Færsluflokkur: Evrópumál
- Þegar endanlega rennur upp fyrir fólki hvað talið um áhættuna af dómstólaleiðinni er lítið annað en innantómar blekkingar er ástæða til að ætla að kjarkur þjóðarinnar og staðfesta muni taka mið af því. Þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Þá getur BBC aftur sett inn í kynningu sína um Ísland að það land láti ekki vaða yfir sig þótt lítið sé.
Svo segir í lok frábærs leiðara Morgunblaðsins í gær, Ritari EFTA-dómstóls eyðir misskilningi. Enginn, sem lætur sig Icesave-málið varða, getur verið þekktur fyrir að kynna sér ekki þá ritstjórnargrein. Þessar lokasetningar þar eru niðurstaðan af vel rökstuddum málflutningi í þessum eina leiðara blaðsins þann dag.
Evrópumál | Breytt 28.2.2011 kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2011 | 23:11
Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta uppfyllti allar kröfur sem til hans voru gerðar
Jón Baldvin Hannibalsson hefur ítrekað haldið því fram* (til að sanna ábyrgðarleysi Íslendinga) að "ekkert fé hafi verið í Tryggingasjóðnum", en staðreyndin er sú, segir Carl Eiríksson verkfræðingur,* að sjóðurinn uppfyllti allar lagakröfur sem til hans voru gerðar um þetta. Það voru í honum 18 milljarðar króna við hrunið, og sú upphæð virðist alveg samsvara ákvæði 6. gr. laganna um sjóðinn (l. nr. 98/1999) um 1% heildareign innstæðudeildar sjóðsins miðað við innstæður í bönkum og sparisjóðum orðrétt:
- 6. gr. Innstæðudeild.
Heildareign innstæðudeildar sjóðsins skal að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. ...
3. gr. Aðilar að sjóðnum.
Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum. [Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.]1) Þessi fyrirtæki, hér eftir nefnd aðildarfyrirtæki, bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hans umfram lögbundin framlög til sjóðsins, sbr. ákvæði 6. og 7. gr. Fjármálaeftirlitið skal halda sérstaka skrá um aðildarfyrirtæki.
- 2. gr. Stofnun.
Með tryggingar samkvæmt lögum þessum fer sérstök stofnun er nefnist Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, hér eftir nefndur sjóðurinn. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og starfar í tveimur sjálfstæðum deildum með aðskilinn fjárhag og reikningshald, innstæðudeild og verðbréfadeild, sbr. þó ákvæði 12. gr.
Ef Jón Baldvin og aðrir Icesave-sinnar þráast enn við að muna þessar einföldu staðreyndir, ættu þeir að kynna sér vel þessa grein: "ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda
* Carl Eiríksson í Útvarpi Sögu, í innhringiþætti Péturs Gunnlaugssonar í morgun.
JVJ skráði.
Evrópumál | Breytt 1.3.2011 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2011 | 21:02
Spurningar um Icesave
Ef ég segi já og samþykki Icesafe-frumvarp í þjóðaratkvæðagreiðslu, er ég þá ekki líka að viðurkenna að ég skuldi einhverjum þessa peninga?
Er ég þá líka að viðurkenna að ég sé glæpamaður og hafi stolið þessum peningum frá saklausu fólki í Bretlandi og Hollandi ? og ég eigi að greiða þá til baka?
Geta og eða vilja íslensk stjórnvöld verja gengið á íslensku krónunni? Breska þjóðin er t.d. 180-falt stærri en íslenska þjóðin. Þarf nokkuð mikið að fikta við gengi á íslensku krónunni til að ímynduð skuld fari í 1000 milljarða ?
Er ekki grundvallaratriði fyrir trausta framtíðar-bankastarfsemi í heiminum, að til sé dómsniðurstaða fyrir ICESAFE ?
Halldór Svavarsson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2011 | 15:29
Þau höfðu rangt fyrir sér 2009, 2010 og hafa rangt fyrir sér 2011.
»Ég óttast afleiðingar af því ef íslenska þjóðin ætlar í opnar alþjóðlegar deilur við alþjóðlegt fjármálakerfi heimsins. Ég tel að við munum skaðast áður en tekst að umturna alþjóðlegu fjármálakerfi.«
Tveimur mánuðum síðar, tók almenningur í landinu þá ákvörðun að hafna Icesave-samningunum-II, sem Gylfi og Elín Björg höfðu svo mjög lofsungið. Fleirri strengja-brúður tóku þátt í söngnum, svo sem Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þann 05.janúar 2010 sagði Vilhjálmur:
»Það eru ekki það miklar líkur á því að við fengjum það mikið betri samning þó við reyndum í þriðja sinn að réttlæta herkostnaðinn af því að fara af stað. Það liggur fyrir að bæði Bretar og Hollendingar ollu okkur stórtjóni á meðan málið var ófrágengið.«
Elín Björg vildi ekki vera minni maður en þeir silakeppir Gylfi og Vilhjálmur. Haft var eftir Elínu Björg:
»Ég er ekki sannfærð um að ef þeir fara í þjóðaratkvæði komi önnur og betri niðurstaða, því almenningur mun ekki hafa þau gögn undir höndum sem þeir sem voru í samningunum höfðu. Menn munu fyrst og fremst greiða atkvæði með hjartanu. Ég treystir því að þeir sem stóðu að samkomulaginu hafi gert það eins vel og þeir hafi vit og getu til.«
Ef þetta fólk bara vissi hvað það hafði rangt fyrir sér á árinu 2009 og 2010. Ef það bara vissu hvílíkir njólar halda um stjórnar-taumana í landinu. Ef þjóðin hefði ekki haft vit fyrir þessum strengja-brúðum Sossanna, væri skulda-baggi almennings í dag um 500 milljörðum Króna þyngri.
Með þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010 vann þjóðin sinn stærsta sigur á lýðræðis-brautinni. Hafnað var Icesave-kúgun nýlenduveldanna og öllum heiminum gert það ljóst að Íslendingar búa við stjórnarskrá sem felur fullveldi landsins almenningi í hendur. Þvættingnum um »þingræðið« hefur verið hafnað í eitt skipti fyrir öll.
Hefur þetta fólk samvitskubit vegna tilrauna til að valda Þjóðinni stórkostlegu tjóni ? Vita þessar strengjabrúður að afstaða þess til Icesave-samninga-III, er jafn heimskuleg og afstaða þess var til Icesave-samninga-I og Icesave-samninga-II ? Er líklegt að þeir sem höfðu rangt fyrir sér 2009 og 2010, hafi rétt fyrir sér um sama mál 2011 ?
Loftur A. Þorsteinsson.
![]() |
Veik staða krónu setur kjaramál í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2011 | 07:45
„Íslenzkir dómstólar hafa síðasta orðið," segir Skúli Magnússon, ritari EFTA-dómstólsins (RÚV 25/2)
EFTA-dómstóllinn getur ekki dæmt íslenska ríkið til að greiða fébætur vegna Icesave-reikninga í Bretlandi og Hollandi, hann getur aðeins skorið úr um hvort Ísland hafi brotið gegn EES-samningnum. Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið," segir Skúli í viðtalinu í RÚV á föstudaginn. Hann stjórnar daglegum rekstri EFTA-dómstólsins, en var áður héraðsdómari í Reykjavík auk þess að kenna við lagadeild Háskóla Íslands. (Allt þetta skv. ýtarlegri frétt: EFTA-dómstóllinn segir aðeins hvort brotið sé gegn EES-samningnum vegna Icesave, á Evrópuvaktinni; þar er mynd af Skúla.)
- Skúli Magnússon sagði við RÚV, að félli Icesave-samningurinn væri líklegasta framhaldið að ESA vísaði málinu til EFTA-dómstólsins. Dómstóllinn tæki hins vegar aðeins afstöðu til þess hvort um brot á EES-samningnum væri að ræða. Teldi hann EES-samninginn brotinn myndu innistæðustryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi væntanlega höfða mál á hendur íslenska ríkinu, en það yrðu þeir að gera fyrir íslenskum dómstólum.
- Skúli sagði að hafa yrði í huga að í þessu máli yrði ekki dæmt um skaðabótaskyldu. Lokaorðið um skaðabótaskyldu íslenska ríkisins væri samkvæmt reglum EES í höndum íslenskra dómstóla.
Þetta eru góð og upplýsandi tíðindi. Byggjum á slíku, ekki á kvitti og flökkusögum þeirra, sem róið hafa undir ótta manna með rakalausum hræðsluáróðri og fengið marga gunguna til að taka undir með sér. Stöndum staðfastir á rétti okkar, Íslendingar! JVJ.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2011 | 00:22
GERA ÆSKU LANDSINS AÐ ÞRÆLUM.
Hollustumenn ICESAVE ánauðarinnar ættu að hætta að nota það sem rök fyrir þrældómi barna okkar hvað embættismenn og stjórnmálamenn í fyrri stjórnum lofuðu einu sinni útlendingum. Og nota orð manna og viljayfirlýsingar sem aum og léleg rök fyrir að núna megi gera æsku landsins að nýlenduþrælum evrópskra stórvelda.
Ekki nokkru máli skiptir hvað pólitíkusar hafa lofað erlendum veldum, orð þeirra eru ekki og voru aldrei lög og gera ekki börnin okkar ábyrg fyrir geggjuðum glæpamannaskuldum. Ekki einum eyri, hvað þá hundruðum eða þúsundum MILLJARÐA (1 milljarður = 1000 milljónir fyrir manneskjur eins og Jóhönnu sem rugla saman milljónum og milljörðum). Og svo koma ríkisstjórnarhagfræðingar eins og Guðmundur Ólafsson, Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson og halda fram opinberlega þeim rakalausa þvættingi að ef við tökum ekki á okkur milljarða glæpinn muni það skaða okkur fjárhagslega. Og ætla að kenna forsetanum um. Fara alla leið til útlanda til að ljúga þessu.
Óvitrir og skaðlegir embættismenn og stjórnmálamenn hafa ekki það vald að brjóta lög og stjórnarskrá og veðsetja okkur að þeirra geðþótta og með valdi og gegn okkar vilja. Nú verður að fara að stoppa þessa hættulegu stjórnmálamenn. Málið snýst um að lögsækja lögbrjótana og fella ólögin með öllum ráðum.
Hef aldrei getað skilið hví enginn lögmaður eða hópur lögmanna, eða saksóknari ríkisins, hafi ekki kært neina stjórnmálamenn fyrir ICESAVE GLÆPINN. Stjórnmálamenn ganga um og brjóta lög og stjórnarskrá og vaða yfir Hæstarétt og komast upp með það. Stórskrýtið er það land þar sem það viðgengst að brjóta mannréttindi og það gegn lögum og stjórnarskrá landsins.
Engir peningar eru í ríkissjóði fyrir nauðunginni, enda er verið að loka sjúkrahúsum og ætlunin var að segja upp yfir 900 spítalastarfsmönnum fyrir langtum minni fjárhæð en ICESAVE OPNI OG ÓVISSI TÉKKINN yrði í besta falli. Og þúsundir manna hafa flúið land. Það eru ærulausir foreldrar og ærulausir menn sem þora ekki að standa upp gegn valdníðslu pólitíkusa og kjósa frekar að sættast bara á í fáfræði og roluskap að gera æsku landsins að vinnuþrælum.
NEI OG AFTUR NEI.
Elle Ericsson.
![]() |
Taldi synjunina auka atvinnuleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2011 | 21:57
Bréf frá félagsmanni Þjóðarheiðurs
Ég legg til að það verði hafin ný undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að forsetinn rjúfi þing og boði til kosninga, fyrr losnum við ekki undan þessum ICESLAVE- og ESB-áróðri þar sem það er vitað með vissu, held ég, að ICESLAVE á að vera aðgöngumiðinn inní ESB hjá þessari ríkisstjórn enda hennar eina kosningaloforð sem hún hefur staðið við að vinna af fullum krafti í á meðan fólkinu í landinu blæðir.
Marteinn Unnar Heiðarsson.
26.2.2011 | 02:50
Yfirlýsing Þjóðarheiðurs – eða: sjaldan er góð vísa of oft kveðin
Stjórn Þjóðarheiðurs samtaka gegn Icesave samþykkti eftirfarandi yfirlýsingu vegna Icesave-III-frumvarpsins og sendi hana fjárlaganefnd, öðrum alþingismönnum og öllum helztu fjölmiðlum til birtingar, en tregir voru þeir að birta hana!
YFIRLÝSING: Þjóðarheiður samtök gegn Icesave
hvetur til samstöðu Íslendinga gegn Icesave-kröfunum.
Fulltrúar erlends valds og framandi hugmyndafræði hafa hreiðrað um sig í óðali Jóns Sigurðssonar. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi með eftirminnilegum hætti hafnað forsendulausum kröfum hinna gamalgrónu nýlenduvelda Bretlands og Hollands, er ríkisstjórn landsins ennþá að störfum fyrir hið erlenda vald. Velferðarstjórnin er enn á ný búin að gera samning um Icesave-kröfurnar, sem almenningur hafnaði í þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010. Velferðarstjórnin, sem við ófá tækifæri hyllir framandi hugmyndafræði, hefur í þriðja skipti á sex mánuðum gert samning um að almenningur á Íslandi taki á sig forsendulausar drápsklyfjar.
Atlaga ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslendinga er svo umfangsmikil og harkaleg að lengi mun höfð í minnum. Þjóðarheiður krefst þess að framganga núverandi ríkisstjórnar í Icesave-málinu sæti opinberri rannsókn og ráðherrarnir hljóti dóma fyrir Landsdómi eða almennum dómstólum. Fyrir alla framtíð verður að hindra að valdstjórnin láti sér detta í hug að ganga erinda erlendra hagsmunaaðila. Ströngustu refsingar að lögum verður að krefjast yfir þeim mönnum sem haft hafa forgöngu um Icesave-kúgunina.
Þjóðarheiður -- samtök gegn Icesave hefur frá upphafi Icesave-deilunnar barist gegn tilraunum valdstjórnarinnar að koma ólöglegum skuldahlekkjum á almenning í þessu landi. Allir réttsýnir menn skilja að Icesave-kröfurnar eru án lagalegra forsendna. Icesave-kröfurnar eru efnahagslegur hernaður af verstu tegund. Hin gamalgrónu nýlenduveldi eru að sýna smáþjóð mátt sinn. Þjóðarheiður -- samtök gegn Icesave skorar á alla Íslendinga að samfylkja liði gegn nýlenduveldunum gömlu og innlendum þjónum þeirra.
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sannað að fullveldi þjóðarinnar er í höndum hennar sjálfrar og hann kom í veg fyrir að Ísland yrði gert að skattlandi tveggja gamalgróinna nýlenduvelda. Með þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010 var stjórnarskrá lýðveldisins heiðruð. Staðfest hefur verið að stjórnarfar á Íslandi er lýðveldi og ólýðræðislegu þingræði hefur endanlega verið hafnað. Lýðræði byggir á þeirri forsendu að ótakmarkað og endanlegt vald í samfélaginu er í höndum lýðsins -- alþýðunnar í landinu. Lýðræðið mun ekki verða látið af hendi.
25.2.2011 | 20:49
ER ICESAVE OKKAR VANDAMÁL?: FÉLAGI ÓMAR SVARAR.

Lúðvík, ég skipti mér ekki almennt af skoðunum annarra, þeir færa fyrir þeim rök. Undantekningin er Baldur Hermannsson, hann þarfnast yfirbótar.
En þar sem þú ert dæmi um mann sem færir alltaf rök, góð rök fyrir þínu máli, og þeir sem eru ósammála þér, þurfa þá að eiga rök á móti sem standast skoðun, þá gat ég ekki látið þessa færslu þína í friði.
Og góðfúslega benti ég þér á hvað hún þýddi.
Yfirlýsingar ráðamanna eru ekki lög.
Og þvingaðar yfirlýsingar ráðamanna eru ólög. Það gildir um vilja ríkisstjórnar Geirs Harde að semja við breta, eftir að þeir stöðvuðu allt gjaldeyrisstreymi til landsins.
Legðu þetta saman, og reyndu að réttlæta stuðning þinn við núverandi ICEsave samning, án þess að fara með bull. Mér þykir leitt að segja það, en tilvísun þín i yfirlýsingu ráðamanna er bull.
Sem betur fer, annars gætu þeir stjórnað öllu, framhjá lögum og stjórnarskrá.
Til dæmis, "allur kvóti innheimtur á morgun", eða "allir sem heita nöfnum sem byrja á L, þeir afhenda eigur sínar ríkinu".
Lúðvík, þú ert miklu betri en þetta, þú ert maður sem maður vitnar í, ég þarf að eiga rök á móti þeim skoðunum þínum, sem ég er ekki sammála.
Þessi rök eru ekki dæmi um það.
Lúðvík, þú rekur fyrirtæki, myndir þú lýsa því yfir að þú borgaðir allar skuldir allra í bænum, líka í næsta bæ, og í allri sýslunni.
Gott og vel, kannski gerir þú það, og það má vel vera að fólk tæki mark á þér, og færi að taka lán í trausti þess a þú borgaðir. Og þegar að skuldadögum kæmi, þá myndir þú reyna að borga, myndir selja af þér hverja einustu spjör.
Og það dygði fyrir skuldum þínum, og kannski 4-5 nágrönnum þínum. Eftir stæðu aðrir í bænum, næsta bæ, og í allri sýslunni.
Finnst þér líklegt að einhver tæki mark á þínum yfirlýsingum????
Nei, eins er það með þennan tryggingasjóð, hann lýtur sínum lögmálum og reglum, er fjármagnaður af fjármálafyrirtækjum sem málið varðar, ekki ríkisvaldinu sem stendur á bak við. Ef mörg fjarmálafyrirtæki eru í honum, þá ætti hann að þola áföll, ef þau eru fá, þá stendur hann verr.
Þess vegna er ESB að hanna reglur sem gera ráð fyrir einum tryggingasjóð á einum markaði, tryggingasjóð ESB.
Ef hann hefði verið hugsaður á þeim forsendum að þú ábyrgðist hann, þá hefði það verið tekið fram, þín yfirlýsing dygði ekki. Og af hverju er hún einskis metin, þrátt fyrir þinn góða vilja??'
Jú, þú hefur ekki getuna til þess.
Þess vegna var ekki hannaður sjóður sem þú ábyrgðist.
Og þess vegna var ekki hannaður sjóður sem einstök aðildarríki ábyrgðust, vegna þess að þau geta það ekki, alveg eins og þú.
Lichenstein ábyrgist ekki Austurríki, Luxemburg ábyrgist ekki Belgíu, Holland ábyrgist ekki Þýskaland. Vegna þess að það er ekki raunhæft, allar eigur viðkomandi landa duga ekki til.
Þetta er hugsunin Lúðvík á bak við tryggingasjóði þvert yfir landamæri, að þeir væru tryggingasjóðir fjármálafyrirtækja, eins og skýrt kemur fram í regluverkinu, ekki einstakra aðildarríkja.
Slík trygging er líka andstæð hugsun fjórfrelsisins, sem er hugsað til að fjarlæga ríkiskrumlur af markaðinum.
Já, Lúðvík, þegar tryggingasjóðir fara yfir landamæri, þá vil ég að reglur gilda. Og lög. Því annað stangast á við raunveruleikann, alveg eins og ef þú værir í ábyrgð fyrir meira en þú ræður við.
En þar fyrir utan, þá var ég ekki að skipta mér af þínum skoðunum, aðeins að benda þér á að þessi framsetning hér efst, væri ekki þinn stíll.
Vinur er sá sem til vamms segir.

Lúðvík, haltu þessum skoðunum á lofti sem víðast.
Um mínar skoðarni má lesa í frægum ræðum Churchil í breska þinginu í kjölfar Munchensamkomulagsins. Ég er á móti ICEsave, jafnvel þó einhver reglusmiður hefði verið það heimskur að semja slík lög.
En margt má segja um ESB, en fagmenn semja reglur, kannski eru þeir að reyna hið óframkvæmanlega vegna sundurleitni sambandsins, en þeir reyna samt, á rökréttan hátt.
Rök mann eins og til dæmis Alain Lipitz, segja allt sem segja þarf. Ég sagði það sama, löngu áður en ég vissi að ég hefði rétt fyrir mér. Það er enginn svo heimskur að láta smáþjóðir ábyrgjast stórþjóðir.
Og það er þetta regluverk sem tengir okkur við Bretland og Holland, fram að því datt engu það í hug að stjórnvöld í einu ríki væru í ábyrgð fyrir stjórnvöld í öðrum löndum, jafnvel þó þegnar þess væru með rekstur.
Og það grátlegast við allar þessa ICEsave samninga, er að þeir viðhalda þessu eitri sem þú lýsir. Annars fer hinn meinti kostnaður úr 60 milljörðum í 220 milljarða.
Og, já ég er svo heimskur að trúa á endalokin, en ég set þetta í samhengi við stóra lánið frá AGS, þegar allt er lagt saman, þá gerist það sama hér og annars staðar, að of há lán verða þjóðinni ofviða. Slíkt vald hafa stjórnmálamenn ekki..
Ástæða þess að ég kom hingað fyrst inn Lúðvík, fyrir margt löngu síðan, er heilbrigð skoðun þín á gildi framleiðslu, sem gengi hvers tíma tjáir. ICEsave, AGS eru dæmi um andstæður þinna skoðana, vil ég meina.
Og ég vil meina, að engin uppbygging verði fyrr en fólk átti sig á því sem þú ert að segja hér, og mjög oft áður. Gjörsamlega óháð föðurnafni þínu, þá kann ég að tækla rök, og ég skil rök.
Og styð þau rök sem ríma við mínar lífsskoðanir.
Ef nokkur maður myndi hlusta á rök í víðari samhengi, þá væri ég líka að blogga á svipuðum nótum og þú, um gildi þess að vera sjálfbær. En það gera það fáir, og ógnin sem ég upplifi af ICEsave og AGS, er það sterk að ég fókusa aðeins á þau skrímsli.
Ég ítreka, ég virði skoðanir, fannst aðeins framsetning þín í þessu bloggi vera villandi.
Bið að heilsa.
Kveðja að austan.
Kemur Ómar nokkuð í víggallanum og heimtar að ég eyði ofanverðu?
Voru þetta ekki opinberar upplýsingar, eða hvað??
Ef EFTA dómsstóllinn dæmir ekki eftir lögum, þá töpum við málinu
Getur þjóðaratkvæði löghelgað ólöglegan samning??????: Ómar Geirsson.
Elle Ericsson.
![]() |
Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 26.2.2011 kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2011 | 11:00
Seltirningar fylkja sér um Sjálfstæðisstefnuna
Icesave-stjórnin á sér enga ósk heitari en að leggja Icesave-klafann á alþýðu landsins. Ekki er annars að vænta frá fólki sem aðhyllist framandi hugmyndafræði kommúnismans. Þessari stefnu þrældóms og kúgunar hafna flestir Íslendingar og Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi fara fremstir í flokki þeirra sem frelsið kjósa.
Sjálfstæðisfélag Seltirninga hefur sent frá sér eindregna áskorun til landsmanna, um að standa vörð um lögsögu Íslands í Icesave-deilunni. Allir þjóðhollir menn fylkja sér til varnar sjálfstæði landsins og einn veigamesti hluti þess er lögsagan. Ríkisstjórnin og töskuberar hennar er áfjáðir að fórna sjálfstæðinu og hafa dirfsku til að bjóða upp á algjört framsal lögsögunnar í hendur nýlenduveldunum.
Icesave-lögin ganga lengra í afsali sjálfstæðis en nokkur frjáls þjóð hefur hugleitt í allri mannkynssögunni. Ekki er bara að Icesave-samningarnir sjálfir falli undir Bretska eða Hollendska lögsögu, heldur öll atriði sem málinu tengjast. Afsal Íslendskrar lögsögu er margtuggið í Icesave-samningunum og dæmigert afsalsákvæði hljóða svona:
»Lögsaga og réttarframkvæmd. Þessi samningur og öll atriði, kröfur eða deilur sem rísa kunna vegna hans eða í tengslum við hann, hvort sem um er að ræða samningsbundin atriði eða ósamningsbundin, skulu lúta lögum Bretlands og vera túlkuð samkvæmt lögum Bretlands.«
Þessum ómannúðlegu ákvæðum hafna Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi kröftuglega og undir höfnun þeirra á Icesave-lögunum taka allir þjóðhollir Íslendingar.
<><><><><><>
»Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga fagnar því að efnt skuli verða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hin svokölluðu Icesave-lög. Með ákvörðun sinni hefur forsetinn tekið undir þá kröfu tugþúsunda Íslendinga að lögin verði borin undir þjóðaratkvæði. Er það í samræmi við afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem allir studdu þjóðaratkvæðagreiðslu við afgreiðslu Alþingis á málinu.
Icesave-deilan hefur verið þungbær fyrir íslenska þjóð sem hefur þurft að sitja undir kúgun stærri þjóða er farið hafa fram með löglausa kröfu á hendur almenningi á Íslandi. Í mars á liðnu ári höfnuðu Íslendingar með afgerandi hætti að gangast í opna ábyrgð vegna skulda sem urðu til vegna starfsemi Landsbanka Íslands í Hollandi og Bretlandi. Ákvörðun forseta Íslands að vísa nýjum samningi um ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis til þjóðaratkvæðis var því ekki aðeins eðlileg heldur siðferðilega rétt. Ef gengið hefði verið framhjá almenningi, líkt og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ætlaði sér, hefðu verið skilin eftir sár í þjóðarsálinni sem seint hefðu gróið.
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga hvetur alla kjósendur til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hafna ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis. Í ljós er komið, andstætt því sem í upphafi var talið, að á herðum Íslendinga hvílir engin lagaleg né siðferðileg skylda til að axla þær klyfjar sem fyrirliggjandi Icesave-samningur felur í sér.
Ennfremur hvetur fundurinn íslensk stjórnvöld til að fylgja ötullega eftir árangursríkri kynningu forseta Íslands á málstað Íslendinga á erlendum vettvangi þannig að sem víðtækastur skilningur ríki á afstöðu þjóðarinnar sem þegar hefur hlotið mikilvægan stuðning í öðrum löndum.«
![]() |
Ekki skylt að axla Icesave-klyfjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvað hefðir þú sagt að til að borga ICEsave skuldina, þá hefði hún gert eigur þínar og annarra í sjávarútveginum upptækar?
Ég vænti að þú hefði bæði tekið mark á þeirri yfirlýsingu, og þú hefðir ekki leitað til dómsstóla til ógildingar þeirrar yfirlýsingar. Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, hvað er það????
Eða ertu ekki sjálfum þér samkvæmur??????????????