Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
3.10.2017 | 00:55
Hver ætli skipi heiðurssætið á lista Samfylkingar í Reykjavík norður?
Hver annar en Icesave-samninga-hvatningamaðurinn Dagur B. Eggertsson?! --Nei, heyrið mig nú, kom hann nokkuð nálægt því? Er þetta ekki miklu fremur flugvallar-tortímandinn galvaski? --Jú, að vísu, en lesið hvað hann skrifaði um Icesave-málið:
Dagur B. Eggertsson: Mér finnst algert ábyrgðarleysi af stjórnarandstöðunni að þvælast fyrir Icesave-málinu. Það væri feigðarflan að ætla sér aðra tafsama samningalotu ...!
(og smellið á þetta til að sjá meira).
--Mættum við fá meira að heyra?
--Nei, þetta er yfrið nóg í bili !
JVJ.
Helga og Ágúst leiða í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta viðurkenndi Árni Páll Árnason nánast á flokksstjórnarfundi Samfylkingar í morgun. Í Icesave-málinu
- hafi Samfylkingin talað fyrir því sem Árni kallar praktíska lausn samningaleiðar. Við vorum kannski í huga fólks málsvarar viðsemjandans, frekar en að við værum málsvarar fólksins gegn viðsemjandanum, sem við auðvitað vorum, segir Árni. (Mbl.is.)
Hér má spyrja formann þessa flokks, sem beið algert afhroð í kosningunum:
- Skildi þingflokkur Samfylkingar sig sem "málsvara fólksins" gegn ásæknum ríkisstjórnum Bretlands og Hollands, þegar Jóhanna og Steingrímur J. ætluðust til þess, að óbreyttir þingmenn þeirra greiddu Svavarssamningnum ólesnum atkvæði sitt?
- Var Samfylkingin "málsvari fólksins" með því að amast við og skella skollaeyrum við meintu "málþófi" margra stjórnarandstöðuþingmanna (t.d. Vigdísar Hauksdóttur, Birgis Ármannssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Höskuldar Þórhallssonar, Péturs Blöndal, Unnar Brár Konráðsdóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Sigurðar Inga Jóhannssonar) þegar þessir þingmenn börðust með ófáum sterkum og órækum rökum gegn Svavarssamningnum og síðar Buchheit-samningnum og tjáðu þar þá útbreiddu andstöðu almennings, sem þrátt fyrir áróðursherferð stjórnvalda, fjölmiðla flestra og hagsmunasamtaka vinnuveitenda og brigðulla verkalýðsrekenda staðfestist í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum?
- Leit þjóðin svo á, að Samfylkingin væri "málsvari fólksins", þegar flokkurinn lét loforð sitt um skjaldborg fyrir heimilin lönd og leið til þess að geta umfram allt sinnt þessu ofuráhugamáli sínu sem forgangsmáli á Alþingi mánuðum saman: að keyra Icesave-nauðungarsamningana í gegn?
- Var Samfylkingin "málsvari fólksins", þegar valdamenn flokksins hvöttu þjóðina til að kjósa með Icesave-samningnum illræmda, sem var jafnvel margfalt harðsvíraðri gagnvart þjóðinni en Buchheit-samningurinn, sem þó reyndist ÓLÖGMÆTUR OG ÓSANNGJARNT samkvæmt úrskurði EFTA-dómstólsins snemma á þessu ári (en hefði þegar kostað okkur um 65 milljarða króna í óafturkræfa vexti í erlendum gjaldeyri til 1. apríl sl. (síðan meira í viðbót), ef að þeim samningi hefði verið gengið)?
- Hefur Samfylkinginn enn dregið næga lærdóma af þeirri HÖFNUN og RASSSKELLINGU sem hún fekk hjá þjóðinni tvívegis með miklum meirihluta í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og ekki hvað sízt vegna framkomu hennar í þessu máli í þingkosningunum 27. apríl sl.?
- Var það "praktísk lausn" fyrir þjóðina þegar Samfylkingin samþykkti ólögvarðar, ólögmætar og stjórnarskrárandstæðar ofurkröfur hótandi aflóga nýlenduvelda?
- Hefði það verið "praktísk lausn" fyrir almenning að vera leiddur í skuldaánauð nefndra ríkja og það með þeim hætti, sem líkt hefur verið við langtíma-þrælkunaránauð Fiji-búa vegna viðlíka tilbúnings-skuldamála gagnvart Bretum þar?
- Var Samfylkingin fullsæmd af því, að formaður hennar, Jóhanna, reyndi í sérstakri Bessastaðaferð að tala forseta Íslands ofan af því að beita neitunarvaldi gegn Icesave-samningum og forysta flokksins (og VG) að tala síðan á niðrandi hátt um afstöðu hans í málinu? Var það Samfylkingunni til sóma að fara í hefndarleiðangur gegn þeim þjóðholla forseta í fjölmiðlum og í kosningabaráttu gegn honum við síðustu fosetakosningar?
- Hefur Samfylkingin tekið ákvörðun um að draga sína ábyrgustu aðila í þessu máli til ábyrgðar, eða verður þeim áfram hossað í áhrifastöðum í flokknum?
Jón Valur Jensson.
Áttuðum okkur ekki á skuldavanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2013 | 22:10
Upprifjun, I: Hörður Arnarson í Landsvirkjun freistaði þess að afvegaleiða okkur í Icesave-málinu, þjóðinni næstum því til stórskaða
Af einhverjum ástæðum eru mánaðarlaun Harðar komin upp í 10,7 milljónir eða hærra (heimild: DV í úttekt á launum hæstlaunaðra). Lesum nú þessar merkilegu uppl. um hann í Fuglahvísli 18. febrúar sl.:
Þegar Icesave-deilan var í hámarki sagði Hörður Arnarson:
Við teljum að fjármögnun í gegnum fjármálastofnanir muni ganga eftir á næstu vikum ef tekst að ljúka Icesave-deilunni. [...] Út frá hagsmunum fyrirtækisins tel ég það afar jákvætt að leysa þetta Icesave-mál. Þetta mun örugglega auðvelda okkur fjármögnun, og þá ekki bara fyrir Búðarháls heldur fyrir öll önnur verkefni sem við erum með í skoðun. Lausn þessa máls hefði líka jákvæð áhrif á lánshæfismat fyrirtækisins og íslenska ríkisins sem myndi hafa jákvæð áhrif á aðgengi að fjármagni fyrir öll íslensk fyrirtæki.
Hörður taldi á þeim tíma að stórkostleg skuldaaukning hins opinbera hefði jákvæð áhrif á lánshæfismat Landsvirkjunar. Þetta innlegg harðar kom á sama tíma og aðrir stjórnmála-, fræði og viðskiptamenn lögðu allt í sölurnar til að koma Icesave samningi Samfylkingar og VG í gegn.
Það sem gerðist hins vegar nú er að lánshæfiseinkunn Landvirkjunar var hækkuð eftir að ljóst varð að Icesave félli ekki á íslenska ríkið og væri því úr sögunni hvað lánshæfi ríkisins og ríkisfyrirtækja varðar.
Fjölmiðlar ræddu við Hörð í hádeginu í dag. Var hann spurður út í fyrri orð um Icesave og lánshæfið? Nei.
Tilvitnun lýkur. Heimild hér: http://www.amx.is/fuglahvisl/18608/
Furðulegt hvernig ýmsir reikningskúnstarmenn brugðust okkur gersamlega í Icesave-málinu. Það sama gerðu ekki sjálfvaktar hreyfingar Íslendinga með óbrenglaða réttlætiskennd, manna sem EFTA-dómstóllinn gaf allan heiður í þessu máli með algerri sýknun Íslands í málinu og þar sem úrskurðað var, að við skyldum ekki einu sinni borga eigin málskostnað.
Jón Valur Jensson.
Sannarlega má taka undir með þeirri áskorun almenns fundar Dögunar, að þingmenn, "einkum núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna sem hvöttu Íslendinga til að mæta ekki á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana, sjái sóma sinn í að biðja kjósendur afsökunar á þeim orðum sínum að kjósendur nýti ekki rétt sinn til að taka lýðræðislega afstöðu í jafn umdeildu og alvarlegu máli og Icesave-samningar ríkisstjórnarinnar voru." (Leturbr. hér.)
En seint virðist bóla á afsökunarbeiðni ráðamanna og þeirra tæpl. 70% þingmanna sem greiddu atkvæði með síðasta Icesave-frumvarpinu. Birgir Ármannsson á Alþingi í gær, skv. leiðara Mbl. í dag:
- Ekki einungis alþjóðlegar stofnanir þyrftu að draga lærdóm af dómnum í Icesave-málinu heldur einnig ríkisstjórn Íslands, sem ráðherrann hefði gleymt að nefna. Ríkisstjórnin hefði ekki aðeins unnið ítrekað að því að koma Icesave-samningum í gegnum þingið heldur hefði hún hvað eftir annað barist gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um málið. Þetta sé nauðsynlegt að rifja upp, sérstaklega þegar í hlut eigi stjórnmálamenn sem státi af því að vera hinir mestu lýðræðissinnar og helstu stuðningsmenn þjóðaratkvæðagreiðslna.
Og skv. sama leiðara ...
- Unnur Brá spurði að því hvort ráðherrann væri enn þeirrar skoðunar að rétt hefði verið af ríkisstjórninni að reyna að koma Svavarssamningunum óséðum í gegnum þingið og fór Steingrímur með nákvæmlega sömu röksemdir og hann gerði á þeim tíma sem hann sagði þá samninga glæsilega niðurstöðu. Ekki hafi verið um neitt annað að ræða en semja og að réttlætanlegt hafi verið að pukrast með innihald samninganna þar sem viðsemjendurnir hafi viljað hafa efni þeirra trúnaðarmál.
Og sannarlega má taka undir með ályktunum leiðarahöfundar:
- Og auðvitað er líka skelfilegt að ráðamenn skuli enn vera þeirrar skoðunar að þeir hafi ekkert gert rangt þegar svo augljóst er orðið að þeir hafa ekki aðeins tekið ranga afstöðu heldur einnig stórhættulega afstöðu á öllum stigum málsins. Meginatriðið er að þjóðarhagur var aldrei settur í öndvegi í þessu máli, einungis ríkisstjórnin og aðildarumsóknin að Evrópusambandinu, en eins og margoft hefur komið fram getur hvorugt án hins verið
Þetta síðastnefnda kemur t.d. skýrt fram HÉR, þ.e. að ESB vann hlífðarlaust og harkalega gegn okkur í ICESAVE-málinu frá upphafi til enda.
JVJ tók saman.
Biðji kjósendur afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2012 | 07:36
Skýrslum ráðherra stungið undir stól
Eru það viðteknir stjórnarhættir ráðherra að stinga skýrslum undir stól (sbr. Kristján Möller vegna Vaðlaheiðarganga)? Þetta er nefnilega ekki einstakt dæmi um slíkt undanskot. Það sama gerðist í Icesave-málinu og með svo alvarlegum hætti, að leidd hafa verið rök að því, að þar hafi a.m.k. Össur Skarphéðinsson, ef ekki Steingrímur líka, brotið skýr landráðaákvæði hegningarlaganna, sjá hér: Össur biðst afsökunar (þó með sínum stærilætistöktum) vegna Mishcon de Reya-STÓRHNEYKSLIS.
Hin falda spá Hagfræðistofnunar um tregar innheimtur á veggjöldum vegna Vaðlaheiðarganga er aðalfréttin á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Hvenær skyldi reka að því, að dagblöðin greini frá lögsókn á hendur Össuri vegna hinnar földu skýrslu lögfræðistofunnar Mishcon de Reya (sem komst að þeirri niðurstöðu, að okkur bæri ekki að greiða Icesave-rukkun ríkisstjórnar Gordons Brown)?
Jón Valur Jensson.
Skýrslu stungið undir stól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.4.2011 | 12:28
Financial Times tekur enn afstöðu með Íslandi í leiðara: Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesave-málinu
Þetta eru tíðindi fyrir brezka ráðamenn ekki síður en Íslendinga. Þarna er það sögð "hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar."
- Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar um þetta mál á Vísir.is:
Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesavemálinu
- Leiðarahöfundur Financial Times segir það hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar.
- Þetta kemur fram í leiðara sem birtist í viðskiptablaðinu Financial Times í gær. Þar segir að þegar Íslendingar stóðu frammi fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu hefði verið afsakanlegt fyrir þá að láta undan eftir góða mótstöðu. Þess í stað hafi meirihluti þjóðarinnar staðist einelti Breta og Hollendinga og neitað að greiða skuldir einkarekinna banka nema með dómsúrskurði.
- Höfundur dáist að þrjósku Íslendinga þó það gæti orðið þeim dýrkeypt, eða ekki, þar sem hann telur Íslendinga vera með gott dómsmál í höndum. Afstaða þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave afsanni að ekki sé annað hægt en að greiða skuldir bankastofnana.
- Hann segir ólíklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar muni hafa áhrif á samning Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hins vegar geti Bretar og Hollendingar tafið fyrir umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það væri þó sorglegt að refsa landi fyrir að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum.
Þetta eru ánægjuleg tíðindi, enn einu sinni frá ritstjórum þessa fremsta blaðs í viðskiptalífi Bretlands ekki beint vitnisburður um góðan málstað þeirra eigin ráðamanna!
Skyldi Steingrímur láta sér þetta að kenningu verða? Og hvernig er með alla siðferðispostulana, sem héldu því fram, að okkur bæri að borga þessar afar íþyngjandi skuldir einkabanka? Skyldu Njörður P. Njarðvík, Guðmundur Heiðar Frímannsson eða Guðmundur Andri Thorsson lesa Financial Times og Wall Street Journal? Kannski kominn tími til?
JVJ.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hún segir það ekkert leyndarmál, að Gylfi Arnbjörnsson er stuðningsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur. Guðrún Jóhanna var í viðtalsþætti hjá Bjarka Steingrímssyni og Lúðvík Lúðvíkssyni. Þar kom ýmislegt skrýtið í ljós um VR.
Hún tók undir með Lúðvík, að Gylfi hefði brugðizt sínum skjólstæðingum, en Lúðvík orðaði það svo, að þar hefði Gylfi "mokað [Icesave-]flórinn" fyrir sína pólitísku samherja að sínum 120.000 félagsmönnum forspurðum.
Heyrt á Útvarpi Sögu í endurflutningi, en þátturinn hefur trúlega verið á dagskrá 4. apríl.
Jón Valur Jensson.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2011 | 10:00
SIÐLEYSI
Menn eiga að borga skuldir sínar, en börnin okkar eiga ekki að borga skuldir óreiðumanna næstu 35 árin. Foreldrar þeirra stofnuðu ekki til þeirrar skuldar og ekki ríkisvaldið, heldur eigendur einkabanka. Það væri SIÐLEYSI að Guðs og manna lögum að leggja þessa gerviskuld á herðar barna okkar, punktur og basta.
Tvö erlend ríki, sem eru 250 sinnum fólksfleiri en við og hafa beitt okkur ofríki, hafa þó fengið AFAR SANNGJARNA úrlausn þessara Icesave-mála með Neyðarlögunum, sjá hér í nýrri grein: Íslendingar hafa (án Icesave-samninga) verið mjög sanngjarnir gagnvart Bretum og Hollendingum með mjög athyglisverðum staðreyndum Jóns Gunnars Jónssonar.
Jón Valur Jensson.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2011 | 13:50
Siðferðið í Icesave-málinu
Sjö hæstaréttarlögmenn, þ. á m. formaður Lögmannafélagsins, rita í dag 2. pistil sinn í Fréttablaðið af alls tólf. Þessi er svohljóðandi:
Hvernig stendur á því að sumir menn halda því fram að íslensku þjóðinni beri siðferðileg skylda til að borga Icesavekröfurnar?Er það vegna þess að íslenskir ríkisborgarar stóðu fyrir starfseminni erlendis, þegar menn lögðu peninga sína á þessa reikninga?
Ber almenningur á Íslandi siðferðilega ábyrgð á þessari atvinnustarfsemi Íslendinga erlendis?
Auðvitað ekki. Þeir sem lögðu fé inn á reikningana í þeirri von að hafa af þeim hærri vexti en buðust hjá öðrum, verða að bera sína áhættu sjálfir.
Það er siðferðilega rangt að velta henni á okkur og það er siðferðilega rangt af okkur að taka við henni og leggja byrðarnar á börnin okkar. Fellum Icesavelögin.
Brynjar Níelsson hrl.
Björgvin Þorsteinsson hrl.
Haukur Örn Birgisson hrl.
Jón Jónsson hrl.
Reimar Pétursson hrl.
Tómas Jónsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.
(Siðferðið í Icesavemálinu). Hér er 1. pistillinn: Þeir myndu tapa fyrir dómi.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2011 | 22:14
Glæsilega gengur þessi undirskriftasöfnun – og ráðamenn skelfast
Það fær þá samt ekki ofan af sínum illa ásetningi. Aumleg eru rökin sem Oddný, formaður fjárlaganefndar, notaði t.d. í dag til að verjast gagnrýni, m.a. frá Gunnari Braga Sveinssyni, þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem var einarður í málinu, eins og Pétur H. Blöndal hefur mannað sig upp í líka, eftir smá-meðvirknikast um daginn (í útvarpsviðtali með formanni Baldurs í Kópavogi, hinum stefnufasta sjálfstæðismanni Þorsteini Halldórssyni). Batnandi mönnum er bezt að lifa, Pétur!
Nú, kl. 22.16, hafa 26.050 skráð sig á Kjósum.is, 1050 fleiri en í frétt Mbl.is.
Ekkert Icesave! þjóðin er saklaus og á ekkert að borga!
jvj
Um 25.000 á kjósum.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)