Ískalt mat er uppskrift að svikum

Íslendingar þurfa á annari leiðsögn að halda, en »ísköldu mati«. Þvert á móti þurfa fulltrúar landsmanna að hafa »hjartað á réttum stað«. Íslendingar sýndu hug sinn til Icesave-kúgunarinnar í þjóðaratkvæðinu 06.marz 2010 og niðurstaðan talaði skýrt til alls umheimsins.

Enginn ætti að leyfa sér að tala um »ískalt mat« þegar þjóðarheiður Íslendinga liggur við, að kúgun nýlenduveldanna verði hrundið. Evrópusambandið sjálft hefur úrskurðað að Íslendingum ber ekki að veita ríkisábyrgð fyrir kröfum Bretlands og Hollands á hendur einkafélagsins Landsbankanum. Þetta hafa óteljandi sérfræðingar staðfest, frá fjölmörgum löndum.

Hér skal sérstaklega minnt á nýgjlega ritgerð lögfræði-prófessorsins Tobias Fuchs. Þessi lögfræðingur er engin vinur Íslands, heldur er hann í störfum fyrir Evrópusambandið. Í ritgerð sinni segir hann meðal annars:

  •  

      »Í október 2008 þegar Ísland setti Neyðarlögin og endurskipulagði þannig stóru bankana sem voru í greiðsluþroti, var starfsemi þeirra að hluta til flutt til nýstofnaðra útlánastofnana og þar með var aðgangur að innistæðum í þeim áfram hnökralaus.

      Með þessari aðgerð voru innistæður í erlendum útibúum undanskildar (þar á meðal Icesave-reikningarnir, sem starfræktir voru á Netinu) og raunveruleg mismunun gerð (óbeint) á grundvelli ríkisfangs og (beinlínis) eftir búsetu, samkvæmt grein 40 EES.

      Mismunandi meðhöndlun af þessu tagi, er samt ekki óheimil samkvæmt lagabókstafnum og vegna erfiðra og fordæmislausra aðstæðna er ekki fyrirfram hægt að neita því, að þessar aðgerðir til endurreisnar Íslands eru réttlætanlegar.

      Með hliðsjón af því markmiði endurreisnarinnar – að vinna gegn yfirvofandi samfélagslegum óstöðugleika, sem gjaldþrota-skriða í hagkerfi landsins hefði óhjákvæmilega haft í för með sér – er deginum ljósara, að nauðsynlegt var að halda (að minnsta kosti til bráðbirgða) innistæðum í útibúunum utan við endurreisnina, til að hindra tafarlaus áhlaup á nýgju bankana.«

Nýgjasti úrskurður ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) staðfestir framangreinda niðurstöðu Tobias Fuchs. Mismunun er hluti af réttindum sjálfstæðra ríkja. Þetta á sérstaklega við gagnvart hagsmunum lands eins og Bretlands, sem hefur brotið stórkostlega af sér. Hér er auðvitað vísað til beitingar Hryðjuverka-laganna gegn hagsmunum Íslands.

Hvers vegna ætti almenningur á Íslandi að veita ríkissjóði Bretlands og Hollands fjárhagslegan stuðning ? Engar lagalegar eða siðferðilegar forsendur hafa verið tilgreindar sem leyfir slíka undirgefni. Þvert á móti banna reglur Evrópuríkisins ríkisstuðning við innlána-tryggingar. Hér á ekki við »ískalt mat«, heldur verða Alþingismenn að hafa »hjartað á réttum stað«.

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Ískalt mat um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hárréttur pistill, Loftur, og takk fyrir hann.  Hvað halda stjórnmálamenn þeir geti blekkt okkur lengi og þóttst vera að skoða??  SKOÐA KÚGUN?  Stjórnmálamenn hafa vitað of lengi að ekki nokkur ríkisábyrgð væri á nauðunginni og hvað ætla þeir þá að skoða??  KALT MAT ha?  KALT MAT væri leppstjórnarmat með öðrum orðum. 

Hafa þeir ekki almennt vit?  Maður með vit og æru sættist ekki á kúgun, það er alls ekki neitt flóknara en það og e-ð stórlega bogið og rannsóknarvert í gangi.  Hvort það er aulaskapur, heimska, mannvonska, mútur, sjálfshagsmunir, hefur alþingi komið villimannlega fram við þegna landsins.  Við ætlum víst seint að fá nokkurn frið og losna við nauðungina.  Og getum ekkert treyst á andstöðu forystu stærsta flokksins. 

Elle_, 16.12.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt Elle að við getum ekki treyst á neina stjórnmálmenn. Hins vegar er von okkar bundin við stjórnarandstöðuna, því að gott væri að losna við annað þjóðaratkvæði um Icesave-klafann.

Ég legg út af ummælum sem ekki segja neitt um afstöðu Bjarna, en segja líklega töluvert um mig, því að svona ummæli fara í mínar taugar, eins og greinilega þínar einnig.

Með öðrum orðum, þá hef ég fullar vonir um að Sjálfstæðisflokkurinn standist prófið og raunar Framsókn einnig. Það er ákaflega mikilvægt, því að þótt gott væri að losna við þjóðaratkvæðið, eru miklar líkur að til þess þurfi að grípa. Forsetanum nægir undirskriftir almennings - fullveldishafans, en gott væri einnig að stór hluti Alþingis væri andvígur.

Eftir umræðu dagsins á Alþingi, er ljóst að stjórnarandstaðan hefur ekki gefið út auða ávísun. Margir ræðumenn gagnrýndu samnings-drögin harðlega og mín tilfinning er, að fylkingar núna verði svipaðar að stærð og var fyrir áramót í fyrra.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2010 kl. 23:21

3 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Takk fyrir þetta Loftur sem ég tek heilshugar undir, svo og með Ellen, takk bæði.

Þórólfur Ingvarsson, 17.12.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband