Bandaríski hagfræðiprófessorinn Michael Hudson heldur að íslensk stjórnvöld komi ekki fram af heilindum í málflutningi sínum í ICESAVE málinu.
Hann hvetur Íslendinga til að hafna ICESAVE og segir að þannig afli Íslendingar sér fleiri vina en með því að samþykkja kröfur Breta og Hollendinga.
Íslensk stjórnvöld halda því fram að Bretar og Hollendingar muni koma í veg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ef þessi fullyrðing á við rök að styðjast væri um alþjóðlega fjárkúgun að ræða sem er ólögleg samkvæmt reglum Evrópusambandsins, segir Hudson.
Það má hins vegar aldrei gleyma því að þeim manni, sem hvað harðast gekk fram í því að berja á og kúga Íslendinga í þessu máli, Gordon Brown, var sparkað frá völdum í síðustu kosningum. Flokkur Browns, Verkamannaflokkurinn, missti völdin í Bretlandi og því er hótunin sérstaklega innantóm.
Þegar ungt fólk sér ekki fram á að geta skapað sér bærilega framtíð í heimalandinu og flytur út, sortnar illilega yfir framtíð heimalandsins sjálfs.
MICHAEL HUDSON: SKULD SEM ER EKKI HÆGT AÐ BORGA VERÐUR ALDREI BORGUÐ.
MICHAEL HUDSON: WILL ICELAND VOTE NO ON APRIL 9 OR COMMIT FINANCIAL SUICIDE?
MICHAEL HUDSON: ICELAND SHOULD NOT PAY ICESAVE.
Já, það sagði bandaríski hagfræðiprófessorinn og Íslandsvinurinn, Michael Hudson. Hann er einn af fjölda útlendinga sem hefur alltaf staðið með okkur í þessu máli, alveg frá upphafi. Heimurinn í heild, almenningur heimsins, líka breskur og hollenskur almenningur, stendur með okkur gegn þessu kúgunarmáli. Líka fremstu fréttamiðlar heims eins og bandaríska blaðið Wall Street Journal og breska blaðið The Financial Times. Þau standa ekki með breskum, hollenskum og íslenskum stjórnvöldum sem ætla að kúga okkur og hafa okkur að féþúfu af annarlegum og gruggugum toga.
Í LOK MARS SKRIFAÐI MICHAEL HUDSON:
ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR:
Thank you for this letter.
Actually, Iceland has the authority NOT to pay these debts. It is a basic principle of eocnomic law and indeed, of moral society that no economy should be forced into a situation where the public takes such great responsibility for lawbreakers that it must submit to emigration to escape debt.
There is no reason for Iceland to revert to feudalism, depopulation, emigration. The basic economic principle is that A debt that cannot be paid under normal circumstances, should not be paid.
There also is a basic principle that creditors should take responsibility for bad loans.
So what amazes me is how Iceland is not pressing its natural rights in this case not to speak of its legal rights, that already exist.
Evidently that requires a replacement of many current members of the Althing. I wish I could be brought there to help you.
Sincerely,
Michael Hudson