Bjarni: Hroðalegustu svikin eru þau að svíkjast um að semja !

Haft er eftir Bjarna Benediktssyni á opnum fundi 05. febrúar 2011, að »Hroðalegustu svikin eru þau að svíkjast um að semja.« Þá vitum við það, að Bjarni Benediktsson er ekki svíkjast um í Bretavinnunni. Hann segir þá vera svikara sem ekki beygja sig fyrir nýlenduveldunum. Hann segir þá sem hugsa meira um heill almennings en leynda sérhagsmuni vera svikara. Dæmi nú heiðarleika þessa manns hver fyrir sig.

Enginn getur haldið því fram að forusta Sjálfstæðisflokks viti ekki hvað hún er að gera. Það er með fullri vitund sem forustan er að kljúfa flokkinn og reyta af honum fylgið. Nú verður ekki aftur snúið, þótt njólar eins og Kristján Þór Júlíusson tali núna fyrir þjóðaratkvæði. Forusta Sjálfstæðisflokks hafnar þeim hugmyndum, með óljósu orðalagi. Það eina sem forustan er með á hreinu er að friðþægja skuli nýlenduveldunum.

Bjarni segist hafa hugsað Icesave-málið í þaula og að hann sé sannfærður að betra sé fyrir hagsmuni einhverra landsmanna að gangast við kröfum nýlenduveldanna en hafna þeim. Hvar er þá rökstuðningurinn og hvar er auðmýktin gagnvart þjóðinni og flokksmönnum ? Hvernig má það vera að hann hafi svör við öllum spurningum þessa máls, en allir aðrir fari villur vegar?

Byggir Bjarni afstöðu sína á áliti fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd ? Þar eru skilmerkilega tínd til þau mistök sem Icesave-stjórnin hefur gert á síðustu tveimur árum. Hvernig má það vera að þau mistök eru núna allt í einu rökstuðningur fyrir að styðja málflutning þessarar sömu stjórnar ? Hefur forusta Sjálfstæðisflokks einhverja vitneskju sem öllum öðrum mönnum á Jörðinni er hulin ?

Svo talar sumt þetta fólk eins og fáránlingar um þjóðaratkvæði. Það er ekki verkefni Alþingis að ákveða um þjóðaratkvæði, að öðru leyti en því að ganga frá nauðsynlegum lagaramma. Þjóðaratkvæði er málefni á milli almennings og forsetans sem er fulltrúi lýðsins. Þetta er byggt á þeirri staðreynd að Ísland er lýðveldi og það stjórnarform gerir ráð fyrir að lýðurinn fari með fullveldisréttinn.

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að taka  Kabúl aðferðina á Alþingi Íslendinga.NÚ ER NÓG KOMIÐ.

Númi (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 21:01

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Tek undir þetta hjá þér heilshugar Loftur ! veit ekki hver mín skoðun yrði af eða á ef skorinort og skýr rök lægju á borðinu sem sýndu svo ekki væri um að villast að þetta væri besta lausnin, en þau rök eru víðsfjarri og "hulin öllum mönnum" eins og þú kemst að orði, einnig er orðið svo afdráttalaust sannað að  þetta er lögleysa og mannréttindabrot af verstu sort, og þetta myndi aldrei falla Bretum og Hollendingum í vil fyrir rétti, svo þar geta engin rök , þó væru til staðar, breytt neinu um.

Mitt innlegg um þetta HÉR.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 5.2.2011 kl. 21:39

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það væri áhugavert að vita hverju Bjarna Ben var boðið, væntanlega af stjórninni, fyrir að samþykkja þessa lögleysu sem Icesave 3 afarkostirnir eru!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.2.2011 kl. 22:34

4 Smámynd: Elle_

Hann hefur snúist eins og blað í vindi og sýnir núna eins mikla grimmd og ICESAVE-STJÓRNIN sjálf.  Hinn almenni flokksmaður Sjálfstæðisflokksins hefur komið gleðilega á óvart í andstöðu sinni gegn honum og nauðunginni.  

Elle_, 5.2.2011 kl. 23:49

5 identicon

Halldór, margir tala um að Bjarni hafi fengið einhverja greiðslu fyrir afstöðu sína. Ég fullyrði að svo er ekki. Þessi "óvænta" stefnubreyting Sjálfstæðisflokks var ekki óvænt ef litið er til baka. Ég hef í tvö ár verið undrandi á ummælum sem fallið hafa öðru hvoru hjá Bjarna og sumum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks.

Að mínu mati byggir afstaða Bjarna og félaga á hugmyndum um skiptingu landsmanna í yfirstétt og alþýðu. Þeir telja sig tilheyra yfirstétt, sem eigi heimtingu á athafnafrelsi innanlands og samskiptafrelsi við erlenda jafninga. Evrópusambandið snýst um þetta frelsi útvalins hóps.

Takið eftir hrópinu um afléttingu gjaldeyrishafta. Almenningur hefur ekki þörf fyrir frjálst flæði fjármagns. Það er hins vegar mjög þreytandi fyrir auðmenn að geta ekki flutt fjármuni úr landi, ef þá langar til. Lausungin sem einkennir torgreindu peningastefnuna er annar angi þessa sama frelsins sem yfirstéttin notfærir sér til að sópa til sín fjármunum.

Sjálfstæðisflokkurinn er í eðli sínu ekki tæki fyrir þetta fólk, en alla hluti er hægt að misnota. Við horfum núna upp á grófa misnotkun á Sjálfstæðisflokknum og það finna flestir Sjálfstæðismenn sárt fyrir. Ályktun Landsfundarins um Icesave gat ekki verið skýrari. Ekki var hægt að brjóta á augljósari hátt einfalda ákvörðun flokksins. Mikla og djúpa sannfæringu þurfti til að ganga gegn þessari samþykkt og ákvörðunin sýnir fyrirlitningu yfirstéttarinnar á almennum flokksmönnum.

Nú er spurningin hvort hinir almennu Sjálfstæðismenn láta troða á mannréttindum sínum, eða losa sig við vanhæfa forustu. Því miður er foringja-hollustan mikil hjá þeirri hjörð sem fær brauðmola af borðum yfirstéttarinnar. Því miður er vanþekkingin svo mikil hjá mörgum að þeir trúa blint á foringjana, þótt um 180 gráðu viðsnúning sé að ræða.

Fyrir viku hrópuðu allir að Icesave-stjórninni, en í dag er hún sögð hafa rétt fyrir sér í Icesave-málinu. Engan rökstuðning þarf til að stjórna svona fólki, bara kjánaleg ummæli eins og að Bjarni og Þorgerður hafi beitt "ísköldu mati". Flónskan á sér engin takmörk.

http://altice.blogcentral.is/

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 00:05

6 Smámynd: Elle_

En til að valda ekki misskilningi meinti ég ekki að ofan að ég hefði ekki búist við þessu af honum, nei, ég meinti, eins og ég hef oft sagt að hann hafi aldrei verið fastur fyrir í málinu og þannig snúist eins og blað í vindi.  Niðurstaða hans kom ekkert á óvart.

Elle_, 6.2.2011 kl. 00:20

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Halldór, margir tala um að Bjarni hafi fengið einhverja greiðslu fyrir afstöðu sína. Ég fullyrði að svo er ekki.

Ég er ekki endilega að tala um greiðslu í formi t.d. peninga eða hluta heldur helst í formi loforða um greiða eða t.d. samþykki á einhverju sem hann þarf að koma í gegn, samningar um stjórnarsamstöðu eða eitthvað slíkt, því ég á erfitt með að skilja hvernig hann getur snúist svona á staðnum í öfuga átt við sátt og samþykki flokksins og hans kjósendur, hvers vegna allt í einu núna, ég trúi ekki öðru en að það sé komin einhver gulrót fyrir framan andlitið á honum. En vert er að taka fram að ég hef ekkert fyrir mér í þessu, einungis getgátur!

Það er kominn einskonar Steingrímur Joð í hann Bjarna Ben, hann segir eitt og gerir allt annað sem er í raun ekkert annað en svik við sína kjósendur og flokksmenn!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.2.2011 kl. 01:23

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sammála um skiptinguna í yfirstétt og alþýðu. Ekki er fjarri lagi að ætla að samræður ,,skipherranna,, snúi að hættu á upplausn og mögulegum mótmælum,sem leiddu til kosninga. Vitandi að smáflokkarnir færu líklega sameiginlega í kosningabandalag, og sópuðu að sér fylgi,tækju þá á yppon. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2011 kl. 02:11

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Halldór Björgvin, ætli Samfylkingin hafi ekki lofað Bjarna Ben stuðningi við álversuppbyggingu á Suðurnesjum og þannig að einangra VG? Atvinnurekendavaldið með Árna Sigfússon í fararbroddi stendur sjálfsagt þarna á bakvið.

Það er nefnilega ekki nóg fyrir þetta lið að skattgreiðendur þurfi að borga spilaskuldir Landsbanka Sjálfstæðisflokksins, sem hann stofnaði til í útlöndum. Þeir eiga líka að niðurgreiða enn betur orkuna fyrir erlenda auðhringa.

Theódór Norðkvist, 6.2.2011 kl. 02:44

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Halldór Björgvin, ætli Samfylkingin hafi ekki lofað Bjarna Ben stuðningi við álversuppbyggingu á Suðurnesjum og þannig að einangra VG?

Já, það er alveg möguleiki, frekar sorglegt að skipta út einum Steingrími Joð fyrir annan Steingrím Joð(Bjarna Ben)!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.2.2011 kl. 11:56

11 identicon

Fáir virðast hafa tekið eftir ummælum Bjarna, sem þessari bloggfærslu var ætlað að vekja athygli á:

»Hroðalegustu svikin eru þau að svíkjast um að semja.«

»ísköldu mati« Bjarna erum við öll svikarar, vegna þess að við viljum ekki semja um Icesave við nýlenduveldin. Spurningin er þá hvort Íslendingar eiga að semja við alla alþjóðlega glæpamenn sem gera á okkur kröfur ???

Fróðlegt væri að vita hvort þetta er ríkjandi viðhorf hjá Alþingismönnum. Einnig væri fróðlegt að vita hvort það er álit Bjarna að lögfræðingar séu óþarfir, því að lausnin á öllum deilum sé að semja. Hann er jú sagður vera lögfræðingur

http://altice.blogcentral.is/

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 14:24

12 Smámynd: Elle_

Loftur, ég held fólk hljóti að hafa tekið eftir þessu, það stóð strax út sem eitt það röklausasta sem ég hafði heyrt fullorðinn mann segja.  

Elle_, 6.2.2011 kl. 17:28

13 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Að sjálfsögðu er þessi gjörspillti óskapnaður sem kallar sig Sjálfstæðisflokkin, fyrir löngu dauður. Jarðaförin hefur hinsvegar ekki farið fram og líkið rotnar bara á meðan.

Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 18:27

14 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

»ísköldu mati« Bjarna erum við öll svikarar, vegna þess að við viljum ekki semja um Icesave við nýlenduveldin.

Það er alveg rétt hjá þér Loftur, þetta er sorgleg afstaða og aum tilraun til að rökstyðja sín eigin svik, með því að kalla alla aðra svikara!

Spurningin er þá hvort Íslendingar eiga að semja við alla alþjóðlega glæpamenn sem gera á okkur kröfur ???

Að láta undan kröfum glæpamanna býður bara upp á fleiri kröfur frá þeim, um leið og þeir sjá veikleikann sem ræður ríkjum hér á alþingi þá koma þeir bara til með að eflast í sínum ólögvörðu kröfum!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.2.2011 kl. 19:34

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Fyrra innlegg endaði aðeins of snemma 8)

Spurningin er þá hvort Íslendingar eiga að semja við alla alþjóðlega glæpamenn sem gera á okkur kröfur ???

Að láta undan kröfum glæpamanna býður bara upp á fleiri kröfur frá þeim, um leið og þeir sjá veikleikann sem ræður ríkjum hér á alþingi þá koma þeir bara til með að eflast í sínum ólögvörðu kröfum! Eins og þú bendir réttilega á í þessari línu, er þetta orðin hugsunin hjá stórnvöldum, eigum við þá að gefa eftir í einu og öllu þegar einhver kemur með kröfu á stjórnvöld sem setja "alþjóðasamskipti" í hættu!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.2.2011 kl. 19:37

16 identicon

Að kjósa Icesave er að leggja blessun sína yfir siðlaust arðrán á þriðja heims þjóðum sem eru að slignast undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að bregðast fátækustu þjóðum heims á úrslita stundu í stað þess að koma með gott lagalegt fordæmi um undankomuleið frá þjóðarskuld. Þjóðarskuldir drepa lítil börn á hverri sekúndu, og drepa fleiri en sjúkdómar og matarskortur til samans. Það eru þjóðarskuldir sem lama Afríkuríkin umfram allt. Að kjósa Icesave, eða leggja blessun sína yfir það á nokkurn hátt, er að vera siðleysingi og viðbjóður sem getur ekki kallað sig manneskju, og á sjálfur skilið að deyja eins og börnin sem eru að deyja núna undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að vera hugleysingi og ragmenni sem þorði ekki að berjast fyrir réttlætinu, og á ekkert gott skilið.

Slíkir viðbjóðir eiga bara skilið fátæktina sem réttlætinu samkvæmt kemur niður á þeirra eigin börnum! Við Íslendingar skulum EKKI vera slíkir viðbjóðir!!!!!

BREYTUM RÉTT = SEGJUM NEI! 

Að kjósa Icesave er að vera viðbjóður.

Ég kýs ekki Icesave!

En ÞÚ?!!!

Make Poverty History!

http://www.makepovertyhistory.org

Make Poverty History (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 21:28

17 identicon

Mjög gott að fá þetta alþjóðlega sjónarhorn, sem er raunverulegt og satt. Það er víða um heim fólk sem fylgist með hvað Íslendingar gera og það mun hjálpa kúguðum þjóðum ef við sýnum manndóm.

Ekki er að ástæðulausu sem nýlenduveldin hafa borið saman ráð sín í Parísar-klúbbnum.

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1136436/

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 23:03

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alveg er þetta allt með endemum, og loksins kemst ég að til að gera hér stutta athugasemd.

Ég tók sérstaklega eftir þessu í innleggi hjá honum Lofti, sem lengi hefur verið góður Sjálfstæðismaður: "Það er kominn einskonar Steingrímur Joð í hann Bjarna Ben, hann segir eitt og gerir allt annað sem er í raun ekkert annað en svik við sína kjósendur og flokksmenn!"

Mér varð auðvitað hugsað til vísu Sveinbjarnar Egilssonar um hana dóttur sína ("... Kominn er nú kveldúlfur / í kerlinguna mína"), og get ég ekki annað en ályktað af ofangreindu:

Virðist, Loftur, þú mér þurr

í þessi svik að rýna.

Stolizt hefur Steingrímur

í stafkerlingu þína.

Verður hinn spengilegi Bjarni ímynd hins auma, knésetta Íslendings héðan í frá?

Jón Valur Jensson, 7.2.2011 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband