Opið bréf til Sjálfstæðisflokks um Icesave-kúgunina


 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd hafa birt landsmönnum eftirfarandi niðurstöðu sína, varðandi Icesave-samninga-III:

 

»Að þessu samanlögðu er það mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd að það þjóni hagsmunum

þjóðarinnar best að ljúka þessu máli á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir.«

 
Þeir sem hafa séð skrif mín allt frá haustinu 2008, vita að þessi niðurstaða er í algjörri andstöðu við minn skilning á stöðunni og minn vilja varðandi viðbrögð við Icesave-kúguninni. Í framhaldi af áliti fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd, hef ég sent flokknum eftirfarandi athugasemd:
 
 
<><><><><>
 
 
Þessi afstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd er algerlega fráleit og á hana verður ekki fallist.
 
Með þessari niðurstöðu er Sjálfstæðisflokkur ekki bara að samþykkja forsendulausar kröfur nýlenduveldanna, heldur er flokkurinn að ganga til liðs við hataða ríkisstjórn, sem ekki getur átt langa lífdaga framundan. Getur verið að Sjálfstæðisflokkur stefni að því að starfa framvegis í andstöðu við þjóðina og verða sem allra minnstur ? Ef fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd mæla fyrir munn allra þingmanna flokksins, er öruggt að þessi afstaða mun valda miklum úrsögnum úr flokknum.
 
Er þingmönnum Sjálfstæðisflokks ekki ljóst að Icesave-kúgunin mun fara til úrskurðar fullveldishafans - þjóðarinnar ? Þar verða lög Alþingis um Icesave vafalaust felld með miklum meirihluta. Ætlar flokkurinn að stilla sér upp við hlið ríkisstjórnarinnar sem svikari við hagsmuni almennings ?
 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd hafa ekki fært nein haldbær rök fyrir niðurstöðu sinni. Hvernig geta þær réttmætu ávirðingar sem birtar eru á hendur ríkisstjórninni, verið rök fyrir því að hlýta skuli forustu þessarar sömu ríkisstjórnar ? Skilja þingmenn flokksins ekki, að öll forsaga Icesave-málsins mælir með að hafna Icesave-kröfunum með öllu, eða að minnsta kosti að fresta ótímabundið að gera um þær samninga. Þetta hefur verið málflutningur Sjálfstæðisflokks fram að þessu. Hvað hefur skeð með sóma flokksins ?
 
Getur verið að Sjálfstæðisflokkur, með hið stolta nafn, samþykki að lögsaga og þar með sjálfstæði Íslands verði vanvirt með samþykkt Icesave-kúgunarinnar ? Ef Sjálfstæðisflokkur fer þessa ógæfuleið mun ég verja þeim árum sem ég á eftir ólifuð til að úthrópa svik flokksins í þessu stærsta hagsmunamáli Íslands fyrr og síðar. Þótt fjárhagsleg byrði af Icesave-kúguninni verði þung, má öllum vera ljóst að niðurlægingin er ennþá þungbærari. Þjóðarheiður krefst þess að full reisn verði sýnd í samskiptum við nýlenduveldi Evrópu.
 
Með flokkskveðjum og vonum að horfið verði af þeirri leið glötunar, sem álit fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd markar.
 
Loftur Altice Þorsteinsson.
 
Viðauki: Úrsagnir úr flokknum eru byrjaðar.  Á Vísi.ids kom fram nú síðdegis, að Andrés Magnússon blaðamaður (sonur Magnúsar Þórðarsonar, starfsmanns NATO á Íslandi og albróðir Kjartans, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks) hefur sagt sig úr flokknum vegna þessa máls.


mbl.is Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Var að koma af fundi ( síðdegiskaffi) góðs og gegns Sjálfstæðismanns ,áður en þessi frétt kom á vefinn. Hann var nú ekkert upprifinn af flokknum,sem kennir sig við sjálfstæði,yrði ekki undrandi þótt  hann gengi úr flokknum og hans frú.   Ég segi bara,hvers virði eru flokkar,sem myndaðir voru í árdaga og hafa villst af leið.

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2011 kl. 18:11

2 identicon

Því miður er það svo Helga, að margir hafa alfarið gefist upp á stjórnmálaflokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nokkuð haldist á sínum félögum, vegna kröftugrar baráttu gegn Icesave og ESB. Ef flokkurinn svíkur í Icesave-málinu mun hann einnig missa trúverðugleika í ESB-málinu.

Ég hef verið að hvetja Sjálfstæðismenn að láta nýgjustu fréttir ekki hrekja sig úr flokknum. Þótt ein orusta hafi tapast með áliti fulltrúa flokksins í Fjárlaganefnd, er stríðið ekki tapað. Hægt er ennþá að bjarga heiðri og fjárhag Íslands. Jafnvel er ennþá hægt að bjarga einhverju af fylgi Sjálfstæðisflokks.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:37

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Svo eru þeir sem gefast endanlega upp á Sjálfstæðisflokknum alltaf velkomnir í Samtök fullveldissinna og sjálfsagt önnur stjórnmálasamtök.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.2.2011 kl. 20:52

4 Smámynd: Elle_

Drusluflokkar og pólitísk fjárkúgun gegn æsku landsins. 

Elle_, 2.2.2011 kl. 21:55

5 identicon

Axel, ef fer sem horfir verður nóg að gera hjá Samtökum fullveldisinna, að taka við flóttamönnum úr Sjálfstæðisflokki. Eruð þið búnir að koma upp flóttamannaskýli ?

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 22:36

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er a.m.k. komið á undirbúningsstig, þó ég segi ekki meir.

En við ætlum sko EKKI að stofna nefnd um það!

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2011 kl. 03:49

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þorgerður Katrín er klár kona

Jón Snæbjörnsson, 3.2.2011 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband