Áberandi meirihluti sér, að "of mikil áhætta" er að samþykkja Icesave-III

Á vefsíðu Útvarps Sögu var spurt í kringum síðustu helgi: Er of mikil áhætta að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samkomulag? Niðurstöðurnar segja sína sögu og naumast til að setja Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu í hátíðarstemmingu. Hlutlausir voru 3,92%, nei sögðu 16,97%, en JÁ sögðu 79,11%. Svarendur voru 385.

Þarna sést, að einungis sjötti hver svarandi telur samþykkt Icesave-III ekki "of mikla áhættu", en fjórir af hverjum fimm telja svo vera.

Á sömu útvarpsstöð var ítrekað talað gegn þessum Icesave-samningum í gærmorgun, í innhringingum hlustenda, þ. á m. var einn sem gerði það mjög kröftuglega: "Þjóðin hefur hafnað því að greiða þetta." Og hann talaði um fjármálaráðherrann og að nú væri hann aftur að stefna á að láta okkur borga: "Hver hefur gefið honum leyfi til þess? Ekki þjóðin!" Og hann auglýsti eftir "þessari þjóð, sem býr í þessu landi – ætlar hún að halda kjafti" gagnvart þessari stefnu ráðandi manna. Og hann spurði, hvað ráðherrann ætli að taka þessa 26 milljarða sem hann ætli að borga á þessu ári einu saman, "eitthvað sem við eigum ekkert að borga," og svaraði sér sjálfur í þessu samtali við Pétur Gunnlaugsson þáttarstjórnanda: "Þú veizt alveg hvar þeir ætla að taka það – í Seðlabankanum!" – sem sé af AGS-tengdu lánunum!

Voru refirnir til þess skornir, Steingrímur? Segðu okkur þá raunverulegu vaxtaupphæðina af þessari ólögvörðu kröfu og stjórnarskrárandstæðu ríkisábyrgð!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Almenningur á Íslandi er vel með á nótunum,það lætur ekki ginna sig í skuldafjötra V/ólögvarðra krafna U.K. og NL. Stjórnin var ekki ráðin af okkur,til innheimtustarfa fyrir aðrar þjóðir. Ef þau láta ekki af þessu,eiga þau ekkert annað skilið en ráðningu.

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2011 kl. 17:21

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Helga, kærar þakkir.

Jón Valur Jensson, 21.1.2011 kl. 20:42

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrir Steingrím er það spurning um líf eða dauða að fá að borga Icesave svo hann geti fengið lán á lán ofan til að geta stjórnað með glæsibrag þar til yfirlíkur. 

Auðvita verða þeir Icesave peningar teknir þar sem þeir eru, því að annarstaðar eru þeir ekki.  Það er svo ekki hans mál hverjir greiða þau lán þegar ráðstjórnarhyskið er búið að koma sínum haganlega fyrir hjá Evrópusambandinu. 

Ráðning hvað, Helga mín kær? Nú er það spurningin hvort við hér á íslandi ætlum að bíða eins lengi og þau þarna í Túnis með að reka af okkur óværuna.      

Hrólfur Þ Hraundal, 23.1.2011 kl. 15:48

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Aldrei hef ég hlustað á útvarp Sögu, samt er ég algjörlega á móti því að ein einasta króna verði borguð í IceSlave.   Þegar Björgólfarnir og klíkurnar þeirra eru greiðsluþrota, má ganga að öllum eigum þeirra og láta þar við sitja....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2011 kl. 01:51

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll Hrólfur minn,já þetta er svo sem engin "bara" kokhreysti í mér. Ég trúi nefninlega á málstaðinn,á þá sem tilheyra mótmælahreyfingum gegn Icesave og ESB. Við eigum mikilhæfa penna,sem upplýsa okkur daglega um allt það miklvæga sem gerist á stjórnarheimilinu,einnig það sem ESB.,aðhefst í boði stjórnvalda hér á landi. Þessum stílvopnum stýrir framvarðasveitin og hefur verið vel ágengt. Orð duga ekki ein og sér,stjórnarparinu er andsk.sama, þangað til þeim verður refsað,við megum engan tíma missa,Hrólfur og aðrir þjóðhollir vinir. Stillum saman strengina,það er hægt að tala saman annarsstaðar en hér. Vonandi verður það ekki hlerað,bara segi svona, góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2011 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband