Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.2.2011 | 23:08
Ískalt mat er uppskrift að svikum – taka 2
Fyrir réttum 7 vikum síðan var haft eftir Bjarna Benediktssyni:
»Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja ískalt mat á kosti þess og galla að samþykkja nýja Icesave-samkomulagið. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi fyrir stundu. Sagði Bjarni flokkinn mundu taka góðan tíma til að gaumgæfa gögn um stöðu málsins nú.«
Mér fannst þessi ummæli formannsins bera vitni um óviðeigandi »hjarta-kul«, í ljósi þess ofstækis sem Icesave-kúguninni hefur verið haldið að þjóðinni. Að mínu mati höfum við meiri þörf fyrir stjórnmálamenn með »hjartað á réttum stað«, en þá sem þjást af »hjarta-kuli«.
Ég skrifaði því pistil um þetta viðhorf mitt, sem endurbirt er hér að neðan. Án þess að ég telji mig vera skyggnan, kemur í ljós að tilfinning mín fyrir kuldanum í orðum formannsins hlutgerist 7 vikum síðar. Því miður hefur Bjarni Benediktsson brugðist þeim vonum sem við hann voru bundnar. Því miður þurfa landsmenn að óttast að hann taki fleirri rangar ákvarðanir í framtíðinni.
<><><>><<><><>
Ískalt mat er uppskrift að svikum
Íslendingar þurfa á annari leiðsögn að halda, en »ísköldu mati«. Þvert á móti þurfa fulltrúar landsmanna að hafa »hjartað á réttum stað«. Íslendingar sýndu hug sinn til Icesave-kúgunarinnar í þjóðaratkvæðinu 06.marz 2010 og niðurstaðan talaði skýrt til alls umheimsins.
Enginn ætti að leyfa sér að tala um »ískalt mat« þegar þjóðarheiður Íslendinga liggur við, að kúgun nýlenduveldanna verði hrundið. Evrópusambandið sjálft hefur úrskurðað að Íslendingum ber ekki að veita ríkisábyrgð fyrir kröfum Bretlands og Hollands á hendur einkafélagsins Landsbankanum. Þetta hafa óteljandi sérfræðingar staðfest, frá fjölmörgum löndum.
Hér skal sérstaklega minnt á nýgjlega ritgerð lögfræði-prófessorsins Tobias Fuchs. Þessi lögfræðingur er engin vinur Íslands, heldur er hann í störfum fyrir Evrópusambandið. Í ritgerð sinni segir hann meðal annars:
»Í október 2008 þegar Ísland setti Neyðarlögin og endurskipulagði þannig stóru bankana sem voru í greiðsluþroti, var starfsemi þeirra að hluta til flutt til nýstofnaðra útlánastofnana og þar með var aðgangur að innistæðum í þeim áfram hnökralaus.
Með þessari aðgerð voru innistæður í erlendum útibúum undanskildar (þar á meðal Icesave-reikningarnir, sem starfræktir voru á Netinu) og raunveruleg mismunun gerð (óbeint) á grundvelli ríkisfangs og (beinlínis) eftir búsetu, samkvæmt grein 40 EES.
Mismunandi meðhöndlun af þessu tagi, er samt ekki óheimil samkvæmt lagabókstafnum og vegna erfiðra og fordæmislausra aðstæðna er ekki fyrirfram hægt að neita því, að þessar aðgerðir til endurreisnar Íslands eru réttlætanlegar.
Með hliðsjón af því markmiði endurreisnarinnar að vinna gegn yfirvofandi samfélagslegum óstöðugleika, sem gjaldþrota-skriða í hagkerfi landsins hefði óhjákvæmilega haft í för með sér er deginum ljósara, að nauðsynlegt var að halda (að minnsta kosti til bráðbirgða) innistæðum í útibúunum utan við endurreisnina, til að hindra tafarlaus áhlaup á nýgju bankana.«
Nýgjasti úrskurður ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) staðfestir framangreinda niðurstöðu Tobias Fuchs. Mismunun er hluti af réttindum sjálfstæðra ríkja. Þetta á sérstaklega við gagnvart hagsmunum lands eins og Bretlands, sem hefur brotið stórkostlega af sér. Hér er auðvitað vísað til beitingar Hryðjuverka-laganna gegn hagsmunum Íslands.
Hvers vegna ætti almenningur á Íslandi að veita ríkissjóði Bretlands og Hollands fjárhagslegan stuðning ? Engar lagalegar eða siðferðilegar forsendur hafa verið tilgreindar sem leyfir slíka undirgefni. Þvert á móti banna reglur Evrópuríkisins ríkisstuðning við innlána-tryggingar. Hér á ekki við »ískalt mat«, heldur verða Alþingismenn að hafa »hjartað á réttum stað«.
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Icesave-frumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2011 | 01:24
Eyverjar, félag Sjálfstæðismanna, birti texta sem Valhallarforystan fer í launkofa með!
Að því er ég fæ bezt fæ séð er búið að fjarlægja samþykkt landsfundarins um Icesave af öllum síðum Sjálfstæðismanna, nema þessa frábæru uppsetningu hjá Eyverjum. Loftur.
"Landsfundur segir NEI við löglausum kröfum
Breta og Hollendinga í Icesave-málinu."
9. des. 2010 kl.18:49
http://www.eyverjar.is/frettir/?p=400&i=235
TILVÍSANIR:
http://www.zimbio.com/edit/Icesave/articles/BGbFOPGfaUK/Almenningur+ekki+byrgjast+skuldir+einkabanka
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2011 | 22:49
Hræðileg martröð Sjálfstæðisflokks
Hver hefði trúað því að Sjálfstæðismenn ættu eftir að upplifa þá hræðilegu
martröð, að fá hrós frá Steingrími J. Sigfússyni ? Þetta er slík niðurlæging
að lúgbörðum hundi kæmi ekki til hugar að skipta á hlutskiptum við
Sjálfstæðismenn.
Steingrímur og félagar munu aldreigi skilja að aðstæður eru allt aðrar í
dag, en ríktu á dögum Icesave I og II. Ísland hefur unnið sigur í rökræðum
um ríkisábyrgð á innistæðu-tryggingum. Evrópusambandið sjálft hefur
viðurkennt að engin skylda er fyrir ríki EES, að veita ríkisábyrgð á
banka-innistæðum. Raunar hefur komið fram að ríkisábyrgð er ólögleg.
Mikilvægasta atriði sem komið hefur fram á liðnum mánuðum er þó að lögsaga
Íslands gildir um Icesave-málið allt. Icesave-stjórnin ætlar samt að semja
lögsöguna af Íslandi. Henni skal afsalað til Breta og dómstóll í Hollandi
skal dæma í málum. Þetta merkir að Neyðarlögin verða afnumin og lög um TIF
munu ekki gilda. Sama á við um greiðslur úr þrotabúi Landsbankans.
Sjálfstæði Íslands er vanvirt með gerð Icesave-samninga-III, ekki síður en
númer I og II. Niðurlægingin er alger og einungis forsmekkurinn af því sem
Icesave-stjórnin hefur í huga fyrir Íslendinga, með innlimun í Evrópuríkið.
Markmið Sossanna er ljóst.
Afsal sjálfstæðis getur hins vegar varla fallið að stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Hvað knýr þingmenn flokksins til að svíkja þjóðina,
með stuðningi við Sossa og Komma ? Er flokkurinn haldinn sjálfseyðingahvöt ?
Ljóst má vera að Sjálfstæðisflokkurinn mun í Icesave-málinu lenda í sömu
stöðu og í Landsdóms-málinu. Heimskan virðist ráða för hjá forustu
flokksins. Hvaða undirmál eru núna í gangi ? Er ætlunin að ganga í eina sæng
með Samfylkingunni ?
Loftur Altice Þorsteinsson
2.2.2011 | 16:58
Opið bréf til Sjálfstæðisflokks um Icesave-kúgunina
»Að þessu samanlögðu er það mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd að það þjóni hagsmunum
þjóðarinnar best að ljúka þessu máli á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir.«
![]() |
Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.2.2011 | 09:44
Höfnum Icesave-III umsvifalaust! Enga 26 milljarða gjöf til árásarríkisstjórna! Þingmenn og þjóðin öll lesi tímamótagrein Sigmundar Davíðs í dag!
Hann er enn við sama heygarðshornið, þingmeirihlutinn sem nýtur 25% fylgis meðal þjóðarinnar! Enn vill hann brjóta lög og stjórnarskrá, þjóðinni til skaðræðis!
Icesave Áhættan er enn til staðar, svo nefnist grein Sigmundar Davíðs, sem með réttu fær heiðursstað og mikið rúm í leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag. Undirritaður hefur kallað hana albeztu Icesave-greinina frá upphafi ... Smellið á þetta til að lesa hana.
- "Það virðist orðið óumdeilt að íslenska ríkinu beri ekki lagaleg skylda til að greiða kröfur breska og hollenska fjármálaráðuneytisins. Hins vegar kunna einhverjir að telja að það sé engu að síður rétt að verða við kröfunum af öðrum ástæðum. Af þeim sökum er nauðsynlegt að fara yfir staðreyndir málsins svo leggja megi á þær rökrétt mat: ..."
Svo ritar Sigmundur Davíð í inngangi greinar sinnar. Þið verðið að lesa hana, undirritaður veit fátt mikilvægara þjóðinni á þessari stundu, en þó umfram allt þingmönnum hennar!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ríkið greiði 26 milljarða vegna Icesave í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2011 | 18:15
Sossarnir láta sér niðurlægingu Íslands vel líka
Ummæli Marðar Árnasonar eru dæmigerð fyrir þá fyrirlitningu sem þingmenn Samfylkingar hafa fyrir sjálfstæði Íslands. Höfð eru eftir honum þessi ótrúlegu ummæli:
- »Við ættum að setjast niður og skoða og vinna í okkar eigin málum frekar en að þenja okkur með belging sem ekki gerir neinum gagn.«
Nú er það öllum ljóst, að beiting hryðjuverkalaganna gegn hagsmunum Íslands var grófleg atlaga að sjálfstæði landsins. Bæði ESB sjálft og Eftirlitsstofnum EFTA hafa úrskurðað að útibú Landsbankans hafi lotið Íslendskri lögsögu. Á grundvelli þeirrar lögsögu eru Icesave-kröfur nýlenduveldanna reistar. Það var því fullkomlega ólöglegt af Bretska ríkinu að gera aðför að útibúunum sem og öðrum eignum Íslendinga.
Það að skerða lögsögu ríkis á þann hátt sem Bretland gerði, jafngildir innrás á óumdeilt yfirráðasvæði Íslendska ríkisins. Hvað hefðu Sossarnir sagt ef Bretar hefðu gert innrás á Keflavíkurflugvöll og hirt þau verðmæti sem þar er að finna ? Raunar gerðu Bretar innrás í Ísland 1940 og hersátu landið í um eitt ár. Hvers vegna hefur ekki verið krafist bóta fyrir hernámið ?
Ekki kemur mikið á óvart að »Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins« hafi lagst á málið og að það hafi kafnað undan þrýstingi nýlenduveldanna. Nefndin er búin að velta vöngum yfir málinu í 24 mánuði og komust loks að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að liggja lengur og tilgreindar ástæður væru eftirfarandi:
1. Vegna þess að efasemdir voru um að æskilegt væri að Evrópuráðsþingið tæki afstöðu sem kynni að verða nýtt í dómsmálum í tengslum við fall Landsbankans.
2. Þá hefði nefndin einnig komist að þeirri niðurstöðu, að gildissvið bresku hryðjuverkalaganna sé væntanlega nógu vítt til að frysting eigna Landsbankans félli innan þess.
Þá liggur réttlætisvitund Evrópuríkisins ljós fyrir. Ekki má fjalla um mál sem kynnu að koma fyrir dómstóla, sem kynnu að fella dóm yfir Bretlandi.
Innrás á lögsögu smáríkja er ekki metin nægileg ástæða til að sólunda í það pappír. Ef eitthvert ríkja Evrópusambandsins hefur nægilega víða löggjöf er allt í lagi að beita smáríki svívirðilegum bolabrögðum.
Ef í landinu væru alvöru stjórnvöld, væri þessi niðurstaða kynnt fyrir öllum heiminum, sem sá smánarblettur á ESB sem hún sannarlega er.
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Rannsókn Evrópuþings á beitingu hryðjuverkalaga hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2011 | 07:00
Ætlar Alræðisstjórnin að löggilda kosningar til stjórnlagaþings sem Hæstiréttur hefur dæmt ógildar?
Icesave-stjórnin er ennþá að hugleiða löggildinu á kosningum sem Hæstiréttur hefur dæmt ógildar. Hvað kemur þá nærst hjá þessari ógæfusömu ríkisstjórn ? Verður dómur Hæstaréttar um gengistryggðu lánin nærst ógiltur af Alþingi ? Verður sjálfur kosningarétturinn afnuminn nærst ?
Barnaleg ummæli lögfræðinga um málið vekja furðu. Stjórnlagaþings-málið er ekki bara lögfræðilegt og pólitískt, heldur er það fyrst og fremst stjórnarfarslegt. Tala menn í alvöru um, að framkvæmdavaldið vaði yfir dómsvaldið og setji lög sem brjóta á bak aftur dóma Hæstaréttar ?
Almenningur verður að gera uppreisn, ef Icesave-stjórnin ætlar að setja allt stjórnkerfið úr skorðum. Icesave-stjórnin er að verða alræðisstjórn, sem einskis svífst í valdagræðgi sinni. Hvað sagði ekki Hr. Jóhanna um þjóðaratkvæðið um Icesave 06. marz 2010:
»Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálfgerður hráskinnaleikur? Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki »marklaus« þegar fyrir liggur annað tilboð á borðinu sem við gætum fengið? Maður veltir líka fyrir sér að ef svo færi að samningar tækjust í þessari viku, og eru bæði stjórn og stjórnarandstaða að vinna í því, er þá ástæða til að halda þessari þjóðaratkvæðagreiðslu til streitu ef það liggur allt annar og betri samningur á borðinu?«
Nú hefur Hr. Jóhanna sýnt þennan samning, sem að hennar sögn er allt annar og betri, en Icesave-samningar-I og II. Enginn með fullu viti getur hins vegar skilið þá þrælslund sem býr í brjósti þeirra Íslendinga, sem ætla að samþykkja Icesave-kúgunina. Eftirfarandi setning í frumvarpi Alræðisstjórnarinnar er sérstaklega vítaverð:
»Dómslögsaga er ekki lengur í ríki eins samningsaðila heldur verður unnt að vísa úrlausn ágreinings til gerðardóms er starfar samkvæmt reglum Alþjóðagerðardómsins í Haag.«
Þetta er hrein lygi því að skýrt er tekið fram að lögsaga Bretlands mun gilda um deilumál sem tengjast Icesave-samningum-III. Engu máli skiptir í hvoru nýlenduveldinu úrskurðar-dómstóll situr. Það er lögsagan sem skiptir máli og með þessu ákvæði er sjálfstæði Íslands vanvirt.
Menn ættu að gefa gaum að því að eitt af ágreinings-efnunum mun verða úthlutun úr þrotabúi Landsbankans. Kjánarnir í Icesave-stjórninni eru að gera sér vonir um að slitastjórnirnar veiti TIF forgang til krafna. Þetta verður ekki svo, því að Íslendskri lögsögu verður hafnað, í samræmi við samningana. Heimskingarnir segja:
»Meiri hlutinn vill árétta þann skilning sinn að réttarstaða Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta við úthlutun úr búi Landsbankans byggist á íslenskum rétti og að samningarnir miða við að úthlutað sé úr búinu í samræmi við íslensk lög og þar með allar íslenskar réttarheimildir.«
Auðvitað eru svona hugleiðingar fullkomlega merkingarlausar. Réttarstaðan byggist á þeirri lögsögu sem um er samið, ekki á skilningi einhverra Alþingismanna. Hefur þetta fólk enga hugmynd um hvað lögsaga merkir ? Ber þetta fólk enga virðinu fyrir sjálfstæði Íslands ?
Hefur Hr. Jóhanna ákveðið að hennar verði minnst sem Nero okkar tíma ? Ætlar hún að lesa upp úr bókum eiginkonunnar, á meðan sjálfstætt Ísland hverfur í skaut gleymskunnar ?
Meira lesefni:
http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/26/nylenduveldin-nidurlaegd-med-marklausu-thjodaratkvaedi/
http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1137552/
http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/25/hugmyndir-samfylkingar-um-edli-og-afsal-fullveldis/
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Óheppilegt að skipa fulltrúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2011 | 03:41
Vilt þú greiða Icesave?
Þannig var spurt á vef Útvarps Sögu 25.-26. janúar. Niðurstöður:





Fjöldi atkvæða: | 420 |
Þrátt fyrir augljósan vilja og ótrúlegt þjónustugeð stjórnvalda gagnvart ólögmætri brezkri og hollenzkri kröfugerð, forkastanlega meðvirkni og áróðursviðleitni Rúv o.fl. fjölmiðla og jákór "álitsgjafa" um, að Icesave-III væri svo miklu "betri" samningur, dugði það EKKI til að narra íslenzka kjósendur til að kinka kolli játandi, því að einungis einn af hverjum tíu segir já, en nærri 9 af hverjum 10 segja þvert nei.
Hvenær ætlar Icesave-stjórnin að skilja þessi skilaboð? Hve þykk er á henni skelin?
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2011 | 07:15
Springur ríkisstjórnin á deilum um sjávarútveg ?
Merkilegt er að sjá harðnandi deilur innan Icesave-stjórnarinnar, en því miður standa þær ekki um Icesave-kúgunina. Vangaveltur Björns Vals Gíslasonar eru harðort svar við yfirgangi Samfylkingar í öllum málum. Hugsanlega er VG að komast að sömu niðurstöðu og Sjálfstæðisflokkur að Samfylking er ekki á vetur setjandi.
Björn Valur skákar sjávarútvegsstefnu Samfylkingar út af borðinu þegar hann birtir fyrirhugaðan atkvæðaseðil í þjóðaratkvæði. Þetta er það sem Björn Valur telur að sé Spurningin sem lögð verður fyrir kjósendur:
Samkvæmt niðurstöðum nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða (Sáttanefndar) gæti fyrning aflaheimilda á 20 árum, líkt og Samfylkingin leggur til að gert verði, leitt til fjöldagjaldþrots í sjávarútvegi um land allt. Ertu fylgjandi eða andvíg/ur þeirri leið?
Eins og allir vita eru þjóðaratkvæði í miklu uppáhaldi hjá Sossunum. Þar má sérstaklega nefna þjóðaratkvæði um Icesave-kúgunina og ESB-innlimunina. ÆÆÆ ég ruglaðist aðeins, því að það eru þessi málefni sem Samfylkingin ætlar þvert á móti að undanskilja þjóðaratkvæði. Stjórnlagaþingið sem Sossarnir klúðruðu átti að sjá um nauðsynlegar breytingar á Stjórnarskránni.
Staðreyndin er sú að enginn getur starfað til lengdar með Samfylkingunni. Mesta furða er hvað VG-liðar hafa látið vaða lengi yfir sig á skítugum skónum. Verst er þó að Icesave-stjórnin hefur unnið óbætanleg skemmdarverk á öllum hugsanlegum sviðum. Hægt er að fullyrða að hún hefur ekki unnið eitt einasta verk svo að sómi sé að.
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.1.2011 | 03:32
Skinhelg Samfylking fórnar höndum yfir „sóun" vegna ógildingar stjórnlagaþings-kosninganna!
Alvar Óskarsson, sem oft á góð innlegg á Útvarpi Sögu, átti þar glögga aths. til að svara kvörtunum Samfylkingarmanna yfir geysilegu tapi" (um 200 millj.) sem þeir kenna Hæstarétti um vegna ónýttra kosninga til stjórnlagaþings. Alvar benti á, hve undarlegt þetta væri í ljósi þess, hvílíkum fúlgum vinstri" stjórnin var reiðubúin að eyða í Evrópusambands-vitleysuna", sem hann kallaði svo, og í Icesave-málið, að ekki sé talað um milljarðaausturinn í öll fjármálafyrirtækin!" sagði hann.
Glögglega athugað! En nú vildi búkonan Jóhanna gjarnan fá að spara, með því að fá Hæstirétt til að þegja yfir ólögmæti kosninganna, en hvar var hennar fúsleiki til að spara fyrir þjóðina, þegar hún stóð frammi fyrir ólögvarinni ofurkröfu tveggja yfirgangssamra fyrrverandi nýlenduvelda? Eigum við ekki að segja bara eins og er: Hún varð að gjalti.
Upphaflega töluðu Steingrímur og Jóhanna um mörg milljarðahundruð, vildu ólm láta okkur greiða það! (Enn gæti það orðið yfir 2400 milljarða þúsund til 2000 sinnum meira en fjárútlát vegna aukakosningar til stjórnlagaþings þótt það kynni líka að verða langt innan við 100 milljarða, en þetta er eins og rússnesk rúlletta, og allt er þar undir sannsögli og áreiðanleika skilanefndar Landbankans komið, sem og gengisþróun, fyrir utan að krafan á sér enga stoð, Ragnars Hall-ákvæðið fótum troðið af okkar eigin samningamönnum og EES-jafnræðisreglur sömuleiðis, vegna margfaldlega ólöglegra vaxtanna; sjá greinar hér á vef Þjóðarheiðurs).
Hvar var vilji vinstri flokkanna til að standa með þjóðinni, þegar hún átti að fá að neyta réttar síns til að hafna Icesave-þrældómsokinu?
Já, hvar varstu þá, Jóhanna, tókstu afstöðu með þjóðaratkvæðinu eða ekki?! Hver er það sem stendur vörð um buddur og launaumslög landsmanna?
Ekki þú, Jóhanna Sigurðardóttir, né þín óþjóðholla flokkshjörð!
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)