Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
27.1.2012 | 09:13
Blaðafulltrúi óvinsællar ríkisstjórnar, ekki þjóðarinnar
Jóhann Hauksson blaðamaður starfaði ekki í þágu þjóðarinnar, þegar hann gerðist eindreginn málsvari Icesave-klafans á Íslendinga.* Sem betur fer var minnst hlustað á menn eins og hann í þjóðaratkvæðagreiðslunum. Frægt er það atvik úr Bessastaðastofu þegar forsetinn stakk upp í þennan framhleypna blaðamann með eftirminnilegum hætti.
Fyrir tveimur árum var auglýst embætti blaðafulltrúa forsætisráðuneytisins. Tugir manna sóttu um, en síðan var HÆTT VIÐ að stofna til starfans. Hefur Jóhanna Sig. kannski átt erfitt með að ganga þar fram hjá mun hæfari mönnum en Jóhanni. Nú er því gripið til þess ráðs að auglýsa starf "blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar" og gera það ÁN AUGLÝSINGAR, að því er virðist þvert gegn lögum!
Baldur Hermannsson telur á Facebók sinni (skv. Fréttatímanum í dag, s. 24) að nú geti Jóhann "fengist við það sem honum lætur best: áróður í formi upplýsinga."
Skyldum við eiga eftir að hlusta á enn meiri Icesave-áróður úr munni Jóhanns Haukssonar og nú á fullum launum frá okkur sjálfum?!
* Icesave-I hefði þegar kostað okkur yfir 120 milljarða króna í ÓENDURKRÆFA VEXTI (og allt í erlendum gjaldeyri) vaxtakröfur í þrotabú eru ekki meðal forgangskrafna féð væri tapað. Sjá greinar hér á vefnum. En 120 milljarða klafinn hefði reynzt okkur gríðarleg efnahagsáraun, leitt til fjöldabrottrekstrar ríkisstarfsmanna, óvægins niðurskurðar á skólakerfi, heilbrigðisþjónustu og framkvæmdum ríkisins og til skattaáþjánar alþýðu.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2012 | 17:15
Áskorunarsíða um herra Ólaf Ragnar sem forseta Íslands í 5. sinn
ÁSKORUN TIL FORSETA um að gefa áfram kost á sér í embættið hefur verið hrundið af stað á sérstakri vefsíðu, og er rífandi gangur í undirskriftum þar, komnar 1116 á um tveimur tímum, þegar þetta er ritað.
Ólafur Ragnar Grímsson er sá, sem þjóðin treystir manna bezt í starf forseta Íslands, að fenginni reynslu okkar á neyðartíma í sögu lýðveldisins. Með því að vísa Icesave-I-ólögunum undir dóm þjóðarinnar hefur hann, ásamt þjóðinni sjálfri, sparað okkur yfir 120 milljarða króna í ÓENDURKRÆFAR vaxtagreiðslur hingað til (meira myndi bætast við, meðan þrotabú Landsbankans er ekki fulluppgert)!
Með málskoti Icesave-III-ólaganna til þjóðarinnar hefur forsetinn á 36 daga fresti verið að spara okkur vaxtagreiðslur sem jafngilt hefðu heilu ríkisfangelsi á Hólmsheiði hverju eftir annað á 36 daga fresti! Um þessi mál hefur verið fjallað hér í fjölda greina hér á vefsetri Þjóðarheiðurs samtaka gegn Icesave.
Við skulum öll taka þátt í því að tryggja okkur áfram traustan forseta hér við völd, mann sem við vitum fyrir fram, að er reiðubúinn að vera sá neyðarhemill á rangar eða vafasamar ákvarðanir stjórnmálastéttarinnar, sem þjóðinni hefur verið svo nauðsynlegur á seinni árum.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Skora á Ólaf Ragnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2012 | 07:36
Skýrslum ráðherra stungið undir stól
Eru það viðteknir stjórnarhættir ráðherra að stinga skýrslum undir stól (sbr. Kristján Möller vegna Vaðlaheiðarganga)? Þetta er nefnilega ekki einstakt dæmi um slíkt undanskot. Það sama gerðist í Icesave-málinu og með svo alvarlegum hætti, að leidd hafa verið rök að því, að þar hafi a.m.k. Össur Skarphéðinsson, ef ekki Steingrímur líka, brotið skýr landráðaákvæði hegningarlaganna, sjá hér: Össur biðst afsökunar (þó með sínum stærilætistöktum) vegna Mishcon de Reya-STÓRHNEYKSLIS.
Hin falda spá Hagfræðistofnunar um tregar innheimtur á veggjöldum vegna Vaðlaheiðarganga er aðalfréttin á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Hvenær skyldi reka að því, að dagblöðin greini frá lögsókn á hendur Össuri vegna hinnar földu skýrslu lögfræðistofunnar Mishcon de Reya (sem komst að þeirri niðurstöðu, að okkur bæri ekki að greiða Icesave-rukkun ríkisstjórnar Gordons Brown)?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Skýrslu stungið undir stól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.1.2012 | 10:04
Sukkið og óráðsían í Icesave-samningamálum: 128.000 kr. @ tímann hjá Lee Buchheit og fundað í Túnis!
Ótrúlegir hlutir eru komnir í leitirnar vegna þess að blaðamaður Mbl. fylgdi því hraustlega eftir að fá umbeðnar upplýsingar um kostnað vegna Icesave-samninganefndar undir forystu Buchheits. Ráðuneytið gaf sig ekki fyrr en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum kvað upp sinn úrskurð 29. desember sl., um 11 mánuðum eftir að blaðamaðurinn, Rúnar Pálmason, bað fyrst um upplýsingarnar.
Og hér gefur á að líta:
- Til að "fá" þann samning, sem Buchhheit hrósaði (mælti með eigin verki!) og hefði kostað okkur óafturkræfar vaxtagreiðslur sem nema myndu á hverjum 36 dögum andviði fyrirhugaðs ríkisfangelsis á Hólmsheiði, rukkaði hann ríkið um 128.000 fyrir hvern unninn lögfræðiráðgjafartíma sinn!
- Samningamennirnir íslenzku, Lárus Blöndal og Jóhannes Karl Sveinsson, rukkuðu ekki aðeins fyrir starf sitt í nefndinni, heldur einnig (eins og Buchhheit) fyrir blaðamanna- og kynningarfundi sína og (Lárus) fyrir símafundi við ráðuneytismenn og fulltrúa stjórnarandstöðunnar, einkum Bjarna Benediktsson. En kunningsskapur var með Lárusi og Bjarna fyrir (þess get ég hér, JVJ), og má ætla, að Lárus hafi haft sín áhrif á Bjarna til að snúa þingflokki sjálfstæðismanna til að taka sína vit-lausu, óþjóðhollu ákvörðun í trássi við vilja landsfundar flokksins.
- Þrjár milljónir rukkaði Lee Buchheit vegna Túnisferðar vegna Icesave, en alls nam ferðakostnaður hans 7,5 milljónum króna.
- Hæstu greiðslurnar vegna þessarar nefndar, sem vann að Icesave-III-samningnum, eru til Hawkpoint Partners, lögfræðistofu í Lundúnum, vegna sérfræðiráðgjafar, upp á 143 milljónir króna, og eru þeir reikningar "lítt sundurliðaðir, aðeins talað um þóknanir samkvæmt samkomulagi" (Mbl. í dag, bls. 12: Tók tæplega ár að fá gögnin; einnig er málið forsíðufrétt Mbl.). "Töluverður kostnaður féll til vegna ferðalaga og þannig rukkar Hawkpoint t.d. alls um 3,7 milljónir króna vegna flugferða, þar af 1,6 milljónir vegna flugferða 14. janúar 2010 en ekki kemur fram hvert var flogið eða hversu margir farseðlar voru keyptir." (Rúnar Pálmason í sömu grein.)
- Lögfræðistofa Buchheits rukkaði alls um 86,4 milljónir kr.
- Steingrímur kvað heildarkostnað vegna Buchheit-nefndarinnar 369 milljónir (í ræðu á Alþingi 11. apríl 2011).
- Hér er ekki verið að tala um kostnað vegna Svavarsnefndarinnar, en Steingrímur sagði á Alþingi 11. apríl 2011, að sá kostnaður næmi 77,5 milljónum. Enn hefur ekkert verið upplýst um, hvað Svavar fekk þar í sinn hlut. Skv. Icesave-I-samningnum var ennfremur undirgengizt að borga Bretum um eða yfir tvo milljarða króna vegna lögfræðikostnaðar þeirra!
Ráðuneytið (eða Steingrímur J.) hafði synjað blaðamanninum um upplýsingar, en varð að lúffa fyrir úrskurðarnefnd í upplýsingamálum. Ekki var "gagnsæi" stjórnsýslunnar sjálfgefið hjá fjármálaráðherranum þá fremur en oft áður, heldur var þetta dregið út með töngum.
Svo er sami ráðherra búinn að taka stól Árna Páls Árnasonar, sem hafði haldið uppi góðum vörnum og kynningarstarfsemi í Icesave-málinu erlendis í sumar. Við í Þjóðarheiðri samtökum gegn Icesave höfum enga ástæðu til tiltrúar á Steingrím J. Sigfússon í þessu máli, nema síður sé, og vörum við framhaldi málsins undir handarjaðri hans. Þjóðin hefur ekki efni á því að vera andvaralaus í þessu máli.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Til Túnis vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2012 | 09:20
Hve lengi ætlar blog.is að hafa vefsíðu Lofts Þorsteinssonar lokaða?
Þetta var síðasta bloggfærsla Lofts á altice.blog.is:
- Höfnum Icesave-kröfunum með yfirlýsingu Alþingis 25.8.2010 | 10:25
- Ég hef mörgum sinnum bent á, að Alþingi verður að hafna Icesave-kröfum nýlenduveldanna með yfirlýsingu. Alþingi er málsvari almennings og 06. marz 2010 tók þjóðin af allan vafa um að Icesave-kröfurnar verða ekki greiddar. Það er óþolandi að einstakir...
Þarna fylgdi upphaf pistilsins með. Dagsetningin er þarna komið hátt í eitt og hálft ár frá ritskoðun Lofts og lokun síðu hans, sem fjöldi manns hafði vísað í, en engar þær vísanir gilda lengur, og heimildaöflun manna er þannig spillt, allt vegna viðkvæmni fyrir því sem varla nokkur man lengur og engu máli skipti í sjálfu sér. Hafði þó Loftur verið öflugastur manna í heimildaöflun um Icesave-málið á erlendum vettvangi, og á fundi með ráðamönnum í efnahags- og viðskiptaráðuneyti í vor eða sumar kom fram viðurkenning á gildi þess sem hann hafði aflað vitneskju um úr brezka fjármálaeftirlitinu, hinu hollenzka og úr fleiri stofnunum og stjórnardeildum erlendis sem innan lands, auk bréfaskipta hans við ýmsa málsmetandi sérfræðinga erlendis.
Svona ritskoðun minnir á mongólskan barbarisma og bókabrennur á 4. áratugnum.
En Loftur er enn baráttumaður gegn Icesave-áráttu stjórnmála- og valdastéttar landsins, eins og komið hefur fram í mörgum greinum hans í Morgunblaðinu allt fram undir þetta. Hann rekur nú með nokkrum félögum sínum samnefnda vefsíðu þess félagsskapar, Samstaða þjóðar. Er þar m.a. fjallað um Icesave, en aðallega Esb.
Loftur var einnig meðal virkustu manna í Samstöðu þjóðar gegn Icesave, samtaka sem stóðu fyrir vefsíðunni Kjósum.is og vel heppnaðri undirskrifta- og áskoranasöfnun vegna Icesave-III-ólaganna. Þjóðin er því í þakkarskuld við þennan mann rétt eins og forsetann (sjá nánar nýleg skrif hér neðar á vefsíðunni), en hverjar eru þakkirnar frá blog.is?!
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt 12.1.2012 kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Jón Lárusson lögreglumaður er fyrstur til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands í kosningunum í sumar. Hann er fæddur 1965, hefur gefið sig að ýmsum félagsmálum, var m.a. þátttakandi í Samstöðu þjóðar gegn Icesave og kom fram í ýtarlegum og góðum þætti um málið á ÍNN. Hann er maður rökfastur og réttlætissinni og hefur á seinni árum gerzt sérfræðingur í afleiðuviðskiptum. Hér er vefsíða hans: Umbótahreyfingin ~ nýtt afl, og hér er hans Moggabloggsíða: jonl.blog.is. Auk þess að vera andstæðingur Icesave I, II og III er hann andvígur inntöku Íslands í Evrópusambandið, sbr. grein hans efst á nefndri bloggsíðu. Jón tilkynnti um framboð sitt í Útvarpi Sögu í morgun, í þætti hjá Markúsi Þórhallssyni, og verður sá þáttur endurtekinn síðdegis.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Jón Lárusson í forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.12.2011 | 07:10
Icesave-málið rifjað upp í Venezúela
- "Rakið er hvernig gengi krónunnar hrundi við fjármálahrunið og hvernig Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vildu leggja þá þungu byrði á íslenska alþýðu að greiða sem svarar hundrað evrum á mánuði á hvert mannsbarn í fimmtán ár vegna Icesave-kröfunnar. [100 = 16.000 kr.]
- Sú krafa hafi hrundið af stað íslensku byltingunni (spænska: la revolución islandesa) með götumótmælum í Reykjavík. Segir þar einnig að krafan sverji sig í ætt við sambærilegar kröfur á hendur almenningi á Írlandi, Grikklandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal.Er því svo lýst hvernig íslenskur almenningur hafi beitt Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, miklum þrýstingi um að synja Icesave-lögunum staðfestingar."
Þetta er ágæt upprifjun á Icesave-málinu í hnotskurn og þetta með:
- Sagðir hafa beitt ESB og AGS gegn Íslandi
- Segir þar ennfremur að Bretar og Hollendingar hafi beitt áhrifum sínum í gegnum fjármálastofnanir, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið til að hóta Íslendingum því að Íslandi yrði breytt í Kúbu norðursins ef þeir létu ekki undan kröfunum ...
Um þetta mál var sem sé fjallað í ríkisútvarpinu í Venezúela. Niðurstaða þess hafi orðið "sú að Íslendingar hafi sýnt fram á að ekki beri að fela valdið í hendur stofnana sem taka ekki tillit til hagsmuna almennings, heldur beri að láta almannaviljann ráða för."
Verðum við ekki sjálf að skrifa upp á, að þetta er rétt?
Og hafa stjórnvöld annarra ríkja komizt lengra í fáránlega vitlausu klúðri en okkar eigin? Hér verður vitaskuld að undanskilja forseta Íslands. Heill sé honum.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Íslenska byltingin í Venesúela |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
19.12.2011 | 14:06
Menn uggandi vegna þess að yfir kann að vofa, að þeir, sem sízt skyldu, hrifsi Icesave-málið úr höndum Árna Páls
"Þeir ráðherrar, sem þarna um ræðir, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra, sem nú sækjast eftir fyrirsvarinu á þessu máli, þeir tóku báðir þátt í því að leyna Alþingi upplýsingum á fyrri stigum þessa máls, með Svavars-samningnum, við þekkjum þetta allt saman." Svo mælir Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður í athyglisverðu myndbandi Mbl-sjónvarps með frétt Halls Más hér á Mbl.is (leturbr. jvj).
Já, við þekkjum það mætavel, að Össur og Steingrímur leyndu afar mikilvægu lögfræðiáliti Mishcon de Reya-lögfræðistofunnar í Lundúnum,* áliti sem lagðist á sveif með rétti okkar í Icesave-deilunni, á sama tíma og þessir menn og aðrir ráðherrar héldu því fram, að málstaður Íslands fengi engan hljómgrunn meðal lögfræðinga erlendis, bara hjá fáeinum lögfræðingum hér á landi og því ómarktækum! (var gefið í skyn). Við höfum nú heldur betur séð mikinn og breiðan stuðning við okkar málstað víðan um heim meðal sérfræðinga og lögfræðinga, og þjóðin lét ekki blekkjast af þessum Bretaþægu stjórnvöldum okkar, heldur vísaði þeim bónleiðum til búðar.
Fréttin skrifaða hér á Mbl.is (sjá tengil neðar) er ekki jafn-ýtarleg og hún er í blaðinu sjálfu, en þó hafa líka bætzt við upplýsingar í dag.
- Mikil ólga er nú innan utanríkismálanefndar vegna óvissu um hvaða ráðherra muni hafa yfirvofandi dómsmál vegna Icesave-deilunnar á sinni könnu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur haldið utan um málið frá því að síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla um málið fór fram í vor og framhaldsmenntun Árna Páls er einmitt á sviði Evrópuréttar.
- Að undanförnu hefur þó verið mikið rætt um framtíð hans innan ríkisstjórnarinnar og jafnvel gert ráð fyrir því að hann muni hverfa þaðan í þeim breytingum sem yfirvofandi eru þar. (Mbl.is.)
En nú er þrengt að Árna Páli, að því er virðist umfram allt vegna afstöðu hans í Icesave-málinu, og eigum við Þjóðarheiðursmenn ekki að láta því ómótmælt, að verstu skálkarnir í málinu flæmi hann af ráðherrastóli til þess að geta sjálfir spillt þar réttarstöðu okkar til þægðar Bretum og Evrópusambandinu.
"Skálkur" er stórt orð, en augljóst var brot þessara tveggja manna í Mishcon de Reya-málinu, og lágu þó þjóðarhagsmunir við. Hefur undirritaður margminnt á það, að með því framferði hafi verið framið brot gegn ákvæðum 91. greinar landráðabálks almennra hegningarlaga, sjá hér: Össur biðst afsökunar (þó með sínum stærilætistöktum) vegna Mishcon de Reya-STÓRHNEYKSLIS. Ekkert hefur komið fram af hálfu þessara manna, sem haft hafi áhrif á ályktanir mínar í þeirri grein.**
Í Mbl.is-fréttinni segir ennfremur um Árna Pál (leturbr. jvj):
- Mikil ánægja hefur þó verið með hans störf í Icesave-deilunni og því eru nefndarmenn uggandi yfir því að málið færist aftur inn á borð hjá utanríkis- og fjármálaráðherra. En fréttastofa hefur heimildir fyrir því að [það] gæti gerst á næstu dögum og jafnvel áður en utanríkismálanefnd nái að funda um málið.
Mjög er hætt við því, að Jóhanna, Össur og Steingrímur komi þessu óþurftarverki sínu skyndilega í framkvæmd í miðjum jólaönnum eða yfir hátíðirnar, til að lágmarka andstöðuna (sbr. þegar Kremlarmenn réðust með her inn í Afganistan á jóladag 1979).
Í VINNSLU
* Hér er hin stórmerka skýrsla Mishcon de Reya-lögfræðistofunnar. Já, og þetta álit var sannarlega gert fyrir Össur og stílað á hann, það kemur strax fram á forsíðu þess: Mishcon de Reya-álitið til Össurar.
** Greinin birtist í heild í athugasemd hér á eftir.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Óvíst um forræði í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Með ágætum hefur Árni Páll tekið á Icesave-málinu í sumar (sjá fréttartengil neðar), en nú mega óæskilegir menn ekki klúðra málum. Lesum frábæran leiðarabút:
Ríkisútvarpið hefur forystu fyrir því að enn er reynt að ala á ranghugmyndum um að EFTA-dómstóllinn, sem forystumenn ESA monta sig af að hafa í vasanum, sé úrskurðaraðili í Icesave-deilunni. Þar deila aðilar og stofnanir með starfsvettvang og heimilisfesti hjá þremur sjálfstæðum þjóðum. Enginn þessara aðila hefur beint nefndu máli til ESA. Stofnunin tók málið að sér að eigin frumkvæði og var Norðmaðurinn sem í forystu var lykilmaður í þeirri gjörð og varð sjálfum sér og þeirri stofnun til álitshnekkis með glannalegum og óábyrgum yfirlýsingum.
Íslenskum stjórnvöldum, og utanríkisráðuneyti Íslands sérstaklega, bar að fordæma þá framgöngu alla. Það gerðu þau þó ekki. Það var vegna þess að hótanir og oflæti hins norska formanns ESA hentaði þeim, sem liður í herferð óttans gegn íslensku þjóðinni í Icesave-málinu. Fólk finnur til flökurleika þegar það heyrir Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur segja að þau muni sjá um varnirnar fyrir Íslands hönd í þeim skrípaleik sem ESA-stofnunin hefur stofnað til. Þau hafa frá upphafi komið fram sem baráttumenn andstæðinga Íslands í málinu.
Það er hárrétt sem fram kemur í orðum Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þegar hann fjallar um þetta mál: Það er með ólíkindum að stjórnmálamenn sem stóðu að samningunum um Icesave skuli sitja áfram á ráðherrastólum og tala núna eins og þeir séu best til þess fallnir að verja málstað Íslands fyrir EFTA-dómstólnum.
Þetta var aðeins hluti leiðarans. Lesið hann allan í Morgunblaðinu í dag.
Einnig er minnzt á Icesave-málið í Staksteinum dagsins. Þeir eru HÉR! á opinni vefsíðu fyrir alla að lesa: 'Festa að hætti forsætisráðherra'.
JVJ.
![]() |
Vel haldið á Icesave-máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"EFTA-dómstóllinn getur reyndar ekki sett skaðabætur á Ísland, það þyrfti að reka málið fyrir íslenzkum dómstólum. Það þyrfti að sýna þeim fram á einhvern skaða. Skaðinn er ekki til staðar. Þvert á móti, þeir eru að hagnast stórkostlega á þessari niðurstöðu". Þannig voru lokaorð Sigmundar Davíðs í magnað góðu viðtali við Hall Má Hallsson (Hallssonar Símonarsonar!), blaðamann Mbl. Þetta rúml. 3 mín. viðtal verða allir að sjá! Sigmundur er greinilega maður með meira bein í nefinu en Steingrímur, hvað sem líður útliti ...
Hér er allur síðasti hluti viðtalsins (frá 2:02 mín.):
- "En með því að láta þrotabúið greiða þetta, eins og því ber, þá eru þeir að fá gríðarlega háar upphæðir, sem þeir hefðu ekki fengið ella. Hollenzkir innistæðueigendur fá allt sitt tryggt, sem þeir hefðu ekki gert allir með gamla samkomulaginu, góðgerðarfélög, ensk sveitarfélög fá allt sitt o.s.frv., svoleiðis að þeir ættu að vera mjög sáttir við þessa niðurstöðu.
- Hallur: "Þannig að þú telur okkur vel undirbúin fyrir þetta?"
- "Já, við erum það, og jafnvel þó að EFTA-dómstóllinn kæmist að þeirri undarlegu niðurstöðu, að Íslendingar hefðu átt að greiða strax út 1700 milljarða króna í erlendri mynt, þegar gjaldeyrisvaraforði landsins var 350 milljarðar jafnvel þótt hann kæmist að þeirri undarlegu niðurstöðu, þá er samt mjög hæpið og raunar ómögulegt að dæma Íslendinga til að greiða einhverjar skaðabætur. EFTA-dómstóllinn getur reyndar ekki sett skaðabætur á Ísland, það þyrfti að reka málið fyrir íslenzkum dómstólum. Það þyrfti að sýna þeim fram á einhvern skaða. Skaðinn er ekki til staðar. Þvert á móti, þeir eru að hagnast stórkostlega á þessari niðurstöðu."
Þvílík einurð og hikstalaus þekking og krufning á málinu niður í kjölinn! Og þetta rennur allt upp úr honum í þessu leiftrandi viðtali.
Sjá einnig fyrri greinar hér í dag:
Fráleit ESA-stefna gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum
Og þessi rituð snemma í morgun, áður en ESA-fréttin barst:
Ánægjuleg umskipti í Icesave-máli það voru góð skipti að fá Árna Pál að málinu og hvíla Steingrím
JVJ.
![]() |
Tengist taugaveiklun í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)