Financial Times tekur enn afstöðu með Íslandi í leiðara: Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesave-málinu

Þetta eru tíðindi fyrir brezka ráðamenn ekki síður en Íslendinga. Þarna er það sögð "hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar."

  • Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar um þetta mál á Vísir.is:
  • Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesavemálinu


  • Leiðarahöfundur Financial Times segir það hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar. 

  • Þetta kemur fram í leiðara sem birtist í viðskiptablaðinu Financial Times í gær. Þar segir að þegar Íslendingar stóðu frammi fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu hefði verið afsakanlegt fyrir þá að láta undan eftir góða mótstöðu. Þess í stað hafi meirihluti þjóðarinnar staðist einelti Breta og Hollendinga og neitað að greiða skuldir einkarekinna banka nema með dómsúrskurði.

  • Höfundur dáist að þrjósku Íslendinga þó það gæti orðið þeim dýrkeypt, eða ekki, þar sem hann telur Íslendinga vera með gott dómsmál í höndum. Afstaða þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave afsanni að ekki sé annað hægt en að greiða skuldir bankastofnana.
  • Hann segir ólíklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar muni hafa áhrif á samning Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hins vegar geti Bretar og Hollendingar tafið fyrir umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það væri þó sorglegt að refsa landi fyrir að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. 

Þetta eru ánægjuleg tíðindi, enn einu sinni frá ritstjórum þessa fremsta blaðs í viðskiptalífi Bretlands – ekki beint vitnisburður um góðan málstað þeirra eigin ráðamanna!

Skyldi Steingrímur láta sér þetta að kenningu verða? Og hvernig er með alla siðferðispostulana, sem héldu því fram, að okkur bæri að borga þessar afar íþyngjandi skuldir einkabanka? Skyldu Njörður P. Njarðvík, Guðmundur Heiðar Frímannsson eða Guðmundur Andri Thorsson lesa Financial Times og Wall Street Journal? Kannski kominn tími til?

JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þetta gladdi mig. þessir menn lesa aðeins það sem þeir skrifa.

Vilhjálmur Stefánsson, 14.4.2011 kl. 14:03

2 Smámynd: Pétur Harðarson

Svona í alvöru talað, þarf ekki að rannsaka þetta blessaða samningaferli frá fyrsta degi. Ég man alltaf eftir því þegar Steingrímur J. sat í Kastljósi og neitaði að taka undir álit færustu lögfræðinga okkar um að okkur bæri ekki að borga þetta. Af hverju hafa ráðamenn alltaf frekar tekið undir málstað Breta og Hollendinga í þessu máli? Finnst okkur í lagi að fjármálaráðherra reyndi að koma þessu máli í gegnum þingið án umræðu? Var framkoma Jóhönnu Sigurðar og Steingríms J. í aðdragana Icesave II kosninganna eðlileg? Mér finnst ekkert af þessu eðlilegt og það væri ekki vitlaust hvort þessi skötuhjú hafi brotið lög um ráðherraábyrgð.

Pétur Harðarson, 14.4.2011 kl. 15:08

3 Smámynd: Elle_

Var framkoma Jóhönnu Sigurðar og Steingríms J. í aðdragana Icesave II kosninganna eðlileg? 

NEI, og ekki heldur eftir kosningarnar.  Steingrímur bað nánast á hnjánum um að fá nú að borga Bretum og Hollendingum nýjan kúgunarsamning, ICESAVE3.  Hann gerði hvað hann gat og fór langt úr veginum til að semja og var sí-fagnandi að ná nú tali af Bretum og Hollendingum um ICESAVE.  Og með samningamenn í flugi milli landa.  Allt á kostnað fórnarlamba hans og ICESAVE-STJÓRNARINNAR.  Það hefði fyrir löngu átt að rannsaka allan framgang þeirra. 

Elle_, 14.4.2011 kl. 15:52

4 Smámynd: Pétur Harðarson

Og hver var það aftur sem sagði Icesave II samninginn þann besta sem völ var á og lagði pólitískann feril sinn þar undir í ræðu á alþingi?!

Pétur Harðarson, 14.4.2011 kl. 16:00

5 identicon

"Þessir menn lesa aðeins það sem þeir skrifa", segir Vilhjálmur Stefánsson hér að ofan.

Kannski mætti bæta við: já, eftir að Pravda hætti að koma út!

Daníel Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 18:00

6 Smámynd: Libertad

Daníel: Pravda lifir áfram sem veffréttamiðill, pravda.ru og fyrir þá sem kunna ekki rússnesku: Pravda á ensku. Það hefur lítið breytzt síðan á kaldastríðsárunum, eins og eftirfarandi fyrirsagnir bera með sér:

  • The West dreams about Russia to collapse
  • Russian journalist: 'USA is the real empire of evil'
  • Right Wing Nuts in US Politics
  • The stupidity of Sarkozy
  • og Libya: Where William Hague got it wrong

Í síðastnefnda álitinu um Libyu er augljóst að Gaddafi nýtur mikils stuðnings meðal kommúnista og þjóðernissinna í Rússlandi. Í fréttinni segir m.a.: "

"William Hague. A conceited, self-opinionated and arrogant wannabe politician so typical of little men with little lives, whose only claim to fame is to have got it so monumentally wrong about Libya and to have sided with terrorists who fought against British troops for Al-Qaeda. Just who the Hell is this freak to say Gaddafi must go?"

Það er augljóst, að eftir að Össur hét Gaddafi öllu illu, þá fékk Steingrímur ofangreinda línu frá Pravda og varð þá pirraður á Össuri.

En það er líka ein grein um IceSave í Pravda, Icelands economic miracle turns into default . Í fyrra hluta greinarinnar er vitnað í Jóhönnu, þar sem hún rægir landsmenn sína. Í seinni hluta greinarinnar taka tveir rússneskir hagfræðingar hanzkann upp fyrir þá sem kusu Nei, og segja sem er, að IceSave-málið sé í raun og veru einkamál milli Landsbankans og þeirra fjárfesta sem létu blekkjast. Líka þótt sumir fjárfestarnir hafi verið rússneskir.

Án þess að vera kommúnisti sjálfur, þá hvet ég alla til að lesa Pravda.ru einstaka sinnum, vegna þess að heimsfréttirnar og skoðanir eru skrifaðar á annan hátt en í vestrænum fréttamiðlum. Frá öðru sjónarhorni. Alltaf fróðlegt að lesa báðar hliðar málanna.

Libertad, 15.4.2011 kl. 00:22

7 Smámynd: Elle_

Merkilegt að lesa greinina um ICESAVE í Pravda en ergilegt hvað er mikið af villum þar.  Gleðilegt hvað Pravda samt skrifar eins og þeir skilji íslenskan almenning og styðji ("Anyone would do the same if they were the Icelanders," said Ivan Rodionov.).  

Haldið er fram meðal annarra villa að ÍSLAND hafi opnað banka erlendis vegna gríðarlegrar fátæktar landsins (One of the reasons Iceland staged a safe offshore harbor was a desire to attract investment at the time when the country was extremely poor in almost all types of resources.

Haldið er fram að ÍSLAND hafi komist í vanskil eins og kúgunarsamningurinn ICESAVE væri okkar skuld (Icelandic authorities altogether found themselves between the hammer of the international obligations and the anvil of their own people.  +  With regard to the default, for most of Iceland nothing particularly terrible has happened. In 1998 the Russian authorities declared a default without asking anyone, and no global catastrophe has happened.). 

Og loks að nú skuldi ÍSLAND líka Þýskalandi vegna falls íslenkra banka sem hafi leitt til falls þýskra banka (In addition, they may soon be joined by another one, Germany. As a result of the collapse of Icelandic banks in 2008 German banks were hit, and each of 320,000 Icelanders owes them 70,000 euros.). 

Og röng ástæða fyrir af hverju við, allavega mörg okkar, höfnuðum ICESAVE, ekkert um að engin ríkisábyrgð hafi verið á innistæðum og að við höfum bara ekki sætt okkur við kúgun.

Loks skrifa þeir um Evrópuríkisumókn Jóhönnu, Össurar og co. eins og Evrópa gæti bjargað okkur.  Og þar kemur gamla hótun Evrópuríkisins líka fram einu sinni enn og það er gott (The country could be rescued by loans from the EU and the IMF, as well as the introduction of the euro. That is why Iceland has applied for EU membership. However, the membership can be difficult. EU representatives made it clear that failure to pay on deposits can put an end to European integration plans of Iceland's authorities ). 

Ætli allar villurnar hafi komið frá ICESAVE-STJÓRNINNI og fylgjendum?  Skrifaði þeim í pósti um villurnar.

Elle_, 15.4.2011 kl. 11:52

8 Smámynd: Libertad

Já, Elle, ég tók líka eftir þessum hvimleiðu villum.

Libertad, 15.4.2011 kl. 12:01

9 Smámynd: Elle_

Hætti við að opinbera póstinn sem ég skrifaði.  Kannski seinna?

Elle_, 15.4.2011 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband