Ætlar Alræðisstjórnin að löggilda kosningar til stjórnlagaþings sem Hæstiréttur hefur dæmt ógildar?

 

Icesave-stjórnin er ennþá að hugleiða löggildinu á kosningum sem Hæstiréttur hefur dæmt ógildar. Hvað kemur þá nærst hjá þessari ógæfusömu ríkisstjórn ? Verður dómur Hæstaréttar um gengistryggðu lánin nærst ógiltur af Alþingi ? Verður sjálfur kosningarétturinn afnuminn nærst ?

 

Barnaleg ummæli lögfræðinga um málið vekja furðu. Stjórnlagaþings-málið er ekki bara lögfræðilegt og pólitískt, heldur er það fyrst og fremst stjórnarfarslegt. Tala menn í alvöru um, að framkvæmdavaldið vaði yfir dómsvaldið og setji lög sem brjóta á bak aftur dóma Hæstaréttar ?

 

Almenningur verður að gera uppreisn, ef Icesave-stjórnin ætlar að setja allt stjórnkerfið úr skorðum. Icesave-stjórnin er að verða alræðisstjórn, sem einskis svífst í valdagræðgi sinni. Hvað sagði ekki Hr. Jóhanna um þjóðaratkvæðið um Icesave 06. marz 2010:

 

»Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálfgerður hráskinnaleikur? Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki »marklaus« þegar fyrir liggur annað tilboð á borðinu sem við gætum fengið? Maður veltir líka fyrir sér að ef svo færi að samningar tækjust í þessari viku, og eru bæði stjórn og stjórnarandstaða að vinna í því, er þá ástæða til að halda þessari þjóðaratkvæðagreiðslu til streitu ef það liggur allt annar og betri samningur á borðinu?«

Nú hefur Hr. Jóhanna sýnt þennan samning, sem að hennar sögn er allt annar og betri, en Icesave-samningar-I og II. Enginn með fullu viti getur hins vegar skilið þá þrælslund sem býr í brjósti þeirra Íslendinga, sem ætla að samþykkja Icesave-kúgunina. Eftirfarandi setning í frumvarpi Alræðisstjórnarinnar er sérstaklega vítaverð:

 

»Dómslögsaga er ekki lengur í ríki eins samningsaðila heldur verður unnt að vísa úrlausn ágreinings til gerðardóms er starfar samkvæmt reglum Alþjóðagerðardómsins í Haag.«

 

Þetta er hrein lygi því að skýrt er tekið fram að lögsaga Bretlands mun gilda um deilumál sem tengjast Icesave-samningum-III. Engu máli skiptir í hvoru nýlenduveldinu úrskurðar-dómstóll situr. Það er lögsagan sem skiptir máli og með þessu ákvæði er sjálfstæði Íslands vanvirt.

 

Menn ættu að gefa gaum að því að eitt af ágreinings-efnunum mun verða úthlutun úr þrotabúi Landsbankans. Kjánarnir í Icesave-stjórninni eru að gera sér vonir um að slitastjórnirnar veiti TIF forgang til krafna. Þetta verður ekki svo, því að Íslendskri lögsögu verður hafnað, í samræmi við samningana. Heimskingarnir segja:

 

»Meiri hlutinn vill árétta þann skilning sinn að réttarstaða Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta við úthlutun úr búi Landsbankans byggist á íslenskum rétti og að samningarnir miða við að úthlutað sé úr búinu í samræmi við íslensk lög og þar með allar íslenskar réttarheimildir.«

 

Auðvitað eru svona hugleiðingar fullkomlega merkingarlausar. Réttarstaðan byggist á þeirri lögsögu sem um er samið, ekki á skilningi einhverra Alþingismanna. Hefur þetta fólk enga hugmynd um hvað lögsaga merkir ? Ber þetta fólk enga virðinu fyrir sjálfstæði Íslands ?

 

Hefur Hr. Jóhanna ákveðið að hennar verði minnst sem Nero okkar tíma ? Ætlar hún að lesa upp úr bókum eiginkonunnar, á meðan sjálfstætt Ísland hverfur í skaut gleymskunnar ?

 

Meira lesefni:

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/26/nylenduveldin-nidurlaegd-med-marklausu-thjodaratkvaedi/

 

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1137552/

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/25/hugmyndir-samfylkingar-um-edli-og-afsal-fullveldis/

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Óheppilegt að skipa fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Sæll Loftur! Þakka þér fyrir að standa vaktina.

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2011 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband