Sossarnir láta sér niðurlægingu Íslands vel líka


 

Ummæli Marðar Árnasonar eru dæmigerð fyrir þá fyrirlitningu sem þingmenn Samfylkingar hafa fyrir sjálfstæði Íslands. Höfð eru eftir honum þessi ótrúlegu ummæli:

 

  • »Við ættum að setjast niður og skoða og vinna í okkar eigin málum frekar en að þenja okkur með belging sem ekki gerir neinum gagn.«

 

Nú er það öllum ljóst, að beiting hryðjuverkalaganna gegn hagsmunum Íslands var grófleg atlaga að sjálfstæði landsins. Bæði ESB sjálft og Eftirlitsstofnum EFTA hafa úrskurðað að útibú Landsbankans hafi lotið Íslendskri lögsögu. Á grundvelli þeirrar lögsögu eru Icesave-kröfur nýlenduveldanna reistar. Það var því fullkomlega ólöglegt af Bretska ríkinu að gera aðför að útibúunum sem og öðrum eignum Íslendinga.

 

Það að skerða lögsögu ríkis á þann hátt sem Bretland gerði, jafngildir innrás á óumdeilt yfirráðasvæði Íslendska ríkisins. Hvað hefðu Sossarnir sagt ef Bretar hefðu gert innrás á Keflavíkurflugvöll og hirt þau verðmæti sem þar er að finna ? Raunar gerðu Bretar innrás í Ísland 1940 og hersátu landið í um eitt ár. Hvers vegna hefur ekki verið krafist bóta fyrir hernámið ?

 

Ekki kemur mikið á óvart að »Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins« hafi lagst á málið og að það hafi kafnað undan þrýstingi nýlenduveldanna. Nefndin er búin að velta vöngum yfir málinu í 24 mánuði og komust loks að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að liggja lengur og tilgreindar ástæður væru eftirfarandi:

 

1.      Vegna þess að efasemdir voru um að æskilegt væri að Evrópuráðsþingið tæki afstöðu sem kynni að verða nýtt í dómsmálum í tengslum við fall Landsbankans.

 

2.      Þá hefði nefndin einnig komist að þeirri niðurstöðu, að gildissvið bresku hryðjuverkalaganna sé væntanlega nógu vítt til að frysting eigna Landsbankans félli innan þess.

 

Þá liggur réttlætisvitund Evrópuríkisins ljós fyrir. Ekki má fjalla um mál sem kynnu að koma fyrir dómstóla, sem kynnu að fella dóm yfir Bretlandi.

 

Innrás á lögsögu smáríkja er ekki metin nægileg ástæða til að sólunda í það pappír. Ef eitthvert ríkja Evrópusambandsins hefur nægilega víða löggjöf er allt í lagi að beita smáríki svívirðilegum bolabrögðum.

 

Ef í landinu væru alvöru stjórnvöld, væri þessi niðurstaða kynnt fyrir öllum heiminum, sem sá smánarblettur á ESB sem hún sannarlega er.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Rannsókn Evrópuþings á beitingu hryðjuverkalaga hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Setti sama innlegg hjá Gunnari TH svo þetta er bara nafnbreytt "copy paiste"

Ég ber alltaf virðingu fyrir mönnum sem ekkert láta ónotað við að berjast fyrir sínum skoðunum og málstað, en það er jú pínu "paranoja" í gangi hér hjá þér þar sem Evrópuráðið hefur ekkert með ESB að gera nema hnattstöðu og nafnið að hluta  og Ísland er fullgildur aðili (síðan 1950) að þessu ráði ásamt Bretlandi ofl. það sem er óvenjulegt er að þeir skyldu taka þetta upp yfirhöfuð fyrr en væntanlegur dómur var fallinn, það er frekar venjan með svona mannréttindaráð, en hver veit hverjir eru rotta sig saman á þessu tortryggnistímum, allavega voru ummæli Marðar ekki sæmandi kjörnum fulltrúa þjóðarinnar, hverjar svosem skoðanir hans eru annars.

En þú stendur vaktina Loftur sé ég, en ekki eyða öllu púðrinu á skuggamyndir .

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 1.2.2011 kl. 19:14

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

 

Kristján, í Evrópuráðinu eru 47 ríki en í Evrópusambandinu eru 27 og fleirri verða líklega innlimuð á nærstunni. Það er því rétt að þetta eru ekki sami grautur í sömu skál.

 

Hins vegar fullyrði ég, að það eru sömu ríkin sem ráða nær öllu í Evrópusambandinu og ráða Evrópuráðinu. Það eru einnig sömu ríki sem ráða Parísar-klúbbnum, þar sem aðförin að Íslandi var skipulögð. Það eru einnig sömu ríkin sem ráða AGS, sem er framkvæmda-armur Parísar-klúbbsins.

 

Hvaða máli skiptir að Ísland hefur verið aðili að Evrópuráðinu í 60 ár ? Þar fekkst ekki tekið fyrir stærsta hagsmunamál Íslendinga. Er hægt að draga aðra ályktun, en að við séum þarna til skrauts ?

 

Til hvers ætti Evrópuráðið að taka upp beitingu hryðjuverka-laganna, þegar dómur er fallinn í málinu ? Icesave-stjórnin hefur ákveðið að fara ekki með málið fyrir dómstól. Er það ekki vitað í Evrópuráðinu ?

 

Ef Evrópuráðið ætlar að bíða dóms og Icesave-stjórnin ræður áfram för, þá kemur beiting hryðjuverka-laganna aldreigi fyrir Evrópuráðið. Það er jú einmitt það sem nýlenduveldin vilja. Hver heldur þú Kristján að stjórni í Evrópuráðinu ?

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.2.2011 kl. 20:14

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Þetta sýnir hve það er bráð aðkallandi að ný þjóðholl stjórnvöld taki við. Ummæli Marðar dæmigerð margra ofdekraðra,sem allt fengu upp í hendurnar,námslán,afslátt á sköttum ef þörf krafði,niðurgreitt húsnæði mörg hver. Þau sem voru svo heppin að eiga foreldra sem lögðu metnað sinn í að mennta börnin,höfðu næga vinnu,gátu þannig bætt við sig ef með þurfti.   Allt þetta fékkst fyrir góðar ríkisstjórnir,það var tekist á eins og gengur,en aldrei hefði nokkrum dottið í hug að "ofurselja" fullveldið útlendingum. Nú á að fórna þessu á altari hins fallandi Evrópubandalags. Það er bara allt annað en samþykkja breytingar eins og við höfum alltaf gert,viðskiptasamninga osfrv.  En þessi stjórn er svo heimtufrek að hún neytir allra bragða til að heilaþvo landsmenn,beytir öllum fjölmiðlum hikar ekki við að laga fréttir og sleppa öðru til að ná sínum auðvirðilegu markmiðum.. Ég er illa svikin ef mótmæli blossa ekki upp með vorinu.Misskilist ekki er ég segi þar sem þið viljið gera landið að fjölþjóðasamfélagi,með öllu sem því fylgir,er þá ekki líklegt að því fylgi ,,nýbylgja,, mótmæla rétt eins og við sjáum í fréttum.´Þið vissuð að meiri hluti þjóðarinnar er mótfallin Esb. tala nú ekki um Icesave sem hangir með,þið eruð að nauðga þessu upp á þjóðina.Baráttan umÍsland er hafin,vona að ég lifi það að sjá þjóðernis flokka sigra.

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2011 kl. 01:55

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er sannarlega veigur að baráttumanneskju eins og þér, Helga.

Svik verða ekki fundin í þínum munni.

Jón Valur Jensson, 2.2.2011 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband