Hvenær, ef nokkurn tímann, las Jóhanna Sigurðardóttir allan Svavarssamninginn? - og um hrikalegar afleiðingar af samþykkt Icesave-samninga, þrátt fyrir endurheimtur!

Guðlaugur Þór Þórðarson alþm. benti á það í umræðu á Alþingi í morgun að vinnubrögð Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave-málinu hefðu einkennzt af pukri og launung og að "hæstv. forsætisráðherra" hefði samþykkt Icesave I án þess að hafa lesið hann og ennfremur ætlazt til þess af þingmönnum Vinstri grænna að þeir samþykktu hann án þess að hafa lesið hann.

Jóhanna svaraði fyrir sig, sagði rangt, að hún hafi ekki lesið samninginn, en orð hennar voru svo óskýr í því svari, að hún gæti allt eins átt við, að hún hafi lesið hann seinna!

Í dag bárust þau tíðindi, að skilanefnd Landsbankans upplýsti, að endurheimtur bankans séu nú orðnar um 1340 milljarðar, um 25 milljarðar umfram forgangskröfur, en þar eru bæði Icesave-kröfur og heildsölulán.

En við skulum áfram hafa hugfast, að ofgreiddir vextir vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga myndu EKKI teljast til forgangskrafna og væru því óafturkræfir, ef þeir hefðu verið reiddir fram úr illa stöddum ríkissjóði Íslands, sem bar raunar engin skylda til slíkra greiðslna! 

Jóhanna og Steingrímur samþykktu gríðarlegar vaxtagreiðslur, tugi milljarða á ári hverju, í öllum Icesave-lögunum, sem mættu svo mikilli andstöðu þjóðarinnar, en ekki stjórnmálastéttarinnar, ekki leiðandi manna í viðskiptalífinu, samtaka atvinnurekenda og – með fáum undantekningum – ekki háskólaspekinga, og hinar ólögmætu vaxtagreiðslur mættu ekki einu sinni andstöðu verkalýðsforystunnar, og virtist þá fokið í flest skjól fyrir alþýðu manna eða flestir sótraftar á sjó dregnir til að réttlæta rangindin. (Meira um þau í öðrum pistli hér eftir kvöldmat!)

Biðraðir lengjast nú í heilbrigðisþjónustunni, spítölum lokað (Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og verulegar takmarkanir víðar, m.a. á Húsavík, í sjálfu kjördæmi Icesave-árátturáðherrans Steingríms J.). Menn geta einnig litið á Landakotsspítala, þegar farið er að rökkva um kl. 18 dag hvern, og séð þar slökkt ljós á heilu hæðunum í báðum álmum hússins, í meirihluta hans!

Hvernig væri nú ástandið orðið, ef fjármálaráðherrann hefði fengið leyfi þings og þjóðar til að skrifa upp á ríkisábyrgð fyrir tugmilljarðakröfum um ÓAFTURKRÆFA VEXTI til Bretlands og Hollands?! Yfir 40 milljarðar áttu vextirnir að vera strax á fyrsta árinu og það í erlendum gjaldeyri – og svo bætt "rausnarlega" við, ár af ári! Og þessi maður situr enn á ráðherrastóli!

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, þeir eru nokkuð margir sem seint verður fyrirgefin framgangan í ICESAVE þrennunni.

Ráðherrann sem þú nefnir, Jón Valur, situr vissulega enn í stólnum sínum. Núna þykist hann hafa allt að 30 milljarða á "lausu" til þess að hygla aðstandendum Byrs og SpKef.

En líklega verða þeir aurar fengnir með niðurskurði á opinberri þjónustu og skattahækkunum alveg jafnt og þeir sem hann ætlaði svo vinsamlega að gauka að B&H.

Kolbrún Hilmars, 17.11.2011 kl. 13:37

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Hvernig er hægt að viðhafa svo mikla grimd gegn eigin þjóð og undirlægjuhátt fyrir erlenda afli eins og Jóhanna og Steingrímur hafa sýnt og lagt sig fram við. Þú lýsir þessu vel Jón Valur, þeim tókst ekki að ganga frá þjóð sinni með Icesave en Steingrímur situr enn við sinn keip að framkvæma rangindi. Hann vill raunverulega að fólk hafi það erfitt og þjáist- þá getur hann viðhaldið þráhyggju sinni og óvild gegn XD og XF. Undrast oft hvort þjóðin sé búin að gefast upp fyrir þessari ríkisstjórn og tilbúin að láta þetta yfir okkur öll ganga án þess að láta í sér heyra?

Á meðan einhver lætur í sér heyra, er víst að ennþá er fólk sem sættir sig ekki við þetta ástand. Sagan sýnir að þeir sem sýna seiglu og þrautsegju í réttlætismálum hafa sigur að lokum. Það skiftir ekki öllu hve margir að tölu eða fáir þeir eru, það sem skiftir öllu er að gefast ekki upp.

Anna Björg Hjartardóttir, 17.11.2011 kl. 21:24

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Kannski er það ekki Jón Valur sem skrifaði þetta blogg en vissulega er hann aðili að Þjóðarheiðri, svo allt eins er það hann sem skrifaði þetta, stílinn er líkur svo ég gleymdi mér. Ha,ha. kveðja

Anna Björg Hjartardóttir, 17.11.2011 kl. 21:56

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk! - en upptekinn.

Jón Valur Jensson, 17.11.2011 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband