Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

„Óréttlátt að Íslendingar eigi einir að bera efnahagslegan og félagslegan kostnað vegna Icesave"

„Kirkjan þekkir óréttlæti þegar hún sér það. Og það er óréttlátt, að íslenska þjóðin eigi ein að bera hinn efnahagslega og samfélagslega kostnað sem hlotist hefur af ábyrgðarleysi og margir ættu að deila, ekki síst þær ríkisstjórnir, sem nú leggja fram kröfur á Ísland," segir sr. Ishmael Noko, framkvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins, sem vísar í kveðju sinni til Prestastefnu Þjóðkirkjunnar til Icesave-reikninga Landsbankans. – Enn eitt dæmið um, að alþjóðasamfélagið er svo sannarlega ekki að ætlast til þess, að við Íslendingar borgum þessa reikninga einkabanka!

JVJ. 


mbl.is Óréttlátt að íslenska þjóðin beri ein kostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirbuðu frekju andstæðinganna í þókknuninni! Hafa nokkrir gengið lengra í að bugta sig og beygja fyrir kröfum kúgara sinna?

Alveg sama þó að þjóðin (hver er þjóðin?!) hafi eindregið hafnað Icesave-lögunum og þó að 60% aðspurðra telji að við berum alls enga ábyrgð á Icesave-greiðslunum – samt teygði fereyki ráðherra og seðlabankastjóra sig ALLA LEIÐ til móts við fjandríki þjóðarinnar og helzt lengra!

Það er í ljós komið með ábendingu og játningu, að það var sérhópur þriggja ráðherra (Steingríms, Jóhönnu og Gylfa Magg) sem sjálfur samdi ásamt Má seðlabankastjóra hina alræmdu viljayfirlýsingu "Íslands" (nei, ekki Íslands, heldur þeirra sjálfra – jafnvel sumir samherjar þeirra vissu naumast af þessu, hvað þá Bjarni Ben.), yfirlýsingu sem lögð var undirdánugast fyrir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í auðmjúkri von um samþykkt hans. 

Í stað þess að minna fjölþjóðastjórn AGS á alþjóðleg réttindi okkar sem fólgin eru í því tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar hve lausir Íslendingar eru við alla ábyrgð á Icesave-reikningunum,* þá sendi þetta fereyki ekkert minna en skilaboð um skilyrðislausa uppgjöf! – og tiltók jafnvel eigin refsingu sérstaklega.

Viljayfirlýsingin afhjúpuð – Opinberun Gylfa ráðherra í Kastljósi á eðli verknaðarins

Eftir umtalsverðan feluleik ráðherra og tal þeirra á þvers og kruss í fjölmiðlum, þar sem tilgangurinn virðist helzt hafa verið að fela hvað gerðist, þá birtist loks viljayfirlýsingin á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sl. laugardag. Þar segir: 

  • ... In this context, we wish to reaffirm that Iceland will honor its obligations in regard to the insured retail depositors of the intervened banks. Iceland has already affirmed in its Letter of Intent dated 15 November 2008 that it is willing to ensure that the United Kingdom and the Netherlands will be reimbursed in respect of deposits of Landsbanki branches in those two countries (up to the Euro 20,887 minimum provided for under Icelandic Law and the EU Deposit Guarantee Directive 90/19/EC). Iceland has also given an assurance that the United Kingdom and the Netherlands will receive the reasonable time value of money, provided that comprehensive agreements are reached. Iceland remains ready to conclude at the earliest convenience the negotiations with the Governments of the United Kingdom and the Netherlands regarding a legal and financial settlement of this matter.

Og eins og Guðmundur Ásgeirsson segir um þetta í ágætri bloggfærslu sinni: "Athygli vekur að þarna er verið að skuldbinda Ísland gagnvart AGS um tiltekna niðurstöðu sem felur í sér fulla "endurgreiðslu" að meðtöldum vöxtum! (e. time value of money = vextir á mannamáli)."

En lesum nú samtal þeirra Þóru Arnórsdóttur fréttamanns og Gylfa Magnússonar ráðherra um þetta mál í Kastljósi í gærkvöldi: 

  • Þóra: "Nú segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn alla jafna, að hann hafi enga skoðun á Icesave og setji engin skilyrði þar um, heldur séu það Norðurlöndin, sem ætli að lána á móti sjóðnum, ef svo má segja, og kannski ekki hægt að klára að endurskoða áætlunina, nema sú fjármögnun sé tryggð, og að allur texti um Icesave, sem er í plagginu, hafi komið beint frá ríkisstjórninni. Geturðu staðfest, að svo sé?"
  • Gylfi: "Já, já, við auðvitað semjum þennan texta, en við gerum það með hliðsjón af því, að við vildum afla því sjónarmiði stuðnings, að endurskoðunin ætti að fara fram, og til þess þurftum við auðvitað sérstaklega gott veður frá Norðurlöndunum og frá Bretum og Hollendingum, og það fekkst – endurskoðunin fór í gegn mótatkvæðalaust, þannig að þessi viðleitni okkar hún skilaði árangri, en eitt af því sem við augljóslega þurftum að gera var að senda út skýr skilaboð varðandi Icesave."
  • Þóra: "Þannig að ef þessi klausa hefði ekki verið, þá hefði endurskoðunin ekki komizt á dagskrá?" 
  • Gylfi: "Ég auðvitað veit það ekki – en mér finnst það ólíklegt, að það hefði tekizt." 

Takið eftir þessu: Ráðherrann segir fullum fetum, að hann VITI EKKI, hvort endurskoðunin hefði komizt á dagskrá ÁN þess gígantíska réttarafsals sem hann, Steingrímur, Jóhanna og Már höfðu samið þarna á pappír! (vitaskuld án samráðs við þjóðina og án samráðs við stjórnarandstöðu, jafnvel suma eigin þingmenn!).

Þau virðast hafa valið þá leið að bjóða bara eins hátt og komizt varð! Það var ekki einu sinni verið að þreifa á mótaðilunum, hvort þeir væru nú, eftir höfnun Icesave-laganna, reiðubúnir að "þiggja" eitthvað minna (enda allt, sem boðið væri, langt umfram allt sem hægt væri að ætlast til af okkur).

Óekkí, nei! Það var bara lagzt fyrir framan þessar erlendu ríkisstjórnir, hundflöt lágu þau fjögur og buðu SKILYRÐISLAUSA UPPGJÖF og varðaði nákvæmlega ekkert um, hvað þjóðin hafði sagt í nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu!

Íslendingar, þó að það sé sumardagurinn fyrsti, þá verður að segja ykkur þetta hér og nú: ÞANNIG eru stjórnvöld okkar, þau sem aldrei vildu þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og lýstu hana fyrir fram marklausa – ÞAU GERA ÞAÐ ENN MEÐ ÞESSUM SVIKSAMLEGU ATHÖFNUM SÍNUM Í TRÁSSI VIÐ VILJA OKKAR OG RÉTTINDI!

Þið, sem viljið athafnir í þessu máli: mótmæli, andóf og andspyrnu, ættuð ekki að draga það að hafa samband við okkur í Þjóðarheiðri – við tökum vel á móti ykkur og höfum fulla þörf fyrir fleira hugsandi fólk og vinnufúsar hendur.

Við minnum á fyllsta rétt þjóðarinnar í málinu: EKKERT ICESAVE.

Gjör rétt – þol ei órétt. Aldrei að víkja frá rétti okkar!

Jón Valur Jensson. 

* “Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðabætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.”


mbl.is Gylfi: Jákvæð mynd frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnt á frábæra, tímabæra grein

Ég vil benda þeim mörgu, sem hafa ekki tekið eftir merkri grein hér á vefsetrinu, á þau skrif Elle Ericsson: VIÐ HARÐNEITUM AÐ VERA HÖFÐ AÐ FÉÞÚFU. Í Icesave-máli gerast nú um stundir alvarlegri hlutir en svo, að við verði unað. Þessi grein er skyldulesning fyrir skynsama Íslendinga! –JVJ. 


Vanhæfi viðskiptaráðherra og FME var meðal höfuðorsaka Icesave-klúðurs stjórnvalda

Þetta má ráða af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forstjóri FME, Jónas Fr. Jónsson, og menn í viðskiptaráðuneytinu héldu í fáfræði sinni, að ríkið væri ábyrgt fyrir Icesave-reikningum! Þetta notfærðu Bretar sér og Hollendingar, gengu á lagið og knúðu á um það með blekkingar-orðalagi, í 1. lagi hvort ráðherrann ætlaði ekki að standa við skuldbindingar gagnvart Tryggingasjóðnum (TIF) og í 2. lagi AÐ hann færi að lofa ríkisstuðningi við TIF og í 3. lagi fullum stuðningi, þótt hann ætti raunar enginn að vera samkvæmt tilskipun Evrópubandalagsins 94/19/EC!

Lesið þetta úr skýrslunni: 

  • „Við fall bankanna haustið 2008 voru embættismenn óvissir um lagalega ábyrgð á innstæðum bankanna, dygði tryggingasjóðurinn ekki. Forstjóri FME og menn í viðskiptaráðuneytinu virðast hafa talið ábyrgð fyrir hendi. Bankastjórar Seðlabankans töldu hins vegar ekki um ótvíræða lagaskyldu að ræða“.

Þarna voru Davíð og menn hans greinilega betur upplýstir en evrókratinn Björgvin G. Sigurðsson og sjálfur yfirmaður Fjármálaeftirlitsins á Íslandi!

Þetta kemur enn betur fram hér (leturbr. og hornklofar frá undirrituðum):

  • „Hins vegar verður ráðið af svörunum að forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi litið svo á að af tilskipun ESB leiddi að ríkinu bæri að aðstoða TIF þannig að sjóðurinn gæti greitt lágmarkstrygginguna [!!!]. Sama viðhorf virðist hafa verið innan viðskiptaráðuneytisins. Bankastjórar Seðlabankans töldu ekki að um svo ótvíræða skyldu eða ríkisábyrgð væri að ræða, og ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hafði uppi sjónarmið um að fara ætti varlega í að lýsa yfir að ríkið bæri ábyrgð á lágmarkstryggingunni.
  • Fram kom við athugun rannsóknarnefndarinnar að þrátt fyrir þessi mismunandi viðhorf var ekki leitað sérstaklega eftir lögfræðilegu mati eða ráðgjöf sérfræðinga utan ráðuneytanna um þetta atriði fyrr en eftir fall bankanna. Þá hafa ekki komið fram gögn sem sýna að umrætt atriði hafi verið sérstaklega kannað á þessum tíma af hálfu þeirra starfsmanna ráðuneytanna sem komu að málinu umfram athugun á texta innstæðutryggingatilskipunarinnar,“ segir í skýrslunni. (5. bindi, 17. kafla, s. 308)

Makalaust klúður! En sem betur fer átti íslenzk þjóð sér varnir gegn enn frekara undanhaldi vanhæfra stjórnvalda. Vörnin fólst í 1. lagi í valdi Alþingis, sem samþykkti EKKI  Svavarssamninginn fyrirvaralausan, í 2. lagi í baráttukrafti þjóðarinnar sjálfrar, sem jafnan lét í ljós eindregna (2/3–3/4) andstöðu við alla Icesave-samninga og lagasetningu og tók með eftirminnilegum hætti þátt í áskorunar-herferð InDefence-manna, í 3. lagi í valdi forseta Íslands sem í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar beitti málskotsrétti sínum og þjóðarinnar og í 4. lagi í hinni geysiöflugu þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem 98,1% þeirra sem afstöðu tóku sögðu NEI við 30. des.-ólögunum (og tveimur dögum seinna kom í ljós í skoðanakönnun hartnær 60% andstaða aðspurðra gegn allri ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands).

En það, sem skiptir þó umfram allt máli og er einn undirstöðuþáttur í baráttunni fyrir rétti og hagsmunum lands og þjóðar í þessu efni, er lagalegar forsendur málsins og þá ekki aðeins lögin frá 1999 um tryggingasjóð innistæðueigenda og tilskipun 94/19/EC, heldur allt eins okkar eigin stjórnarskrárákvæði um það, hvernig gera megi fjárhagssskuldbindingar fyrir hönd ríkisins. Af þeim er alveg ljós, að hvorki skussinn Björgvin G. Sigurðsson, vanhæfur Jónas Fr. Jónsson, starfsmenn viðskiptaráðuneytis né Árni Mathiesen gátu gefið út neinar Icesaveskuldar-ábyrgðar-viðurkenningar án beinnar aðkomu og samþykktar Alþingis.

Á þessum grunni höldum við áfram baráttunni. Rétturinn er okkar. Aldrei að víkja. 

Jón Valur Jensson, formaður Þjóðarheiðurs.


mbl.is Ráðherra óviss um lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband