Færsluflokkur: Evrópumál
24.2.2011 | 19:07
Moody’s and Iceland.
Today I read an article in a Dutch newspaper, whereby the rating agency Moodys predicts and claims death, destruction and the annihilation of Iceland and its population, if they do not pay up protection money claimed by states as the Netherlands and Great Britain.
First you must ask, what is a rating agency? It is a company basically an accounting firm without clients - that is hired by other companies to value them, it is not a independent organization for the good of men, they live by offering their ratings for a lot of money. If their rating does not comply with the perception the issuer had he will not use this rating and find another rating agency that fits its needs.
You must ask yourself three questions :
- Were was Moodys when Icesave went to the Netherlands and Great Britain, answer nowhere, because nobody hired them.
- The other question is who gave the residential mortgage backed securities (RMBS) en Collateralized debt obligations the basis of the financial crisis their triple AAA credit status as being a total secure investment and
- The last question, where was Moodys when Enron (in 2001), Arthur Anderson, Worldcom and Lehman Brothers (2008) and Goldman-Sachs - yes Goldman-Sachs is according by their own Darwinian business rules a bankrupt but bail-out company - and GM collapsed.
All these questions can be answered with one answer: You do not bite the hand that feeds you.
So what is this new report by Moodys regarding Iceland?: First of all they state that Iceland has a debt; wrong answer, somebody (Netherlands and Great-Britain) claims that Iceland owes them money, so Moodys already starts on the wrong foot and false assumptions, therefore a worthless report. Moodys can only do the number crunching of data from a company and give a statement regarding its financial en economic situation at that moment, they cannot predict, if they could, why did they not see Enron, Arthur Anderson, WorldCom, Lehman Brothers and all the others coming?
Any correlation between on one hand a claimed but not approved or accepted debt and on the other hand the impact to the total economy of Iceland, the political landscape national- and international for generations to come is of such contempt of the intelligence of the Icelandic people and simultaneously a statement of the incompetence of Moodys, that Moodys just made a rating of Moodys itself: junk status.
So follow the trail back to the entity, which commissioned the Moodys report and you will find its true meaning and purpose.
Micha Fuks
Ósæmileg framganga matsfyrirtækisins Moody's
Moody's: Nei í þjóðaratkvæði sendir ríkið í ruslflokk
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2011 | 14:04
Ekki hætta á beinu, erfiðu dómsmáli, heldur seinvirkri klækjaatlögu í gegnum Eftirlitsstofnun EFTA
Staðhæfingar Icesave-stjórnar-minnihlutans*, að Bretar og Hollendingar muni steypa sér yfir okkur með lögsókn fyrir dómstólum, segi þjóðin NEI við Icesave-3, eru orðin innantóm. Það staðfesta Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson.
Sá síðarnefndi var á athyglisverðum fundi með Framsóknarmönnum í dag (fór því miður fram hjá undirrituðum, en vel er sagt frá honum hér á Mbl.is, sjá tengil neðar); þar kom ýmislegt fram, sem hér verður rætt.Hvað Lárus varðar, mátti fyrst, á mánudaginn var, 21/2, skilja hann svo í viðtali við Mbl. (s. 4: 'Snýst um að fara dómstólaleiðina') að hann teldi brezka og hollenzka lögsókn vofa yfir okkur, ef við höfnuðum Icesave-III, en daginn eftir, í fyrradag, var hann aftur í frétt þar aðalfrétt á forsíðu: Býst ekki við bótamáli' og hafði þá aðra eða skýrari sögu að segja. Þar segist hann ekki reikna með því að Bretar og Hollendingar höfði bótamál hér heima, þótt það sé vissulega möguleiki, heldur muni niðurstaða EFTA-dómstólsins, sem er aðeins ráðgefandi og óbindandi, og vísan í EES-samninginn verða notuð til þess að þrýsta á Íslendinga um greiðslu."
Látið vera, lesendur góðir, að hrökkva í hræðslugírinn vegna þeirra orða Lárusar, þetta er nefnilega alls ekki svo auðvelt mál viðfangs fyrir þá sem vilja sækja á okkur í þessu máli, eins og fram mun koma hér á eftir. En skoðun fyrst það, sem Stefán Már hafði fram að færa í fyrirlestri sínum í dag.
- Ef Icesave-samningnum verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu er líklegast að ESA [Eftirlitsstofnun EFTA] fari af stað með samningsbrotamál gegn Íslendingum fyrir EFTA-dómstólnum. Gera verður ráð fyrir að Íslendingar gætu tapað því máli.
- Þetta segir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands en hann hélt fyrirlestur á opnum fundi Landsambands framsóknarkvenna og Sambands ungra framsóknarmanna um Icesave-deiluna í dag. (Mbl.is.)
Frábært framtak hjá Framsóknarmönnum, en hefðu mátt auglýsa það betur! En Stefán heldur áfram:
- Sú málsókn [ESA] sé líklegasta niðurstaðan þar sem ESA hafi þegar gert grein fyrir viðhorfi sínu í áminningarbréfi til íslenskra stjórnvalda. Stefán segist algerlega ósammála þeirri túlkun á tilskipun um innistæðutryggingar sem þar kemur fram, en gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að EFTA-dómstólinn grípi sama agnið.
Stefán Már hafði áður gert grein fyrir sínum hörðu gagn-athugasemdum við þá túlkun í Morgunblaðinu á liðnu ári. Steingrímur J. Sigfússon hjálpaði nú ekki til með því að vanrækja það hlutverk sitt að senda ESA rökstutt svar með höfnun sinni á slöppum röksemdum stofnunarinnar, og er það ekki eina vanrækslusynd hans í sambandi við icesave. En Stefán Már bætir við (leturbr. hér):
- Ef Ísland tapi því máli þá sé sá dómur bindandi [annað sagði Lárus! aths. jvj], en ekki sé hægt að koma fram neinum viðurlögum. Íslendingum beri þá sjálfum að koma málum í lögmætt horf og skilgreina sjálfir skyldur sínar í þeim efnum. Þá vakni ýmsar spurningar hvernig það eigi að gerast, hvaða fjárhæðir ætti að greiða og hvenær. Þá mætti hugsa sér að fara þyrfti í annað samningsbrotamál til að athuga hvort Íslendingar hefðu fullnægt skyldum sínum.
Hér viljum við undirritaðir í stjórn Þjóðarheiðurs taka fram nokkur atriði:
- EFTA-dómstóllinn hefur ekki dómsvald yfir okkur, það er ekki grundvöllur til að framfylgja dómum þar hér á landi, ef við höfnum Icesave-III-samningnum, af því að Ísland er ennþá sjálfstætt ríki, og lögspekingar virðast sammála um þetta. Hins vegar stefna Icesave-flokkarnir hér á landi að því að afsala dómsvaldinu í þessu máli, það reyndu þeir síðast með Icesave-III-ólögunum!
- Þótt Bretar og Hollendingar fengju að sjá einhverja dómsniðurstöðu hjá EFTA-dómstólnum, sem væri þeim að skapi, væru þeir ekki þar með komnir með neitt fé né skuldarviðurkenningu frá okkur í hendur, heldur yrðu þeir að höfða mál hér heima til að reyna að fá því framgengt; á meðan við höfum lögsöguna, þurfum við ekki að óttast annað.
- Alls óvíst er, að ríkisstjórnir nefndra landa teldu sér hag í því að fara í mál við okkur vegna þessa, því að mikið er í húfi fyrir evrópska bankakerfið, að því verði ekki raskað með því að eitt ríkjanna á EES-svæðinu verði dæmt til að ábyrgjast banka sína.
- Tekið gæti mörg ár að fá dómsniðurstöðu í því máli og alls ekkert sjálfgefið, að dómurinn yrði okkur í þungbærara lagi, þótt niðurstaða EFTA-dómstólsins hefði orðið okkur andræður.
- Einmitt þessi mörgu ár gætu verið okkur það skjól sem fjármálaráðherrann taldi sig finna í annarri "lausn" með Icesave-I-svikaplagginu, en var vitaskuld ekkert skjól. Þetta dómsmál yrði langt ferli, og meðan landið væri í því dómsferli, væri fráleitt, að Bretland og Hollandi gætu haldið uppi refsiaðgerðum og alþjóðlegum þrýstingi gegn okkur meðan þetta er í lögformlegu ferli, geta þeir ekki verið þekktir fyrir slíkt. Ef það kæmi upp grunur um það að þeir væru að beita óþverra-bolabrögðum, þá myndum við upplýsa um málið fyrir umheiminum og lítillækka þá, af því að það getur getur ekkert réttarríki hagað sér þannig, meðan málið er á rettu athugunarstigi.
- Á þeim drjúga tíma, sem þetta dómsmál tæki, yrði líka orðið ljóst, hvað í alvöru kemur út úr þrotabúinu.
- Við þurfum ennfremur áður, í tæka tíð, að aðlaga okkur betur til að glíma við málið, með breytingu á Neyðarlögunum (sjá Mbl.grein Lofts um það), það er hægt að breyta þeim, þannig að lágmarksfjárhæðin fái forgang, ennfremur með bfreytingu á lögunum um tryggingasjóðinn, við höfum lögsögu til þess.
Lítum nú aftur á fleiri atriði í málflutningi dr. Stefáns Más:
- Þá ræddi Stefán Már um hugsanlegar afleiðingar þess fyrir Ísland að fara ekki eftir hugsanlegum dómi EFTA-dómstólsins um samningsbrot. Segir hann að Ísland færi ekki á koll við að tapa málinu en það hefði óþægindi í för með sér.
- Mér dettur ekki í hug að íslenska ríkið gerði ekki að minnsta kosti eitthvað, en ef Ísland gerir ekki nóg eða ekkert í raun, þá erum við með það yfir okkur að við séum að brjóta alþjóðalög. Ég sé það fyrir mér í viðskipta- og pólitísku samstarfi okkar, segir Stefán Már. (Mbl.is.)
Vissulega er það mögulegt, en þarna verður samt að gera ráð fyrir því, að frumkvæðið þarf að vera Breta og Hollendinga, vilji þeir fá niðurstöðu í samræmi við dóm, því að EFTA-dómstóllinn kveður ekki upp neinn dóm um höfuðstóls-fjárhæðir í málinu og þaðan af síður um vexti. Það frumkvæði yrðu brezk og hollenzk stjórnvöld að taka með málssókn hér á landi, önnur leið er þeim ekki fær. Þá yrðu líka íslenzk lög látin gilda um málið og endanleg túlkun Hæstaréttar á því, hvað EFTA-dómstóls-úrskurðurinn fæli í sér, ætti hér úrslitaorðið. Við mættum alveg treysta því, að dómur Hæstaréttar yrði ekki mótaður af fjandsamlegum anda gegn réttindum þjóðarinnar eða tillitsleysi við hag hennar.
Ísland færi ekki á koll er eina millifyrirsögnin í frétt Mbl.is af fyrirlestri Stefáns. Það er alveg í samræmi við það, sem hér er fram komið. Lagaleg staða okkar er sterk, það er engin ríkisábyrgð á bönkum hér né á Tryggingasjóði innstæðueigenda, hann er sjálfseignarstofnun sem haldið er uppi með árlegum iðgjöldum fjármálastofnana landsins án baktryggingar annars staðar.
Á fyrirlestrinum fekk Stefán þá undarlegu spurningu utan úr sal, "hvort EES-samningum gæti verið sagt upp, ef Íslendingar hafna Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu." Hann sagði ekkert samningsbrot felast í því, enda höfum við aðeins verið að fara eftir stjórnskipulagslegum reglum landsins." Auðvitað geti samningnum verið sagt upp eins og alltaf, en hugsanleg höfnun samningsins sé ekki samningsbrot sem gefi tilefni til þess. (Mbl.is).
Þarna fengu menn það á hreint: Það er enginn dómsdagur yfirvofandi, þótt þjóðin neyti réttar síns til að fella Icesave-III-lagasetninguna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fráleitt er að spá neinum refsiaðgerðum og efnahagslegum hamförum á þessu ári né jafnvel því næsta vegna þessa máls það færi einfaldlega í vinnuferli dómstóla, að siðaðra manna hætti, og á meðan það ferli er í gangi, mun líka vera unnt að semja sérstaklega um aðrar lausnir, séu menn ginnkeyptir fyrir því það hefur komið skýrt fram í álitum Reimars Péturssonar hrl. nú í vikunni í Kastljósi og í fréttaskýringu Mbl. daginn eftir) og Völu Andrésdóttur Withrow, lögfræðings í Bandaríkjunum, í snarpri, umtalaðri grein á vefsíðu hennar á Moggabloggi (vala.blog.is: Icesave afturgangan).
Jón Valur Jensson, Loftur Altice Þorsteinsson.
* Ríkisstjórnin nýtur nú um stundir um 25% fylgis í skoðanakönnunum.
![]() |
Samningsbrotamál líklegast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.2.2011 | 21:14
Við sláum öll met
Brezkir atvinnurekendur eru að velta vöngum yfir undarlega skrautlegum ferilskrám þeirra sem sækja um störf, en þetta er sízt til að kippa sér upp við fyrir okkur Íslendinga. Við gerum sjónvarpsstjörnur að stjórnarskrárgjöfum, flugfreyju að forsætisráðherra, íþróttafréttamann og jarðfræðing að fjármálaráðherra og örlagasmið þjóðar, en þreyttan, óútskrifaðan Marxisma-lærling úr Austur-Þýzkalandi að ráðherra, sendiherra og helzta samningamanni um alvarlegustu mál, sem hann hefur ekki hundsvit á, og hraðsoðinn BA-heimspeking að hans helzta aðstoðarmanni í því faglega verki hans.
Þá er Icesave-stjórnin með ýmsa kynlega kvisti á sínum snærum, hugsanlega á launum sem "sérfræðinga", t.d. Teit Atlason bloggara. Mér var tjáð, að flestir "sérfræðingarnir" (yfirleitt flokksmenn), sem ráðnir voru í sérverkefni í ráðuneytunum í ársbyrjun 2010, væru með 700.000 kr.+ í mánaðarlaun.
Nú á Icesave-stjórnin ekki annað eftir en að ráða Jóhann blaðamann Hauksson sem sinn helzta ráðgjafa i stjórnarskrármálum, Lilju Skaftadóttur DV-eiganda sem sendiherra í Brussel og Teit Atlason sem blaðurfulltrúa ríkisstjórnarinnar.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ótrúlegar ferilskrár algengar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2011 | 06:45
Lesið Wall Street Journal, sem tekur afstöðu MEÐ Íslandi í Icesave-deilunni, ólíkt Icesave-stjórninni!
'The tiny island shouldn't have to bear the costs of the British and Dutch bailouts' (fyrirsögn greinar þar). Þetta er helzta blað bandarísks fjármálalífs!
- "A yes vote in a referendum likely to be held in early April would leave Iceland in a hock [veðsett] to London and The Hague for as long as 35 yearsand this because the British and Dutch governments decided, of their own volition, to bail out their own citizens ..."
- "... The new agreement should prove much less costly to Icelandic taxpayers than the original, with the President estimating that they could be on the hook for as little as 246 million [pounds] in direct costs. But it's unclear why Iceland should bear the costs of bailing out the Dutch and British at all.
- If those countries' governments felt it necessary to make their people whole, that is their affair. It's hardly surprising that the people of Iceland would prefer to put the whole business behind them, as the most recent polling suggests. But that should not be taken as vindication of the U.K.'s and Netherlands's' two-and-a-half year campaign of vilification of iceland." (Leturbr. jvj; vilification er mjög sterkt orð um ófrægingu.)
Ætli Steingrímur J. og Jóhanna og allt þeirra lið kalli þetta ekki öfgakennd og óábyrg skrif?! enda gerólík þeim tóni, sem þau hafa fengið frá sínum forsöngvurum og "vinum", fjárkúgandi "viðsemjendum" í Whitehall og Haag!
Jón Valur Jensson.
Frétt í Financial Times frá mánudegi, 21/2:
Iceland: paying for banks losses
Icelands downfall at the hands of its buccaneering...an entire nation) so much damage. Iceland is an extreme case, because its banks...who should pay for banks losses? Icelands government fears the wrath of...
(Smellið á fyrirsögnina til að lesa greinina í réttu samhengi.)
Hér er einnig frétt þar frá sunnudeginum: Icelands president blocks Icesave deal
(Smellið á fyrirsögnina til að lesa greinina.)
Evrópumál | Breytt 24.2.2011 kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2011 | 13:27
Íslandsbanki er erlendur banki með erlenda hagsmuni
Það er ófyrirleitið af Íslandsbanka að skipta sér af innlendum stjórnmálum með jafn áberandi hætti. Bankinn er að fjalla um forsendlausar kröfur nýlenduveldanna Bretlands og Hollands, á hendur Íslendskum almenningi. Eins og vonandi allir vita, er Íslandsbanki í eigu erlendra fjárfesta. Afskipti þessara erlendu fjárfesta er afþökkuð og fordæmd.
Bankinn endurómar áróður Icesave-stjórnarinnar um að einungis tvær leiðir séu fyrir hendi í Icesave-deilunni. Ekki er minnst á þriðju leiðina sem er lögsöguleiðin. Þessi leið er leið sjálfstæðs ríkis og byggir á virðingu fyrir lögsögu þess. Lögsaga merkir lög landsins og framkvæmd laganna. Öll sjálfstæð ríki halda fast í sína lögsögu og gefa hana ekki frá sér ótilneydd.
Ég bið menn að gefa því gaum, að álitsgerð Íslandsbanka dregur fram alla ókosti þess að hafna Icesave-lögunum, á mjög ósanngjarnan hátt. Hinir augljósu kostir þess að hafna Icesave-lögunum eru ekki nefndir á nafn.
Jafnframt eru allir meintir kostir þess að samþykkja lögin stórlega ýktir og rétt væri að tala um lygar. Engir fjárhagslegir kostir eru við að samþykkja Icesave-kúgunina, en persónulegir hagsmunir stjórnmála-aðalsins og hinna erlendu banka eru augljósir. Þetta er eitt aumasta áróðursplagg sem sést hefur og það undir yfirskini fagmennsku - skammist ykkar !
Auðsjáanlega vilja hinir erlendu fjárfestar að Íslendingar greiði ólögvarðar kröfur nýlenduveldanna, en væri ekki vitrænt að fjalla örlítið um hvernig bankinn ætlar að starfa í landinu, eftir að hér er orðið greiðslufall bæði ríkis og almennings ? Ég fyrir mitt leyti mun taka út úr Íslandsbanka, það litla fjármagn mitt sem bankaræningjarnir eru ekki búnir að stela.
![]() |
Afar ólíkir kostir en síðast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2011 | 00:00
Telur Lárus Blöndal að sjálfstæði Íslands sé lítils virði ?
Ég hef dregið í efa heilindi Lárusar Blöndal gagnvart Icesave-kúguninni og stend við það álit. Sem dæmi um rangfærslu sem hann hefur haldið fram, má nefna frásögn hans af hvaða lögsaga gildir samkvæmt Icesave-samningum-III.
Lárus hefur fullyrt, að Íslendska samninganefndin hafi alfarið neitað að viðurkenna lögsögu nýlenduveldanna og niðurstaðan hafi verið alþjóðlegur dómstóll, sem hefur aðsetur í Hollandi. Veit Lárus ekki að við erum í efnahagsstríði við Holland, ekki síður en við Bretland ?
Vont getur samt lengi versnað og það mikið. Afsal lögsögunnar er ekki takmarkað við efni Icesave-samninganna, heldur tekur til ALLRA atriða er Icesave-deiluna varða. Af einhverjum ástæðum hefur Lárus látið þess ógetið að þessum dómstóli í Hollandi er gert að dæma eftir Bretskum lögum. Þetta merkir auðvitað að lögsagan er Bretsk.
Við skulum samt ekki vera með neinar getgátur, heldur athuga hvað stendur í samningunum. Einn þessara samninga er fyrirhugaður samningur TIF við seðlabanka Hollands en þar stendur:
»Section 5.6 Governing Law and Jurisdiction. This PARI PASSU agreement and any matter, claim or dispute arising out of or in connection with it, whether contractual or non-contractual, shall be governed by, and construed in accordance with, the laws of England.«
Þetta er ekki eini staðurinn þar sem afsal lögsögu Íslands kemur fram. Í báðum aðal-samningunum er tekið fram, að Bretsk lög skuli gilda um túlkun deilunnar. Getur verið að aðal-samningamaður Íslands Lárus Blöndal hafi verið svo annars hugar á samninga-fundunum, að þessi staðreynd hafi farið fram hjá honum ? Í aðal-samningunum (Section 9.9 og Section 10.9) segir:
»Governing Law. THIS AGREEMENT AND ANY MATTER, CLAIM OR DISPUTE ARISING OUT OF OR IN CONNECTION WITH IT, WHETHER CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL, SHALL BE GOVERNED BY, AND CONSTRUED IN ACCORDANCE WITH, THE LAWS OF ENGLAND.«
Er Lárus Blöndal kominn í Bretavinnuna með Steingrími ? Um það ætla ég ekki að fullyrða, en ekki væri það í fyrsta skipti sem menn hafa selt skrattanum sálu sína. Þarna lýgur aðal-samningamaður um afdrifaríkasta atriði samninganna, það er að segja lögsöguna.
Lögsagan snertir Neyðarlögin, þrotabú Landsbankans og lögin um TIF. Evrópuríkið sjálft hefur viðurkennt lögsögu Íslands og þar með að Ísland sé sjálfstætt ríki. Nú ætlar Icesave-stjórnin með aðstoð pilta eins og Lárusar Blöndal að semja lögsöguna af okkur og þar með hluta af sjálfstæði landsins.
Mikilvægt er að skilja, að með Icesave-samningum-III er lögsaga Íslands afnumin yfir ÖLLUM þáttum sem Icesave-málið snerta. Ekki bara yfir samningunum sjálfum, heldur ÖLLUM atriðum sem málið varða. Þetta stendur skýrum stöfum í málsgreininni sem ég birti hér að framan. Þar segir:
»Governing Law. THIS AGREEMENT AND ANY MATTER, CLAIM OR DISPUTE ARISING OUT OF OR IN CONNECTION WITH IT, WHETHER CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL, SHALL BE GOVERNED BY, AND CONSTRUED IN ACCORDANCE WITH, THE LAWS OF ENGLAND.«
Algjör uppgjöf og niðurlæging blasir við, ef Icesave-samningar-III verða samþykktir. Lösögunni verður afsalað yfir stærsta hagsmunamáli allra tíma. Sjálfstæði landsins verður afsalað í hendur ríkja sem hafa verið óvinir okkar í margar aldir. Forusta Sjálfstæðisflokks hefur geð til að nefna þessar þjóðir "nágranna og vini" !!!
![]() |
Skýrir kostir í stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.2.2011 | 21:05
Steingrímur talar fyrst og fremst sem þingmaður !
Steingrímur skilur ekki að þjóðin hafnar þingræðinu í þeirri mynd sem valdastéttin hefur túlkað hana. Samkvæmt Stjórnarskránni skal ríkisstjórnin vera »þingbundin«, sem merkir að hún starfar í umboði Alþingis. Það er þess vegna sem Icesave-samningar-I og II og III eru ólöglegir. Enginn þeirra er gerður í samræmi við Stjórnarskrána.
Það er þreytandi þessi merkingarlausa síbilja um »aukinn meirihluta« á Alþingi. Engu mái skiptir hversu margir þjóðsvikarar sitja á Alþingi, þeirra gerðir eru undirseldar ákvarðanir fullveldishafans þjóðarinnar. Jafnvel fréttamenn RUV sjá sig knúna til að tala um »aukinn meirihluta«, eins og það sé vitrænt innlegg í umræðuna.
Fyrsta sem fréttamanni RUV datt í hug að spyrja Steingrím var hvort hann hefði fengið fyrirmæli frá Bretum og Hollendingum hvernig hann ætti að bregðast við ákvörðun forsetans. Steingrímur fór undan í flæmingi, enda varla viðeigandi að fjármálaráðherra landsins opinberi aumkunarverðan undirlægjuhátt sinn.
Þeir sem hafa vonast til að ríkisstjórnin hundskist úr valdastólunum, vegna ákvörðunar forsetans, munu verða fyrir vonbrigðum. Þetta fólk sem þjónar erlendum herrum og hampar framandi hugmyndafræði er samgróið valdastólunum. Þeir verða að fá aðstoð að slíta samgróninginn sundur.
Loftur A. Þorsteinsson.
![]() |
Vonsvikinn og undrandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2011 | 19:39
Stjórnmálafræðingur sem ekki þekkir Stjórnarskrána
Engu er líkara en Einar Mar komi úr Þistilfirði, því að hann segir að margir hafi spáð afsögn Icesave-stjórnarinnar, ef Icesave-lögin færu í þjóðaratkvæði. Hann hefur greinilega ekki fylgst með hegðum ríkisstjórnarinnar, sem einkennist af þvermóðsku og valdagræðgi. Steingrímur og Jóhanna eru ekki á förum úr stjórnarráðinu af sjálfsdáðum. Ef menn vilja losna við þessi hjú nýlenduveldanna, verður að bera þau út.
Mestar áhyggjur hefur Einar Mar af viðbrögðum Breta og Hollendinga við þjóðaratkvæðinu. Ekki er að sjá að hann sé að samfagna þjóðinni, með staðfestingu á fullveldisréttinum. Er þessi maður í liði með andstæðingum Íslendinga, eða er hann bara svona illa að sér ? Haft er eftir Einari Mar:
»Ég held að úr þessu sé enginn stjórnmálaflokkur neitt sérlega ánægður með þetta ákvæði, að forsetinn hafi þetta vald einn í hendi sér. Hann getur í rauninni vísað öllum lögum sem koma frá þinginu til þjóðarinnar.«
Auðvitað er stjórnmálastéttin ekki ánægð með að vera svipt þeim völdum sem hún taldi sig hafa hrifsað úr höndum fullveldishafans. Þrátt fyrir þessi ánægjulegu málalok varðandi þjóðaratkvæðið, skyldi enginn halda að þingræðissinnar séu búnir að gefast upp. Við heyrum sama sönginn um svonefnt þingræði, sem þetta fólk túlkar í fullkominni andstöðu við Stjórnarskrána.
Svo sjáum við þessar stöðugu dylgjur um óheilindi forsetans. Í fjölmiðlum er haldið að fólki ómerkilegum fullyrðingum um að annarlegar hvatir ráði afstöðu hans. Þetta er fúlmannlegt hjal, sem ekki er sæmandi að steypa yfir landsmenn.
![]() |
Breytt stjórnskipan Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2011 | 18:21
Björn Valur Gíslason hafnar lýðræðinu
Björn Valur hótaði því í Silfrinu, að ríkisstjórnin muni afnema Icesave-lögin, ef forsetinn hafni staðfestingu þeirra. Þetta væri gert til að hindra þjóðaratkvæði um þau og til að vanvirða, forsetann, Stjórnarskrána og almenning í landinu. Þessi ótrúlegi snati sagði:
»Auðvitað getur maður fabúlerað um ýmsa hluti. Í fyrsta lagi getur málið auðvitað farið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta þessir 44 þingmenn, þessi 70% þingheims, sem samþykktu málið, tekið það í sínar hendur, varið þingræðið, afturkallað þessi lög, myndað einhverskonar starfhæfa stjórn hér í landinu til að undirbúa kosningar, eftir sex mánuði eða svo, meðal annars til að endurskoða stjórnarskrána, ljúka þessu máli. Þetta er mál þingsins, ekki ríkisstjórnarinnar í dag. Þingið þarf að bregðast við, ekki ríkisstjórnin.«
Ef ríkisstjórnin og töskuberar hennar grípa til þeirra aðgerða sem Björn Valur boðar, verður þjóðin að verja frumburðarrétt sinn. Gera verður valda-aðlinum ljóst að lýðræði ríkir í landinu, sem merki að fullveldi landsins er í höndum almennings.
Þingræði er ekki til í Stjórnarskránni, nema í þeirri merkingu að ríkisstjórnin er undir eftirliti Alþingis. Þingbundin ríkisstjórn merkir að ríkisstjórnin er bundin af ákvörðum Alþingis, en gefur ríkisstjórninni ekkert umboð til sjálfstæðra athafna. Fullveldisrétturinn verður ekki látinn af hendi, síst af öllu í hendur þjóðsvikara eins og Björns Vals.
![]() |
Björn Valur: Icesave mál þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2011 | 18:50
ICESAVE-STJÓRNIN MEÐ ALLAR KLÆR ÚTI
Nú hefur hafist mikill þrýstingur á forsetann úr röðum þeirra sem vilja pína kúgunina yfir landsmenn. Hvað kemur Lee Buchheit við hvað forsetinn gerir eða hvað við borgum og hvað ekki? Hann var fenginn af Steingrími til að semja um ICESAVE og hafði sjálfur ekki mælt með að við borguðum nauðungina.
Líklega og væntanlega var hann kallaður af ICESAVE-STJÓRNINNI eða Steingrími til að koma með þrýsting á forsetann. Og sjálfa þjóðina ef forsetinn synjar hrollvekjunni. Okkur er nákvæmlega sama um skítleg matsfyrirtæki úti í heimi, Lee Buchheit og Steingrímur J. Sigfússon. Við ætlum ekki að fallast á fjárkúgun erlendra velda þeirra vegna.
Það er fullkomlega ólíðandi og óþolandi hvað ICESAVE-STJÓRNIN og stuðningsmenn halda að þeir geti gengið langt í að vaða yfir forsetann og lýðræðið. Öllum ráðum og vopnum er beitt við að hræða fólk og ógna forsetanum til hlýðni við rukkarana. Þó að sjálfsögðu hann hagi orðum sínum eins og hann ætli nú ekki að skipta sér af neinu í lýðræðislegu ferlinu.
Elle Ericsson.
![]() |
Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)