"Mikil áhætta óháð heimtum - Áhættan af Icesave var alltaf mikil": Hefðum þurft að greiða 26 milljarða þetta ár

Steingrímur J. sneri öllu á hvolf um Icesave í sjónvarpinu í gærkvöldi, með slóttugum gervisvip, ólíkt reiðisvipnum í þinginu, er hann gumaði af stjórnarafrekum í gærmorgun. En Örn Arnarson blm. á frábæra úttekt á Icesave-pakkanum á 23. bls. Morgunblaðsins í dag. Þar kemur í ljós, að sannleikurinn er öndverður við það, sem refurinn í ráðherrastóli reyndi að telja okkur trú um á skjánum.

Sem sé: Jafnvel þrátt fyrir að útlit sé nú fyrir, að endurheimtur þrotabús Landsbankans verði umfram forgangskröfur (og dugi þannig fyrir forgangskröfum vegna Icesave), "er ekki þar með sagt að íslensk stjórnvöld hefðu komist hjá því að taka á sig stórfelldan kostnað hefðu lögin um ríksábyrgðina verið samþykkt. Kostnaður ríkisins vegna ríksábyrgðarinnar hefði eftir sem áður getað hlaupið á tugum eða hundruðum milljarða vegna vaxtagreiðslna auk möguleikans á óhagstæðri gengisþróun og töfum á greiðslum úr þrotabúinu," segir Örn, sem er viðskiptablaðamaður á Mbl.

Miklu nánar þar í grein hans! Menn ættu að fá sér þetta laugardagsblað, ekki verra að Sunnudagsmoggi fylgir. (Og ræðum þetta mál betur en undrritaður samantektarmaður hefur tíma til hér og nú.)

PS. Og allir ættu að vita, að það er enginn peningur til fyrir þessum 26 milljörðum, sem Steingrímur hefði þurft að borga. Þeir hafa ekki einu sinni efni á að byggja temmilega lítið fangelsi fyrir 53 fanga. 

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband