Færsluflokkur: Evrópumál

Icesave-slagnum er ekki lokið !

Þetta “rökstudda álit” frá ESA breytir stöðunni ekki neitt, enda var búist við að það kæmi fram. Við sjáum hins vegar að ESB-sinnar eru straks farnir á taugum, en engin ástæða er til þess. Ef Brussel ræskir sig, pissa ESB-sinnar á sig. Þetta taugaveiklaða lið má ekki ráða viðbrögðum þjóðarinnar.

 

ESA gefur ríkisstjórninni þriggja mánaða frest, en “rökstudda álitinu” má ekki svara einu orði heldur mæta nýlenduveldunum fyrir EFTA-dómstólnum. Ef álitinu er svarað gerir það bara stöðu okkar erfiðari, því að við gæfum þá upp málsvörn okkar.

 

Þótt góðir sprettir séu í andsvarinu til ESA frá 2. maí 2011, er fullt af sterkum rökum sem ekki koma þar fram. Mikilvægt er að Samstaða þjóðar gegn Icesave fái að koma af fullum krafti að málsvörninni og ekki í músar-líki, eins og raunin var með andsvarið. Aðkoma allra þjóðhollra afla að málsvörninni er algjört lykilatriði.

 

Um nokkra hríð hafa traustir heimilarmenn í Evrópu sagt mér að Bretar og Hollendingar væru að undirbúa það “rökstudda álit” sem nú hefur verið birt. Við þeim ósanngjörnu og ólöglegu kröfum sem í álitinu birtist verður að bregðast af fullri festu. Þar á meðal verður að hefja undirbúning að úrsögn Íslands úr Evrópska efnahagssvæðinu og í leiðinni er rétt að hefja úrsögn úr NATO. [Þetta síðastnefnda er álit höfundar, ekki Þjóðarheiðurs. Aths. JVJ.]

 

Samstaða þjóðar gegn Icesave er að undirbúa gagnsókn gegn Bretlandi og Hollandi. Ef Alþingi hefur einhvern sóma, verður þessum undirbúningi veitt liðsinni. Kvartað verður til framkvæmdastjórnar ESB vegna tröðkunar nýlenduveldanna á lögsögu Íslands og þar með brotum á meginstoðum Evrópska efnahagssvæðisins, hvað varðar “frjálst flæði fjármagns” og “frelsi til þjónustustarfsemi”.

 

Í núverandi stöðu eru því eftirfarandi atriði mikilvægust:

 

1.   EKKI má svara “rökstuddu áliti” ESA fyrr en fyrir EFTA-dómstólnum, ef ESA leggur í slaginn.

2.   Samstaða þjóðar gegn Icesave verður að fá aðgang að málsvörninni.

3.   Undirbúa verður úrsögn úr EES og NATO. [Álit Lofts. Aths. JVJ.]

4.   Alþingi verður að veita Samstöðu þjóðar gegn Icesave fullan stuðning við undirbúning gagnsóknar gegn Bretlandi og Hollandi.

 
Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Þriggja mánaða Icesave-frestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matsfyrirtækin skiptu öll um skoðun á áhrifum Icesave eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna!

Menn ættu að lesa úttekt á því máli í viðskiptablaði Mbl. í dag, í þremur opnugreinum. Bjarni Ólafsson skrifar þar greinina Matsfyrirtæki á einu máli um áhrif þess að hafna Icesave en skiptu svo öll um skoðun, og á vef Mbl. eru þar einnig meðfylgjandi greinar hans (í dag): Átök um Icesave í erlendum miðlum, með yfirfyrirsögninni: Margir erlendir aðilar tjáðu skoðanir sínar, ennfremur: Sérfróðir reyndu að upplýsa Moody's með yfir-fyrirsögninni: Af hverju snerist matsfyrirtækjunum hugur?

Í aðalgreininni rekur Bjarni allan feril þessa máls, það eru mjög fróðlegar upplýsingar fyrir áhugamenn um Icesave-málið og sýna fram á, hve innantómir og þó glamrandi heimsendaspádómar þessara svokölluðu matsfyrirtækja reyndust vera. Sýnist undirrituðum tími til þess kominn að þau taki púlsinn á sjálfum sér og birti síðan "mat" sitt opinberlega.

Jón Valur Jensson.


Gætum við fengið forsetann ykkar lánaðan?

Svo nefnist frábært bréf til þjóðarinnar í Morgunblaðinu í gær. Höfundarnir, brezkir, eru miklir samherjar okkar í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave. Þeir voru fyrirlesarar á mjög góðum fundi með okkur í Húsinu við Höfðatún sl. sumar og hafa verið í góðu sambandi við einn okkar virkasta félagsmann, Gústaf Adolf Skúlason, sem búsettur er í Svíþjóð, en hann hefur unnið með þeim í Evrópusamtökum smáfyrirtækjaeigenda. Bréfið er stutt, en segir þeim mun meira. Það er endurbirt hér í heild:

Gætum við fengið forsetann ykkar lánaðan?

Frá Anthony Miller og Donald Martin

Anthony Miller og Donald Martin
Anthony Miller og Donald Martin
 
Við óskum Íslendingum til hamingju með að hafa enn á ný staðið á réttindum sínum í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
  

Við viljum einnig þakka sérstaklega forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir hugrekki hans og visku í gegnum þetta ólánsmál.

Sem breskir þegnar teljum við ykkur öfundsverð. Þrátt fyrir umtalsverða andstöðu hafa síðustu ríkisstjórnir Bretlands skrifað undir hvern ESB-sáttmálann á fætur öðrum og stöðugt neitað yfirgnæfandi óskum almennings í Bretlandi um þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða, hvort við eigum að vera áfram í ESB eða ekki.

Meirihluti kjósenda sér engan raunverulegan hag í aðild okkar að sambandinu, nokkuð sem hefur haft töluverða ókosti í för með sér. Áður en við gengum í ESB voru breskir bændur svo til sjálfbærir en nú erum við t.d. háð Frakklandi með megnið af mjólkurafurðum okkar.

Breskur fiskiðnaður hefur orðið fyrir alvarlegum skaða, sem og fiskistofnar okkar, síðan ESB tók yfir stjórnina í þeim málum.

Eftirlit og reglugerðir ESB hafa flestar hverjar lítinn sem engan ávinning fyrir okkur, en gera okkur lífið leitt.

Fjármagni, sem okkur vantar svo nauðsynlega, er sóað og það misnotað á sviksamlegan hátt af ESB enda hafa reikningar ESB ekki verið samþykktir af endurskoðendum í fjölmörg ár.

Gætum við ekki, allra náðarsamlegast, fengið forsetann ykkar lánaðan? Okkur sárvantar þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi til að geta losað okkur undan oki ESB.

Virðingarfyllst,

Anthony Miller,

Donald Martin,

Íslandsvinir.

ANTHONY MILLER, endurskoðandi á eftirlaunum.

DONALD MARTIN, blaða- og bókaútgefandi. 

 


HVÍ EKKI YFIR 90% NEI GEGN KÚGUNARSAMNINGNUM?

FORSETINN12

Kúgunarmálið er ekki búið þó það hafi verið fellt enn einu sinni og ekki einu sinni í nánd við að vera lokið.  Ekki með ætlaða sökudólga enn í alþingi, embættum, skólum og stjórn landsins.  Og út um allar kvíar.  Og enn enginn verið haldinn ábyrgur fyrir samsæri um glæpinn ICESAVE. 

Nú ætti næsta skref í málinu að vera að gera opinbera starfsmenn og nokkra meðhjálpara lagalega ábyrga fyrir að ætla og vinna hart að að koma ólöglegri nauðung yfir samlanda.


Jafnframt ætti að kæra breska og hollenska ráðamenn fyrir að ljúga upp á okkur ríkisábyrgð sem var aldrei neinn fótur fyrir í neinum lögum.


Málið er ekki bara innlent mál ætlað til heimabrúks eins og Steingrími hættir við að lýsa kúgunarviðleitni breskra og hollenskra stjórnmálamanna.  Nei, málið kemur heiminum við. 


Við getum ekki og megum ekki leyfa kúgurum og slúðurberum að komast upp með að hafa ætlað að gera börnin okkar að skuldaþrælum erlendra velda að ósekju.  Málið er mannréttindamál og kemur öllum heiminum við. 

 

Hví sögðu ekki yfir 90% landsmanna NEI núna eins og í mars í fyrra?  Jú, það orsakaði fjárstuddur og ríkisstuddur og vel undirbúinn rógur og undirróður ICESAVE-STJÓRNARINNAR, blaðamanna og fréttamiðla Jóhönnu og co, seðlabanka Jóhönnu og heils hers erlendra og innlendra JÁ-MANNA sem mundu hafa hagnast af kúgunarsamningnum gegn okkur.  Og rógur´vitsmunablaðamanna´ eins og Jóhanns Haukssonar sem forsetinn rúllaði upp, Ómars Valdimarssonar sem brenglar fréttir í erlendum fréttamiðlum og Þóru Kristínar Einhverrrar með sína öfugsnúnu rússnesku rúlettu.

 

Gleymum aldrei hótunum um kaldakol og Kúbur Norðursins ef við ekki játtumst undir glæpinn.  Þar fóru fremstir yfirfalsarar eins og Gylfi Magnússon, Guðmundur Gunnarsson, Jón Hannibalsson, Margrét Kristmannsdóttir, Þorvaldur Gylfason, Þórólfur Matthíasson, Vilhjálmur Egilsson, Vilhjálmur Þorsteinsson.  Kallast þetta ekki úrkynjun??


Ekkert var eðlilegt við 59,9% NEI-ið.  Ólöglegt mál ætti aldrei að komast í gegnum löggjafarvaldið og skapa hættu á kúgun gegn hinum sem segja NEI. 

Elle Ericsson. 


SNIÐUGUR STEINGRÍMUR.

Icesave: Fundir með samninganefndum gengið vel

Ég man hvað mér brá hrikalega þegar Steingrímur J. kom fram opinberlega fyrir höfnun ICESAVE 3 og sagði að hann og Jóhanna væru best til þess fallin að gæta hagsmuna okkar ef við felldum kúgunarsamninginn og málið færi fyrir dómstóla.  Kannski sagði hann það almennar og ekki orðrétt svona, enda færi hann aldrei að kalla glæsisamninginn kúgunar-neitt.  

Man líka hvað ég skrifaði undir pistli ekki löngu eftir að við felldum ICESAVE 3: Núverandi stjórnarflokkar ættu ekki að vera að tala máli okkar núna enda geta þeir það ekki.  ALLS EKKI.  Það mun aldrei ganga og þau munu bara verja óverk þeirra sjálfra eftir að hafa ætlað að koma nauðunginni yfir okkur.

En það var undir mínum síðasta pistli: FORSETINN OKKAR STERKASTI LEIÐTOGI.


AMX skrifaði um drepfyndni Steingríms:

Brandari Steingríms J: Við erum best til þess fallin að gæta hagsmuna Íslands

Og get ekki sleppt þessu:

Ólafur Ragnar rúllar Jóhanni Haukssyni upp

 

Elle Ericsson.


Economist fjallar um Icesave

Skemmtileg er myndin með þætti Charlemains í Economist í gær: Maður horfir yfir hafið til Íslands og sér eldfjall gjósa, en gosmökkurinn myndar stafina NO! Auðvitað er Icesave og þjóðaratkvæðið málið. A parable of two debtors nefnist greinin, og þar er spurt í undirfyrirsögn: Does Iceland hold lessons for Ireland, and the rest of troubled Europe?

Eina millifyrirsögnin er dæmigerð fyrir brezkan húmor: Between Ice and Ire, en ire þýðir reiði. Við Íslendingar erum sem sagt gaddfreðnir gagnvart Icesave-kröfunum, er Írarnir ævareiðir yfir eigin ástandi og afstöðu Esb.

Afar stuttlega er þar fjallað um rökin gegn Icesave-samningnum. Eins og lesendur þessarar vefsíðu þekkja vel, er þetta heldur fátækleg lýsing á afstöðu okkar sem sögðum NEI:

  • The “no” camp argued that Iceland had no legal duty to stand behind €4 billion ($6 billion) of compensation to foreign depositors in Icesave, the online arm of a failed private bank, Landsbanki. The matter will now go to an international court, although Iceland says most or even all the money will be repaid from the disposal of Landsbanki’s assets. Beyond the legal arguments, the vote was an act of defiance. Icelanders were offended at their treatment by big countries, notably Britain, which had invoked anti-terrorist laws to seize Icelandic assets. 

Í greininni er vitnað í fjóra menn um Ísland: Halldór Laxness, Carl Bildt, Magnús Árna Skúlason úr InDefence, Steingrím J. Sigfússon og Þorvald Gylfason, fyrir utan það sem kemur fram í þessari klausu (fyrst um Írland):

  • Some left-wing parliamentarians have demanded an Iceland-style referendum on the conditions of Ireland’s bail-out. Look, they say, the sky has not fallen in on Iceland. (Portuguese activists are also calling for a referendum on any planned austerity measures.) There is an epic quality about the way this remote island of glaciers and volcanoes has stood up to powerful states and economic orthodoxy. For its cheerleaders, such as Paul Krugman, an American Nobel laureate in economics, Iceland is a model for another north Atlantic island ruined by bad banks: Ireland.
Af hinum þremur, sem lifa, er enginn beinlínis hlynntur hinum skýra málstað NEI-sinna, jafnvel ekki Magnús Árni, en hann er reyndar með hinum linustu í hópi InDefence-manna.
 
Charlemain (sem á að heita höfundur fastra þátta aftast í Economist og eru vitaskuld á ábyrgð ritstjóra þar) segir að þrátt fyrir að Íslendingum hafi verið boðin "hagstæðari kjör", hafi það ekki dugað til né hitt, að efnahagsleg óvissa blasi við og Hollendingar hóti að hætta við að styðja aðild landsins að Esb. Hann veltir fyrir sér, hvoru landinu farnist betur með ákvarðanir sínar eftir bankakreppuna, Íslandi eða Írlandi, og telur að þrátt fyrir að hér hafi verðbólgan farið upp í 18% (en komin niður í eðlilegar tölur) og eftirspurn á mörkuðum minnkað mikið, sé atvinnuleysið um tvöfalt meira á Írlandi og meira lánstraust á fyrirtækjum hér, jafnvel möguleiki á smá-hagvexti á árinu. Menn verða að lesa sér meira til í blaðinu sjálfu, hér: Economist.com/blogs/charlemagne

JVJ.


FORSETINN OKKAR STERKASTI LEIÐTOGI.

Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, er okkar langhæfasti leiðtogi að mínum dómi.  Hann hefur nánast einn leiðtoga skýrt mál okkar og stöðu vegna ICESAVE erlendis.  Og ötullega.  Mest af öllu kom forsetinn í veg fyrir ólýsanlega niðurlægingu íslensks almennings þegar hann skrifaði ekki undir kúgunarsamninginn. 

Hinn almenni maður hefur líka orðið að verjast í erlendum fjölmiðlum þar sem ekki gerði ríkisstjórnin það.  Ríkisstjórnin hefur aldrei komið fram opinberlega og lýst yfir að krafa Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á ICESAVE standist engin lög.  Og enn síður staðið í lappirnar gegn kröfunni.  Og það er forkastanlegt.  Ögmundur gerði það að vísu en við misstum hann að lokum ofan í svartholið. 

Jóhanna hefur frá upphafi málsins heimtað ríkisábyrgð.  Óhæfu Jóhönnu hefur verið haldið fast uppi af hverjum einasta manni í hennar flokki og ríkisstjórninni sem heild, ICESAVE-STJÓRNINNI.   Ítrekað skal Jóhanna fara fram opinberlega og eyðileggja málstað okkar lofandi öllum heiminum að við ætlum að borga ´SKULDIR OKKAR´ eins og það komi ríkisábyrgð á ICESAVE við.

Óskiljanlega Evrópuríkislöngunin hefur verið mesti skaðvaldurinn.  Vilji og ætlun flokksins og fylgjenda var að fallast á allar grimmilegu og ólöglegu kröfur evrópsku ríkjanna nánast óséðar og styggja þau ekki.  Gæti skemmt fyrir ´þið vitið´.  Og stefna ríkiseigum í stórhættu.  Þann veikleika hafa rukkararnir oft notað, dæmin eru endalaus.  Og gera enn í dag eins og ekkert væri:
Holland hindri ESB-aðild og samvinnu við AGS

Óttast fordæmi Íslands

Forysta VG og mest allur flokkurinn hlýddu eins og mýs þó nokkrir þeirra hafi hafnað kúgunarsamningnum.  Víst vildi Steingrímur alls, alls, ALLS ekki að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist aftur að völdum og ætlaði að hanga og hanga límdur við sætið þó hann sökkti landinu í sæ fyrir.

Elle Ericsson.

 

Í BBC:

UK 'will get Iceland money back'


 Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson
Mr Grimsson had refused to sign the latest repayment plan, triggering the referendum.

Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson has said that the UK and the Netherlands will get back the 4bn euros (£3.5bn) they paid when Iceland's banking system collapsed in 2008.

That is despite the country rejecting the latest repayment plan in a referendum at the weekend.

Mr Grimsson told the BBC assets from the collapsed bank Landsbanki would "in all likelihood" cover what was owed.

The UK has said the matter will go to an international court.

Iceland's three main banks collapsed in October 2008.

Landsbanki ran savings accounts in the UK and the Netherlands under the name Icesave.

When it collapsed, the British and Dutch governments had to reimburse 400,000 citizens - and Iceland had to decide how to repay that money.

Guarantee question.
 
The weekend result marked the second time a referendum has rejected a repayment deal.

Mr Grimsson said that it was not an issue about paying or not paying, but a question of whether there is a state guarantee and how that would be interpreted under the European regulatory framework.

"I think the primary message [from the referendum] is that before ordinary people are asked to pay for failed banks, the assets inside the estate of these banks should be used to pay the subs," Mr Grimsson told Radio 4's Today.

"That is why the people of Iceland emphasised that Britain and the Netherlands are going to get certainly up to $9bn out of the estate of Landsbanki.

"The first payment will be this December, and in all likelihood this will cover what was paid by Britain and the Netherlands two years ago.

"But to ask for a state guarantee and that ordinary people should shoulder the responsibility is highly doubtful and definitely can be disputed within the European legislative framework."

But he added that if the matter did end up in an international court, "of course" Iceland would abide by the court's ruling.

http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-13047176


mbl.is Bretar fá peningana aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michael Hudson: Why Iceland Voted ‘No”. Ný grein hans birt erlendis - og hér!

  About 75% of Iceland’s voters turned out on Saturday to reject the Social Democratic-Green government’s proposal to pay $5.2 billion to the British and Dutch bank insurance agencies for the Landsbanki-Icesave collapse. Every one of Iceland’s six electoral districts voted in the “No” column – by a national margin of 60% (down from 93% in January 2010).

The vote reflected widespread belief that government negotiators had not been vigorous in pleading Iceland’s legal case. The situation is reminiscent of World War I’s Inter-Ally war debt tangle. Lloyd George described the negotiations between U.S. Treasury Secretary Andrew Mellon and Stanley Baldwin regarding Britain’s arms debt as “a negotiation between a weasel and its quarry. The result was a bargain which has brought international debt collection into disrepute … the Treasury officials were not exactly bluffing, but they put forward their full demand as a start in the conversations, and to their surprise Dr. Baldwin said he thought the terms were fair, and accepted them. … this crude job, jocularly called a ‘settlement,’ was to have a disastrous effect upon the whole further course of negotiations …”

And so it was with Iceland’s negotiation with Britain. True, they got a longer payment period for the Icesave payout. But how is Iceland to obtain the pounds sterling and Euros in the face of its shrinking economy. This is the major payment risk that is still unaddressed. It threatens to plunge the krona’s exchange rate.

The settlement proposal did lower the interest rates from 5.5% to 3.2%, but it included running interest charges on the bailout since 2008. It even included the extra-high interest charges that led depositors to put their funds in Icesave in the first place. Icelanders viewed these interest premiums as compensation for risks – that were taken and should be lost by the high-interest Internet depositors.

So the Icesave problem will now go to the courts. The relevant EU directive states that “that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves.” As priority claimants Britain and the Netherlands will indeed get the lion’s share of what is left from the Landsbanki corpse. That was not the issue before Iceland’s voters. They simply aimed at saving Iceland from an open-ended obligation to take the bank’s losses onto the public balance sheet without a clear plan of just how Iceland is to get the money to pay.

Prime Minister Johanna Sigurdardottir warns that the vote may trigger “political and economic chaos.” But trying to pay also threatens this. The past year has seen the disastrous experience of Greece, Ireland and now Portugal in taking reckless private sector bank debts onto the public balance sheet. It is hard to expect any sovereign nation to impose a decade or more of deep depression on its economy inasmuch as international law permits every nation to act in its own vital interests.

Attempts by creditors to persuade nations to bail out their banks at public expense thus is ultimately an exercise in public relations. Icelanders have seen how successful Argentina has been since it imposed a crew haircut on its creditors. They also have seen the economic and political disruption in Ireland and Greece resulting from trying to pay beyond their means.

Creditors did not give accurate advice when they told Ireland that it could pay for its bank failures without plunging the economy into depression. Ireland’s experience stands as a warning to other countries about trusting overly optimistic forecasts by central bankers. In Iceland’s case, in November 2008 the IMF staff projected yearend-2009 gross external public and private debt at 160% of GDP – but observed that an exchange rate depreciation of 30% would push the ratio to 240% of GDP, which would be “clearly unsustainable.” But the most recent IMF staff report (January 14, 2011) shows end-2009 gross external debt at 308% of GDP, and estimates end-2010 gross external debt at 333% – even before taking the Icesave and other debts into account!

The main problem with Iceland’s obligation to Britain and the Netherlands is that foreign debt is not paid out of GDP. Apart from what is recovered from Landsbanki (now with the help of Britain’s Serious Fraud Office), the money must be paid in exports. But there has been no negotiation with Britain and Holland over just what Icelandic goods and services these countries would be willing to take in payment. Already in the 1920s, John Maynard Keynes pointed ou tthat the Allied creditor nation had to take some responsibility just how Germany could pay its reparations, if not by exporting more to these countries. In practice, German cities borrowed in New York, turned the dollars over to the Reichsbank, which paid Britain and France, which paid the money back to the U.S. Government for their Inter-Ally Arms debts. In other words, Germany tried to “borrow its way out of debt.” It never works over time.

The normal practice would be for Iceland to appoint a Group of Experts to lay out the strongest possible case. No sovereign nation can be expected to acquiesce in imposing a generation of financial austerity, economic shrinkage and forced emigration of labor to pay for the failed neoliberal experiment that has dragged down so many other European economies.

Sjá einnig þessa nýlegu grein hér:

MICHAEL HUDSON: GRIMMD GEGN ÍSLENDINGUM.


HÆTTIÐ AÐ RAKKA NIÐUR FORSETANN.

http://img.eyjan.net/2010/09/Screen-shot-2010-09-16-at-9.45.23-PM.300x200.png

Nú koma ICESAVE stuðningsmenn hver á fætur öðrum upp úr holunum og rakka niður forsetann fyrir að vinna vinnuna sína og verja lýðræðið í landinu.  Og verja þjóðina gegn fordæmalausri kúgun og löglausri kröfu bresku og hollensku ríkisstjórnanna,  Evrópusambandsins og íslensku ríkisstjórnarinnar, ICESAVE-STJÓRNARINNAR og annarra norrænna ríkisstjórna sem eru sorglega illa upplýstar í málinu. 

Líka menn sem sjálfir hafa löngu glatað öllu trausti landsmanna eins og Björn Valur Gíslason og Jóhanna Sigurðardóttir.  Eins og þau tvö hafi nú efni á að gagnrýna nokkurn mann, hvað þá rakka niður forsetann sem nánast einn Íslendinga hefur varið okkur á erlendri grundu.  Nú hefur sænskur dálkahöfundur bættst í hópinn og rakkar niður forsetann í sænsku blaði og það er bæði óþolandi og sorglegt. 

ICESAVE-STJÓRNIN og stjórnarflokkarnir hafa skaðað okkur stórkostlega erlendis og ekkert varið okkur, nema Ögmundur.  Og hann glataðist okkur samt í lokin.  Ýmsir landsmenn og líka heimurinn er alltof illa upplýstur um málið og lætur eins og við séum að ræna Breta og Hollendinga þegar það sanna er að við, íslenskir skattþegar og íslenska ríkið, skuldum þeim ekki neitt.  Enginn dómur hefur fallið þar um. 

Þar fyrir utan fá Bretar og Hollendingar gífurlegar fjárhæðir úr þrotabúi Landsbankans, 7-9 MILLJARÐA Bandaríkjadala örugga eða yfir það og 700-900 MILLJARÐA ísl. króna minnst eða yfir 1000 MILLJARÐA.  Og ICESAVE-STJÓRNIN og stjórnarflokkarnir segja ekki orð um það.  Nei, steinþegja það í hel eins og allar lagalegar varnir okkar sem við nú þegar höfum í málinu og höfum alltaf haft.  

FORSETINN Á BLAÐAMANNAFUNDINUM Á BESSASTÖÐUM Í GÆR:


RISAVAXNAR UPPHÆÐIR.

ÆTLAR AÐ TALA MÁLI ÍSLANDS.

FORSETINN Í SÍMA VIÐ BLOOMBERG:

ÖMURLEG FRAMMISTAÐA MOODY´S

Elle Ericsson.


mbl.is Íslendingar hafa varðveitt sitt fræga stolt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEILLAÓSKIR FRÁ HOLLANDI OG KANADA.

Í fréttinni komu heillaóskir til Íslendinga frá ókunnum manni í Kanada.  Neðanverðar heillaóskir og hvatning var okkur félögum í ÞJÓÐARHEIÐRI að berast frá Micha Fuks, góðum félaga okkar í Hollandi.  Micha hefur allt frá upphafi ICESAVE-málsins verið í sambandi við okkur og gefið ráð og hvatningu.


Well done, so in order to make sure that all this work was not for nothing, you and those who oppose the deal should make sure that the governement does not pay it after all with a trick by paying the English and Dutch out of the money that comes out of the sale of assets of landesbanki.

So one way to avoid it, is to ask parliament or people your organisation knows to make a blockage law, because under normal circumstances, if a company goes bankrupt the money goes first to the state (if they have claims from that company) and if so this money should be used for the ICELANDIC deficit and not the British and Dutch claim.

A other way to avoid this would be that people and companies who have a claim against Landsbanki, file it, so that in a court of law there will be many claims beside the Dutch and British (if they would go to a Icelandic court) it is not necessary that every Icelander files a claim, because if one has a claim which resembles another both can claim based on the jurisprudence.

In regard to the bullshit scarry fear, that Iceland cannot become a member of the EU is actually a good thing, remember when countries collaps other EU members must come to the rescue, so many European countries default their debt and have to be bailed out by the other member states, Iceland would just become fresh blood to tap from to pay the others. If you would like to become member of a community you can apply to become member of the Unites States, you have many things to offer to the US, such as a hub between US and EU, and you have basicly unlimited free energy (Alcoa the US aluminium company is not without a reason in Iceland) yes it destroys part of the landscape, but not as bad as fukushima. So even for Europeand companies you have something to offer namely location for high intensity energy comsuming factories. You can even consider taking in some Chinese companies with heavy industry under your conditions regarding environement and safety, and in that way make a economic recovery and live of the energy. China purchases and owns enormous lands in Argentina for agriculture to make corn to ship it back to China to feed their pigs so the chinese can eat pork.

So do not stare yourself blind on the EU, it is not worth it and make sure that Landsbanki assets go to the icelandic people either in a payment to the governement or to individuals who lost by landsbanki,

Again congratulations with a great result.


Micha Fuks

mbl.is Heillaóskir til Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband