Icesave-slagnum er ekki lokið !

Þetta “rökstudda álit” frá ESA breytir stöðunni ekki neitt, enda var búist við að það kæmi fram. Við sjáum hins vegar að ESB-sinnar eru straks farnir á taugum, en engin ástæða er til þess. Ef Brussel ræskir sig, pissa ESB-sinnar á sig. Þetta taugaveiklaða lið má ekki ráða viðbrögðum þjóðarinnar.

 

ESA gefur ríkisstjórninni þriggja mánaða frest, en “rökstudda álitinu” má ekki svara einu orði heldur mæta nýlenduveldunum fyrir EFTA-dómstólnum. Ef álitinu er svarað gerir það bara stöðu okkar erfiðari, því að við gæfum þá upp málsvörn okkar.

 

Þótt góðir sprettir séu í andsvarinu til ESA frá 2. maí 2011, er fullt af sterkum rökum sem ekki koma þar fram. Mikilvægt er að Samstaða þjóðar gegn Icesave fái að koma af fullum krafti að málsvörninni og ekki í músar-líki, eins og raunin var með andsvarið. Aðkoma allra þjóðhollra afla að málsvörninni er algjört lykilatriði.

 

Um nokkra hríð hafa traustir heimilarmenn í Evrópu sagt mér að Bretar og Hollendingar væru að undirbúa það “rökstudda álit” sem nú hefur verið birt. Við þeim ósanngjörnu og ólöglegu kröfum sem í álitinu birtist verður að bregðast af fullri festu. Þar á meðal verður að hefja undirbúning að úrsögn Íslands úr Evrópska efnahagssvæðinu og í leiðinni er rétt að hefja úrsögn úr NATO. [Þetta síðastnefnda er álit höfundar, ekki Þjóðarheiðurs. Aths. JVJ.]

 

Samstaða þjóðar gegn Icesave er að undirbúa gagnsókn gegn Bretlandi og Hollandi. Ef Alþingi hefur einhvern sóma, verður þessum undirbúningi veitt liðsinni. Kvartað verður til framkvæmdastjórnar ESB vegna tröðkunar nýlenduveldanna á lögsögu Íslands og þar með brotum á meginstoðum Evrópska efnahagssvæðisins, hvað varðar “frjálst flæði fjármagns” og “frelsi til þjónustustarfsemi”.

 

Í núverandi stöðu eru því eftirfarandi atriði mikilvægust:

 

1.   EKKI má svara “rökstuddu áliti” ESA fyrr en fyrir EFTA-dómstólnum, ef ESA leggur í slaginn.

2.   Samstaða þjóðar gegn Icesave verður að fá aðgang að málsvörninni.

3.   Undirbúa verður úrsögn úr EES og NATO. [Álit Lofts. Aths. JVJ.]

4.   Alþingi verður að veita Samstöðu þjóðar gegn Icesave fullan stuðning við undirbúning gagnsóknar gegn Bretlandi og Hollandi.

 
Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Þriggja mánaða Icesave-frestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eigum við að trúa því að ESB aðildarumsóknin verði ekki stöðvuð í ljósi þessara nýju aðstæðna og sendinefnd Íslands í Brussel kölluð heim?

Eða, eigum við kannski að fjárfesta í hnjápúðum fyrir þessa bjálfa sem þar lifa á sníkjum svo þeir eigi hægara með að krjúpa Majestetinu?

Árni Gunnarsson, 10.6.2011 kl. 14:48

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt, Loftur, sammála öllu þessu nema þú gleymdir því atriði sem Árni bendir á; að draga nú þegar til baka ESB-umsókn Íslands.

Kolbrún Hilmars, 10.6.2011 kl. 15:21

3 Smámynd: Elle_

No. 2 + 4 eru ekki endilega skoðanir ÞJÓÐARHEIÐURS frekar en no. 3.

Elle_, 10.6.2011 kl. 19:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það má alveg til sanns vegar færa, Elle.

Þetta er Lofts grein, hans áherzlur.

Ekki það, að ég telji það annað en gott, ef Samstaða þjóðar gegn Icesave fengi aðgang að málsvörninni.

Jón Valur Jensson, 11.6.2011 kl. 00:44

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér líst bara vel á þetta. Ef ESA segir að það eigi að borga 650 milljarða ea tæpan helming, þá ætti að sjálfsögðu að gera nákvæmlega það. Restinni getum við svo haldið til greiðslu skaðabóta vegna skaðlegrar framkomu nýlenduveldanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 02:06

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki nóg fyrir ESA að segja það, Guðmundur!

Jón Valur Jensson, 11.6.2011 kl. 02:52

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vil að þetta Icesafe mál fari eðlilega leið. Þ.e. að Bretar og hollendingar kæri okkur. Hingað til þá höfum við verið að betla út fundi með þeim sem er hið einkennilegasta mál. Ég veit ekki til að Landsbankinn hafi þefað uppi menn og fyrirtæki sem settu ekki inn kröfur á bankann. Ég vil benda mönnum á að fylgjast með Nigel Farage en síðustu ræður hans í þýskalandi fengu góðar undirtektir og þar telur hann upp hve mörg prósent lög þeirra og Breta eru skrifuð í Brussel. Það er algjör unun að hlusta á hann. Ég hef skrifað honum og gerði núna með að koma til íslands og halda hvatningaræðu gegn ESB og það ættu fleiri að gera það. Sérstaklega félagasamtök. Það yrði líka hjálp fyrir hans málstað ef við sleppum öllu sem heitir flokkapólitík. Með Bretlandi, okkur grænland, Færeyjar og Norðmenn þá gætum við átt norður atlantshafið og allt í kring um það. Við þ.e. þessi lönd munum meginlandinu en ekki þeir okkur. Vatn, fæða og orka. Hverjir hér vilja gefa þetta frá sér. Hvaða fólk er þetta.???    

Valdimar Samúelsson, 11.6.2011 kl. 13:16

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Valur. Þetta með að halda eftir helmingnum er nú bara góðlátlegt grín sem ég er búinn að vera að dreifa JÁ-liðinu til skapraunar. Auðvitað þyrftum við að fara að gildandi lögum í þeim efnum, sem að óbreyttu þýðir að þrotabúið skiptist á milli Bretlands og Hollands í samræmi við neyðarlögin. Það væri líka sanngjörn niðurstaða varðandi innstæðurnar.

Skaðabótakrafa fyrir beitingu hryðjuverkalaga væri aðskilið mál. Ef það væri töggur í íslenskum ráðamönnum hefðu þeir einfaldlega gert bankana upptæka fyrir það tjón af þeim hlaust í stað þess að standa í einhverjum samningaviðræðum við glæpona.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2011 kl. 01:22

9 Smámynd: Elle_

Já, ég veit það, Jón, pistilhöfundur skrifar hans hugsanir.  En ég tiltók 2+4 ekki beint vegna skrifa Lofts, heldur vegna skrifa þinna að ofan um að no. 3 væri ekki skoðun samtakanna, en nefndir ekki hitt sem var beint fyrir ofan og neðan. 

Elle_, 13.6.2011 kl. 11:50

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tók þetta skýrt fram í aths.: "Þetta er Lofts grein, hans áherzlur," og bætti við: "Ekki það, að ég telji það annað en gott, ef Samstaða þjóðar gegn Icesave fengi aðgang að málsvörninni." - Ekki fæ ég séð, að félagsmenn Þjóðarheiðurs ættu að hafa neitt á móti því. Og þetta var um 2. atriðið. Um hið fjórða er þarflaust að segja, að þetta er ekki stefna Þjóðarheiðurs, heldur persónulegt álit Lofts.

Jón Valur Jensson, 13.6.2011 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband