisstreymi til landsins.

Legðu þetta saman, og reyndu að réttlæta stuðning þinn við núverandi ICEsave samning, án þess að fara með bull.  Mér þykir leitt að segja það, en tilvísun þín i yfirlýsingu ráðamanna er bull.

Sem betur fer, annars gætu þeir stjórnað öllu, framhjá lögum og stjórnarskrá.

Til dæmis, "allur kvóti innheimtur á morgun", eða "allir sem heita nöfnum sem byrja á L, þeir afhenda eigur sínar ríkinu".

Lúðvík, þú ert miklu betri en þetta, þú ert maður sem maður vitnar í, ég þarf að eiga rök á móti þeim skoðunum þínum, sem ég er ekki sammála.

Þessi rök eru ekki dæmi um það.

 

Smámynd: Ómar Geirsson

Lúðvík, þú rekur fyrirtæki, myndir þú lýsa því yfir að þú borgaðir allar skuldir allra í bænum, líka í næsta bæ, og í allri sýslunni.

Gott og vel, kannski gerir þú það, og það má vel vera að fólk tæki mark á þér, og færi að taka lán í trausti þess a þú borgaðir.  Og þegar að skuldadögum kæmi, þá myndir þú reyna að borga, myndir selja af þér hverja einustu spjör.

Og það dygði fyrir skuldum þínum, og kannski 4-5 nágrönnum þínum.  Eftir stæðu aðrir í bænum, næsta bæ, og í allri sýslunni.

Finnst þér líklegt að einhver tæki mark á þínum yfirlýsingum????

 

Nei, eins er það með þennan tryggingasjóð, hann lýtur sínum lögmálum og reglum, er fjármagnaður af fjármálafyrirtækjum sem málið varðar, ekki ríkisvaldinu sem stendur á bak við.  Ef mörg fjarmálafyrirtæki eru í honum, þá ætti hann að þola áföll, ef þau eru fá, þá stendur hann verr. 

Þess vegna er ESB að hanna reglur sem gera ráð fyrir einum tryggingasjóð á einum markaði, tryggingasjóð ESB.

Ef hann hefði verið hugsaður á þeim forsendum að þú ábyrgðist hann, þá hefði það verið tekið fram, þín yfirlýsing dygði ekki.  Og af hverju er hún einskis metin, þrátt fyrir þinn góða vilja??'

Jú, þú hefur ekki getuna til þess. 

Þess vegna var ekki hannaður sjóður sem þú ábyrgðist.

Og þess vegna var ekki hannaður sjóður sem einstök aðildarríki ábyrgðust, vegna þess að þau geta það ekki, alveg eins og þú.

Lichenstein ábyrgist ekki Austurríki, Luxemburg ábyrgist ekki Belgíu, Holland ábyrgist ekki Þýskaland.  Vegna þess að það er ekki raunhæft, allar eigur viðkomandi landa duga ekki til.

Þetta er hugsunin Lúðvík á bak við tryggingasjóði þvert yfir landamæri, að þeir væru tryggingasjóðir fjármálafyrirtækja, eins og skýrt kemur fram í regluverkinu, ekki einstakra aðildarríkja.  

Slík trygging er líka andstæð hugsun fjórfrelsisins, sem er hugsað til  að fjarlæga ríkiskrumlur af markaðinum.

Já, Lúðvík, þegar tryggingasjóðir fara yfir landamæri, þá vil ég að reglur gilda.  Og lög.  Því annað stangast á við raunveruleikann, alveg eins og ef þú værir í ábyrgð fyrir meira en þú ræður við.

En þar fyrir utan, þá var ég ekki að skipta mér af þínum skoðunum, aðeins að benda þér á að þessi framsetning hér efst, væri ekki þinn stíll.

Vinur er sá sem til vamms segir.

 

Smámynd: Ómar Geirsson

Lúðvík, haltu þessum skoðunum á lofti sem víðast.

Um mínar skoðarni má lesa í frægum ræðum Churchil í breska þinginu í kjölfar Munchensamkomulagsins.  Ég er á móti ICEsave, jafnvel þó einhver reglusmiður hefði verið það heimskur að semja slík lög.

En margt má segja um ESB, en fagmenn semja reglur, kannski eru þeir að reyna hið óframkvæmanlega vegna sundurleitni sambandsins, en þeir reyna samt, á rökréttan hátt.

Rök mann eins og til dæmis Alain Lipitz, segja allt sem segja þarf.  Ég sagði það sama, löngu áður en ég vissi að ég hefði rétt fyrir mér.  Það er enginn svo heimskur að láta smáþjóðir ábyrgjast stórþjóðir. 

Og það er þetta regluverk sem tengir okkur við Bretland og Holland, fram að því datt engu það í hug að stjórnvöld í einu ríki væru í ábyrgð fyrir stjórnvöld í öðrum löndum, jafnvel þó þegnar þess væru með rekstur.

Og það grátlegast við allar þessa ICEsave samninga, er að þeir viðhalda þessu eitri sem þú lýsir.  Annars fer hinn meinti kostnaður úr 60 milljörðum í 220 milljarða.

Og, já ég er svo heimskur að trúa á endalokin, en ég set þetta í samhengi við stóra lánið frá AGS, þegar allt er lagt saman, þá gerist það sama hér og annars staðar, að of há lán verða þjóðinni ofviða.  Slíkt vald hafa stjórnmálamenn ekki..

Ástæða þess að ég kom hingað fyrst inn Lúðvík, fyrir margt löngu síðan, er heilbrigð skoðun þín á gildi framleiðslu, sem gengi hvers tíma tjáir.  ICEsave, AGS eru dæmi um andstæður þinna skoðana, vil ég meina.

Og ég vil meina, að engin uppbygging verði fyrr en fólk átti sig á því sem þú ert að segja hér, og mjög oft áður.  Gjörsamlega óháð föðurnafni þínu, þá kann ég að tækla rök, og ég skil rök.

Og styð þau rök sem ríma við mínar lífsskoðanir.

Ef nokkur maður myndi hlusta á rök í víðari samhengi, þá væri ég líka að blogga á svipuðum nótum og þú, um gildi þess að vera sjálfbær.  En það gera það fáir, og ógnin sem ég upplifi af ICEsave og AGS, er það sterk að ég fókusa aðeins á þau skrímsli.

Ég ítreka, ég virði skoðanir, fannst aðeins framsetning þín í þessu bloggi vera villandi.

Bið að heilsa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson


 

Kemur Ómar nokkuð í víggallanum og heimtar að ég eyði ofanverðu?

Voru þetta ekki opinberar upplýsingar, eða hvað??

Ef EFTA dómsstóllinn dæmir ekki eftir lögum, þá töpum við málinu: Ómar Geirsson.

Getur þjóðaratkvæði löghelgað ólöglegan samning??????: Ómar Geirsson. 

 

Elle Ericsson.

 


mbl.is Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seltirningar fylkja sér um Sjálfstæðisstefnuna

Icesave-stjórnin á sér enga ósk heitari en að leggja Icesave-klafann á alþýðu landsins. Ekki er annars að vænta frá fólki sem aðhyllist framandi hugmyndafræði kommúnismans. Þessari stefnu þrældóms og kúgunar hafna flestir Íslendingar og Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi fara fremstir í flokki þeirra sem frelsið kjósa. 

Sjálfstæðisfélag Seltirninga hefur sent frá sér eindregna áskorun til landsmanna, um að standa vörð um lögsögu Íslands í Icesave-deilunni. Allir þjóðhollir menn fylkja sér til varnar sjálfstæði landsins og einn veigamesti hluti þess er lögsagan. Ríkisstjórnin og töskuberar hennar er áfjáðir að fórna sjálfstæðinu og hafa dirfsku til að bjóða upp á algjört framsal lögsögunnar í hendur nýlenduveldunum.

Icesave-lögin ganga lengra í afsali sjálfstæðis en nokkur frjáls þjóð hefur hugleitt í allri mannkynssögunni. Ekki er bara að Icesave-samningarnir sjálfir falli undir Bretska eða Hollendska lögsögu, heldur öll atriði sem málinu tengjast. Afsal Íslendskrar lögsögu er margtuggið í Icesave-samningunum og dæmigert afsalsákvæði hljóða svona: 

 

»Lögsaga og réttarframkvæmd. Þessi samningur og öll atriði, kröfur eða deilur sem rísa kunna vegna hans eða í tengslum við hann, hvort sem um er að ræða samningsbundin atriði eða ósamningsbundin, skulu lúta lögum Bretlands og vera túlkuð samkvæmt lögum Bretlands.«

 

 Þessum ómannúðlegu ákvæðum hafna Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi kröftuglega og undir höfnun þeirra á Icesave-lögunum taka allir þjóðhollir Íslendingar.

 

<><><><><><> 

 

»Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga fagnar því að efnt skuli verða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hin svokölluðu Icesave-lög. Með ákvörðun sinni hefur forsetinn tekið undir þá kröfu tugþúsunda Íslendinga að lögin verði borin undir þjóðaratkvæði. Er það í samræmi við afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem allir studdu þjóðaratkvæðagreiðslu við afgreiðslu Alþingis á málinu.

Icesave-deilan hefur verið þungbær fyrir íslenska þjóð sem hefur þurft að sitja undir kúgun stærri þjóða er farið hafa fram með löglausa kröfu á hendur almenningi á Íslandi. Í mars á liðnu ári höfnuðu Íslendingar með afgerandi hætti að gangast í opna ábyrgð vegna skulda sem urðu til vegna starfsemi Landsbanka Íslands í Hollandi og Bretlandi. Ákvörðun forseta Íslands að vísa nýjum samningi um ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis til þjóðaratkvæðis var því ekki aðeins eðlileg heldur siðferðilega rétt. Ef gengið hefði verið framhjá almenningi, líkt og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ætlaði sér, hefðu verið skilin eftir sár í þjóðarsálinni sem seint hefðu gróið.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga hvetur alla kjósendur til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hafna ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis. Í ljós er komið, andstætt því sem í upphafi var talið, að á herðum Íslendinga hvílir engin lagaleg né siðferðileg skylda til að axla þær klyfjar sem fyrirliggjandi Icesave-samningur felur í sér.

Ennfremur hvetur fundurinn íslensk stjórnvöld til að fylgja ötullega eftir árangursríkri kynningu forseta Íslands á málstað Íslendinga á erlendum vettvangi þannig að sem víðtækastur skilningur ríki á afstöðu þjóðarinnar sem þegar hefur hlotið mikilvægan stuðning í öðrum löndum.«

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 


mbl.is Ekki skylt að axla Icesave-klyfjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fölsuð skoðanakönnun Fréttablaðsins tekur púls á hrædda liðinu

Þótt Fréttablaðs- og Icesave-stjórnar-gengið njóti nú um hríð áhrifanna af afsönnuðum* hræðsluáróðri sínum um "áhættu dómstólaleiðarinnar", nægir þeim það ekki á Fréttablaðinu, heldur verða að falsa úrslit eigin skoðanakönnunar, eins og Páll Vilhjálmsson bendir á í dag (Fréttablaðið týnir prósentum í þágu Icesave), en hann segir Fréttablaðið "helsta sérfræðing landsins í ómarktækum skoðanakönnunum, og í þessari könnun hefur blaðið ,,týnt" 3,5 prósentum til að hækka hlutfall þeirra sem segjast hlynntir Icesave."

  • Þegar Fréttablaðið gerir sjálft skoðanakannanir um sín hjartans mál er það í hlutverki alkahólistans sem sjúkdómsgreinir sjálfan sig. (P.V.)

Menn setja ,,betri samning" (þó hlaðinn gífurlegri óvissu, upp á hundruð milljarða, enda óbreyttur í flestu nema helzt vöxtunum) andspænis dómstólaleið, sem ekki er einu sinni sennilegt, að farin yrði! Bretar og Hollendingar hafa ekki hag af því að búa til nýtt dómafordæmi um ríkisábyrgð á bönkum og tryggingasjóðum innstæðueigenda, og Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson hafa báðir bent á, að ólíklegt sé, að þeir ráðist í dómstólaleiðina, heldur sé líklegt, að þeir geti tengt vonir sínar við að ESA fari fram með kvörtunarmál í EFTA-dómstólinn, byggt á því eina atriði í áminningarbréfi ESA til íslenzkra stjórnvalda, sem eftir stendur, en jafnvel þetta atriði hefur dr. Stefán Már sagt byggja á rangtúlkun. Úrskurð EFTA-dómstólsins muni svo brezk og hollenzk stjórnvöld nota til að ,,þrýsta á" Íslendinga, en menn skulu taka eftir þessu, að sá úrskurður er ekki aðfararhæfur, og því yrðu Bretar og Hollendingar að höfða mál fyrir íslenzkum dómstólum til að komast eitthvað áfram með málið. Þeir geta ekki dregið það lengi, því að árið 2012 verður málið fyrnt!

Fáránlegustu fullyrðingar um að dómur í málinu yrði okkur andstæður, jafnvel í alhæsta kanti, taka sannarlega ekki mark á góðri réttarstöðu okkar og vönduðum vinnubrögðum íslenzkra dómstóla. Upplýsandi og spennuslakandi málflutningur Reimars Péturssonar hrl. mun halda áfram að hafa sín áhrif og minnka hræðslustuðið á þeim, sem hlustað hafa of mikið á Rúv og Stöð 2 og lesið of mikið í Fréttablaðinu og DV.

Reyndar eru 30% aðspurðra í þessari síðustu könnun óákveðnir, og nú fer betri upplýsing í þessu máli að hafa sín áhrif líka, gegn áhrifum nefndra fjölmiðla og allra þeirra álitsgjafa, sem til hafa verið kallaðir, allt frá DV-mönnum eins og Jóhanni Haukssyni og Reyni Traustasyni (sem í þættinum Í bítið rétt áðan sagðist ,,treysta þingmönnum" til að styðja þetta frumvarp í góðum ásetningi – en virðist horfa alveg fram hjá því, hvernig þeir keyrðu á það í ofurflýti og höfnuðu umbeðnum álitum) til Gylfa Arnbjörnssonar í ASÍ (sem vogar sér nú að segja Icesave-lögin skilyrði kjarasamninga!) og stjórnenda verkalýðsfélagsins ótrúlega, Starfsgreinasambandsins, sem ættu að vera rúnir öllu trausti félagsmanna sinna.

Tvær athugasemdir enn: Margt sýnist undirrituðum benda til, að Fréttablaðið sé farið að falsa skoðanakannanir sínar og tónninn gefinn með könnunum þar um daginn á viðhorfum gagnvart ESB. Að "6,8% kjósenda Sjálfstæðisflokksins" styðji Icesave-III-lögleysuna er t.d. jafn ótrúlegt eins og að 89,1% Vinstri grænna geri það. Grasrót beggja flokkanna hefur EKKI verið samstiga forystu sinni. Sjálfstæðisfélög í stærstu kaupstöðum eins og Kópavogi (Baldur) og á Akureyri (Vörður) eru t.d. eindregin í andstöðu sinni, auk ýmissa hverfafélaga í Reykjavík, og nú var aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga að bætast við með glæsilega, einarða yfirlýsingu (Ekki skylt að axla Icesave-klyfjar), og mun Loftur Þorsteinsson skrifa pistil um það hér á síðuna.

Í 2. lagi viljum við benda á kröftuga grein eins félaga okkar, Ómars Geirssonar, um þessa sömu frétt: Leikritið að sama tíma að ári í fullum gangi. 

* Þá afsönnun er m.a. að finna í fréttaskýringargrein hins færa viðskiptablaðamanns Morgunblaðsins, Ívars Páls Jónssonar, í blaðinu í fyrradag: Dómur EFTA-dómstólsins ekki aðfararhæfur hér, þar sem merkilegt viðtal við Reimar Pétursson hæstaréttalögmann er meginuppistaðan. Við eigum eftir að segja nánar af þeirri grein hér á vefsíðunni.

Undirritaður verður með pistil um þessi og fleiri mál kl. 12.40–13.00 í Útvarpi Sögu í dag (endurtekinn kl. 18.00).

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Meirihluti segist styðja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moody’s and Iceland.

Today I read an article in a Dutch newspaper, whereby the rating agency Moody’s predicts and claims death, destruction and the annihilation of Iceland and its population, if they do not pay up protection money claimed by states as the Netherlands and Great Britain.

 

First you must ask, what is a rating agency?  It is a company – basically an accounting firm without clients - that is hired by other companies to value them, it is not a independent organization for the good of men, they live by offering their ratings for a lot of money.  If their rating does not comply with the perception the issuer had he will not use this rating and find another rating agency that fits its needs.

 

You must ask yourself three questions :

 

  • Were was  Moody’s when Icesave went to the Netherlands and Great Britain, answer nowhere, because nobody hired them.  
 
  • The other question is who gave the residential mortgage backed securities (RMBS) en Collateralized debt obligations’ the basis of the financial crisis their triple AAA credit status as being a total secure investment and  
 
  •  The last question, where was Moody’s when Enron (in 2001), Arthur Anderson, Worldcom and Lehman Brothers (2008) and Goldman-Sachs - yes Goldman-Sachs is according by their own Darwinian business rules a bankrupt but bail-out company - and GM collapsed.

 

All these questions can be answered with one answer: You do not bite the hand that feeds you.

 

So what is this new report by Moody’s regarding Iceland?: First of all they state that Iceland has a debt; wrong answer, somebody (Netherlands and Great-Britain) claims that Iceland owes them money, so Moody’s already starts on the wrong foot and false assumptions, therefore a worthless report. Moody’s can only do the number crunching of data from a company and give a statement regarding its financial en economic situation at that moment, they cannot predict, if they could, why did they not see Enron, Arthur Anderson, WorldCom, Lehman Brothers and all the others coming?

 

Any correlation between on one hand a claimed but not approved or accepted debt and on the other hand the impact to the total economy of Iceland, the political landscape national- and international for generations to come is of such contempt of the intelligence of the Icelandic people and simultaneously a statement of the incompetence of Moody’s, that Moody’s just made a rating of Moody’s itself: ‘junk status’.

 

So follow the trail back to the entity, which commissioned the Moody’s report and you will find its true meaning and purpose.

 

Micha Fuks


Ósæmileg framganga matsfyrirtækisins Moody&#39;s 

Moody&#39;s: Nei í þjóðaratkvæði sendir ríkið í ruslflokk

 


Ekki hætta á beinu, erfiðu dómsmáli, heldur seinvirkri klækjaatlögu í gegnum Eftirlitsstofnun EFTA

Staðhæfingar Icesave-stjórnar-minnihlutans*, að Bretar og Hollendingar muni steypa sér yfir okkur með lögsókn fyrir dómstólum, segi þjóðin NEI við Icesave-3, eru orðin innantóm. Það staðfesta Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson.

Sá síðarnefndi var á athyglisverðum fundi með Framsóknarmönnum í dag (fór því miður fram hjá undirrituðum, en vel er sagt frá honum hér á Mbl.is, sjá tengil neðar); þar kom ýmislegt fram, sem hér verður rætt.

Hvað Lárus varðar, mátti fyrst, á mánudaginn var, 21/2, skilja hann svo í viðtali við Mbl. (s. 4: &#39;Snýst um að fara dómstólaleiðina&#39;) að hann teldi brezka og hollenzka lögsókn vofa yfir okkur, ef við höfnuðum Icesave-III, en daginn eftir, í fyrradag, var hann aftur í frétt þar – aðalfrétt á forsíðu: Býst ekki við bótamáli&#39; – og hafði þá aðra eða skýrari sögu að segja. Þar segist hann „ekki reikna með því að Bretar og Hollendingar höfði bótamál hér heima, þótt það sé vissulega möguleiki, heldur muni niðurstaða EFTA-dómstólsins, sem er aðeins ráðgefandi og óbindandi, og vísan í EES-samninginn verða notuð til þess að þrýsta á Íslendinga um greiðslu."

Látið vera, lesendur góðir, að hrökkva í hræðslugírinn vegna þeirra orða Lárusar, þetta er nefnilega alls ekki svo auðvelt mál viðfangs fyrir þá sem vilja sækja á okkur í þessu máli, eins og fram mun koma hér á eftir. En skoðun fyrst það, sem Stefán Már hafði fram að færa í fyrirlestri sínum í dag.

  • Ef Icesave-samningnum verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu er líklegast að ESA [Eftirlitsstofnun EFTA] fari af stað með samningsbrotamál gegn Íslendingum fyrir EFTA-dómstólnum. Gera verður ráð fyrir að Íslendingar gætu tapað því máli.
  • Þetta segir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands en hann hélt fyrirlestur á opnum fundi Landsambands framsóknarkvenna og Sambands ungra framsóknarmanna um Icesave-deiluna í dag. (Mbl.is.)

Frábært framtak hjá Framsóknarmönnum, en hefðu mátt auglýsa það betur! – En Stefán heldur áfram:

  • Sú málsókn [ESA] sé líklegasta niðurstaðan þar sem ESA hafi þegar gert grein fyrir viðhorfi sínu í áminningarbréfi til íslenskra stjórnvalda. Stefán segist algerlega ósammála þeirri túlkun á tilskipun um innistæðutryggingar sem þar kemur fram, en gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að EFTA-dómstólinn grípi sama agnið.

Stefán Már hafði áður gert grein fyrir sínum hörðu gagn-athugasemdum við þá túlkun í Morgunblaðinu á liðnu ári. Steingrímur J. Sigfússon hjálpaði nú ekki til með því að vanrækja það hlutverk sitt að senda ESA rökstutt svar með höfnun sinni á slöppum röksemdum stofnunarinnar, og er það ekki eina vanrækslusynd hans í sambandi við icesave. – En Stefán Már bætir við (leturbr. hér):

  • Ef Ísland tapi því máli þá sé sá dómur bindandi [annað sagði Lárus! – aths. jvj], en ekki sé hægt að koma fram neinum viðurlögum. Íslendingum beri þá sjálfum að koma málum í lögmætt horf og skilgreina sjálfir skyldur sínar í þeim efnum. Þá vakni ýmsar spurningar hvernig það eigi að gerast, hvaða fjárhæðir ætti að greiða og hvenær. Þá mætti hugsa sér að fara þyrfti í annað samningsbrotamál til að athuga hvort Íslendingar hefðu fullnægt skyldum sínum.

Hér viljum við undirritaðir í stjórn Þjóðarheiðurs taka fram nokkur atriði:

  1. EFTA-dómstóllinn hefur ekki dómsvald yfir okkur, það er ekki grundvöllur til að framfylgja dómum þar hér á landi, ef við höfnum Icesave-III-samningnum, af því að Ísland er ennþá sjálfstætt ríki, og lögspekingar virðast sammála um þetta. Hins vegar stefna Icesave-flokkarnir hér á landi að því að afsala dómsvaldinu í þessu máli, það reyndu þeir síðast með Icesave-III-ólögunum!
  2. Þótt Bretar og Hollendingar fengju að sjá einhverja dómsniðurstöðu hjá EFTA-dómstólnum, sem væri þeim að skapi, væru þeir ekki þar með komnir með neitt fé né skuldarviðurkenningu frá okkur í hendur, heldur yrðu þeir að höfða mál hér heima til að reyna að fá því framgengt; á meðan við höfum lögsöguna, þurfum við ekki að óttast annað.
  3. Alls óvíst er, að ríkisstjórnir nefndra landa teldu sér hag í því að fara í mál við okkur vegna þessa, því að mikið er í húfi fyrir evrópska bankakerfið, að því verði ekki raskað með því að eitt ríkjanna á EES-svæðinu verði dæmt til að ábyrgjast banka sína.
  4. Tekið gæti mörg ár að fá dómsniðurstöðu í því máli og alls ekkert sjálfgefið, að dómurinn yrði okkur í þungbærara lagi, þótt niðurstaða EFTA-dómstólsins hefði orðið okkur andræður.
  5. Einmitt þessi mörgu ár gætu verið okkur það skjól sem fjármálaráðherrann taldi sig finna í annarri "lausn" með Icesave-I-svikaplagginu, en var vitaskuld ekkert skjól. Þetta dómsmál yrði langt ferli, og meðan landið væri í því dómsferli, væri fráleitt, að Bretland og Hollandi gætu haldið uppi refsiaðgerðum og alþjóðlegum þrýstingi gegn okkur – meðan þetta er í lögformlegu ferli, geta þeir ekki verið þekktir fyrir slíkt. Ef það kæmi upp grunur um það að þeir væru að beita óþverra-bolabrögðum, þá myndum við upplýsa um málið fyrir umheiminum og lítillækka þá, af því að það getur getur ekkert réttarríki hagað sér þannig, meðan málið er á rettu athugunarstigi.
  6. Á þeim drjúga tíma, sem þetta dómsmál tæki, yrði líka orðið ljóst, hvað í alvöru kemur út úr þrotabúinu.
  7. Við þurfum ennfremur áður, í tæka tíð, að aðlaga okkur betur til að glíma við málið, með breytingu á Neyðarlögunum (sjá Mbl.grein Lofts um það), það er hægt að breyta þeim, þannig að lágmarksfjárhæðin fái forgang, ennfremur með bfreytingu á lögunum um tryggingasjóðinn, við höfum lögsögu til þess.

Lítum nú aftur á fleiri atriði í málflutningi dr. Stefáns Más:

  • Þá ræddi Stefán Már um hugsanlegar afleiðingar þess fyrir Ísland að fara ekki eftir hugsanlegum dómi EFTA-dómstólsins um samningsbrot. Segir hann að Ísland færi ekki á koll við að tapa málinu en það hefði óþægindi í för með sér.
  • „Mér dettur ekki í hug að íslenska ríkið gerði ekki að minnsta kosti eitthvað, en ef Ísland gerir ekki nóg eða ekkert í raun, þá erum við með það yfir okkur að við séum að brjóta alþjóðalög. Ég sé það fyrir mér í viðskipta- og pólitísku samstarfi okkar,“ segir Stefán Már. (Mbl.is.)

Vissulega er það mögulegt, en þarna verður samt að gera ráð fyrir því, að frumkvæðið þarf að vera Breta og Hollendinga, vilji þeir fá niðurstöðu í samræmi við dóm, því að EFTA-dómstóllinn kveður ekki upp neinn dóm um höfuðstóls-fjárhæðir í málinu og þaðan af síður um vexti. Það frumkvæði yrðu brezk og hollenzk stjórnvöld að taka með málssókn hér á landi, önnur leið er þeim ekki fær. Þá yrðu líka íslenzk lög látin gilda um málið og endanleg túlkun Hæstaréttar á því, hvað EFTA-dómstóls-úrskurðurinn fæli í sér, ætti hér úrslitaorðið. Við mættum alveg treysta því, að dómur Hæstaréttar yrði ekki mótaður af fjandsamlegum anda gegn réttindum þjóðarinnar eða tillitsleysi við hag hennar.

Ísland færi ekki á koll er eina millifyrirsögnin í frétt Mbl.is af fyrirlestri Stefáns. Það er alveg í samræmi við það, sem hér er fram komið. Lagaleg staða okkar er sterk, það er engin ríkisábyrgð á bönkum hér né á Tryggingasjóði innstæðueigenda, hann er sjálfseignarstofnun sem haldið er uppi með árlegum iðgjöldum fjármálastofnana landsins án baktryggingar annars staðar.

Á fyrirlestrinum fekk Stefán þá undarlegu spurningu utan úr sal, "hvort EES-samningum gæti verið sagt upp, ef Íslendingar hafna Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu." – Hann sagði ekkert samningsbrot felast í því, „enda höfum við aðeins verið að fara eftir stjórnskipulagslegum reglum landsins." Auðvitað geti samningnum verið sagt upp eins og alltaf, en hugsanleg höfnun samningsins sé ekki samningsbrot sem gefi tilefni til þess. (Mbl.is).

Þarna fengu menn það á hreint: Það er enginn dómsdagur yfirvofandi, þótt þjóðin neyti réttar síns til að fella Icesave-III-lagasetninguna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fráleitt er að spá neinum refsiaðgerðum og efnahagslegum hamförum á þessu ári né jafnvel því næsta vegna þessa máls – það færi einfaldlega í vinnuferli dómstóla, að siðaðra manna hætti, og á meðan það ferli er í gangi, mun líka vera unnt að semja sérstaklega um aðrar lausnir, séu menn ginnkeyptir fyrir því – það hefur komið skýrt fram í álitum Reimars Péturssonar hrl. nú í vikunni – í Kastljósi og í fréttaskýringu Mbl. daginn eftir) og Völu Andrésdóttur Withrow, lögfræðings í Bandaríkjunum, í snarpri, umtalaðri grein á vefsíðu hennar á Moggabloggi (vala.blog.is: Icesave afturgangan).

Jón Valur Jensson, Loftur Altice Þorsteinsson. 

* Ríkisstjórnin nýtur nú um stundir um 25% fylgis í skoðanakönnunum.


mbl.is Samningsbrotamál líklegast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við sláum öll met

Brezkir atvinnurekendur eru að velta vöngum yfir undarlega skrautlegum ferilskrám þeirra sem sækja um störf, en þetta er sízt til að kippa sér upp við fyrir okkur Íslendinga. Við gerum sjónvarpsstjörnur að stjórnarskrárgjöfum, flugfreyju að forsætisráðherra, íþróttafréttamann og jarðfræðing að fjármálaráðherra og örlagasmið þjóðar, en þreyttan, óútskrifaðan Marxisma-lærling úr Austur-Þýzkalandi að ráðherra, sendiherra og helzta samningamanni um alvarlegustu mál, sem hann hefur ekki hundsvit á, og hraðsoðinn BA-heimspeking að hans helzta aðstoðarmanni í því faglega verki hans.

Þá er Icesave-stjórnin með ýmsa kynlega kvisti á sínum snærum, hugsanlega á launum sem "sérfræðinga", t.d. Teit Atlason bloggara. Mér var tjáð, að flestir "sérfræðingarnir" (yfirleitt flokksmenn), sem ráðnir voru í sérverkefni í ráðuneytunum í ársbyrjun 2010, væru með 700.000 kr.+ í mánaðarlaun.

Nú á Icesave-stjórnin ekki annað eftir en að ráða Jóhann blaðamann Hauksson sem sinn helzta ráðgjafa i stjórnarskrármálum, Lilju Skaftadóttur DV-eiganda sem sendiherra í Brussel og Teit Atlason sem blaðurfulltrúa ríkisstjórnarinnar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ótrúlegar ferilskrár algengar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósæmileg framganga matsfyrirtækisins Moody's

Íslendingar eru ekki þeir fyrstu sem Moody´s þykist ætla að hafa vit fyrir. Sem dæmi má nefna að 2004 skellti Moody´s sleggjunni á ríkissjóð Kanada og fjármálaráðherran Paul Martin hrópaði á þinginu:

 

»Who the hell are they to pass judgment on us?«

 

Ef hér væru alvöru stjórnvöld myndu þau mótmæla afskiptum Moody´s af milliríkjadeilum okkar við nýlenduveldin. Þvert á móti fagnar Steingrímur og töskuberinn  tekur auðvitað undir. Þessir menn vilja ekkert frekar en skaðleg afskipti útlendinga af innanríkismálum Íslands. Icesave-stjórnin skipar sér ávallt með óvinum Íslands og þetta fólk leyfir sér að tala um ríkisstjórnir Bretlands og Hollands sem »vini okkar og bræðraþjóðir«.

 

Nær allir Íslendingar hafa sett Moody´s í ruslflokk og með þeim eru fjölmargir erlendir efnahagslegir hræfuglar. Almennt eru matsfyrirtækin skaðlegir milliliðir sem engin fjármálafyrirtæki taka mark á. Þetta eru einungis pólitísk tæki Parísar-klúbbsins og eru fyrirlitin af öllu heiðarlegu fólki.

 

Loftur A. Þorsteinsson.


mbl.is Moody's: Nei sendir ríkið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eins gott að þetta sé ekki enn ein spunafréttin

Hvernig getur matvörukeðjan Iceland Foods, sem Landsbankinn gamli á að 2/3 hlutum, greitt út 330 milljónir punda í arð, þegar hagnaður fyrir skatta hjá sama fyrirtæki á síðasta ári nam 110 milljónum punda. Er ekki eitthvað gruggugt við þetta? Það kæmi nú ekki á óvart, að þessi frétt ætti sér uppruna á óvæntum slóðum.

Um aðra nýja frétt, sem einnig virðist spunakennd, fjallar undirritaður hér: Tökum ekki mark á þessu ótrausta lánshæfismati Moody&#39;s.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Iceland Foods greiðir út arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesið Wall Street Journal, sem tekur afstöðu MEÐ Íslandi í Icesave-deilunni, ólíkt Icesave-stjórninni!

&#39;The tiny island shouldn&#39;t have to bear the costs of the British and Dutch bailouts&#39; (fyrirsögn greinar þar). Þetta er helzta blað bandarísks fjármálalífs!

  • "A yes vote in a referendum likely to be held in early April would leave Iceland in a hock [veðsett] to London and The Hague for as long as 35 years––and this because the British and Dutch governments decided, of their own volition, to bail out their own citizens ..."
  • "... The new agreement should prove much less costly to Icelandic taxpayers than the original, with the President estimating that they could be on the hook for as little as 246 million [pounds] in direct costs. But it&#39;s unclear why Iceland should bear the costs of bailing out the Dutch and British at all.
  • If those countries&#39; governments felt it necessary to make their people whole, that is their affair. It&#39;s hardly surprising that the people of Iceland would prefer to put the whole business behind them, as the most recent polling suggests. But that should not be taken as vindication of the U.K.&#39;s and Netherlands&#39;s&#39; two-and-a-half year campaign of vilification of iceland." (Leturbr. jvj; vilification er mjög sterkt orð um ófrægingu.)

Ætli Steingrímur J. og Jóhanna og allt þeirra lið kalli þetta ekki öfgakennd og óábyrg skrif?! – enda gerólík þeim tóni, sem þau hafa fengið frá sínum forsöngvurum og "vinum", fjárkúgandi "viðsemjendum" í Whitehall og Haag!

Jón Valur Jensson.

Frétt í Financial Times frá mánudegi, 21/2: 

Iceland: paying for banks’ losses

Iceland’s downfall at the hands of its buccaneering...an entire nation) so much damage.” Iceland is an extreme case, because its banks...who should pay for banks’ losses? Iceland’s government fears the wrath of...

(Smellið á fyrirsögnina til að lesa greinina í réttu samhengi.) 

Hér er einnig frétt þar frá sunnudeginum: Iceland’s president blocks Icesave deal 

Iceland’s president has again blocked a deal...twist to a saga that has cast a shadow over Iceland’s economic recovery efforts and thrown...to join the European Union into doubt. Iceland’s parliament approved a revised repayment...

(Smellið á fyrirsögnina til að lesa greinina.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband