Færsluflokkur: Evrópumál

Fráleit ESA-stefna gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum

Ísland hafði uppfyllt þá kröfu að stofna hér til tryggingasjóðs innstæðueigenda og ætla honum áskildar iðgjaldatekjur frá fjármálastofnunum. Það var hans, ekki ríkisins, að bera tjónið, upp að 20.887€ í hæsta lagi @ bankainnstæðu. Ný innstæðutrygginga-tilskipun Esb. áskilur hins vegar skýrum stöfum ríkisábyrgð á bankainnstæðum (jafnvel á 100.000€ og með þriggja daga greiðslukröfu í stað 2-3 mánaða!).

ESA kvartar yfir því, að tryggingagreiðslur hafi ekki komið fljótlega til innstæðueigendanna. Til þeirra var þó þessi nokkurra mánaða frestur, og þar að auki ákváðu stjórnvöld þarna úti að greiða innstæðieigendunum upp þessar fjárhæðir haustið 2008, þannig að ekki voru þeir síðarnefndu hlunnfarnir á neinn hátt né gerður minni greiði en þeir hefðu frekast getað vænzt miðað við tryggingaupphæðina.

Það er greinilegt, að hér brást Evrópusambandið sjálft með því að tryggja þessi mál ekki betur í tilskipun sinni (dírectívinu) 94/19/EC. Vegna þeirrar vanrækslu hefur jafnvel dr. Stefán Már Stefánsson lagaaprófessor, sérfræðingur í Evrópurétti, bent á bótaskyldu EVRÓPUSAMBANDSINS vegna eðlilegra, en rangra væntinga innistæðueigenda!

Ennfremur höfðu brezk og hollenzk yfirvöld sjálf eftirlitsskyldu á sínu svæði og áttu vitaskuld að fylgjast afar grannt með málum, af fullri grunsemd raunar, þegar verið var að bjóða tvöfalt hærri vexti en viðgengust á markaðnum.

Fráleitar eru raddir Esb-dindla hér um að eftirlit okkar á Íslandi hafi brugðizt og að því sé hér um að kenna. Reyndar er það ekki ásökunarefnið af hálfu ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA).

Hingað bárust vitnisburðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að ekkert væri að athuga við framkvæmd Íslands á innleiðingu tilskipunarinnar 94/19/EC um innstæðutryggingar, sjá hér: ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands.

Sjá einnig þessa frétt frá í júlí 2010: Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt!

Ennfremur er þetta lesning, sem svo sannarlega snertir málið: Svör fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB við spurningum ABC Nyheter – hér kom í ljós, að í reglugerð ESB er ENGIN RÍKISTRYGGING innistæðu-tryggingasjóðanna

Virðist undirrituðum einsýnt, að hér hafi ESA legið undir kúgunarhrammi Evrópusambandsins, sem allan tímann tók hlutdræga afstöðu með Bretum og Hollendingum í þessu máli, þvert gegn ákvæðum tilskipunarinnar 94/19/EC.

Eins er hugsanlegt, að þrýstingurinn á ESA hafi verið þvílíkur af hálfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda, að ESA hafi ákveðið að "þvo hendur sínar" og vísa ábyrgðinni á lokaúrskurði málsins til EFTA-dómstólsins (um grunnatriðin) og til íslenzkra dómstóla (um hugsanlega skaðabótaábyrgð ríkisins).

Þá er ennfremur hugsanlegt, að þessi einhæfa ákvörðun ESA komi til af því, að lengst af gripu stjórnvöld hér (Steingrímsmenn) ekki til neinna varna fyrir landið hjá ESA. (Sbr. þessa grein: Icesave-stjórnin nörruð með "Icesave-samningagulrót" til að verja sig ekki gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA.)

Ýmis viðbrögð við frétt dagsins, m.a. frá efnahags- og viðskiptaráðherra, gefa ekki ástæðu til mikillar svartsýni. Aðrir eru hins vegar hrokknir í sinn gamla Icesave-gír.

Greinin er í vinnslu. Hér má einnig minna á góða grein Ómars Geirssonar:  ICEsave er algjörlega klúður Evrópusambandsins

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESA stefnir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhjúpuð ríkisstjórn – óbærilegir vextir af engu!

"Hvaðan ætlaði fjármálaráðherrann að taka 110 milljarða í erlendum gjaldeyri til að gefa Bretum og Hollendingum í vexti af gerviskuld?" (og það einungis fram til 1. okt. sl. – meira mundi bætast við!). Þannig spurði undirritaður í grein sinni í Morgunblaðinu í fyrradag: Ríkisstjórnin stendur uppi afhjúpuð í Icesave-málinu. Hún hefst þannig:

Í nýútkominni bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið er það í raun staðfest, sem margsagt hafði verið í pistlum á vef Þjóðarheiðurs í haust, að þrátt fyrir að eignasafn Landsbankans gamla nægi til að borga allar Icesave-höfuðstólskröfurnar (upp að í mesta lagi 20.887€ á hverja), þá hefðum við Íslendingar samt þurft, skv. Icesave I, að greiða Bretum og Hollendingum gríðarlegar, óafturkræfar vaxta-fjárhæðir, sem hefðu leikið samfélag okkar grátt – kollsteypt ríkissjóði eða valdið hér ómældum hörmungum.

Samkvæmt útreikningum Sigurðar Más næmi gjaldfallin upphæð óafturkræfra Icesave-vaxta vegna Svavarssamnings, til 1. okt. sl., 110 milljörðum króna!

Hvar ætlaði fjármálaráðherrann og viðhlæjendur hans að taka þessa peninga? Þetta er margfalt á við allt það sem þó hefur verið skorið niður í ríkiskerfinu frá bankakreppunni.

Hvar væri þjóðin nú stödd, ef Steingrímur og Jóhanna hefðu komizt upp með að leggja Icesave-byrðina á bökin á okkur? Hvernig væri hér umhorfs, ef forseti Íslands hefði ekki komið okkur til bjargar? Hvað ef grasrótin og sjálfvakin samtök hefðu ekki beitt sér í málinu með skrifum og undirskriftasöfnunum, gegn sameinuðu afli stjórnmálastéttar, atvinnurekenda, verkalýðsrekenda og sameinaðra álitsgjafa í ríkisstjórnarþægum fjölmiðlum?

Hver voru þessi sjálfvöktu samtök? Jú, InDefence-hópurinn, Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave (thjodarheidur.blog.is), AdvIce-hópurinn og Samstaða þjóðar gegn Icesave (Kjósum.is). Bók Sigurðar Más er ýtarleg úttekt á Icesave-málinu. Þó hefur hann að mestu gengið framhjá hlut þessara samtaka, og vekur það nokkra furðu. En þetta var útúrdúr.

17. nóv. sl. upplýsti skilanefnd Landsbankans, að endurheimtur bankans væru orðnar um 1340 milljarðar, um 25 milljarða umfram forgangskröfur, en þar eru bæði Icesave-kröfur og heildsölulán.

Höfum hugfast, að ofgreiddir vextir vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga myndu ekki teljast til forgangskrafna og væru að öllu eða langmestu leyti óafturkræfir, ef þeir hefðu verið reiddir fram úr illa stöddum ríkissjóði Íslands, sem bar raunar engin skylda til slíkra greiðslna!

Svo átti að greiða þetta allt í erlendum gjaldeyri, sem er torfenginn í svo miklum mæli, og hefði það haft áhrif til lækkunar á gengi krónunnar og aukið á verðbólgu.

–––––––––––––––––

Þetta var tæplega hálf greinin. Undirritaður mun fjalla nokkuð um þetta mál í vikulegum þætti sínum á Útvarpi Sögu á morgun, þriðjudaginn 13. des., kl. 12.40–13.00. Þátturinn er endurtekinn á föstudag kl. 18.

En ljóst er, að lúmskir samningamenn Breta og Hollendinga léku þarna á Svavarsliðið eins og ekkert væri – tryggðu sér það í samningnum, að fyrst skyldum við borga vextina, því að þeir yrðu þó alltaf óafturkræfir! – já, jafnvel þótt höfuðsstólsskuld Tryggingarsjóðsins reyndist engin, þegar búið væri að skoða eignasafnið!

Og við þessu gleyptu þau öll og börðust fyrir að láta okkur borga þetta, þau Svavar og Indriði, heimspekingurinn Huginn (verið eitthvað sveimhuga þá eins og fleiri), Jóhanna sem aldrei las samninginn, Össur Esb-þjónn, sem hefur trúlega bara verið að hlýða kallinu – ekki skyldunnar, heldur Esb. – Steingrímur Joð og Ketill skrækur, ásamt öðru fylgdarliði, prúðbúnu, en illa að sér í refskák gamalla nýlenduvelda.

Forsetinn bjargaði málinu – og þjóðin sjálf, á því er enginn vafi.

Jón Valur Jensson.


Hvenær, ef nokkurn tímann, las Jóhanna Sigurðardóttir allan Svavarssamninginn? - og um hrikalegar afleiðingar af samþykkt Icesave-samninga, þrátt fyrir endurheimtur!

Guðlaugur Þór Þórðarson alþm. benti á það í umræðu á Alþingi í morgun að vinnubrögð Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave-málinu hefðu einkennzt af pukri og launung og að "hæstv. forsætisráðherra" hefði samþykkt Icesave I án þess að hafa lesið hann og ennfremur ætlazt til þess af þingmönnum Vinstri grænna að þeir samþykktu hann án þess að hafa lesið hann.

Jóhanna svaraði fyrir sig, sagði rangt, að hún hafi ekki lesið samninginn, en orð hennar voru svo óskýr í því svari, að hún gæti allt eins átt við, að hún hafi lesið hann seinna!

Í dag bárust þau tíðindi, að skilanefnd Landsbankans upplýsti, að endurheimtur bankans séu nú orðnar um 1340 milljarðar, um 25 milljarðar umfram forgangskröfur, en þar eru bæði Icesave-kröfur og heildsölulán.

En við skulum áfram hafa hugfast, að ofgreiddir vextir vegna Icesave-krafna Breta og Hollendinga myndu EKKI teljast til forgangskrafna og væru því óafturkræfir, ef þeir hefðu verið reiddir fram úr illa stöddum ríkissjóði Íslands, sem bar raunar engin skylda til slíkra greiðslna! 

Jóhanna og Steingrímur samþykktu gríðarlegar vaxtagreiðslur, tugi milljarða á ári hverju, í öllum Icesave-lögunum, sem mættu svo mikilli andstöðu þjóðarinnar, en ekki stjórnmálastéttarinnar, ekki leiðandi manna í viðskiptalífinu, samtaka atvinnurekenda og – með fáum undantekningum – ekki háskólaspekinga, og hinar ólögmætu vaxtagreiðslur mættu ekki einu sinni andstöðu verkalýðsforystunnar, og virtist þá fokið í flest skjól fyrir alþýðu manna eða flestir sótraftar á sjó dregnir til að réttlæta rangindin. (Meira um þau í öðrum pistli hér eftir kvöldmat!)

Biðraðir lengjast nú í heilbrigðisþjónustunni, spítölum lokað (Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og verulegar takmarkanir víðar, m.a. á Húsavík, í sjálfu kjördæmi Icesave-árátturáðherrans Steingríms J.). Menn geta einnig litið á Landakotsspítala, þegar farið er að rökkva um kl. 18 dag hvern, og séð þar slökkt ljós á heilu hæðunum í báðum álmum hússins, í meirihluta hans!

Hvernig væri nú ástandið orðið, ef fjármálaráðherrann hefði fengið leyfi þings og þjóðar til að skrifa upp á ríkisábyrgð fyrir tugmilljarðakröfum um ÓAFTURKRÆFA VEXTI til Bretlands og Hollands?! Yfir 40 milljarðar áttu vextirnir að vera strax á fyrsta árinu og það í erlendum gjaldeyri – og svo bætt "rausnarlega" við, ár af ári! Og þessi maður situr enn á ráðherrastóli!

Jón Valur Jensson. 


Hanna Birna Kristjánsdóttir á öndverðum meiði við Bjarna Benediktsson í Icesave-máli

  Hver er afstaða þín til Icesave-málsins? – Þannig spyr Hjörtur J. Guðmundsson þennan frambjóðanda í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í fróðlegu viðtali í Mbl. í dag.* Svar Hönnu Birnu:

  • „Ég var algerlega á móti því að reynt væri að fara þá leið að semja um Icesave-málið og hengja þennan klafa á íslenska launþega. Ég fagna því að íslensk þjóð hafi fengið tækifæri til þess að hafna málinu og þetta ferli sýnir vel að þjóðin veit oft mun betur en stjórnmálamennirnir.“

Þetta svar sýnir vel, að Hanna Birna var ekki einungis andvíg samþykkt formannsins Bjarna og mikils meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins á svokölluðum Icesave-III-"lögum" – þeim sem þjóðin felldi í seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni – heldur einnig á móti hjásetu mestalls sama þingflokks í afgreiðslu Icesave-II-laganna (fyrirvaralaganna, sem herra Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti með sínum eigin viðbættu fyrirvörum í byrjun september 2009, en voru felld úr gildi á þessu ári).

Til hamingju með þessa afstöðu þína, Hanna Birna!

* Skiptir mestu að flokkurinn fylgi samþykktum landsfundar, Mbl. í dag, s. 6.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill hætta við ESB og halda í krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave hluti ESB-viðræðna!

"Nú hefur Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefnar Alþingis, upplýst að þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða séu tengsl á milli Icesave og ESB. Icesave verði því hluti af viðræðunum við ESB." Svo er ritað í leiðara Mbl. í dag: Icesave hluti ESB-viðræðna. Menn eru hvattir til að lesa þann leiðara!

Full ástæða er til að taka undir þessi orð þar:

  • Afstaða Íslendinga gæti ekki verið skýrari í Icesave-málinu. Þeir hafa tvívegis fellt það í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka á sig skuldir einkabanka, þrátt fyrir hvatningu Árna Þórs og annarra forystumanna VG um hið gagnstæða.
  • Augljóst er þess vegna að ekki er um neitt að semja í málinu af Íslands hálfu en samt er samningaviðræðunum svokölluðu haldið áfram.
Stjórnvöld halda áfram að bæta hneisu og höfuðskömm ofan á fyrri vammir sínar og skammir.

JVJ. 


Fótum kippt undan falsfrétt Fréttablaðsins um málssókn ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum

 

Kolbeinn Óttarsson Proppé er hæfileikamikill maður, en mislagðar eru honum hendur í fréttamennskunni. Hátt er fall fréttar, sem slegið er upp á forsíðu að morgni, en hrakin hefur verið fyrir hádegið! Forseti ESA bar "frétt" "Fréttablaðsins" til baka strax í morgun! Sjá um þetta tengilinn hér neðar. Þar geta menn einnig tengt sig inn á bloggskrif Gísla Bergsveins Ívarssonar og Páls Vilhjálmssonar um málið.

JVJ. 

 


mbl.is Engin ákvörðun hjá ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mikil áhætta óháð heimtum - Áhættan af Icesave var alltaf mikil": Hefðum þurft að greiða 26 milljarða þetta ár

Steingrímur J. sneri öllu á hvolf um Icesave í sjónvarpinu í gærkvöldi, með slóttugum gervisvip, ólíkt reiðisvipnum í þinginu, er hann gumaði af stjórnarafrekum í gærmorgun. En Örn Arnarson blm. á frábæra úttekt á Icesave-pakkanum á 23. bls. Morgunblaðsins í dag. Þar kemur í ljós, að sannleikurinn er öndverður við það, sem refurinn í ráðherrastóli reyndi að telja okkur trú um á skjánum.

Sem sé: Jafnvel þrátt fyrir að útlit sé nú fyrir, að endurheimtur þrotabús Landsbankans verði umfram forgangskröfur (og dugi þannig fyrir forgangskröfum vegna Icesave), "er ekki þar með sagt að íslensk stjórnvöld hefðu komist hjá því að taka á sig stórfelldan kostnað hefðu lögin um ríksábyrgðina verið samþykkt. Kostnaður ríkisins vegna ríksábyrgðarinnar hefði eftir sem áður getað hlaupið á tugum eða hundruðum milljarða vegna vaxtagreiðslna auk möguleikans á óhagstæðri gengisþróun og töfum á greiðslum úr þrotabúinu," segir Örn, sem er viðskiptablaðamaður á Mbl.

Miklu nánar þar í grein hans! Menn ættu að fá sér þetta laugardagsblað, ekki verra að Sunnudagsmoggi fylgir. (Og ræðum þetta mál betur en undrritaður samantektarmaður hefur tíma til hér og nú.)

PS. Og allir ættu að vita, að það er enginn peningur til fyrir þessum 26 milljörðum, sem Steingrímur hefði þurft að borga. Þeir hafa ekki einu sinni efni á að byggja temmilega lítið fangelsi fyrir 53 fanga. 

Jón Valur Jensson. 


Er Evrópusambandið að reyna að múta Íslendingum?

Við vitum að ESB stóð að baki Bretum og Hollendingum á ýmsum stigum Icesave-lygaskuldarmálsins, sbr. skrif hér á vefsetrinu. Á sama tíma og Árni Páll tygjar sig til "samninga" um Icesave á vit þeirra (í hverra umboði?!) berst fregn af 4,6 milljarða styrkjum ESB til Íslands árin 2011–2013!

Já, 4.600 milljónir, hvorki meira né minna, eða svo er okkur sagt. Þetta er tuttuguföld sú upphæð, sem ESB dælir í gegnum Athygli hf. (sbr. umfjöllun undirritaðs HÉR) til að auglýsa og "kynna" þetta stórveldasamband sem nær yfir 42,5% Evrópu.

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave hefur ekkert á stefnuskrá sinni um andstöðu við Evrópusambandið, en það væri fróðlegt að sjá viðhorf félagsmanna til þeirrar spurningar, hvort ofangreind mál séu eitthvað sem við eigum líka að láta okkur varða "í ræðu og riti" og í baráttu okkar fyrir réttlæti Íslandi til handa.

Endilega ræðum þetta hér á síðunni, sem verður opin að vanda í tvær vikur. Á aðalfundi félagsins, sem verður boðað til innan skamms, verður þetta eflaust meðal umræðumála þar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ísland fær 28 milljónir evra í styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesið um áberandi augljóst vanhæfi norsks dómara til að fjalla um Icesave - í Mbl. í dag!

Stórmerk er grein eftir Hjört J. Guðmundsson á bls. 2 í Mbl. í dag: Mögulegt vanhæfi dómara, undirfyrirsögn: Nýr dómari við EFTA-dómstólinn kann að vera vanhæfur til þess að fjalla um Icesave-málið, komi það til kasta dómsins, vegna ummæla um það í blöðum.

Þetta þurfa allir að lesa!

JVJ.


Lesið um áberandi augljóst vanhæfi norsks dómara til að fjalla um Icesave - í Mbl. í dag!

Stórmerk er grein eftir Hjört J. Guðmundsson á bls. 2 í Mbl. í dag: Mögulegt vanhæfi dómara, undirfyrirsögn: Nýr dómari við EFTA-dómstólinn kann að vera vanhæfur til þess að fjalla um Icesave-málið, komi það til kasta dómsins, vegna ummæla um það í blöðum. Þetta þurfa allir að lesa!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband