Economist fjallar um Icesave

Skemmtileg er myndin með þætti Charlemains í Economist í gær: Maður horfir yfir hafið til Íslands og sér eldfjall gjósa, en gosmökkurinn myndar stafina NO! Auðvitað er Icesave og þjóðaratkvæðið málið. A parable of two debtors nefnist greinin, og þar er spurt í undirfyrirsögn: Does Iceland hold lessons for Ireland, and the rest of troubled Europe?

Eina millifyrirsögnin er dæmigerð fyrir brezkan húmor: Between Ice and Ire, en ire þýðir reiði. Við Íslendingar erum sem sagt gaddfreðnir gagnvart Icesave-kröfunum, er Írarnir ævareiðir yfir eigin ástandi og afstöðu Esb.

Afar stuttlega er þar fjallað um rökin gegn Icesave-samningnum. Eins og lesendur þessarar vefsíðu þekkja vel, er þetta heldur fátækleg lýsing á afstöðu okkar sem sögðum NEI:

  • The “no” camp argued that Iceland had no legal duty to stand behind €4 billion ($6 billion) of compensation to foreign depositors in Icesave, the online arm of a failed private bank, Landsbanki. The matter will now go to an international court, although Iceland says most or even all the money will be repaid from the disposal of Landsbanki’s assets. Beyond the legal arguments, the vote was an act of defiance. Icelanders were offended at their treatment by big countries, notably Britain, which had invoked anti-terrorist laws to seize Icelandic assets. 

Í greininni er vitnað í fjóra menn um Ísland: Halldór Laxness, Carl Bildt, Magnús Árna Skúlason úr InDefence, Steingrím J. Sigfússon og Þorvald Gylfason, fyrir utan það sem kemur fram í þessari klausu (fyrst um Írland):

  • Some left-wing parliamentarians have demanded an Iceland-style referendum on the conditions of Ireland’s bail-out. Look, they say, the sky has not fallen in on Iceland. (Portuguese activists are also calling for a referendum on any planned austerity measures.) There is an epic quality about the way this remote island of glaciers and volcanoes has stood up to powerful states and economic orthodoxy. For its cheerleaders, such as Paul Krugman, an American Nobel laureate in economics, Iceland is a model for another north Atlantic island ruined by bad banks: Ireland.
Af hinum þremur, sem lifa, er enginn beinlínis hlynntur hinum skýra málstað NEI-sinna, jafnvel ekki Magnús Árni, en hann er reyndar með hinum linustu í hópi InDefence-manna.
 
Charlemain (sem á að heita höfundur fastra þátta aftast í Economist og eru vitaskuld á ábyrgð ritstjóra þar) segir að þrátt fyrir að Íslendingum hafi verið boðin "hagstæðari kjör", hafi það ekki dugað til né hitt, að efnahagsleg óvissa blasi við og Hollendingar hóti að hætta við að styðja aðild landsins að Esb. Hann veltir fyrir sér, hvoru landinu farnist betur með ákvarðanir sínar eftir bankakreppuna, Íslandi eða Írlandi, og telur að þrátt fyrir að hér hafi verðbólgan farið upp í 18% (en komin niður í eðlilegar tölur) og eftirspurn á mörkuðum minnkað mikið, sé atvinnuleysið um tvöfalt meira á Írlandi og meira lánstraust á fyrirtækjum hér, jafnvel möguleiki á smá-hagvexti á árinu. Menn verða að lesa sér meira til í blaðinu sjálfu, hér: Economist.com/blogs/charlemagne

JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Libertad

Enda þótt klausan sem byrjar á "The “no” camp argued..." sé fátækleg, þá er hún þó réttari en margt annað sem hefur verið skrifað í erlendum (og innlendum) fjölmiðlum.

Libertad, 15.4.2011 kl. 21:56

2 identicon

af hverju er ekki hægt að lesa hér á blogginu mena kunna meiri ensku en íslensku ég vildi geta lesiðþetta er ég kann enga ensku ég þirfti að láta túlka eins og þegar safnið mitt sendir eithvað á ensku sorry en þetta varðar okkur líka hin sem kunnum ekki ensku

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband