Skýrslum ráðherra stungið undir stól

Eru það viðteknir stjórnarhættir ráðherra að stinga skýrslum undir stól (sbr. Kristján Möller vegna Vaðlaheiðarganga)? Þetta er nefnilega ekki einstakt dæmi um slíkt undanskot. Það sama gerðist í Icesave-málinu og með svo alvarlegum hætti, að leidd hafa verið rök að því, að þar hafi a.m.k. Össur Skarphéðinsson, ef ekki Steingrímur líka, brotið skýr landráðaákvæði hegningarlaganna, sjá hér: Össur biðst afsökunar (þó með sínum stærilætistöktum) vegna Mishcon de Reya-STÓRHNEYKSLIS.

Hin falda spá Hagfræðistofnunar um tregar innheimtur á veggjöldum vegna Vaðlaheiðarganga er aðalfréttin á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Hvenær skyldi reka að því, að dagblöðin greini frá lögsókn á hendur Össuri vegna hinnar földu skýrslu lögfræðistofunnar Mishcon de Reya (sem komst að þeirri niðurstöðu, að okkur bæri ekki að greiða Icesave-rukkun ríkisstjórnar Gordons Brown)?

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Skýrslu stungið undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er ekkert með þessi göng að gera. Hins vegar þarf að færa hluta vegarins yfir Víkurskarð frá mynni Hrossadals og yfir í norðurhlíðina undir Gæsadal en vegurinn teppist alltaf þar sem Hrossadalurinn opnast til norðurs. Það er margfalt ódýrari framkvæmd en göng undir Vaðlaheiði. Það mætti jafnvel hugsa sér að byggja vegskála yfir veginn í beygjunum við Hrossadal.

corvus corax, 13.1.2012 kl. 08:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Corvus, fréttin hefur með göngin að gera, þú þarft þá að lesa hana betur í blaðinu sjálfu. En þakka þér að öðru leyti þitt framlag hér, þína ábendingu.

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 08:55

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Undirfyrirsögn fréttarinnar í blaðinu sjálfu er þessi: "Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar þyrftu veggjöld um Vaðlaheiðargöng að vera allt að tvöfalt hærri en núverandi forsendur gera ráð fyrir • Skýrslan unnin fyrir samgönguráðuneytið 2010."

(Tilgangur færslu minnar er ekki á skjóta á Kristján Möller. Þótt ég hafi gagnrýnt hann áður, vegna sameiningar sveitarfélaga, er ég t.d. alveg á hans máli í samgöngum um Barðastrandarsýslu. En þetta er utan við efni pistilsins.)

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 09:01

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Landráð eru og hafa verið stunduð á alþingi um árabil!

Sigurður Haraldsson, 13.1.2012 kl. 09:18

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jón, ætli þetta sé nokkuð nýtt hjá ráðherrum Íslands???????

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.1.2012 kl. 09:53

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ætli það, Helgi Þór! Gamalt mynztur kannski !

Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 11:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

En sennilega hefur líklega aldrei áður legið meira við en einmitt í Mishcon de Reya-málinu. Við værum þá búin að tapa talsvert yfir 110 milljörðum króna í óafturkræfa vexti, sjá nýlegar greinar hér!

Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 11:04

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sennilega hefur líklega ...

Afsakið flýtinn!

Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 11:05

9 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 15.1.2012 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband