Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.2.2011 | 20:39
UNDIRSKRIFTASÖFNUN á Kjósum.is : Hrindum af okkur Icesave-frumvarpinu!
Farið inn á vefslóðina Kjósum.is! Frá því seint á 11. tímanum í gærkvöldi (föstudag, hinn 11/ii/11) hafa nú, laugardag kl. 13.23, nákvæmlega 2.000 manns skrifað undir áskorun á Alþingi og forseta Íslands, og hefur þó átakið lítt verið kynnt til þessa. Sjá nánar neðst í greininni hér á eftir, en titill hennar hefur nú verið tekinn niður sem yfirskrift þessa bloggs og færður niður í breyttri mynd í næstu línu hér á eftir.
Össur er jafn-ráðinn í að svíkja þjóðina og Bjarni Ben. Svarað kalli ESB? En þjóðin vill fá síðasta orðið!
- "Innan við helmingur kjósenda VG er hlynntur ríkisábyrgð vegna Icesave, 46%. Stuðningur við ríkisábyrgð er mjög lítill á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Borgarahreyfingar eða um 9% í hvorum flokki. Minnstur er stuðningurinn á meðal kjósenda Framsóknarflokks eða 3%."
Þannig var afstaðan, þegar Gallup tók sinn þjóðarpúls í september 2009.* Nú höfum við hins vegar 9 af 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem ætla að svíkja þjóðina og eigin landsfund í málinu!
Í nýrri frétt á Mbl.is segir Össur Skarphéðinsson, þá staddur í Litháen, telja "að Icesave-frumvarpið verði samþykkt í næstu viku, og jafnframt telur hann "ólíklegt að svo mikill ágreiningur rísi um málið að forsetinn telji nauðsynlegt að hugleiða þjóðaratkvæðagreiðslu."
Sigurviss þykist hann eigum við ekki að sýna honum fram á spaugilega fallvalta spádómsgetu sína? Hann viðurkenndi þó hugsanlega af því að hann er "óttalaus" við að þjóðin geri neitt í málinu að það væri þó skýlaus réttur forsetans samkvæmt stjórnarskránni að vísa málinu í þjóðaratkvæði.
- Í frétt Reuters segir einnig að samþykkt Icesave-samkomulagsins sé mikilvæg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Össur kvaðst telja að aðild Íslands að ESB muni ráðast af fiskveiðimálum. (Mbl.is.)
Já, var það ekki: Erlendir fréttamenn átta sig ekki síður á því en innlendir, að hér hangir ESB á spýtunni ekki sízt hjá mönnum eins og Össuri. Á þá tilgangurinn að helga meðalið?
Við þessu á þjóðin aðeins eitt úrræði, úr því sem komið er: að skora á forseta Íslands að synja ólaga-frumvarpi ríkisstjórnarinnar staðfestingar. Og nú styttist í það, segja menn, að undirskriftasöfnun verði formlega hleypt af stokkunum.
Það er þjóðarinnar að eiga síðasta orðið í jafn-afgerandi máli sem þessu, vegna ólögvarinn krafna tveggja aflóga nýlenduvelda, eftir beina og ósvífna árás annars þeirra á efnahag okkar og atvinnulíf. Þvert gegn lögum ESB, þvert gegn EES-reglum, þvert gegn stjórnarskrá okkar, þvert gegn gjaldþrotalögum okkar og lögunum um Tryggingasjóðinn freista vesalir, hræddir og meðvirkir þingmenn þess að leggja 35 ára langan skuldaklafa á þjóðina. Það er alveg komið á hreint, að við getum ekki borgað uppsett fjárkúgunarverð fyrir 2016 og að þess vegna verði lengt í gerviskuldarhalanum allt til ársins 2046, eins og svikasamningurinn sjálfur býður upp á.
NEI við frekari trakteringum þessara aumu manna! Ekkert Icesave!
Upplýsingar um boðaða undirskriftasöfnun á vegum stórs hóps einstaklinga úr ýmsum áttum, mörgum flokkum og félagasamtökum birtast hér seinna í kvöld.
*ÞJÓÐARPÚLS GALLUP. September 2009, 9. TBL. 17. ÁRG. Leturbr. í texta ofar: jvj. Í þessari könnun var "meirihluti þjóðarinnar, eða um 63%, andvígur því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna Icesave. Tæplega fjórðungur [24%] er hlynntur því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna Icesave, en 13% eru hvorki hlynnt né andvíg." Enn þann dag í dag, í febrúar 2011, er meirihluti þjóðarinnar allsendis ósáttur við stefnu Icesave-flokkanna í þessu máli, sjá nánar hér: Þjóðin vill ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSU um Icesave-III. Meirihlutinn hafnar öllum lögleysusamningum!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Icesave samþykkt í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2011 kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.2.2011 | 15:27
Þjóðaratkvæði um Icesave eða þjóðarkönnun ?
Meiri hluti Íslendinga er örugglega andvígur Icesave-klafanum sem ESB-sinnarnir ætla að leggja á almenning. Sumir ætlast til að Alþingi taki ákvörðun um að leggja málið fyrir í almennri kosningu, en auðvitað verður það ekki gert þar sem úrslitin eru augljós. Að auki eru vankantar á aðkomu Alþingis að þjóðaratkvæði.
Alþingi hefur ekki nema mjög takmarkaða stjórnarskrár-heimild til að efna til þjóðaratkvæðis. Þetta sjá menn strax ef þeir lesa Stjórnarskrána. Samkvæmt 11. grein er Alþingi heimilt að efna til þjóðaratkvæðis um að leysa forsetann frá embætti. Þetta er eina heimildin sem Alþingi hefur samkvæmt Stjórnarskránni, að efna til þjóðaratkvæðis, fyrir utan ákvæði 79. greinar hennar um "breytingu á kirkjuskipun ríkisins". Alþingi hefur hins vegar ótakmarkaða heimild til að efna til þjóðarkönnunar.
Þjóðaratkvæði leiðir til úrskurðar en þjóðarkönnun leiðir til álits. Sumir muna sjálfsagt eftir áliti Hæstaréttar um kosningarnar til Stjórnlaga-þingsins. Það var síðan Landskjörstjórn sem felldi úrskurð og afturkallaði kjörbréfin, ekki Hæstiréttur.
Ef svo ólíklega fer, að Alþingi ákveði að kosið skuli um Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar í almennri kosningu, vera úrslitin ekki bindandi. Þetta er munurinn á áliti og úrskurði. Þótt þjóðarkönnun fari fram og 99% kjósenda greiði atkvæði gegn, getur Alþingi ákveðið að samþykkja Icesave-kröfurnar. Allt er þetta samkvæmt Stjórnarskránni. Þetta segir 48. í grein:
- »48. grein. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.«
Niðurstaða úr þjóðarkönnun fellur undir þetta ákvæði. Niðurstaðan er álit en ekki úrskurður. Þess vegna eru bara tveir raunhæfir kostir í Icesave-málinu. Annaðhvort verður Alþingi að hafna ábyrgðum á Icesave-samningum ríkisstjórnarinnar eða forsetinn verður að neita ábyrgðarlögum um Icesave staðfestingar, ef Alþingi hefur ekki vit og vilja að taka rétta ákvörðun.
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Undirskriftarsöfnun gegn Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.2.2011 | 06:55
Umfjöllun Evrópuríkisins afhjúpar svik Steingríms J. Sigfússonar
Í skýrslu frá 09. nóvember 2010, sem gefin var út af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, er vikið að stöðu Icesave-deilunnar. Þetta er þó skýrsla um aðlögunarferli Íslands að ESB. Þar segir:
- »Regarding Icesave, in December 2009 the Icelandic parliament passed a law authorising a state guarantee on the obligations of the Icelandic depositors insurance scheme, putting into effect the Icesave agreement between Iceland, the UK and the Netherlands of October 2009.
- However, in January 2010, the Icelandic President refused to sign the bill. In accordance with the provisions of the Icelandic constitution the bill was subsequently put to a referendum which, in March, resulted in a 93.6% No vote with a 62.7% participation rate. Since then, talks among the three parties have slowed down.« (bls.22)
Þarna er staða Íslendinga orðin góð og hótanir Evrópuríkisins heyrast ekki. Hvað skeður þá nema að fjármálaráðherra landsins finnur hjá sér óútskýrða hvöt til að leggja Icesave-klafann á almenning. Þetta kemur skýrt fram, þegar lesið er lengra í skýrslunni:
- »In June Icelands Finance Minister [Steingrímur J. Sigfússon] contacted the UK Chancellor of the Exchequer and the Dutch Minister of Finance to reconfirm Icelands commitment to repay the Icesave loans and suggested restarting negotiations. Meetings between Icelandic, UK and Dutch representatives took place in July and in September.« (bls.22)
Þarna kemur frumkvæði Steingríms skýrt í ljós, hafi það vafist fyrir einhverjum. Eins og forusta Sjálfstæðisflokks ýtir Steingrímur á eftir Icesave-kröfunum til að liðka fyrir innlimun Íslands í Evrópuríkið. Þeir sem vilja samþykkja Icesave-samninga-III, gera það af þjónkun við ESB og til að halda aðlögunar-ferlinu gangandi. Húsbónda-hollir hundar hlusta vel eftir orðum húsbónda síns.
Fyrrnefnd skýrsla framkvæmdastjórnar ESB er hér:
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/key_documents/2010/package/is_rapport_2010_en.pdf
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
- Í útvarpsumræðum frá Alþingi í apríl [1971] kallaði þáverandi utanríkisráðherra, Emil Jónsson, kröfuna um 50 sjómílna landhelgi siðlausa ævintýrapólitík.*
Úrtölur af þessu tagi, háðs- og hræðsluáróður hefur oft heyrzt sem andsvar hinna hugdeigu gegn djarfri sókn og vörn annarra fyrir þjóðarréttindi okkar Íslendinga.
Við upplifum það sama nú, þegar þrír flokkar á Alþingi hafa tekið stefnuna á vantrú á lög og rétt og bjóða upp á hreina vanvirðu við íslenzka þjóð með því að ætla henni að borga skuldir einkafyrirtækis, sem engin ríkisábyrgð er á (og heldur ekki á Tryggingasjóðnum, TIF).
Þessir þingflokkar segjast óttast, að við verðum að Kúbu norðursins, jungherrann Bjarni Benediktsson er farinn að flagga sínu afbrigði af þeirri hugdeigu röksemd, en sjálfir verðskulda þeir viðurnefnið Kúbumenn norðursins vegna þessarar tilhæfulausu trúar sinnar á, að allt færi hér á hvolf, ef ekki yrði látið undan ólögvörðum frekjukröfum tveggja aflóga nýlenduvelda.
Sem betur fer létu menn ofangreind ummæli Emils heitins Jónssonar ekki telja sér hughvarf frá því að færa fiskveiðilögsöguna út í 50 mílur strax næsta ár, 1972, og í 200 mílur 1975. Við skulum ekki heldur láta þessa úrtölumenn nútímans, gaddfreðnu Kúbumennina í Valhöll og víðar, tala okkur ofan af því að hafna Icesave-ólögum þess Alþingis, sem þjóðin treystir hvort eð er ekki lengur.
Jón Valur Jensson.
___________________
* Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Ævibrot. Setberg, Reykjavík, 1990, s. 198.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2011 | 23:47
Þjóðin vill ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSU um Icesave-III. Meirihlutinn hafnar öllum lögleysusamningum!
Þetta sannast í mörgum skoðanakönnunum, m.a. þónokkrum nýjum, og afgerandi atkvæðagreiðslu:
1) Hinn 6. marz 2010 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-II-lögin frá 30. des. 2009. 93,2% sögðu NEI við því að samþykkja þau, ógildir seðlar voru o,3%, auðir 4,3%, og einungis 1,8% sögðu JÁ! (sjá hér: Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum og yfir allt landið).
2) Tveimur dögum seinna birti MMR (Markaðs- og miðlarannsóknir, MMR) niðurstöðu skoðanakönnunar, sem fram fór um sama leyti. Þar kom í ljós að 59,4% aðspurðra sögðu: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands! 37,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til, og 3,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.
3) Í skoðanakönnunum á vef Útvarps Sögu hefur verið spurt um þessi mál, eftir að Icesave-III-frumvarpið kom fram í desember. Hér eru niðurstöðurnar (nánar með tenglum HÉR!):
Ert þú sammála forseta Íslands um að efna aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-samkomulags? Já sögðu 91,02%. Nei: 8,15%. Hlutlaus: 0,83%. Þátttakendur 730.
Er ríkisstjórnin að virða að vettugi þjóðarviljann með nýjum Icesave-samningi? Já sögðu 78,4%. Nei: 19,53%. Hlutlaus: 2,07%. Þátttakendur 339.
Telur þú að þingið eigi að samþykkja nýja Icesave-samkomulagið? Já sögðu 22,2%. Nei: 76,04%. Hlutlaus: 1,76%. Þátttakendur 634.
Á ríkisstjórnin að axla ábyrgð vegna Icesave málsins? Já sögðu 75,65%. Nei: 20,68%. Hlutlaus: 3,66%. Þátttakendur 387.
4) Og í Bylgju/Vísis-könnun birtri 10. desember kom í ljós, að 54% leizt ILLA á Icesave3-samninginn, en einungis 24% lízt "vel" á hann og 22% "sæmilega". Hlustendur Bylgjunnar virðast heldur stjórnarsinnaðri en hlustendur Útvarps Sögu; samt varð niðurstaðan þessi!
5) Á vefsíðu Útvarps Sögu var spurt upp úr miðjum janúar 2011: Er of mikil áhætta að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samkomulag? Niðurstöðurnar sögðu sína sögu og urðu naumast til að setja Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu í hátíðarstemmingu. Hlutlausir voru 3,92%, nei sögðu 16,97%, en JÁ sögðu 79,11%. Svarendur voru 385 (sjá HÉR!).
6) Í könnun Fréttablaðsins og Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis (þar sem mun fleiri stjórnarsinnar munu vera gestir en á vef Útvarps Sögu) var spurt og svarað um Icesave og niðurstaðan birt þar í gær, 7. febrúar:
Viltu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave? JÁ: 58%. NEI: 42%.
Ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin, hvernig myndirðu kjósa? HAFNA lögunum: 53%. STAÐFESTA lögin: 47%.
Rökrétt niðurstaða: Þjóðin krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál.
Jón Valur Jensson.Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2011 kl. 04:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2011 | 20:30
Það hefur aldrei þurft kjark til að guggna og gefast upp
Með þeim bráðfyndnu orðum (med hensyn til situationen!) er tónninn sleginn í frábærum leiðara Morgunblaðsins í dag, um Icesave-málið og það auma hlutskipti sem Bjarni ungi Benediktsson hefur kosið sér : að setjast á bekk með Steingrími J. Sigfússyni af öllum mönnum og það í því arfavitlausa máli. Og þá er vægt vægt til orða tekið og á honum tekið með silkihönzkum undirritaðs að kalla það mál einungis arfavitlaust!
Þessi færsla er fyrst og fremst til að hvetja menn til að lesa þessa ritstjórnargrein, sem leiftrar af andríki, rétt eins og Reykjavíkurbréf síðasta Sunnudags-Mogga.
Þannig hefst þessi leiðari, Botnfrosið mat*:
- Mörg flokksfélög sjálfstæðismanna hafa verið í öngum sínum eftir að formaður flokksins söðlaði óvænt um í Icesave-málinu og lagðist á sveif með þeim Steingrími J. og Jóhönnu. Og meginröksemdin byggist á sama hræðsluáróðrinum og þau tvö notuðu til að knýja á um samþykki gamla samningsins, sem þjóðin hafnaði. Það var bjargföst trú Steingríms að voðalegir atburðir myndu gerast ef ófögnuðurinn yrði ekki samþykktur þá. Nú heitir það ískalt hagsmunamat hjá nýjasta fylgismanninum.
- Það ískalda mat mun snúa að því að við Íslendingar kynnum að tapa málinu fyrir dómstólum. (Þá er að sjálfsögðu ekki átt við Efta-dómstólinn né dómstól KSÍ, sem hafa enga lögsögu yfir málinu.) Það auðveldar slíkt ískalt mat að ekkert verður fullyrt um niðurstöðuna með 100 prósent vissu fyrr en hún er fengin. Þessa vegna opnast glufa til að efla mönnum ótta, þótt vissulega séu yfirgnæfandi líkur til að hann sé ástæðulaus með öllu.
Og eitt af fjölmörgu vel sögðu í leiðaranum, sem allir ættu þó að lesa í heild:
- Bjarni hefur sagt að nýi samningurinn létti byrðarnar verulega. Hvað á hann við? Ekki getur hann verið að miða við gamla samninginn. Þjóðin strikaði yfir samninginn þann, eins og hann man. Þessi nýi samningur leggur stórkostlegar byrðar á íslenska þjóð. Um það er ekki deilt, þótt ekki sé hægt að segja um af öryggi hversu ofsalegar þær verða.
Með hliðsjón af því, að Bjarni hefur höfðað til þjóðaratkvæðisins 6. marz, fer ekki hjá því, að þau orð hans líti býsna kindarlega út í ljósi þessarar upprifjunar í leiðaranum í dag:
- Þegar forsetinn hafði hafnað Icesave II og þjóðaratkvæðagreiðsla blasti við kom Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í fjölmiðla og sagði að nú yrði að gera allt til að koma í veg fyrir að sú þjóðaratkvæðagreiðsla ætti sér stað.
Vituð ér enn eða hvat, Sjálfstæðismenn? Er þetta kjarkmikla hetjan ykkar í dag?
* http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1366802.
JVJ. tíndi saman.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2011 | 17:36
Geir »blindi« Haarde leiðir Bjarna »blinda« Benediktsson
Einhver hefði haldið að Geir »blindi« Haarde hefði öðrum hnöppum að hneppa en leita uppi pólitíska umskiptinga. Er þetta ekki maðurinn sem til stendur að rétta yfir fyrir Landsdómi, vegna refsiverðra yfirsjóna í opinberu starfi ? Er þetta rétti maðurinn til að vísa Bjarna »blinda« Benediktssyni á vit sannleikans ?
Allir vita að þegar stjórnmálamenn tala um »ískalt mat« hafa þeir svik í huga. Þegar þeir tala um að gera það sem er »þjóðinni fyrir beztu« eru þeir í ránshug. Svik og rán eru heldstu hugðarefni þjóðníðinga og ekki verður annað séð en að gott framboð sé af slíku fólki á Íslandi.
Ekki ásaka ég Geir »blinda« Haarde fyrir svik eða rán. Ekki gerir Landsdómur það heldur. Geir er ákærður fyrir brot í starfi sem forsætisráðherra, framin »af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi.« Ákæruefnin eru eftirfarandi:
1. Fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði.
2. Fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að unnin væri heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli.
3. Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins.
4. Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag.
5. Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri.
6. Fyrir að hafa látið farast fyrir að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni.
Þessi ákæruatriði eru hvert öðru alvarlegra og ef dæmd sönnuð fyrir Landsdómi, hljóta þau að benda til að alvarlegur dómgreindarskortur hrjái Geir »blinda« Haarde. Nú kemur félagi Geir fram til stuðnings Bjarna »blinda« Benediktssyni, sem orðinn er uppvís að því að vera pólitískur umskiptingur. Haft er eftir Geir:
»Eflaust mun ríkisstjórnin hafa einhvern ávinning af því að þessu máli ljúki, en það er ekki hægt að hugsa um þetta út frá þeirri forsendu. Það verður að hugsa um þetta út frá því hvað er þjóðinni fyrir bestu í þessari stöðu. Menn leggja lagalegan ágreining til hliðar við lausn þessarar deilu og hafa komist hér að pólitískri niðurstöðu, sem er viðunandi miðað við aðra kosti í stöðunni. Það finnst mér vera aðalatriðið í þessu máli.«
Ætli nauðsynlegt verði að leiða Geir H. Haarde aftur fyrir Landsdóm til að sanna hversu mjög honum skjátlast varðandi stöðu Icesave-málsins ? Heiðursmenn leggja ekki lagalegan ágreining til hliðar þegar hagsmunir heillar þjóðar eru í húfi. Drengskaparmenn yppa ekki öxlum og enduróma vitleysu eins og þá að það sé þjóðinni fyrir beztu að gæta ekki hagsmuna sinna.
Geir »blindi« Haarde hefði átt að hafa dómgreind til að leiða ekki Bjarna »blinda« Benediktsson.
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Geir styður Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2011 | 20:02
Bjarni: Hroðalegustu svikin eru þau að svíkjast um að semja !
Haft er eftir Bjarna Benediktssyni á opnum fundi 05. febrúar 2011, að »Hroðalegustu svikin eru þau að svíkjast um að semja.« Þá vitum við það, að Bjarni Benediktsson er ekki svíkjast um í Bretavinnunni. Hann segir þá vera svikara sem ekki beygja sig fyrir nýlenduveldunum. Hann segir þá sem hugsa meira um heill almennings en leynda sérhagsmuni vera svikara. Dæmi nú heiðarleika þessa manns hver fyrir sig.
Enginn getur haldið því fram að forusta Sjálfstæðisflokks viti ekki hvað hún er að gera. Það er með fullri vitund sem forustan er að kljúfa flokkinn og reyta af honum fylgið. Nú verður ekki aftur snúið, þótt njólar eins og Kristján Þór Júlíusson tali núna fyrir þjóðaratkvæði. Forusta Sjálfstæðisflokks hafnar þeim hugmyndum, með óljósu orðalagi. Það eina sem forustan er með á hreinu er að friðþægja skuli nýlenduveldunum.
Bjarni segist hafa hugsað Icesave-málið í þaula og að hann sé sannfærður að betra sé fyrir hagsmuni einhverra landsmanna að gangast við kröfum nýlenduveldanna en hafna þeim. Hvar er þá rökstuðningurinn og hvar er auðmýktin gagnvart þjóðinni og flokksmönnum ? Hvernig má það vera að hann hafi svör við öllum spurningum þessa máls, en allir aðrir fari villur vegar?
Byggir Bjarni afstöðu sína á áliti fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd ? Þar eru skilmerkilega tínd til þau mistök sem Icesave-stjórnin hefur gert á síðustu tveimur árum. Hvernig má það vera að þau mistök eru núna allt í einu rökstuðningur fyrir að styðja málflutning þessarar sömu stjórnar ? Hefur forusta Sjálfstæðisflokks einhverja vitneskju sem öllum öðrum mönnum á Jörðinni er hulin ?
Svo talar sumt þetta fólk eins og fáránlingar um þjóðaratkvæði. Það er ekki verkefni Alþingis að ákveða um þjóðaratkvæði, að öðru leyti en því að ganga frá nauðsynlegum lagaramma. Þjóðaratkvæði er málefni á milli almennings og forsetans sem er fulltrúi lýðsins. Þetta er byggt á þeirri staðreynd að Ísland er lýðveldi og það stjórnarform gerir ráð fyrir að lýðurinn fari með fullveldisréttinn.
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Sætti mig við þessi málalok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2011 kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
4.2.2011 | 22:55
InDefence-hópurinn styður EKKI Icesave-III
Það er fagnaðarefni, að InDefence hefur gert lýðum ljóst, að hann sættir sig ekki við þá grófu rangtúlkun á áliti sínu um Icesave-III, sem Fréttastofa Rúv o.fl. höfðu borið á borð fyrir landsmenn. "Að ekki sé lögbundin greiðsluskylda að baki kröfum Breta og Hollendinga," er fyrsta og fremsta grundvallaratriðið, sem hópurinn vill, að samningar um Icesave-málið endurspegli.
Hér er þessi nýja tilkynning frá InDefence-hópnum, glóðvolg úr bakaríinu, og undirritaður leyfir sér að auðkenna sérstaklega nokkra lykilstaði hér:
- Undanfarna daga og vikur hafa fjölmiðlar og stjórnmálamenn slegið því fram að InDefence hópurinn hafi jákvæða afstöðu gagnvart Icesave III samningunum. Það er rangt.
- Þann 10. janúar skilaði InDefence-hópurinn umsögn um núverandi Icesave samninga til fjárlaganefndar Alþingis. Umsögnin var einnig afhent öllum þingmönnum.
- Í umsögninni er ítarlega fjallað um þá miklu fjárhagslegu áhættu sem núverandi samningar fela í sér fyrir Íslendinga. Sú áhætta er staðfest í öðrum efnahagslegum umsögnum. Í umsögninni er lögð rík áhersla á að til að samningarnir geti talist ásættanlegir sé nauðsynlegt að draga úr þessari áhættu.
- Þegar útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans hefjast verður að tryggja að Íslendingar njóti aukins forgangs. Með þeirri breytingu að jafnstöðusamningar (Pari Passu) milli aðila yrðu felldir úr gildi yrði áhættu núverandi og komandi kynslóða Íslendinga mætt að verulegu leyti.
- Í umsögninni segir orðrétt: Þetta á að vera krafa íslenskra stjórnvalda ef gera á samning án þess að skorið sé úr um lögmæti greiðsluskyldunnar. Í samræmi við þessa umsögn, ráðlagði InDefence fjárlaganefnd Alþingis að sameinast um eina breytingartillögu sem hefði minnkað fjárhagslega áhættu þjóðarinnar og skapað meiri frið um Icesave-samkomulagið.
- Afstaða InDefence hópsins hefur verið skýr og hin sama frá upphafi málsins:
- Grundvallaratriði er að samningar um Icesave málið endurspegli þrjú meginatriði:
- Að ekki sé lögbundin greiðsluskylda að baki kröfum Breta og Hollendinga.
- Að samningar feli í sér skipta ábyrgð allra samningsaðila.
- Að samningar feli í sér skipta áhættu allra samningsaðila.
- Að mati InDefence hópsins endurspegla núverandi samningar ekki þessa þætti með fullnægjandi hætti.
Hér má segja, að InDefence hafi rétt sinn hlut gagnvart rangtúlkandi fjölmiðlum. Um þá rangtúlkun hafði verið getið í pistli hér (Fölsunarhneigð stjórnvalda og Fréttastofu Rúv) og á tilvísuðu Vísisbloggi undirritaðs.
Meðvirkni ýmissa fjölmiðla með Icesave-svikasamningunum verður að linna!
Jón Valur Jensson.
![]() |
InDefence styður ekki Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2011 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.2.2011 | 11:48
Fölsunarhneigð stjórnvalda og Fréttastofu Rúv
- "Því var meira að segja ranglega haldið fram að Lee C. Buchheit formaður samninganefndarinnar teldi að Íslendingar þyrftu að óttast dómsmál. Þvert á móti hafa hann og fjölmargir aðrir fært rök fyrir því að Íslendingar hafi lögin með sér. Buchheit tók raunar fram að hann hefði nálgast málið öðruvísi frá upphafi hefði hann fengið að ráða. Hlutverk hans var hins vegar að vinna samkvæmt leiðsögn fjármálaráðuneytisins."
Á afstöðu Buchheits var ennfremur minnt í Útvarpi Sögu í morgun: hann hefði EKKI, eins og sumir fullyrði, tekið afstöðu með Icesave-III-samningnum, heldur sagt: Þetta er samningurinn, eins langt og við komumzt, en ég ræð ykkur ekki til að samþykkja hann.
Málstaður stjórnvalda, ljósvakamiðla og dagblaða í þjónustu þeirra er ekki málstaður sannleikans í þessu máli, það er fullljóst, sem og hitt, að þau hafa beitt bellibrögðum í áróðursmennsku sinni og látið tilganginn helga meðalið til að reyna að narra sem flesta til fylgis við eða til hlutleysis gagnvart þeirri svívirðu, sem nú stendur til í ofurflýti eins ferðina enn að samþykkja á Alþingi.
Undirritaður verður með pistil um Icesave í Útvarpi Sögu í dag kl. 12.4013.00.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)