Hve lengi ætlar blog.is að hafa vefsíðu Lofts Þorsteinssonar lokaða?

Þetta var síðasta bloggfærsla Lofts á altice.blog.is:

  • Höfnum Icesave-kröfunum með yfirlýsingu Alþingis  25.8.2010 | 10:25
  • Ég hef mörgum sinnum bent á, að Alþingi verður að hafna Icesave-kröfum nýlenduveldanna með yfirlýsingu. Alþingi er málsvari almennings og 06. marz 2010 tók þjóðin af allan vafa um að Icesave-kröfurnar verða ekki greiddar. Það er óþolandi að einstakir... 

Þarna fylgdi upphaf pistilsins með. Dagsetningin er þarna – komið hátt í eitt og hálft ár frá ritskoðun Lofts og lokun síðu hans, sem fjöldi manns hafði vísað í, en engar þær vísanir gilda lengur, og heimildaöflun manna er þannig spillt, allt vegna viðkvæmni fyrir því sem varla nokkur man lengur og engu máli skipti í sjálfu sér. Hafði þó Loftur verið öflugastur manna í heimildaöflun um Icesave-málið á erlendum vettvangi, og á fundi með ráðamönnum í efnahags- og viðskiptaráðuneyti í vor eða sumar kom fram viðurkenning á gildi þess sem hann hafði aflað vitneskju um úr brezka fjármálaeftirlitinu, hinu hollenzka og úr fleiri stofnunum og stjórnardeildum erlendis sem innan lands, auk bréfaskipta hans við ýmsa málsmetandi sérfræðinga erlendis.

Svona ritskoðun minnir á mongólskan barbarisma og bókabrennur á 4. áratugnum.

En Loftur er enn baráttumaður gegn Icesave-áráttu stjórnmála- og valdastéttar landsins, eins og komið hefur fram í mörgum greinum hans í Morgunblaðinu allt fram undir þetta. Hann rekur nú með nokkrum félögum sínum samnefnda vefsíðu þess félagsskapar, Samstaða þjóðar. Er þar m.a. fjallað um Icesave, en aðallega Esb.

Loftur var einnig meðal virkustu manna í Samstöðu þjóðar gegn Icesave, samtaka sem stóðu fyrir vefsíðunni Kjósum.is og vel heppnaðri undirskrifta- og áskoranasöfnun vegna Icesave-III-ólaganna. Þjóðin er því í þakkarskuld við þennan mann rétt eins og forsetann (sjá nánar nýleg skrif hér neðar á vefsíðunni), en hverjar eru þakkirnar frá blog.is?!

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man vel þegar síðunni hans Lofts var lokað enda þá nýbúið að loka á mig (Grefill). Það var þegar hann auglýsti eftir einhverjum til að drepa þau Össur og Jóhönnu með skordýraeitri. Þá þótti mörgum hann fara yfir velsæmisstrikið og kvörtunum rigndi yfir blog.is.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 10:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér innlitið, Grefill, en þetta er bara ekki rétt hjá þér. Vefsíðu Lofts var ekki lokað eftir þessi skrif, sem þú túlkar hér all-frjálslega (og hann sjálfur þurrkaði, að mig minnir, út), heldur var það seinna, sem síðu hans var lokað og þá vegna þess að hann henti gaman að fráleitri útnefningu blaðamanns (sem svo vildi til að átti samleið með Jóhönnu um sumt) á ameríska vikuritinu Time á Jóhönnu Sigurðardóttur sem einni af 10 beztu forsætisráðherrum eða kven-valdamönnum heimsins. Þessi útnefning kom vitaskuld flatt upp á fleiri hérlendis en Loft okkar!

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 10:09

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þessi athugasemd er mín einkaskoðun, varðar ekki samtökin Þjóðarheiður. Ritskoðun Lofts, sem eins alöflugasta Icesave-andstæðings landsins, kom hins vegar illa við þau samtök.

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 10:11

4 identicon

Gott hjá þér að vekja athygli á þessu JVJ.

Sjálfum fannst mér oft fræðandi að lesa fróðlegar greinar Lofts Altice Þorsteinssonar hér á Mbl.is.

En vissulega gat hann stundum átt það til í fljótræði og tilfinningahita að fara yfir strikið eins og svo mörgum öðrum.

Það endaði með því að Mbl.is lokaði á hann og kannski var það skiljanlegt.

En mér finnst alls ekki að það sé réttlætanlegt að halda mönnum endalaust út í kuldanum, vegna svona mála.

Um þetta þurfa að gilda einhverjar samræmdar og sanngjarnar reglur.

Þannig að menn eigi þess kost að koma aftur inn á bloggið eftir að hafa tekið út sína "refsingu" eftir einhvern ákveðinn tíma, allt eftir því hvers eðlis meint brot voru og hversu alvarleg þau voru. Eða hvort um eitt einstakt tilvik, eða ítrekuð brot hafi verið að ræða.

Reyndar finnst mér að fyrst eigi að gefa einhvers konar viðvörun og gefa mönnum kost á að lagfæra mistök sín og jafnframt biðjast afsökunar áður en fyrirvaralaust er lokað á menn.

Ég skora hér með á Mbl.is að opna aftur fyrir blogsíðu Lofts og skora á aðra sem eru mér sammála að senda beinar áskoranir á þá um þetta sanngirnis- og réttlætis mál.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 10:54

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þitt álit hér, Gunnlaugur og sérstaklega þín lokaorð.

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 11:12

6 Smámynd: Benedikta E

Vel gert hjá þér Jón Valur að vekja athygli á þessu ritskonuðar máli gagnvart Lofti - voru það ekki ESB og Icesave sinnar sem harðast gengu fram í því að lokað yrði á Loft - þeir lögðu alla vega sitt til þess máls þó í glerhúsi sætu.

Ég tek undir með þeim sem hér að framan hafa skorað á Mbl.is að opna nú þegar bloggsíðu Lofts og mun senda til Mbl.is beint áskorun þess efnis. 

Benedikta E, 10.1.2012 kl. 11:43

7 identicon

Nei, mig misminnir ekki Jón Valur og er ekkert að fara frjálslega með neitt, ég tók afrit af þessu öllu og á það á hörðum disk sem ég hef þó ekki aðgang að í augnablikinu þar sem ég er erlendis en diskurinn heima.

Loftur setti skordýrabloggið sitt upp þar sem hann klárlega auglýsti eftir einhverjum sem vildi gefa sig fram og eitra fyrir Össuri og Jóhönnu með skordýraeitir því hann líkti þeim við skordýr í færslunni.

Þessi færsla fór upp á fimmtudegi og stóð óbreytt til mánudags (minnir mig) þegar henni var lokað, færslunni breytt, síðan opnuð aftur og færslunni svo aftur breytt þannig að orðalagið var mildað enn meir frá því sem áður var. Og ég sagði ekki að síðunni hefði verið lokað út af þessu bloggi, en þarna tók kvörtunum að rigna fyrir alvöru yfir blog.is og skömmu síðar var síðunni lokað. Færslan um blaðamannagreyið var bara einn af dropunum sem virtust fylla mælinn.

Annars á ég þessa atburðarás alla á harða disknum, orðrétta og í réttri tímaröð og get sýnt þér hana þegar ég kem heim ... ef þú vilt.

Ég tek það fram að ég er algjörlega mótfallinn svona lokunum, en það var bara þannig á þessum tíma að það var nýbúið að loka á mig af nákvæmlega engri ástæðu annarri en persónulegrir óbeit stjórnanda blog.is í minn garð og því var ég vel með á nótunum að fylgjast vel þessum lokunarmálum á sínum tíma. Þess vegna tók ég afrit.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 12:05

8 identicon

Komið þið sæl; Þjóðarheiðurs félagar - sem aðrir skrifarar, og gestir !

Borghildur (Benedikta E) !

Þann 25. Ágúst 2010; kom ég inn á, við þau Árna og Soffíu, frammáfólk blogs punkts is, að þau hæfu gangskör, að opnun síðu Lofts verkfræðings, við hverju þau hafa þverskallazt, allt; til þessa dags, sem kunnungt er.

Margra; annarra síðna mæti nefna einnig, sem opna mætti, að skaðlausu - en; ykkur öllum að segja, hefi ég það á tilfinningunni, að blog.is, sé orðið, að einhvers konar aukaatriði, í þjónustu Morgunblaðsins, gott fólk.

Fyrir; ekki svo löngu síðan, fór ég þess á leit, við þau Hádegis móa fólk (Árna Matthíasson og Soffíu Haraldsdóttur), að þau settu blog gluggann, í sína fyrri stöðu, efst á forsíðu vef útgáfunnar.

Þau hafa í öngvu; svarað mér neinu, þar um. Kannski þau hressist, við komu mína í Kaffispjallið, á Vordögum komandi, upp að Rauðavatns bökkum, í ofanverðri Gullbringusýslunni.

Með beztu kveðjum; sem fyrri - úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 13:00

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir umræðu hér og ekki sízt stuðning Benediktu og Óskars Helga við Loft.

Bergur Grefill, ég tel þig ekki muna þetta alveg rétt, þ.e. túlkun þína á því, sem Loftur sagði (spaugandi raunar) í eitrunarmálinu, enda ertu ekki með gögnin hjá þér þessa stundina.

Eins er það líka rétt hjá mér, að ekki var bloggvefur Lofts tekinn niður vegna þess máls, heldur vegna blaðamannskjánans á Time og viðkvæmni gagnvart Jóhönnu. Sífrandi Samfylkingarsinnar hafa líka beitt sér gegn Lofti.

Svo má minnast þess, að hann hefur ekki fengið gögn sín afhent frá blog.is, þótt hann bæði um það á sínum tíma – útþurrkun þeirra þótti nógu góð fyrir hann. Hefði hann getað sett upp fræðandi greinar sínar velflestar á nýjum vef, hefði skaði þó verið unninn, því að tilvísunarslóðir á upphafs-vefslóðirnar hefðu ekki lengur virkað. En jafnvel þetta, að fá afrit, var honum meinað um. Er hann þó ekki í ónáð hjá ritstjórn blaðsins sjálfs. Í hverra umboði er þá stjórnunin á blog.is?

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 14:48

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég tek undir með þeim sem hér að framan hafa skorað á Mbl.is að opna bloggsíðu Lofts.

Guðni Karl Harðarson, 10.1.2012 kl. 15:43

11 identicon

Ég man að mér þótti það afar undarlegt á sínum tíma að Loftur fengi ekki gögnin því þau voru öll til staðar og ekkert mál að senda honum þau. Ég fékk a.m.k. allt mitt eins og skot á Zip-file og þurfti ekki einu sinni að biðja um það. Sú var einnig reynsla annarra sem ég talaði við ... nema Lofts.

En mér þykir þó enn undarlegri þessi lokunarárátta hjá Árna Matt samkvæmt eigin geðþótta og er alveg sammála Óskari Helga vini mínum, sem reyndi líka að fá mitt blogg opnað aftur á sínum tíma, að þau á blog.is hafa unnið að því leynt og ljóst síðan árið 2010 að gera veg þessa vefsvæðis smám saman sem minnstan.

En ... þegar ég kem heim þá ætla ég að skoða gögnin mín og rifja þetta tiltekna lokunarmál almennilega upp.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 16:55

12 identicon

Ég er kannski voða vitlaus en ef ég man rétt eru til fjölmörg svæði á Netinu þar sem fólk er frjálst að blogga og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.  Sjálfur blogga ég á Blogspot.com og hef gert það í 6-7 ár án vandkvæða.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 18:31

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Blogspot.com, hvað er það?

.

.

.

Djók. En það er ekki sama hvar maður er. Einhver getur bloggað úti á viderni.is án þess að nokkur viti af honum, fær engar heimsóknir og engar athugasemdir og harla glaður með sitt vefsvæði, sem enginn andar á, og hamast sem mest hann má við að skrifa og flytja boðskap sinn .... en til hvers?!

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 18:40

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Loftur er dyggur baráttumaður gegn Icesave nauðunginni. Hinsvegar efast ég um hvort þessi bloggsíða, sem á að heita sameiginlegt málgagn 30-40 manna samtaka um og fyrir afmarkað málefni, sé rétti vettvangurinn til að þrýsta á um að blog.is geri undantekningar á reglum sínum og skilyrðum fyrir að halda úti bloggsíðu á þess vegum. Hversu skýrar eða óskýrar sem þær reglur annars eru.

Ég skil að tilefnið er að fá öflugan liðsmann í Icesave baráttunni inn á blog.is, en einmitt í ljósi þess hvað Loftur er öflugur í þeim efnum, hefði hann átt að gæta orða sinna betur, til að hans rödd yrði ekki þögguð niður.

Tek fram að ég er ekki sammála ákvörðun vefstjóranna, af þeirri einföldu ástæðu að hver og einn á að vera ábyrgur fyrir því sem hann skrifar, eins og reyndar kemur fram í skilmálum blog.is. Þessir skilmálar ættu að fjarlægja allar forsendur vefstjóra til að loka bloggsíðum, þar sem Árvakur sjálfur getur ekki orðið ábyrgt fyrir ólögmætum eða ljótum ummælum á persónulegum bloggsíðum, en samt er verið að loka hjá einstaka mönnum.

Ég hef áður bent á þetta ósamræmi. Man ekki betur en að nýverið hafi fallið dómur í máli gegn DV, um að bloggari á þeirra vegum væri sjálfur ábyrgur fyrir ummælum á sinni síðu og ekki væri hægt að lögsækja útgáfufélag DV af þeim sökum. Ekki frekar en að hægt er að lögsækja Odda fyrir að framleiða pappírinn sem einhver notar til að dreifa rógburði á, um tiltekna menn eða samtök.

Theódór Norðkvist, 10.1.2012 kl. 21:46

15 identicon

Einmitt það sem maður hefur bent ítrekað á, Theódór, þegar Árni Matt lokar bara síðum af eigin geðþótta fyrirvaralaust.

Getur vel verið að það sé "löglegt" af honum að gera þetta bara af því að honum finnst að hann megi nota blog.is svona, jafnvel bara af persónulegum hefndarástæðum eins og í mínu tilfelli, en algjör valdníðsla af hans hálfu og blog.is.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 22:31

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er algerlega sammála þér Jón Valur,bíst þó við að háværar kvartanir þeirra sem vildu borga Icesave,sem Loftur barðist gegn,(eftirminnilega), hafi valdið því að stjórnendur urðu við þeim kröfum. Hvar liggja mörkin milli vammlausra og hinna sakhæfu,markast þau af réttlátri viðurstyggð skrifara á gjörðum valdhafa,sem í fyrsta sinni,síðan 1620, vinna ljóst og leynt að því að framselja fullveldi þjóðar hans,þín,mín okkar allra! Og þeirra sem leyfist að fremja þau landráð? Mér sýnist þau tikka hærra á vandlætingaskalanum tilfinningaheit mótmæli gegn Icesave-kúguninni,en gróf viðurstyggileg teikning af fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins,þar sem hann er skrumskældur sem blóðsuga,af andtæðingum sínum,,óátalið!!! Ég skora á mbl. is að opna bloggsíðu Lofts,tel hann hafa afplánað,hafi hann farið yfir strykið.Mb. k.v.

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2012 kl. 22:51

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Helga! – Árið 1662 var þetta í Kópavogi, ekki 1620.

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 23:00

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað eru 42 ár milli vina!! Takk vinur.

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2012 kl. 23:08

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott svar !

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 23:15

20 Smámynd: Elle_

Loftur er ómissandi gegn ICESAVE og óþolandi að missa bloggið hann úr Moggavefnum.  En Loftur veit að vefur ÞJÓÐARHEIÐURS er opinn fyrir ICESAVE skrifum hans eins og okkar hinna.   

Elle_, 11.1.2012 kl. 00:29

21 Smámynd: Elle_

- - - missa bloggið hans - - -

Elle_, 11.1.2012 kl. 00:30

22 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Við hæfi væri; að þau Árni og Soffía, frammáfólk blog punkts is, hér á Mbl. vefnum, reyndu nú að svara málshefjanda; Jóni Val Jenssyni, og einum ötulasta forvígismanna Þjóðarheiðurs, hans verðuga erindi, hér, að ofan.

Þau Árni; eru varla svo Ginnhelg, að þau geti ekki staðið upp niður, af sínum hátimbruðu þrepum, þar uppi við Rauðavatn, í Gullbringusýslunni, ofanverðri.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 12:34

23 identicon

Loftur er einn af landvættunum okkar og það er til skammar að honum skuli vera haldið niðri með rutskoðun

Eg er lengi búin að sakna pistlanna frá honum því þeir eru alveg í sérflokki hvernig hann tekur saman í skýrt mál flókna hluti

og griðarlega flínkur í heimilda öflun og góðri íslensku.

En á það kannski til að missa sig í glannaskap inn á milli.

Eitthvað sem mér finnst að hann eigi ekki að þurfa að láta hanka sig á eins snjall og hann er.

ICeave málið er ekki búið og við munum þurfa mikið á liðsemd Lofts að halda áfram

Er ekki hægt að komast að því hvort að hann hafi fengið lífstíðardóm hjá Mogga ?

Sólrún (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 17:48

24 identicon

Ein smáspurning sem ekki kemur þessu beint við, hefði ekki verið ráðlegra hjá þér að skrifa þetta á eigin heimasíðu ekki síst þar sem þetta er þín persónulega skoðun?  Fékkstu leyfi hjá hinum 81 til að setja þetta hér inn?

thin (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 21:56

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Loftur hefur verið einn megin-máttarstólpi Þjóðarheiðurs, hr./fr. "thin", og er fyrsti hvatamaðurinn að stofnun samtakanna. Hann fær hér allan þann heiður sem honum ber. Af sjö félagsmönnum, sem hér hafa tjáð sig um efni þessa pistils, eru sex meðmæltir því. Ekki var við öðru að búast en miklum stuðningi við Loft, en nafnlaus "thin" hefur hér lítið vægi.

Þakka þér, Sólrún, og þökk sé ykkur, Elle og Óskar Helgi.

Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 23:53

26 identicon

Þetta minnir mig á Icesave  að hinn hávaðasami minnihluti vill ráða öllu.

Lifið heil

thin (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 00:10

27 Smámynd: Elle_

Að vísu tjáði ég mig ekki um hvar ég stæði með pistilinn.  En vildi ekki sleppa tækifærinu að segja hvað það væri óþolandi að lokað hefði verið á Loft í Moggablogginu og hvað hann væri ómissandi gegn ICESAVE. 

Hvað kemur THIN það þó við?  HONUM kemur síðan ekki við.  HANN var að vísu lokaður úti fyrir löngu og kemur nú inn í nýrri IP tölu.  Nú ætlar hann að koma með viljandi þvælu um ´hávaðasaman minnihluta´ gegn ICESAVE kúguninni.  Yfir 90% þjóðarinnar sagði NEI við ICESAVE2 og ICESAVE3 var líka kolfelldur af þjóðinni.  Vertu úti.   

Elle_, 13.1.2012 kl. 00:59

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sem hafnaði Icesave-I.

60% höfnuðu Icesave-III, 40% tóku undir með stjórnmálastéttinni mestallri, sjálfskipuðu og sértilkölluðu álitsgjafaklíkunni úr háskólunum, hagsmunasamtökum og evrókrötum í lítt verkalýðstengdri yfirstjórn ASÍ.

En "thin" þessi er greinilega ekki í takt við þjóð sína – nema þetta sé þunnur Breti sem fær einhvern snatann til að þýða þetta fyrir sig á mál norðurbúanna.

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 01:03

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flott, Elle. Góða nótt.

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 01:05

30 Smámynd: Elle_

Upplýst var á síðu Jóns Steinars fyrir þó nokkru að THIN væri Magnús Hákon Axelsson Kvaran.

Elle_, 13.1.2012 kl. 01:19

31 Smámynd: Elle_

MAGNÚS HÁKON AXELSSON KVARAN ræðst inn í síðuna úr nokkrum IP tölum með ósannindi og óþverra.  Hann, eins og Magnús Helgi Björgvinsson, hafa opinberlega tengt samtökin við Sjálfstæðisflokkinn.  Magnús Hákon tengdi mann innan Sjálfstæðisflokksins opinberlega og á neikvæðan hátt og ranglega við samtökin. 
VIÐ ERUM ÓPÓLITÍSK SAMTÖK. 
Komi Magnús Hákon inn einu sinni enn úr nýrri IP tölu verða IP tölurnar birtar opinberlega.

Elle_, 13.1.2012 kl. 11:17

32 Smámynd: Samstaða þjóðar

Vegna atlögunnar sem gerð var að mér í lok ágúst-mánaðar 2010 og þeirrar umræðu sem hér hefur orðið um lokun bloggsins hjá mér, vil ég útskýra málið.

 

Lokunin var gerð vegna þrýstings frá hópi Samfylkingarfólks sem hótaði að segja upp Morgunblaðinu og hætta aulýsingum í blaðinu, nema blogginu mínu yrði lokað. Það sem fyllti mælinn hjá þessu fólki var bloggfærsa mín um Jóhönnu Sigurðardóttur (marklausa forsætisráðherran). Ekkert í þessari færslu varðaði við lög, enda birti Morgunblaðið síðar þessi skrif nokkrum dögum síðar, sem fullgerða grein.

 

Ástæða lokunarinnar var ekki saknæm ummæli, enda hafa fallið dómar fyrir dómstólum landsins sem staðfesta lagabókstafinn um að bloggarar bera sjálfir ábyrgð á skrifum sínum og ekki sá sem gerir út bloggsvæðið. Lokunin var ekki heldur gerð vegna notkunar á orðunum “hommi og kynvilla” í drögum greinarinnar (bloggfærsluninni). Hér er hægt að lesa greinina:

 08.09.2010: Marklaus forsætisráðherra hlýtur vegtyllur hjá marklausum blaðamanni   

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 16.1.2012 kl. 16:28

33 Smámynd: Samstaða þjóðar

Til viðbótar set ég hér inn athugasemd sem ég skrifaði 29. ágúst 2010, til útskýringar á viðhorfum mínum og afhjúpa hversu fráleitar ástæður sumir vildu meina að væri ástæða lokunarinnar.

"Ég vil þakka öllu því sanngjarna fólki sem komið hefur mér til stuðnings í þessu máli. Auk þess sem fólk hefur hérna tjáð hug sinn til málfrelsis, hef ég orðið var við umræðuna víðar á netinu. Jafnframt hef ég fengið hvatningu frá mörgum með tölvuskeytum og símtölum.

Það hefur komið fram, að líklega er þetta í fyrsta skipti sem ég nota orðin hommi og kynvilla á prenti. Ástæðan er ekki ótti við fordæmingu hinna hjartahreinu, heldur hef ég engan áhuga á málefninu. Ég hef í 50 ár stutt kynvillinga í orðum og talið að í engu mætti halla á rétt þeirra. Þessi afstaða felur hins vegar ekki í sér að þeir skuli njóta réttinda framar öðrum.

Með því að upplýsa hvernig forsætisráðherra landsins sækir upphefð til útlanda, tel ég fráleitt að ég hafi brotið landslög. Hvernig væri að Jóhanna Sigurðardóttir, Baldur Þórhallsson og William Lee Adams kærðu mig fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ? Ég skal gjarnan mæta þar í sparifötunum.

Það er annars skondið, að forsætisráðherra sem leynt og ljóst vinnur að því að hafa fullveldið af almenningi og raunar þjóðinni allri, skuli varinn af Morgunblaðinu gegn sönnum upplýsingum. Ég minni á þau orð Jóhönnu að þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 hafi verið “marklaust”. Þessi dæmalausu ummæli fóru alla heimsbyggðina á enda. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að þessi kerla (girl) sé í hópi 10 merkustu stjórnmálakvenna heimsins ?

Hvaða orð eru sammaryrði og hver eru lofsyrði fer algjörlega eftir hugarfari þess sem les. Að auki er umhverfi okkar allt fullt af særandi ummælum og áreiðanlega eru fleirri en ég sem verða fyrir slíkum sárindum á hverjum einasta degi. Eiga ákveðnir hópar að njóta forréttinda og þeirrar stöðu að ekki þurfi að spyrja neinna spurninga um tilgang – bara að loka á þá sem þeim líkar ekki við ?

Það eru barnaleg ummælu, að segja að þegar menn skrifa á opinberum vettvangi þá skuli menn varast ákveðin gamalgróin orð. Samkvæmt sömu heimild ber mönnum að nota “nútímalegan stíl”. Hvaðan kemur fólki vald til að dæma orðræðu annara með svona heimskulegum kvarða ?

Hvað varðar heimild þess sem býður almenningi bloggþjónustu, til að loka þegar honum sýnis, þá hafna ég slíkum hugmyndum. Sá sem hefur opna verslun fyrir almenning, getur ekki staðið í dyragættinni og stöðvað þá sem hann hefur vanþóknun á, af einhverjum óþekktum ástæðum. Ekki er nóg að vísa til lagagreina sem hugsanlega eiga við. Vonandi skilja allir að málfrelsið er undirstaða lýðræðis og lagagreinar sem fallnar eru til að brjóta á málfrelsinu verða að hverfa.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 22:17"

    

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

 

Samstaða þjóðar, 16.1.2012 kl. 16:40

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð innlegg frá þér, Loftur.

Jón Valur Jensson, 16.1.2012 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband