Falsaðar upplýsingar um kostnað Icesave-samninganefnda?

Steingrímur hefur á Alþingi í dag svarað þeirri fyrirspurn Björns Vals sem hafði þann tilgang að tefja svör ráðherrans við fyrirspurnum Rúv og Mbl. fram yfir kosningar. (Sbr. Getur ekki sagt satt og HÉR!). Eitthvað vantar á, að öll kurl séu til grafar komin um kostnaðinn, því að þegar, fyrir mörgum vikum, voru komnar fram HÆRRI tölur en þær, sem hér má sjá (!):

  • Steingrímur sagði að kostnaður við samninganefndina í Icesave-málinu hefði numið 369,2 milljónum króna. Þar af hefðu 132,5 milljónir farið til innlendra lögfræðiskrifstofa, 233,6 milljónir til erlendra lögfræðiskrifstofa og innlendur kostnaður væri 3,1 milljón. Inn í þessari tölu væri ekki kostnaður Alþingis við málið. Steingrímur bætti við að kostnaður við Icesave-samninganna á fyrri stigum væri 77,5 milljónir. (Mbl.is í dag.)

Um þetta var fjallað hér í grein 14. marz sl.:

Icesave-bruðlið: 230 milljónir til Icesave-III-samninganefndar og "sérfræðinga" hennar og enn meira til Iceave-ráðgjafa?
[Í þeirri grein segir m.a.:]  Svo er að sjá af opinberum gögnum, þ.e. fjáraukalögum, sem samþykkt voru í desember. 246,3 milljónir til Hawkpoint (sjá HÉR!), 60 til Buchheits, 44 til stofu Lárusar Blöndal (Juris), 15 til Jóhannesar Karls Sveinssonar eða stofu hans, kannski ekki allt til þeirra sjálfra, en þetta eru háar upphæðir.
Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 230 milljónir króna „vegna samningaviðræðna og sérfræðiaðstoðar vegna Icesave-skuldbindinga“ (sjá nánar tengilinn hér fyrir neðan).
    • Lögfræðistofa Lees Buchheit, Cleary, Gottlieb, Steen & Hamilton, fékk tæplega 60 milljónir króna greiddar á áðurnefndu tímabili. ... Lögmaður hjá lögfræðistofunni Ashurst var einnig fenginn til ráðgjafar, en þeirri stofu voru greiddar rúmlega 22 milljónir.

Sjá einnig þessa grein 13. marz sl.:

Þegar tölurnar hafa verið lagðar saman (sjá tilvísaðar greinar og heimildina sem þar er vísað til úr fjármálaráðuneytinu), er þetta orðið hátt á 5. hundrað milljóna króna. Það er allt annað en 369,2 milljónirnar sem Steingrímur talar um.

Við viljum líka fá SUNDURLIÐAÐAR TÖLUR, ekki bara heildartölur, og það er ekki sundurliðun, þótt Lee Buchheit verði talinn sér, Lárus Blöndal og hans stofa sér o.s.frv., heldur þarf að upplýsa, hvernig þær háu greiðslur skiptast niður, fyrir hvaða viðvik þær voru. Þeim mun fremur er eðlilegt að spyrja um þetta sem ljóst er, að þessi samningagerð var EKKI í þágu þjóðarinnar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Kostnaðurinn nam 369 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alla reikningana upp á borðið!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2011 kl. 17:50

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sammála það er eitthvað ekki rétt í þessu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.4.2011 kl. 18:06

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er allt kostnaður vegna þess að Jóhanna og Steingrímur ákváðu upp á sitt eindæmi að túlka niðurstöðu Icesave II kosninganna sem einfaldan ágreining um vaxtaprósentu og ekkert annað, þegar í raun var verið að hafna samningum alfarið, lýsa 98% vantrausti á ríkistjórnina og hafna aðildarmsókn í ESB.

Mér finnst að þau ættu persónulega að fá þennan reikning í póstkassann sinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 18:35

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka innleggin.

Þetta eru þeir Staksteinar fimmtudaginn 7. apríl, sem vísað var til hér ofar:

"Getur ekki sagt satt

Tilburðir Steingríms J. til að fela greiðslur ríkisins til samninganefndarmanna um Icesave eru brjóstumkennanlegar. Hann hefur farið undan í flæmingi í nærri tvo mánuði, síðast með Björn Val í hlutverki Ketils skræks í hinum skuggalega leikþætti. Nú hefur Umboðsmanni Alþingis blöskrað eins og öðrum. Hann krefur Steingrím skýringa. Um það segir í fréttum:

Steingrímur segir að í morgun hafi verið fundað um þetta mál í ráðuneytinu. „Við viljum gera þetta alveg rétt samkvæmt lögum og reglum,“ segir hann og bendir jafnframt á að ráðuneytið hafi haft þá vinnureglu að svara fyrirspurnum á Alþingi á þinginu sjálfu. (Spurning Björns Vals var pöntuð eftir að fyrirspurn fjölmiðla kom fram, innsk.)

Steingrímur tekur fram að kostnaðurinn sé ekki allur kominn í hús. „Við höfum verið að taka þetta saman en það verður að sjálfsögðu gerð grein fyrir því öllu þegar þær upplýsingar liggja fyrir,“ segir hann.

Spurður hvort upplýsingarnar verði birtar áður en Icesave-kosningarnar fara fram á laugardaginn segir hann: „Alla vega ekki svona sundurliðuð svör. Það held ég að sé alveg ljóst. Við höfum ætlað að veita þær upplýsingar sem við gátum á því stigi málsins sem fyrirspurninni yrði svarað en væntanlega með fyrirvara um að ekki væru öll kurl komin til grafar.“

Nefndin lauk störfum í desember á síðasta ári. Hvaða kostnaður er ekki kominn í hús eða kurl til grafar?

Hætttu þessu, Steingrímur. Það sjá allir í gegnum þig." [Tilvitnun lýkur.]

Jón Valur Jensson, 11.4.2011 kl. 19:29

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Ég held að við séum að ranka úr rotinu eftir höggið  2008. Við erum virk stjórnarandstaða,án fíknar í valdastóla.  Í því samhengi er þó klárlega freistandi að tilnefna þá allra skeleggustu,sem mundu sóma sér vel á þingi, valda okkur ekki vonbriðum. Fólk þeim kostum gætt, að svíkja aldrei, né afsala fullveldi Íslands. Takk fyrir Jón Valur.

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband