Hanna Birna Kristjánsdóttir á öndverðum meiði við Bjarna Benediktsson í Icesave-máli

  Hver er afstaða þín til Icesave-málsins? – Þannig spyr Hjörtur J. Guðmundsson þennan frambjóðanda í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í fróðlegu viðtali í Mbl. í dag.* Svar Hönnu Birnu:

  • „Ég var algerlega á móti því að reynt væri að fara þá leið að semja um Icesave-málið og hengja þennan klafa á íslenska launþega. Ég fagna því að íslensk þjóð hafi fengið tækifæri til þess að hafna málinu og þetta ferli sýnir vel að þjóðin veit oft mun betur en stjórnmálamennirnir.“

Þetta svar sýnir vel, að Hanna Birna var ekki einungis andvíg samþykkt formannsins Bjarna og mikils meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins á svokölluðum Icesave-III-"lögum" – þeim sem þjóðin felldi í seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni – heldur einnig á móti hjásetu mestalls sama þingflokks í afgreiðslu Icesave-II-laganna (fyrirvaralaganna, sem herra Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti með sínum eigin viðbættu fyrirvörum í byrjun september 2009, en voru felld úr gildi á þessu ári).

Til hamingju með þessa afstöðu þína, Hanna Birna!

* Skiptir mestu að flokkurinn fylgi samþykktum landsfundar, Mbl. í dag, s. 6.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill hætta við ESB og halda í krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er vont að treista Mönnum eins og Bjarna Ben sem veit ekki muninn á já og nei...

Vilhjálmur Stefánsson, 4.11.2011 kl. 14:20

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

það er bara þessi hræðsla að trúa frambjóðendum en hvað með það maður ræður engu með kosningu því allt er þetta innanfélags pólitík.

Valdimar Samúelsson, 4.11.2011 kl. 20:09

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka fyrir innleggin og skil ykkur vel.

Jón Valur Jensson, 6.11.2011 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband