"Þegar þriðji Icesave-samningurinn kom inn á borð Bjarna [Benediktssonar] brást hann flokksmönnum sínum í einu og öllu."

Bjarni gerði ranglætið að sínum málstað er fyrirsögn greinar í Mbl. í dag eftir Hlyn Jónsson, laganema, fv. formann Heimdallar. Þar talar hann út og segir m.a.:

  • Sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur Bjarni Benediktsson staðið sig ágætlega í baráttunni gegn vinstriöflunum. En þó að undanskildu einu máli, sem erfitt er að líta framhjá.
  • Þegar þriðji Icesave-samningurinn kom inn á borð Bjarna brást hann flokksmönnum sínum í einu og öllu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafði áður ályktað að hafna bæri löglausum kröfum Breta og Hollendinga. Þrátt fyrir það ákvað Bjarni, að loknu ísköldu hagsmunamati, að best væri að samþykkja hinar löglausu kröfur. Þetta gerði hann þvert gegn vilja flestra samflokksmanna sinna. Eftir að Icesave-samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur komið í ljós að Bjarni tók kolranga ákvörðun. Þær hörmungar sem já-menn höfðu fullyrt að myndu dynja á íslensku þjóðinni hafa ekki orðið að veruleika. Þrátt fyrir þetta hefur Bjarni ekki viðurkennt að hafa gert mistök – þvert á móti hefur hann sagt að hann myndi gera allt nákvæmlega eins aftur ef til þess kæmi.
  • Í Icesave-málinu sýndi Bjarni ótrúlegan dómgreindarskort. Hann fór þvert gegn vilja samflokksmanna sinna og gerði ranglætið að sínum málstað. Engin ástæða er til að ætla að slíkir hlutir geti ekki endurtekið sig með hann áfram í formannsstólnum. Bjarni fékk sitt tækifæri og klúðraði því. Ég tel því mikilvægt að við Sjálfstæðismenn veljum okkur nýjan formann á komandi landsfundi. [...]

Þetta er tíðindaverð grein og gæti haft umtalsverð áhrif á kjör formanns Sjálfstæðisflokksins á 40. landsfundi hans, sem hófst í dag.

Lítið ennfremur á grein hér frá því í hádeginu í dag:  Hvenær, ef nokkurn tímann, las Jóhanna Sigurðardóttir allan Svavarssamninginn? - og um hrikalegar afleiðingar af samþykkt Icesave-samninga, þrátt fyrir endurheimtur!

JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband