Seltirningar fylkja sér um Sjálfstæðisstefnuna

Icesave-stjórnin á sér enga ósk heitari en að leggja Icesave-klafann á alþýðu landsins. Ekki er annars að vænta frá fólki sem aðhyllist framandi hugmyndafræði kommúnismans. Þessari stefnu þrældóms og kúgunar hafna flestir Íslendingar og Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi fara fremstir í flokki þeirra sem frelsið kjósa. 

Sjálfstæðisfélag Seltirninga hefur sent frá sér eindregna áskorun til landsmanna, um að standa vörð um lögsögu Íslands í Icesave-deilunni. Allir þjóðhollir menn fylkja sér til varnar sjálfstæði landsins og einn veigamesti hluti þess er lögsagan. Ríkisstjórnin og töskuberar hennar er áfjáðir að fórna sjálfstæðinu og hafa dirfsku til að bjóða upp á algjört framsal lögsögunnar í hendur nýlenduveldunum.

Icesave-lögin ganga lengra í afsali sjálfstæðis en nokkur frjáls þjóð hefur hugleitt í allri mannkynssögunni. Ekki er bara að Icesave-samningarnir sjálfir falli undir Bretska eða Hollendska lögsögu, heldur öll atriði sem málinu tengjast. Afsal Íslendskrar lögsögu er margtuggið í Icesave-samningunum og dæmigert afsalsákvæði hljóða svona: 

 

»Lögsaga og réttarframkvæmd. Þessi samningur og öll atriði, kröfur eða deilur sem rísa kunna vegna hans eða í tengslum við hann, hvort sem um er að ræða samningsbundin atriði eða ósamningsbundin, skulu lúta lögum Bretlands og vera túlkuð samkvæmt lögum Bretlands.«

 

 Þessum ómannúðlegu ákvæðum hafna Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi kröftuglega og undir höfnun þeirra á Icesave-lögunum taka allir þjóðhollir Íslendingar.

 

<><><><><><> 

 

»Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga fagnar því að efnt skuli verða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hin svokölluðu Icesave-lög. Með ákvörðun sinni hefur forsetinn tekið undir þá kröfu tugþúsunda Íslendinga að lögin verði borin undir þjóðaratkvæði. Er það í samræmi við afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem allir studdu þjóðaratkvæðagreiðslu við afgreiðslu Alþingis á málinu.

Icesave-deilan hefur verið þungbær fyrir íslenska þjóð sem hefur þurft að sitja undir kúgun stærri þjóða er farið hafa fram með löglausa kröfu á hendur almenningi á Íslandi. Í mars á liðnu ári höfnuðu Íslendingar með afgerandi hætti að gangast í opna ábyrgð vegna skulda sem urðu til vegna starfsemi Landsbanka Íslands í Hollandi og Bretlandi. Ákvörðun forseta Íslands að vísa nýjum samningi um ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis til þjóðaratkvæðis var því ekki aðeins eðlileg heldur siðferðilega rétt. Ef gengið hefði verið framhjá almenningi, líkt og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ætlaði sér, hefðu verið skilin eftir sár í þjóðarsálinni sem seint hefðu gróið.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga hvetur alla kjósendur til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hafna ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis. Í ljós er komið, andstætt því sem í upphafi var talið, að á herðum Íslendinga hvílir engin lagaleg né siðferðileg skylda til að axla þær klyfjar sem fyrirliggjandi Icesave-samningur felur í sér.

Ennfremur hvetur fundurinn íslensk stjórnvöld til að fylgja ötullega eftir árangursríkri kynningu forseta Íslands á málstað Íslendinga á erlendum vettvangi þannig að sem víðtækastur skilningur ríki á afstöðu þjóðarinnar sem þegar hefur hlotið mikilvægan stuðning í öðrum löndum.«

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 


mbl.is Ekki skylt að axla Icesave-klyfjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

hafna ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis!

Það er málið?

Frjáls þjóð í frjálsu landi til framtíðar!

Júlíus Björnsson, 25.2.2011 kl. 11:54

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Einmitt! &#150; Þakka þér, Júlíus.

Frábært að sjá svo skorinorða yfirlýsingu frá aðalfundi (ekki bara stjórn) Sjálfstæðisfélags Seltirninga, einni af helztu valdamiðstöðvum flokksins.

JVJ mun ræða Icesave-málið í Útvarpi Sögu nú kl. 12.40&#150;13.00 og byrjar þar á mjög merkilegu og afar uppörvandi viðtali við Reimar Pétursson hæstaréttarlögmann, þann sem var í Kastljósinu um daginn.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 25.2.2011 kl. 12:12

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kröfuhafar í þrotabú gömlu bankana sem eru öll helstu fjármálafyrirtæki heims eru nú með í gangi málaferli sem ætlað er að hnekkja neyðarlögunum.

Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt þá eignast þessir kröfuhafar þrotabúið. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.

Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana.

Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave.

Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave og neyðarlögunum verður hnekkt og við fáum ekki krónu úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesasve þá þarf ríkissjóður samt að borga þessar 1.200 ma.

Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt og ef það gerist þá verður að vera ríkisábyrgð á Icesave þannig að við neyðumst til að taka fé úr ríkissjóði til að borga Icesave.

Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 1.200 milljarðar á ríkisjóð.

Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 14:34

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS áheima síðu í jan. telur Icesave og gjaldeyririsskömmtun innlands  tryggja stöðugt langvarandi reiðfjárútstreymi [kallað líka lánshæfi], ótta samt t.d. kröfur Þýsks banka. 

UK og Hollendingar eru í keppni við marga aðra um að mjólka Ísland: almenning hér.

Júlíus Björnsson, 25.2.2011 kl. 14:50

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaða &#132;sjálfstæðisstefnu&#147;?

Er það gamla leiðin fram af björgunum?

En er ekki Sjálfstæðisflokkurinn klofinn í þessu máli?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.2.2011 kl. 15:11

6 identicon

Þetta er algerlega rétt Friðrik, því ef við samþykkjum Icesave-lögin þá gefum við frá okkur lögsögu yfir Neyðarlögunum og þau verða afnumin af dómurum í Haag sem dæma eftir Bretskum lögum.

 

Neyðarlögin eru þó ekki það eina sem mun falla, því að með fullkomnu afsali lögsögu eins og Icesave-lögin gera ráð fyrir, þá fara einnig fyrir lítið gjaldþrotalögin og lögin um TIF.

 

Krafa Íslendinga hlýtur því að vera að farin verði Lögsöguleið í Icesave-deilunni. Sjálfstæði landsins má alls ekki skerða og þegar það er tryggt getum við farið að ræða samninga við nýlenduveldin. Þeir samningar eiga fyrst og fremst að snúast um kröfur Íslands, vegna beitingar Breta á hryðjuverkalögunum gegn Íslendskum hagsmunum.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:48

7 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Frábærlega glöggt innlegg, Friðrik, nokkuð sem allir þurfa að lesa og við biðjumst hér með leyfis til að fá að birta sem sérstaka færslu hér á vefnum, til að stuðla að meiri lestri á þessu skuggalega mikilvæga framlagi þínu!

Loftur fylgir þessu vel eftir með sínu innleggi.

Guðjón, Bjarni júníor hefur ekki grasrót flokksins með sér. Á 1520 manna landsfundi hans í sumar var eindregna andstaðan við ólögvarðar kröfur Br. & Holl. samþykkt með yfirgnæfandi fjölda atkvæða gegn þrjátíu mótatkvæðum, sagði mér landsfundarfulltrúi nú áðan niðri í miðbæ.

Jón Valur Jensson.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 25.2.2011 kl. 16:46

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst andstæðingar Æseif eins og Kristján Hreinsson vill nefna fyrirbæri þetta, vera ansi brattir. Það er eins og raunsæi sé ekki lengur til, hvað þá ískalt mat á stöðu mála. Fremur vilja menn fara fram af ætternisstapanum en að viðurkenna að engin önnur skynsöm leið er út úr þessari blindgötu.

Vilja menn virkilega vera eins og útlagar meðal annarra þjóða, fyrirlitnir og smáðir? Leggjum frá okkur rómantíkina, alla vega um stund.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.2.2011 kl. 17:46

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mosi: Ef við Íslendingar sækjum okkur virðingarsess meðal þjóða með því að samþykkja ólögvarðar kröfur erlendra ríkja þá er það einsdæmi í veraldarsögunni.

Staðarhóls - Páll kraup hátigninni en stóð á réttlætinu. Hann kraup ekki nema á annað hnéð.

Árni Gunnarsson, 25.2.2011 kl. 18:30

10 identicon

Það er skiljanlegt að Mosi skilji ekki hugtakið "sjálfstæði", það gera engir ESB-sinnar.

Þar sem hann segist leggja "ískalt mat" á Icesave-málið, ætti hann að lesa hér um "ískalt mat":

Ískalt mat er uppskrift að svikum

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband