Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
14.12.2011 | 13:05
Fráleit ESA-stefna gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum
Ísland hafði uppfyllt þá kröfu að stofna hér til tryggingasjóðs innstæðueigenda og ætla honum áskildar iðgjaldatekjur frá fjármálastofnunum. Það var hans, ekki ríkisins, að bera tjónið, upp að 20.887 í hæsta lagi @ bankainnstæðu. Ný innstæðutrygginga-tilskipun Esb. áskilur hins vegar skýrum stöfum ríkisábyrgð á bankainnstæðum (jafnvel á 100.000 og með þriggja daga greiðslukröfu í stað 2-3 mánaða!).
ESA kvartar yfir því, að tryggingagreiðslur hafi ekki komið fljótlega til innstæðueigendanna. Til þeirra var þó þessi nokkurra mánaða frestur, og þar að auki ákváðu stjórnvöld þarna úti að greiða innstæðieigendunum upp þessar fjárhæðir haustið 2008, þannig að ekki voru þeir síðarnefndu hlunnfarnir á neinn hátt né gerður minni greiði en þeir hefðu frekast getað vænzt miðað við tryggingaupphæðina.
Það er greinilegt, að hér brást Evrópusambandið sjálft með því að tryggja þessi mál ekki betur í tilskipun sinni (dírectívinu) 94/19/EC. Vegna þeirrar vanrækslu hefur jafnvel dr. Stefán Már Stefánsson lagaaprófessor, sérfræðingur í Evrópurétti, bent á bótaskyldu EVRÓPUSAMBANDSINS vegna eðlilegra, en rangra væntinga innistæðueigenda!
Ennfremur höfðu brezk og hollenzk yfirvöld sjálf eftirlitsskyldu á sínu svæði og áttu vitaskuld að fylgjast afar grannt með málum, af fullri grunsemd raunar, þegar verið var að bjóða tvöfalt hærri vexti en viðgengust á markaðnum.
Fráleitar eru raddir Esb-dindla hér um að eftirlit okkar á Íslandi hafi brugðizt og að því sé hér um að kenna. Reyndar er það ekki ásökunarefnið af hálfu ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA).
Hingað bárust vitnisburðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að ekkert væri að athuga við framkvæmd Íslands á innleiðingu tilskipunarinnar 94/19/EC um innstæðutryggingar, sjá hér: ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands.
Sjá einnig þessa frétt frá í júlí 2010: Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt!
Ennfremur er þetta lesning, sem svo sannarlega snertir málið: Svör fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB við spurningum ABC Nyheter hér kom í ljós, að í reglugerð ESB er ENGIN RÍKISTRYGGING innistæðu-tryggingasjóðanna
Virðist undirrituðum einsýnt, að hér hafi ESA legið undir kúgunarhrammi Evrópusambandsins, sem allan tímann tók hlutdræga afstöðu með Bretum og Hollendingum í þessu máli, þvert gegn ákvæðum tilskipunarinnar 94/19/EC.
Eins er hugsanlegt, að þrýstingurinn á ESA hafi verið þvílíkur af hálfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda, að ESA hafi ákveðið að "þvo hendur sínar" og vísa ábyrgðinni á lokaúrskurði málsins til EFTA-dómstólsins (um grunnatriðin) og til íslenzkra dómstóla (um hugsanlega skaðabótaábyrgð ríkisins).
Þá er ennfremur hugsanlegt, að þessi einhæfa ákvörðun ESA komi til af því, að lengst af gripu stjórnvöld hér (Steingrímsmenn) ekki til neinna varna fyrir landið hjá ESA. (Sbr. þessa grein: Icesave-stjórnin nörruð með "Icesave-samningagulrót" til að verja sig ekki gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA.)
Ýmis viðbrögð við frétt dagsins, m.a. frá efnahags- og viðskiptaráðherra, gefa ekki ástæðu til mikillar svartsýni. Aðrir eru hins vegar hrokknir í sinn gamla Icesave-gír.
Greinin er í vinnslu. Hér má einnig minna á góða grein Ómars Geirssonar: ICEsave er algjörlega klúður Evrópusambandsins
Jón Valur Jensson.
![]() |
ESA stefnir Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.12.2011 | 08:41
Ánægjuleg umskipti í Icesave-máli – það voru góð skipti að fá Árna Pál að málinu og „hvíla“ Steingrím
Meðal svara, sem fulltrúar efnahags- og viðskiptaráðuneytis hafa í vörn Íslands í Icesave-málinu, eru einkum þau að engin ríkisábyrgð hefði verið á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og því hefði íslenzkum stjórnvöldum ekki verið skylt að bæta innistæður sem sjóðurinn reyndist ekki geta greitt í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. (Mbl.is.)
Þetta er ánægjuleg umvending frá því, er Steingrímur nokkur J. Sigfússon virtist einn hafa þetta mál á sinni könnu og lét þar Svavar Gestsson og eða Indriða H. Þorláksson afvegaleiða sig og næstum draga þjóðina með sér í herleiðingu. Ekkert varð þó af þeirri Babýlonarferð, þökk sé forsetanum, sem og vel áttaðri þjóðinni sjálfri, sem afþakkaði pent þetta Babýlonarboð vinstri flokkanna.
Árni Páll Árnason hefur staðið sig með ágætum í málinu síðan í vor. Við höfðum þá áhyggjur af því hér, hvað hann væri að gera til útlanda að semja um málið, en hann hefur fyrst og fremst verið að kynna málstað og málefnastöðu Íslands. Auk þess sem Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta var ekki ríkistryggður, hefur ráðherrann bent á, að neyðarlög Geirs hafi bjargað því, að nú er yfrið nóg í eignasafni gamla Landsbankans til að borga allar Icesave-höfuðstólskröfur. Það á hins vegar ekki við um vaxtakröfur þær, sem Steingrímur vildi endilega að við samþykktum í Icesave I, II og III, en gerðum raunar ekki. Riddarinn sjónumhryggi reynir nú að bæta sér upp þennan stórkostlega ávinning ríkisins með enn meiri álögum á fólk og fyrirtæki en menn rekur minni til á fyrri tíð.
- Við höfum sett fram okkar sjónarmið og málið er í höndum ESA núna. Við höfum verið að taka saman upplýsingar fyrir stofnunina, bæði þýðingar á þeim dómum sem hafa gengið um forgangskröfur og ýmis talnagögn. En frekari ákvarðanir vegna málsins eru núna í höndum hennar. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, aðspurður um stöðu Icesave-málsins. (Mbl.is.)
Við fylgjumst áfram með þessum málum. Ekki sízt er okkur annt um, að Steingrímur fái að hvíla sig sem lengst ólíkt hans eigin útþensluhugmyndum.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Boltinn í Icesave-máli hjá ESA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.12.2011 | 18:37
Icesave-málið var forsetanum afar erfitt, en hann stóð sig eins og hetja
Greinilegt er af því, sem kvisazt hefur hér um sjónvarpsviðtal herra Ólafs, sem sýnt verður í kvöld, að mjög var þrengt að honum af a.m.k. þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í aðdraganda fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Fróðlegt verður að fylgjast með viðtali hans við Sölva Tryggvason í þættinum Málinu, sem sýndur verður á SkjáEinum í kvöld.
Ólafur Ragnar var varnarmaður Íslands par excellance í þessu máli, og það er miklu meira virði en að vera kallaður excellence í ethíkettum diplómataþað er stundarhjóm, en hitt er sönn tign.
Nýleg grein hér sýnir vel, hve dýrmætt þjóðinni var að eiga samstöðu forsetans vísa.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Icesave-málið erfitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2011 | 06:46
Afhjúpuð ríkisstjórn – óbærilegir vextir af engu!
"Hvaðan ætlaði fjármálaráðherrann að taka 110 milljarða í erlendum gjaldeyri til að gefa Bretum og Hollendingum í vexti af gerviskuld?" (og það einungis fram til 1. okt. sl. meira mundi bætast við!). Þannig spurði undirritaður í grein sinni í Morgunblaðinu í fyrradag: Ríkisstjórnin stendur uppi afhjúpuð í Icesave-málinu. Hún hefst þannig:
Í nýútkominni bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið er það í raun staðfest, sem margsagt hafði verið í pistlum á vef Þjóðarheiðurs í haust, að þrátt fyrir að eignasafn Landsbankans gamla nægi til að borga allar Icesave-höfuðstólskröfurnar (upp að í mesta lagi 20.887 á hverja), þá hefðum við Íslendingar samt þurft, skv. Icesave I, að greiða Bretum og Hollendingum gríðarlegar, óafturkræfar vaxta-fjárhæðir, sem hefðu leikið samfélag okkar grátt kollsteypt ríkissjóði eða valdið hér ómældum hörmungum.
Samkvæmt útreikningum Sigurðar Más næmi gjaldfallin upphæð óafturkræfra Icesave-vaxta vegna Svavarssamnings, til 1. okt. sl., 110 milljörðum króna!
Hvar ætlaði fjármálaráðherrann og viðhlæjendur hans að taka þessa peninga? Þetta er margfalt á við allt það sem þó hefur verið skorið niður í ríkiskerfinu frá bankakreppunni.
Hvar væri þjóðin nú stödd, ef Steingrímur og Jóhanna hefðu komizt upp með að leggja Icesave-byrðina á bökin á okkur? Hvernig væri hér umhorfs, ef forseti Íslands hefði ekki komið okkur til bjargar? Hvað ef grasrótin og sjálfvakin samtök hefðu ekki beitt sér í málinu með skrifum og undirskriftasöfnunum, gegn sameinuðu afli stjórnmálastéttar, atvinnurekenda, verkalýðsrekenda og sameinaðra álitsgjafa í ríkisstjórnarþægum fjölmiðlum?
Hver voru þessi sjálfvöktu samtök? Jú, InDefence-hópurinn, Þjóðarheiður samtök gegn Icesave (thjodarheidur.blog.is), AdvIce-hópurinn og Samstaða þjóðar gegn Icesave (Kjósum.is). Bók Sigurðar Más er ýtarleg úttekt á Icesave-málinu. Þó hefur hann að mestu gengið framhjá hlut þessara samtaka, og vekur það nokkra furðu. En þetta var útúrdúr.
17. nóv. sl. upplýsti skilanefnd Landsbankans, að endurheimtur bankans væru orðnar um 1340 milljarðar, um 25 milljarða umfram forgangskröfur, en þar eru bæði Icesave-kröfur og heildsölulán.
Höfum hugfast, að ofgreiddir vextir vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga myndu ekki teljast til forgangskrafna og væru að öllu eða langmestu leyti óafturkræfir, ef þeir hefðu verið reiddir fram úr illa stöddum ríkissjóði Íslands, sem bar raunar engin skylda til slíkra greiðslna!
Svo átti að greiða þetta allt í erlendum gjaldeyri, sem er torfenginn í svo miklum mæli, og hefði það haft áhrif til lækkunar á gengi krónunnar og aukið á verðbólgu.
Þetta var tæplega hálf greinin. Undirritaður mun fjalla nokkuð um þetta mál í vikulegum þætti sínum á Útvarpi Sögu á morgun, þriðjudaginn 13. des., kl. 12.4013.00. Þátturinn er endurtekinn á föstudag kl. 18.
En ljóst er, að lúmskir samningamenn Breta og Hollendinga léku þarna á Svavarsliðið eins og ekkert væri tryggðu sér það í samningnum, að fyrst skyldum við borga vextina, því að þeir yrðu þó alltaf óafturkræfir! já, jafnvel þótt höfuðsstólsskuld Tryggingarsjóðsins reyndist engin, þegar búið væri að skoða eignasafnið!
Og við þessu gleyptu þau öll og börðust fyrir að láta okkur borga þetta, þau Svavar og Indriði, heimspekingurinn Huginn (verið eitthvað sveimhuga þá eins og fleiri), Jóhanna sem aldrei las samninginn, Össur Esb-þjónn, sem hefur trúlega bara verið að hlýða kallinu ekki skyldunnar, heldur Esb. Steingrímur Joð og Ketill skrækur, ásamt öðru fylgdarliði, prúðbúnu, en illa að sér í refskák gamalla nýlenduvelda.
Forsetinn bjargaði málinu og þjóðin sjálf, á því er enginn vafi.
Jón Valur Jensson.
3.12.2011 | 03:19
Hefðum þurft að greiða 110 milljarða fram að þessu í ÓAFTURKRÆFA VEXTI vegna Icesave!
Í nýútkominni bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið kemur það fram, sem ítrekað hafði verið á bloggsíðu Þjóðarheiðurs í pistlum í haust, að þrátt fyrir að eignasafn Landsbankans gamla nægi til að borga upp allar Icesave-höfuðstólskröfurnar (upp að í mesta lagi 20.887 á hverja), þá hefðum við Íslendingar samt þurft, skv. Icesave I, að greiða Bretum og Hollendingum gríðarlegar og óafturkræfar VAXTA-fjárhæðir, sem hefðu leikið samfélag okkar afar grátt og ýmist kollsteypt ríkissjóði eða valdið hér ómældum hörmungum. Óafturkræfar væru þær, af því að vaxtakröfur í þrotabú teljast ekki til forgangskrafna.
Samkvæmt útreikningum Sigurðar Más (sjá bls. 187 í bók hans) næmi þessi gjaldfallna fjárhæð, þar til 1. október sl., er bók hans var tilbúin til prentunar, 110 milljörðum króna! Hvar ætlaði fjármálaráðherrann og viðhlæjendur hans að taka þessa peninga?! Hér er lokað spítölum og deildum, allt dregið saman nema helzt í sukk og óhóf, t.d. í aðstoðarmenn ráðherra, sem fá hækkun nú, en ríkisstjórnin vildi fjölga þeim upp í 31 manns!
Og meðan lokað er meirihluta Landakotsspítala til að spara 100 milljónir, taldi (og telur enn?!!!) fjármálaráðherrann, að rétt hefði verið að fleygja ellefu hundruð sinnum hærri fjárhæð í óafturkræfa gjöf til Breta og Hollendinga!!!
Hvar á byggðu bóli getur vanhæfari stjórnvöld? Ætli þeim veiti nokkuð af 31 aðstoðarmanni? Þeim verður þó engin hjálp í þeim öllum, ef ríkisstjórnin sjálf fær að ráða, hvaða vildarmenn hennar hreppi þær stöður.
Það er alveg ljóst, að Evrópusambandið tók í þessu máli afstöðu með Bretum og Hollendingum og að ýtt var þaðan á Samfylkinguna og Jóhönnustjórnina (jafnvel fyrir formlegan upphafs-starfsdag hennar) um að leggjast hundflöt fyrir kröfum brezkra og hollenzkra stjórnvalda.
Þjóðin á enn eftir að gera upp þessi mál í kosningum.
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt 7.12.2011 kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.11.2011 | 17:22
Icesave-kandídatinn kosinn þrátt fyrir andstöðu meirihluta sjálfstæðismanna
Flokkseigendafélagið bar sigur úr býtum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þungaviktin í Valhöll og hagsmunatengda liðið, en 45% landsfundarmanna stóðu þó á móti Icesave-þingmanninum. Þau 45% áttu stuðning grasrótarinnar og landsbyggðarinnar.
Votta ber almennum sjálfstæðismönnum samúð vegna þessarar niðurstöðu. Réttast hefði verið, að landsfundur veitti Bjarna Benediktssyni verðskuldaða ráðningu já, öðruvísi ráðningu! vegna svika hans við þá stefnu síðasta landsfundar að hafna beri með öllu ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Sjá um það mál nánar hér á vefsíðunni, í mörgum nýjum greinum.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Óendanlega þakklátur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2011 | 18:32
Hanna Birna gagnrýnir Icesave-Bjarna, sem sjálfur VER stefnu sína þvert gegn síðasta landsfundi!
Hanna Birna Kristjánsdóttir gagnrýndi Bjarna, formann flokks síns, "fínlega" vegna afstöðu hans í Icesave-málinu skv. Rúv-frétt kl. 18. Þetta er prinsipmál, sem snýst um það eitt að íslenskur almenningur á aldrei, og ég endurtek aldrei, að sitja uppi með reikninga sem fyrirtæki skilja eftir sig þegar allt fer á versta veg," sagði hún, ennfremur að ríkisstjórnin hefði ítrekað reynt að skuldbinda íslenzka skattgreiðendur vegna Icesave-reikninganna.
En Bjarni Benediktsson lætur ekki skipast, hefur enn ekki iðrazt afstöðu sinnar með samþykkt Icesave III, þvert gegn þjóðarviljanum og þrátt fyrir að samþykkt þeirra ólaga hefði lagt á saklausa þjóðina gríðarlegar vaxtagreiðslur, tugi milljarða á ári hverju, fé sem hefði EKKI talizt til forgangskrafna, þegar greitt yrði að endingu úr þrotabúinu og væri því óafturkræft!
Hart er í ári nú hjá ríkinu, með miklum samdrætti, en hann væri margfaldur á við það, sem nú er, ef við hefðum samþykkt Icesave III. Ætlar formaður Sjálfstæðisflokksins aldrei að skilja þetta? Þykist þessi maður fær um að stjórna landinu?
Lesið hér um læpuskaps-ódygðir og vælugang hans á þessum landsfundi:
- Í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sagði Bjarni Benediktsson að hann hefði tekið það mjög nærri sér er hann fann að flokkurinn hafi ekki verið samstíga í Icesave-málinu.
- Mestu skiptir að vera heill og trúr sannfæringu sinni og gera allt sem best er fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar [svo! innskot jvj.], sagði Bjarni er hann ræddi um klofninginn innan flokksins vegna Icesave. (Af vef Ruv-is.)
Bjarni Ben. er óiðrandi syndari í þessu máli og biðlar þó til flokksmanna sinna um stuðning, eftir að hafa þverbrotið gegn einarðri stefnu síðasta landsfundar á undan í þessu Icesave-máli!
Fleiri greinar hér á síðunni um landsfundar- og Icesave-mál !
Jón Valur Jensson.
![]() |
Stjórnin sér háa skatta í hillingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2011 | 11:20
Gústaf Adolf Skúlason: Það er ekki "betri Svavar" sem Sjálfstæðisflokkinn vantar til að leiða þjóðina
Í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 17. nóv sagði Bjarni Benediktsson:
- "Ályktunin (nei við löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu) var í mínum huga fyrst og fremst til að brýna þingmenn flokksins og aðra til að standa órofa vörð um hagsmuni lands og þjóðar. Það gerði ég ásamt öllum þingmönnum, jafnt þeim sem greiddu atkvæði með síðasta samningi (Icesave III) og þeim sem stóðu gegn honum."
Liðhaup Bjarna Benediktssonar og meirihluta þingliðs sjálfstæðismanna, er þeir gengu í lið ríkisstjórnarinnar í Icesave III, neyddi þjóðina til að rísa upp eina ferðina enn til að endurtaka sama boðskap og öllum var kunnur: Nei við Icesave. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna.
Varnir formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir svikum sínum eru, að Icesave III hafi verið "gjörbreyttur samningur vegna 400 milljarða króna afsláttar," þar sem tillit var tekið til "gagnrýni talsmanna þjóðargjaldþrotasamninganna." Bara ef hægt væri að ná betri samning en Svavari Gestssyni og ríkisstjórninni hafði áður tekist væri það rétt, að þjóðin tæki skuldasúpu Landsbankans á sínar herðar. Bjarni fullyrðir, að Icesave III hafi verið í þágu hagsmuna lands og þjóðar! Gerir hann engan greinarmun á þeim, sem lögðu til samninginn og greiddu honum atkvæði og þjóðarmeirihlutanum, sem felldi samninginn. Samkvæmt Bjarna Benediktssyni stóðu báðar fylkingarnar "vörð um hagsmuni þjóðarinnar". Einn þingmaður Sjálfstæðismanna hótaði m.a. með innrásarliði górillu-innheimtumanna Breta og Hollendinga, ef Íslendingar segðu ekki já við afarkostum Icesave III.
Þjóðin stóð á hagsmunum sínum og ekkert bólar á górillum enn sem komið er. Lýðskrumurum af Jöhönnu og Steingrímstegund hefur hins vegar fjölgað.
Ég vona, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sjái, heyri og skilji þá samstöðu, sem þjóðin sýndi í Icesave-deilunni, þótt meirihluti þingflokks þeirra ásamt formanni flokksins hafi hafnað áskorun 40 þúsund Íslendinga um að draga Icesave III til baka og tekið afstöðu gegn hagsmunum þjóðarinnar.
Það var aldrei meining Bjarna, að þjóðin ætti að vera frjáls undan Icesave-klafanum. Hann vildi bara slá sjálfan sig sleginn til riddara sem betri samningamann en Svavar Gestsson. Þannig ætlar Bjarni Benediktsson líka að nota tækifærið varðandi ESB-samninginn, þegar afhenda á fullveldi Íslands til embættismannanna í Brussel. Ef "ríkisstjórnin þráast við og heldur viðræðunum til streitu" ætlar Bjarni enn á ný að skunda með liði sínu á vettvang og bjarga vonlausustu ríkisstjórn Íslandssögunnar með "betri" ESB-samning.
Vonandi hafa landsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bæði kjark og þor, að bjarga formannsstóli sínum frá Bjarna Benediktssyni. Formannstóllinn tilheyrir foringja, sem leiða á þjóðina í nýrri sjálfstæðisbaráttu hennar í breyttum heimi, þar sem óveðurskýin dragast saman á himni.
Í það verkefni þarf persónu með aðra hæfileika en að vera bara betri Svavar í samningum.
Gústaf Adolf Skúlason.
Viðauki: Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögfræðingur og sjálfstæðiskona, er í Vikulokunum á Rás 1 við birtingu þessarar greinar. Hún er stuðningsmaður Bjarna á landsfundi, en segir þó aðspurð, að afstaða hans til Icesave III "hái honum" í kosingabaráttu hans á landsfundinum og að sjálf hafi hún verið einörð í andstöðu sinni við Icesave III. Aths. JVJ.
Lesið ennfremur eftirfarandi nýlega pistla hér:
- Gústaf Skúlason: Formaðurinn stoltur af rangri hlið Icesave-deilunnar. VELKOMIN Í FORMANNSSTÓLINN, HANNA BIRNA!
- "Þegar þriðji Icesave-samningurinn kom inn á borð Bjarna [Benediktssonar] brást hann flokksmönnum sínum í einu og öllu."
- Orðrétt ósannindi Steingríms J. Sigfússonar um Svavarssamninginn
- Hvenær, ef nokkurn tímann, las Jóhanna Sigurðardóttir allan Svavarssamninginn? og um hrikalegar afleiðingar af samþykkt Icesave-samninga, þrátt fyrir endurheimtur!
- Hanna Birna Kristjánsdóttir á öndverðum meiði við Bjarna Benediktsson í Icesave-máli
![]() |
Stjórnmálaályktun lögð fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.11.2011 | 12:43
Hvenær, ef nokkurn tímann, las Jóhanna Sigurðardóttir allan Svavarssamninginn? - og um hrikalegar afleiðingar af samþykkt Icesave-samninga, þrátt fyrir endurheimtur!
Guðlaugur Þór Þórðarson alþm. benti á það í umræðu á Alþingi í morgun að vinnubrögð Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave-málinu hefðu einkennzt af pukri og launung og að "hæstv. forsætisráðherra" hefði samþykkt Icesave I án þess að hafa lesið hann og ennfremur ætlazt til þess af þingmönnum Vinstri grænna að þeir samþykktu hann án þess að hafa lesið hann.
Jóhanna svaraði fyrir sig, sagði rangt, að hún hafi ekki lesið samninginn, en orð hennar voru svo óskýr í því svari, að hún gæti allt eins átt við, að hún hafi lesið hann seinna!
Í dag bárust þau tíðindi, að skilanefnd Landsbankans upplýsti, að endurheimtur bankans séu nú orðnar um 1340 milljarðar, um 25 milljarðar umfram forgangskröfur, en þar eru bæði Icesave-kröfur og heildsölulán.
En við skulum áfram hafa hugfast, að ofgreiddir vextir vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga myndu EKKI teljast til forgangskrafna og væru því óafturkræfir, ef þeir hefðu verið reiddir fram úr illa stöddum ríkissjóði Íslands, sem bar raunar engin skylda til slíkra greiðslna!
Jóhanna og Steingrímur samþykktu gríðarlegar vaxtagreiðslur, tugi milljarða á ári hverju, í öllum Icesave-lögunum, sem mættu svo mikilli andstöðu þjóðarinnar, en ekki stjórnmálastéttarinnar, ekki leiðandi manna í viðskiptalífinu, samtaka atvinnurekenda og með fáum undantekningum ekki háskólaspekinga, og hinar ólögmætu vaxtagreiðslur mættu ekki einu sinni andstöðu verkalýðsforystunnar, og virtist þá fokið í flest skjól fyrir alþýðu manna eða flestir sótraftar á sjó dregnir til að réttlæta rangindin. (Meira um þau í öðrum pistli hér eftir kvöldmat!)
Biðraðir lengjast nú í heilbrigðisþjónustunni, spítölum lokað (Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og verulegar takmarkanir víðar, m.a. á Húsavík, í sjálfu kjördæmi Icesave-árátturáðherrans Steingríms J.). Menn geta einnig litið á Landakotsspítala, þegar farið er að rökkva um kl. 18 dag hvern, og séð þar slökkt ljós á heilu hæðunum í báðum álmum hússins, í meirihluta hans!
Hvernig væri nú ástandið orðið, ef fjármálaráðherrann hefði fengið leyfi þings og þjóðar til að skrifa upp á ríkisábyrgð fyrir tugmilljarðakröfum um ÓAFTURKRÆFA VEXTI til Bretlands og Hollands?! Yfir 40 milljarðar áttu vextirnir að vera strax á fyrsta árinu og það í erlendum gjaldeyri og svo bætt "rausnarlega" við, ár af ári! Og þessi maður situr enn á ráðherrastóli!
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2011 | 13:21
Hanna Birna Kristjánsdóttir á öndverðum meiði við Bjarna Benediktsson í Icesave-máli
Hver er afstaða þín til Icesave-málsins? Þannig spyr Hjörtur J. Guðmundsson þennan frambjóðanda í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í fróðlegu viðtali í Mbl. í dag.* Svar Hönnu Birnu:
- Ég var algerlega á móti því að reynt væri að fara þá leið að semja um Icesave-málið og hengja þennan klafa á íslenska launþega. Ég fagna því að íslensk þjóð hafi fengið tækifæri til þess að hafna málinu og þetta ferli sýnir vel að þjóðin veit oft mun betur en stjórnmálamennirnir.
Þetta svar sýnir vel, að Hanna Birna var ekki einungis andvíg samþykkt formannsins Bjarna og mikils meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins á svokölluðum Icesave-III-"lögum" þeim sem þjóðin felldi í seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni heldur einnig á móti hjásetu mestalls sama þingflokks í afgreiðslu Icesave-II-laganna (fyrirvaralaganna, sem herra Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti með sínum eigin viðbættu fyrirvörum í byrjun september 2009, en voru felld úr gildi á þessu ári).
Til hamingju með þessa afstöðu þína, Hanna Birna!
* Skiptir mestu að flokkurinn fylgi samþykktum landsfundar, Mbl. í dag, s. 6.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Vill hætta við ESB og halda í krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)