Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Falsaðar upplýsingar um kostnað Icesave-samninganefnda?

Steingrímur hefur á Alþingi í dag svarað þeirri fyrirspurn Björns Vals sem hafði þann tilgang að tefja svör ráðherrans við fyrirspurnum Rúv og Mbl. fram yfir kosningar. (Sbr. Getur ekki sagt satt og HÉR!). Eitthvað vantar á, að öll kurl séu til grafar komin um kostnaðinn, því að þegar, fyrir mörgum vikum, voru komnar fram HÆRRI tölur en þær, sem hér má sjá (!):

  • Steingrímur sagði að kostnaður við samninganefndina í Icesave-málinu hefði numið 369,2 milljónum króna. Þar af hefðu 132,5 milljónir farið til innlendra lögfræðiskrifstofa, 233,6 milljónir til erlendra lögfræðiskrifstofa og innlendur kostnaður væri 3,1 milljón. Inn í þessari tölu væri ekki kostnaður Alþingis við málið. Steingrímur bætti við að kostnaður við Icesave-samninganna á fyrri stigum væri 77,5 milljónir. (Mbl.is í dag.)

Um þetta var fjallað hér í grein 14. marz sl.:

Icesave-bruðlið: 230 milljónir til Icesave-III-samninganefndar og "sérfræðinga" hennar og enn meira til Iceave-ráðgjafa?
[Í þeirri grein segir m.a.:]  Svo er að sjá af opinberum gögnum, þ.e. fjáraukalögum, sem samþykkt voru í desember. 246,3 milljónir til Hawkpoint (sjá HÉR!), 60 til Buchheits, 44 til stofu Lárusar Blöndal (Juris), 15 til Jóhannesar Karls Sveinssonar eða stofu hans, kannski ekki allt til þeirra sjálfra, en þetta eru háar upphæðir.
Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 230 milljónir króna „vegna samningaviðræðna og sérfræðiaðstoðar vegna Icesave-skuldbindinga“ (sjá nánar tengilinn hér fyrir neðan).
    • Lögfræðistofa Lees Buchheit, Cleary, Gottlieb, Steen & Hamilton, fékk tæplega 60 milljónir króna greiddar á áðurnefndu tímabili. ... Lögmaður hjá lögfræðistofunni Ashurst var einnig fenginn til ráðgjafar, en þeirri stofu voru greiddar rúmlega 22 milljónir.

Sjá einnig þessa grein 13. marz sl.:

Þegar tölurnar hafa verið lagðar saman (sjá tilvísaðar greinar og heimildina sem þar er vísað til úr fjármálaráðuneytinu), er þetta orðið hátt á 5. hundrað milljóna króna. Það er allt annað en 369,2 milljónirnar sem Steingrímur talar um.

Við viljum líka fá SUNDURLIÐAÐAR TÖLUR, ekki bara heildartölur, og það er ekki sundurliðun, þótt Lee Buchheit verði talinn sér, Lárus Blöndal og hans stofa sér o.s.frv., heldur þarf að upplýsa, hvernig þær háu greiðslur skiptast niður, fyrir hvaða viðvik þær voru. Þeim mun fremur er eðlilegt að spyrja um þetta sem ljóst er, að þessi samningagerð var EKKI í þágu þjóðarinnar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Kostnaðurinn nam 369 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskhyggju-afstaða Fréttablaðsins sýnir sig

"Flestir voru stuðningsmenn samningsins í Reykjavíkurkjördæmi norður eða 53,3 prósent" (Frbl. í dag, s.4). Nei, þeir voru þar 46,7%, komust hvergi hærra, en lægst í 27,1%!

Ólafur ritstjóri: "Árás Ólafs Ragnars [sá einhver "árás"?] á forystumenn í atvinnulífinu á blaðamannafundi hans í gær var ómakleg," segir hr. Stephensen í leiðara blaðsins í dag. Þetta er jafnmarklaust og villan hér fyrst, raunar mun grófara. Menn eiga að fá að gagnrýna þá, sem misnota aðstöðu sína og taka jafnvel þá áhættu að stuðla á virkan hátt að minni tiltrú á gjaldmiðil okkar og lánstraust fyrirtækja og ríkisins. Ólafur Ragnar gerði þetta smekklega og sízt með harkalegum hætti miðað við tilefnið.

Gagnrýni er allt annað en árás. Óli Steph. er kannski í spunaþörf í dag, vegna tilefnisins um helgina – stórsigurs þeirra sem sögðu íslenzkt og hressilegt NEI við Icesave-gerviskuldinni – en hann á ekki að búa sér til sýndarveruleika.

"Málið hverfur, ef við borgum," segir í einni fyrirsögn á forsíðu sama blaðs í dag, haft eftir forseta ESA, málinu sé þá "sjálfhætt". Þetta minnir á það þegar Steingrímur rétti fram þumal- og vísifingur í Silfri Egils í gær, gerði örlítið bil á milli þeirra og sagði um rukkunarupphæðina: "Þetta er orðið svona pínulítið!"

Hvernig er með þennan Per Sanderud, forseta ESA, veit hann ekki neitt? Veit hann ekki, að það er engin ríkistrygging á bönkum né á tryggingasjóðum á EES-svæðinu og leyfist ekki einu sinni?

Bull hans gengur ótrúlega langt í þessari frétt: "Við höfum sagt það frá fyrsta degi að verði fjármagnseigendum [sic] greidd innstæðutryggingin munum við fella málið niður." Og undir mynd af honum (s.4) stendur: "Ekki skiptir máli hvernig breskum og hollenskum innstæðueigendum [sic] verður greitt. Ætli stjórnvöld að greiða verður málarekstur EFTA gegn ríkinu felldur niður."– En það er löngu búið að borga þeim öllum upp í topp! Meira að segja var Landsbankinn með tryggingar hjá brezka innistæðutryggingarsjóðnum FSCS og Icesave-innistæðurnar tryggðar þar (allt að 50.000 pundum hver) og borgaðar innistæðueigendum úr þeim sjóði, fyrir utan upphæðir vegna hærri inneigna, þær voru greiddar úr ríkisfjárhirzlu Breta. Þetta hafa Icesave-sinnar ýmist leynt fyrir þjóðinni eða ekki vitað af!

Ég undiritaður held, að Ólafur Stephensen sé með ófaglegustu blaðamenn á landinu. Eftir höfðinu dansa limirnir.*

Og varla er erfitt í dómssal að kljást við ESA undir forystu annars eins forseta þessarar Eftirlitsstofnunar EFTA eins og Sanderuds, sem talar út og suður og ekkert er að marka.

* Fréttablaðinu var líka markvisst beitt til að halda burtu skrifum NEI-sinna í aðdraganda kosninganna, um það eru mörg dæmi, sem sagt verður nánar frá.

Jón Valur Jensson.


HÆTTIÐ AÐ RAKKA NIÐUR FORSETANN.

http://img.eyjan.net/2010/09/Screen-shot-2010-09-16-at-9.45.23-PM.300x200.png

Nú koma ICESAVE stuðningsmenn hver á fætur öðrum upp úr holunum og rakka niður forsetann fyrir að vinna vinnuna sína og verja lýðræðið í landinu.  Og verja þjóðina gegn fordæmalausri kúgun og löglausri kröfu bresku og hollensku ríkisstjórnanna,  Evrópusambandsins og íslensku ríkisstjórnarinnar, ICESAVE-STJÓRNARINNAR og annarra norrænna ríkisstjórna sem eru sorglega illa upplýstar í málinu. 

Líka menn sem sjálfir hafa löngu glatað öllu trausti landsmanna eins og Björn Valur Gíslason og Jóhanna Sigurðardóttir.  Eins og þau tvö hafi nú efni á að gagnrýna nokkurn mann, hvað þá rakka niður forsetann sem nánast einn Íslendinga hefur varið okkur á erlendri grundu.  Nú hefur sænskur dálkahöfundur bættst í hópinn og rakkar niður forsetann í sænsku blaði og það er bæði óþolandi og sorglegt. 

ICESAVE-STJÓRNIN og stjórnarflokkarnir hafa skaðað okkur stórkostlega erlendis og ekkert varið okkur, nema Ögmundur.  Og hann glataðist okkur samt í lokin.  Ýmsir landsmenn og líka heimurinn er alltof illa upplýstur um málið og lætur eins og við séum að ræna Breta og Hollendinga þegar það sanna er að við, íslenskir skattþegar og íslenska ríkið, skuldum þeim ekki neitt.  Enginn dómur hefur fallið þar um. 

Þar fyrir utan fá Bretar og Hollendingar gífurlegar fjárhæðir úr þrotabúi Landsbankans, 7-9 MILLJARÐA Bandaríkjadala örugga eða yfir það og 700-900 MILLJARÐA ísl. króna minnst eða yfir 1000 MILLJARÐA.  Og ICESAVE-STJÓRNIN og stjórnarflokkarnir segja ekki orð um það.  Nei, steinþegja það í hel eins og allar lagalegar varnir okkar sem við nú þegar höfum í málinu og höfum alltaf haft.  

FORSETINN Á BLAÐAMANNAFUNDINUM Á BESSASTÖÐUM Í GÆR:


RISAVAXNAR UPPHÆÐIR.

ÆTLAR AÐ TALA MÁLI ÍSLANDS.

FORSETINN Í SÍMA VIÐ BLOOMBERG:

ÖMURLEG FRAMMISTAÐA MOODY´S

Elle Ericsson.


mbl.is Íslendingar hafa varðveitt sitt fræga stolt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEILLAÓSKIR FRÁ HOLLANDI OG KANADA.

Í fréttinni komu heillaóskir til Íslendinga frá ókunnum manni í Kanada.  Neðanverðar heillaóskir og hvatning var okkur félögum í ÞJÓÐARHEIÐRI að berast frá Micha Fuks, góðum félaga okkar í Hollandi.  Micha hefur allt frá upphafi ICESAVE-málsins verið í sambandi við okkur og gefið ráð og hvatningu.


Well done, so in order to make sure that all this work was not for nothing, you and those who oppose the deal should make sure that the governement does not pay it after all with a trick by paying the English and Dutch out of the money that comes out of the sale of assets of landesbanki.

So one way to avoid it, is to ask parliament or people your organisation knows to make a blockage law, because under normal circumstances, if a company goes bankrupt the money goes first to the state (if they have claims from that company) and if so this money should be used for the ICELANDIC deficit and not the British and Dutch claim.

A other way to avoid this would be that people and companies who have a claim against Landsbanki, file it, so that in a court of law there will be many claims beside the Dutch and British (if they would go to a Icelandic court) it is not necessary that every Icelander files a claim, because if one has a claim which resembles another both can claim based on the jurisprudence.

In regard to the bullshit scarry fear, that Iceland cannot become a member of the EU is actually a good thing, remember when countries collaps other EU members must come to the rescue, so many European countries default their debt and have to be bailed out by the other member states, Iceland would just become fresh blood to tap from to pay the others. If you would like to become member of a community you can apply to become member of the Unites States, you have many things to offer to the US, such as a hub between US and EU, and you have basicly unlimited free energy (Alcoa the US aluminium company is not without a reason in Iceland) yes it destroys part of the landscape, but not as bad as fukushima. So even for Europeand companies you have something to offer namely location for high intensity energy comsuming factories. You can even consider taking in some Chinese companies with heavy industry under your conditions regarding environement and safety, and in that way make a economic recovery and live of the energy. China purchases and owns enormous lands in Argentina for agriculture to make corn to ship it back to China to feed their pigs so the chinese can eat pork.

So do not stare yourself blind on the EU, it is not worth it and make sure that Landsbanki assets go to the icelandic people either in a payment to the governement or to individuals who lost by landsbanki,

Again congratulations with a great result.


Micha Fuks

mbl.is Heillaóskir til Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti Íslands stendur sig með glæsilegum hætti í þessum skrifuðum orðum á Bessastöðum

Sóknar í þágu málstaðar Íslands er okkur nú þörf og víðtækrar kynningar á honum á alþjóðavettvangi. Um það voru fulltrúar flokkanna á Alþingi sammála í Silfri Egils, þótt afstaða þeirra sé að öðru leyti ólík. Herra Ólafur Ragnar Grímsson talar nú máli Íslands með glæsilegum hætti í þessum skrifuðum orðum á Bessastöðum – leggur málefnalega fram sterk rök okkar, bendir t.d. á gríðarlegar fjárhæðir sem Bretar og Hollendingar fái úr eignasafni Landbankans, afar háar upphæðir alþjóðlega hvort heldur taldar eru í dollurum eða pundum, og hann styður og mælir með rétti og réttlætissýn þjóðarinnar í ávarpi sínu.

Í svörum við spurningum fréttamanna verst hann fimlega og faglega augljósum skotum sumra þeirra, sem ekki verður meira úr en hjá Jóhanni Haukssyni blaðamanni á fréttamannafundinum fræga á sama stað í febrúar, þegar forsetinn vísaði málinu í þjóðaratkvæði.

Fundinum er ekki lokið, þegar þetta er ritað, við eigum eftir að skrifa meira um hann, en færum forseta Íslands innilegar þakkir félagsmanna Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave fyrir frammistöðu hans og vörn fyrir rétt og hag íslenzkrar þjóðar.

F.h. samtakanna, Jón Valur Jensson, formaður. 


mbl.is Ekki tilefni til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðardagur eftir 59,9% sigur

Þrír af hverjum fimm kjósendum (mínus einn af hverjum þúsund) sögðu NEI í kosningunum, 2 af 5 (+1/1000) sögðu já. Þetta er svo sannarlega niðurstaða sem við í Þjóðarheiðri og Samstöðu getum sætt okkur við, miðað við, hvílíkum áróðursmætti var beitt gegn okkur í þessu máli, með Rúv og 365-fjölmiðla, mikið fjármagn og fjölda ráðamanna og áhrifamanna í atvinnulífi gegn okkur. Trúverðugleiki þeirra er nú einhvers staðar úti í mýri.

Hitt er mikilvægt, þótt þjóðin hafi verið all-klofin í málinu, að meirihlutinn er svona afgerandi – 52:48 hefði t.d. gert okkur erfiðara um vik, þ.e. að fjögur prósent hefðu skilið að fylkingarinnar í stað 19,8%. Já-sinnar geta ekki borið það fyrir sig, að fyrir einskæra óheppni eða rangmætar áróðursbrellur hafi þjóðin með naumindum hafnað "tilboði" þeirra og "vina" þeirra erlendis.

Þetta er fagnaðardagur í sögu íslenzkrar þjóðar. Þótt blásið hafi gegn okkur og blási enn í náttúrunni, er þetta sólskinsdagur, og við göngum fram með gleði og þakklæti í hjarta.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI-atkvæði 59% af 136.7898 töldum atkvæðum, jáin 41% (Rúv kl. 4.00)

Hjartanlega til hamingju, íslenzka þjóð, með sigurinn yfir ólögmætri ágengni erlendra ríkisstjórna sem með blekkingum og hótunum reyndu að þvinga okkur til smánarsamninga sem hefðu bundið klafa á herðar barna okkar hálfa ævi þeirra.

Til hamingju með réttlætiskennd ykkar, menn og konur um allt land, en umfram allt úti á landsbyggðinni. Hjartans þakkir frá okkur í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave, til forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, til einarðra þingmanna, þótt fleiri hefðu mátt vera, til InDefence-hópsins vegna sigurs hans í málinu á mikilvægu fyrra stigi þess, fyrir rúmu ári, og til samherja okkar í Samstöðu þjóðar gegn Icesave (Kjósum.is) og í AdvIce-hópnum. Innilegar þakkir, Reimar Pétursson hrl. og margir fleiri lögfræðingar og hagfræðingar! Einlægar þakkir til tveggja fjölmiðla: Morgunblaðsins og Útvarps Sögu. Þeim heiður sem heiður ber.

JVJ. 


mbl.is Yfir 58% hafna Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MICHAEL HUDSON: GRIMMD GEGN ÍSLENDINGUM.

http://noliesradio.org/images/Hudson.jpg

Michael Hudson, bandarískur prófessor í hagfræði við University of Missouri í Bandaríkjunum og fyrrum hjá AGS, skrifar á vefinn Global Research í dag: Íslendingar munu greiða atkvæði um hvort áratugir fátæktar, gjaldþrota og fólksflótta taki við í hagkerfinu. 

Hann heldur að nú sé verið að framkvæma grimmilega tilraun á Íslendingum.  Hann lítur svo á að uppgjöf felist í afstöðu Samfylkingarinnar og hluta þingflokks VG að samþykkja beri samninginn.  

Hann segir það setja slæmt fordæmi um alla Evrópu að samþykkja ICESAVE og segir að skuldakreppa margra ríkja sé sem kunnugt er stærsta einstaka viðfangsefni Evrópusambandsins og sautján ríkja evrusvæðisins.

Will Iceland Vote “No” on April 9, or commit financial suicide?

 

Nýlegir pistlar um stuðning Michael Hudson við okkur og gegn ICESAVE kúgunarsamningnum: 

Michael Hudson: verið að framkvæma „grimmilega“ tilraun á Íslendingum

Michael Hudson: óskiljanlegt af hverju ísl. stjórnvöld stefna efnahagslegri framtíð þjóðarinnar í voða; greiðslugeta landsins var ekki metin!

MICHAEL HUDSON ÍSLANDSVINUR: ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR. FELLIÐ ICESAVE.

Elle Ericsson.


mbl.is Varar Íslendinga við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mest lesna grein á Vísir.is í gær: Við skuldum Bretum ekki pence! – „talnatrúðurinn“ Tryggvi Þór Herbertsson tekinn á beinið

Daníel Sigurðsson skrifar:

Í þorskastríðunum barðist íslenska þjóðin af mikilli þrautseigju gegn Bretum til verndar ofveiddum fiskimiðum landsins, sem voru að ganga til þurrðar og lífsafkoma þjóðarinnar í húfi.
 
Þó svo að „alþjóðasamfélagið“ hafi verið Íslandi mótdrægt í byrjun í öll þrjú skiptin þá vakti frammistaða smáríkisins aðdáun umheimsins þegar niðurlægjandi ósigur Breta var staðreynd.
 
Það sama mun verða uppá teningnum ef við stöndum fast á rétti okkar nú og látum ekki þröngva uppá okkur tilefnislausum og ólögvörðum kröfum að andvirði margra ára útflutningstekna þjóðarinnar af fiskimiðunum.

Við höfum verið að ná vopnum okkar og vinna áróðursstríðið á erlendum vettvangi eins og þá. Skoðanakannanir sýna að samstöðumáttur þjóðarinnar gegn valdníðslunni fer vaxandi. Margur reynir þó að tala kjarkinn úr þjóðinni í von um að fölsk sektarkennd og hræðsla taki völdin í kjörklefanum.

Allir vita að breskum og hollenskum innistæðueigendum hefur verið bættur skaðinn fyrir löngu. Því vakti það hneykslun að fréttakona útvarps hér á dögunum, lét þess getið að með samþykki Icesave III, sæju líknarfélög í Bretlandi loks fram á að fá innistæður sínar greiddar til baka.

JÁ-kórinn hefur nú áttað sig á því að landinn er orðinn of upplýstur um Icesave til að slagorðin „lagaleg skylda“ og „siðferðileg skylda“ virki sem skyldi. Hann hefur því m.a. gripið til þess ráðs að fá fyrrum efnahagsráðgjafa hrunstjórnarinnar, til að leika trúð fyrir framan alþjóð í þágu málstaðarins, líklega með frækilegan árangur núverandi borgarstjóra í síðustu kosningum í huga.
 
Ég var þeirrar skemmtunar aðnjótandi að heyra hnitmiðaða en stutta jómfrúarræðu þessa „JÁ-trúðs“ í Lögbergi á dögunum sem hljóðaði svo:
„Ég er það praktískur, það pragmatískur, að ég vill [sic] kyngja ælunni og halda áfram, kyngja ælunni og halda áfram... vegna þess að ég trúi því að með því að gera það að þá getum við búið okkur meiri velferð hérna á Íslandi, (heldur) en ef við stöndum stolt, ef við stöndum stolt eins og Bjartur í Sumarhúsum. Það er það sem ég trúi.“
 
Þetta var mjög áhrifaríkt og mér er nær að halda að Laxness hafi snúið sér við í gröfinni þegar þessi orð féllu.
 
Síðast heyrði ég „trúðinn“ búktala í gegnum ritstjóra Fréttablaðsins í leiðara, í leik með stórar tölur ef matsfyrirtækin myndu lækka lánshæfiseinkunn ríkisins niður í ruslflokk. Þessi fyrrum bankastjóri banka sem hann keyrði í þrot, er vissulega alls ekki einn um að hafa afrekað slíkt í kreppunni. En af því að svona gjörningur getur tæplega talist meðmæli fyrir atvinnuspámann í bransanum, þó hann sé bæði gáfaður og oft skemmtilegur, þá finnst manni hann vera að grínast þegar hann tekur upp kristalskúluna þessa dagana.
 
Þessi fyrrum efnahagsráðgjafi á bak við sirkusgrímuna veit náttúrlega að reynslan er sagna best. Það vissi forseti lýðveldisins líka þegar hann minnti svo rækilega á það í síðustu ræðu sinni til þjóðarinnar að hrakspárnar í kringum Icesave I og II hefðu alls ekki ræst, ekki ein einasta!
 
Man þjóðin eftir því þegar Gylfi Magnússon var að „hóta“ Kúbu norðursins og aðrir ráðherrar í svipuðum dúr?
 
Nei, lánshæfiseinkunn ríkisins lækkaði ekki heldur þvert á móti hækkaði eftir að Icesve II var kolfellt og það þótt matsfyrirtæki hafi verið með hótanir um annað, eins og nú vegna þrýstings frá Bretum og jafnvel óbeint frá ríkisstjórn Íslands.
 
Burt með þessar kristalskúlur, staðreyndirnar tala! Nei við Icesave III mun vitaskuld hafa áhrif til hækkunar lánshæfiseinkunnar en ekki öfugt, enda afar langsótt að ætla að lánshæfiseinkunn lækki við það að ríkisábyrgð uppá um 700 milljarða ólögvarða kröfu verði hafnað á laugardaginn!
 
Nei mun vekja aðdáun meirihluta erlendra þjóða.
Ég hef búið og starfað í Þýskalandi fleiri ár, síðast nokkra mánuði í fyrra. Ég fullyrði að NEI mun vekja mikla aðdáun Þjóðverja nema kannski sumra býrókratanna.
 
Landsbankinn fékk ekki starfsleyfi í Bretlandi og Hollandi fyrr en hann hafði keypt rándýrar innistæðutrygging þar í landi. Íslendingar skulda Bretum ekkert!
 
Við brauðfæddum þá með fiskmeti í heila heimsstyrjöld sem tók sinn toll á hafinu milli Íslands og Bretlands. Þeir voru í stríði ekki við, samt misstu Íslendingar hlutfallslega nær jafn marga menn og þeir.
 
Við fall bandaríska risabankans Lehman Brothers, um miðjan sept. 2008, sem setti heimskreppuna í 5. gírinn, hefur það varla hvarflað að bresku ríkisstjórnin að dirfast að beita hryðjuverkalögum á útibú hans í Bretlandi þrátt fyrir gífurlegt útstreymi breskra punda úr landi. Nei, málið var að bankinn var í eigu stóra bróður! 

Gordon Brown ákvað hins vegar nokkru síðar að sýna heimsbyggðinni, en þó ekki síst kjósendum sínum, mátt sinn og megin með því að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi, minnsta bróðurnum í NATO, sem ollu okkur gífurlegum skaða.
 
Þetta voru þakkirnar fyrir það að með íslensku neyðarlögunum færðust Icesave-innistæðurnar úr almennum kröfum í forgangskröfur á silfurfati, en ella stæðu Bretar frammi fyrir því að fá nánast ekkert úr þrotabúinu upp í tapaðar innistæðurnar!
 
Þökkum fyrir samskiptin með því að segja NEI.

Daníel Sigurðsson véltæknifræðingur, félagi í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave.

222 Facebókarmenn hafa nú skrifað "líkar þetta" við greinina (Við skuldum Bretum ekki pence!) á Vísir.is. 


mbl.is Hóflega bjartsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þora vinstri menningarmenn að lesa ádrepu Einars Más Guðmundssonar í Sunnudagsmogganum í dag?

Hann fylgir laugardagsblaðinu sem er stútfullt af greinum um Icesave. Nú verða vinstri menn að þora að gera undantekningu og kaupa Moggann, það borgar sig! Þar er t.d. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur með grein, Borga friðarsinnar Icesave refjalaust? – og a.m.k. tveir aðrir í sama flokki, Jón Fanndal Þórðarson (Fé án hirðis) og Ámundi Loftsson, sömuleiðis. Sjá hér lista um stærri greinarnar:

Neyðarkallið

mynd 2011/04/09/GRFNA6RR.jpg

Eftir Ámunda Loftsson: "Að samþykkja Icesave-málið er ekki einungis röng pólitík, það er stórfellt hættuspil." Meira

Gríðarlegar fjárhæðir falla á ríkissjóð verði neyðarlögunum hnekkt

mynd 2011/04/09/GBUN9S26.jpg

Eftir Friðrik Hansen Guðmundsson: "Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrgð. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave." Meira

Ólögmætir vextir á Icesave-kröfum – og allar eignir ríkisins undir?

mynd 2011/04/09/GB6NAFQN.jpg

Eftir Jón Val Jensson: "Bretar brjóta gegn reglum EES um mismunun – vextirnir þrefalt of háir" Meira

  • Jú, ekki ber á öðru, þetta er víst undirritaður! En þótt ég segi sjálfur frá, er þarna að finna uppljóstrun um tvennt, sem hefur sama sem ekkert verið í umræðunni, enda eru ekki nema tveir dagar síðan annað stóra atriðið þar kom í dagsljósið, þ.e. að frá undantekningunni á ákvæði Icesave-III-samningsins um friðhelgi eigna ríkisins er gengið með ALLS ÓTRYGGUM HÆTTI, án undirskrifta erlendu samninganefndarmannanna, í viðaukakroti eftir á inn á samninginn! Þeir, sem eru ekki með netaðgang að greinasafni Morgunblaðsins, geta séð svolitla frásögn af þessu greinarefni mínu á Moggabloggi mínu í dag:
  • Bretar brjóta gegn reglum EES um mismunun - vextirnir þrefalt of háir!
Icesave í stuttu málimynd 2011/04/09/GB6NAHKF.jpg

Eftir Þórhall Þorvaldsson: "Það blasir við hvor rökin mega sín meira. Íslendingum ber hvorki lagaleg né siðferðileg skylda til að samþykkja Icesave-kröfuna." Meira

Þjóðarhagur í húfi – Nei við Icesave

mynd 2011/04/09/G9JNA1DC.jpg

Eftir Arndísi Herborgu Björnsdóttur: "Samþykki Icesave-lögleysunnar væri ávísun á endanlegt gjaldþrot kynslóða saklausra Íslendinga sem bera enga ábyrgð á starfsemi landráðamannanna." [Ég skýt því að, að þetta er alveg frábær lestur, ég hef lesið greinina alla – hér er alvöru-kona sem skrifar tæpitungulaust. JVJ.] Meira

Áhættan af samþykki Icesave er öll Íslandsmegin

mynd 2011/04/09/GRFNA9HP.jpg

Eftir Birgi Ármannsson: "Það er fjarri öllum sanni að óvissu og áhættu verði eytt með því að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni." Meira

Gullna reglan

mynd 2011/04/09/GB6NAGTG.jpg

Eftir Sölva Fannar Viðarsson: "Í mínum huga er þetta er ekki spurning um að borga, því að sjálfsögðu þarf að borga eitthvað, aðeins spurning um hver á að borga, á hvaða tíma, hvaða upphæð og á hvaða kjörum." Meira

Pressari eða straujari

mynd 2011/04/09/GB6NACQH.jpg

Eftir Reyni Valgeirsson: "Þessar vinsældir á þjóðin nú að kaupa þeim með því að samþykkja heimild til straujunar á kreditkortinu í atkvæðagreiðslunni laugardaginn 9. apríl næstkomandi." Meira

Fé án hirðis

mynd 2011/04/09/G0IN9LUN.jpg

Eftir Jón Fanndal Þórðarson: "Fólkið treysti á Steingrím en Steingrímur brást. Hann gekk í björg með Samfylkingunni." Meira

Kæru Íslendingar og þingmenn

mynd 2011/04/09/GB6NACQL.jpg

Eftir Sigurð Ben Jóhannsson: "Kæru landsmenn, nú er komið að því að þið getið bjargað þjóðinni frá þrælahaldi. Kjósið því rétt og segið nei við þrælahaldi." Meira

Nýr sáttmáli

mynd 2011/04/09/G0IN9O40.jpg

Eftir Önnu Maríu Pétursdóttur og Þorvald Finnbjörnsson: "Grænn hagvöxtur verður krafa framtíðarinnar. Kannski þurfa Íslendingar nýjan sáttmála til að koma sér út úr þeirri efnahagskreppu sem við erum í." Meira

RAX

mynd 2011/04/09/G86NAHB7.jpg

Hvíld Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, notaði tækifærið og hvíldi sig þegar hann var farðaður áður en hann hélt ræðu á flokksþingi framsóknarmanna í... Meira

Borga friðarsinnar Icesave refjalaust?

mynd 2011/04/09/G17NAF18.jpg

Eftir Harald Ólafsson: "Þá hefur það sjónarmið komið fram að sanngjarnt sé og réttlátt að ríkissjóður bæti fyrir ævintýri Landsbanka..." Meira

Engin mismunun

mynd 2011/04/09/GB6NAH2V.jpg

Eftir Sigríði Ásthildi Andersen [lögfræðing]: "Íslenskur almenningur, skattgreiðendur og lífeyrisþegar, hefur því þegar lagt breskum og hollenskum innstæðueigendum til hundruð milljarða króna." Meira [Sigríður er gáfnaljón eins og maður hennar Glúmur, sem skrifaði marga góða pistlana í DV á árum áður. Innsk. JVJ.]

Goðsagnaverur

mynd 2011/04/09/GB6NACKQ.jpg

Eftir Tómas I. Olrich: "Það liggur í augum uppi að heiður mannsins sem sérfræðings í samningatækni liggur að veði og verður gengisfelldur, ef þjóðin hafnar samningnum." Meira

Landsvirkjun í Bretarukkun

mynd 2011/04/09/G17NAFML.jpg

Eftir Friðrik Daníelsson: "Lækkun á lánshæfiseinkunn Moody´s ef Íslendingar fella Icesave III yrði fyrirframkeypt rangmat eins og matið á gjaldþrota bönkunum fyrir hrun." Meira

Nei

mynd 2011/04/09/GB6NAEGC.jpg

Eftir Unni Brá Konráðsdóttur: "Frjáls og fullvalda þjóð á aldrei að óttast það að leggja sín mál í hendur dómstóla." Meira

Og hvar er svo Einar Már Guðmundsson í þessu öllu saman? – Jú, í Sunnudagsmogganum, hér: Hin einfalda spurning. Hann tekur alveg kostulega vel á sínum kollegum í hópi rithöfunda og listamanna, það er merkileg opinberun að lesa þessi skrif hans, vinstri mannsins, sem hefur orðið að upplifa margt sem hann íraði ekki fyrir af hálfu þessara samherja sinna ... Þið verðið einfaldlega að fá ykkur þetta blað, og þótt greinin sé alllöng, sýnir hún ekki aðeins stílsnild, heldur líka leiftrandi rökleikni höfundarins, sem kemur víða við, m.a. með frábæru dæmi frá Skotlandi. Millifyrirsagnir greinar hans eru: Siðferðileg mótmæli, Sumir froðufelldu [segir þar frá fjölbreyttum viðbrögðum kollega sinna!] og Dropi í stóru hafi. Sjá HÉR!
 
Þar á líka Agnes Bragadóttir pistil: Nei eða já! Af eða á? – þar sem hún segir í tveimur síðustu málsliðum:
  • "Við þurfum að sætta okkur við, að til þess að geta staðið í skilum við Breta og Hollendinga á skuld sem við stofnuðum aldrei til og enginn heldur fram lengur að okkur beri lagaleg skylda til að borga þurfum við að stórhækka skatta, við þurfum að skera niður í menntamálum, heilbrigðismálum, draga úr opinberum framkvæmdum, láta gamla fólkið sjá um sig sjálft, hvort sem það er fært um það eða ekki, og fleira og fleira.
  • Nafnleysingjarnir í öfugmælahópnum „Áfram“, sem ætti í raun ekki bara að heita „Aftur á bak“ heldur miklu fremur „Fyrir björg“, hafa haft úr miklum fjármunum að spila til þess að reyna að kaupa sér atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni, án þess nokkurn tíma að gera grein fyrir hvaðan þeir fá allt þetta fjármagn. Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra að reyna að kaupa sér atkvæði og því ætla ég að leyfa mér að trúa því, þar til annað reynist sannara, að Íslendingar muni hvorki láta ógeðslega hákarla-auglýsingu í blöðum hinn 1. apríl sl. né aðra heilsíðuauglýsingu með 20 tannlausum hákörlum villa sér sýn, því eins og góður maður benti á, þá verða það ekki þessir 20 tannlausu hákarlar og fyrrverandi ráðherrar sem borga brúsann, þegar og ef við fáum Icesave í hausinn. Eða ætla ráðherrarnir fyrrverandi að leggja til að verðtryggð ofurlífeyrisréttindi þeirra verði skert, til þess að axla sinn hluta af byrðunum?!" (Tilvitnun lýkur, feitletrun jvj.)
  •  
JVJ tíndi saman. Allir að kjósa! Segjum NEI við stórhættulegum, ólögvörðum, ólögmætum kröfum brezkra og hollenzkra stjórnmálamanna!

mbl.is Fólk streymir á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband