Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Málflutningur Evrópskra nýlenduvelda gegn Íslandi

Fréttablaðið birti 17. marz 2011 ritgerð eftir Margréti Einarsdóttur, undir fyrirsögninni »Icesave-lagalegar afleiðingar synjunar«. Þar sem Margrét er forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR, sem kostuð er af ESB, verður að telja hana vera erindreka ESB og frá Brussel er ekki langt til London og Haag. 
 
Ekki kemur því á óvart að Margrét býður lesendum upp á einhliða málflutning sem einkennist fremur af rangfærslum ríkisstjórnar Íslands en hófstilltu mati fræðimanns. Margrét virðist telja að landsmenn hafi ekki heyrt af Icesave-málinu og þekki ekki grunnröksemdir sem það varða. Ég leyfi mér að vera á öndverðum meiði við Margréti varðandi öll atriði Icesave-málsins. 
 
1. Margrét byrjar ritgerð sína á upprifjun um hótunarbréf ESA frá
    26. maí 2010. Ef Margrét hefði viljað koma á framfæri hlutlausum
    upplýsingum, hefði hún nefnt að ESA sendi frá sér úrskurð
    varðandi Icesave frá 15. desember 2010. Með þeim úrskurði ógilti
    ESA veigamestu hótanirnar frá 26. maí. Ólíkt hótunarbréfinu sem
    Margrét telur svo mikilvægt, er álit ESA frá 15. desember vel
    rökstutt og niðurstaðan ótvíræð. 
 
2. ESA úrskurðaði að engir samningar, lög eða tilskipanir hefðu verið
    brotin, varðandi mikilvægustu atriði málsins: Fullkomlega var
    löglegt að veita innistæðueigendum forgang, eins og gert var með
    Neyðarlögunum. Einnig úrskurðaði ESA að framkvæmd FME á
    millifærslum úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju var fullkomlega
    eðlileg. Lagasetning og réttarframkvæmd Neyðarlaganna er því
    traust, svo framarlega sem lögsögu Íslands er ekki varpað fyrir
    borð með Icesave-III-samningunum. 
 
3. Margrét tekur alvarlega hótanir Per Sanderud um að verði
    Icesave-lögin ekki samþykkt í þjóðaratkvæðinu 9. apríl 2011,
    muni hann sjá til þess að ESA sendi frá sér skaðlegan úrskurð
    fyrir Ísland. Sanderud hótar einnig að hann muni ákæra Ísland
    fyrir EFTA-dómstólnum. Ætli Margrét verði ekki hissa þegar í
    ljós kemur að ESA mun sýkna Ísland um öll brot á EES-
    samningnum? Sanderud til afsökunar má nefna að endurteknar
    hótanir hans eru bara endursýningar á gömlum myndböndum
    sem gerð voru fyrir úrskurðinn 15. desember. 
 
4. Sannleikurinn er sá að örsmáar líkur eru fyrir ákæru frá ESA,
    enda tilefnið ekkert. Flestar stofnanir ESB og sérfræðingar á
    vegum Evrópuríkisins hafa gefið yfirlýsingar um afdráttarlaust
    bann við ríkisábyrgðum á innistæðutrygginga-kerfum Evrópska
    efnahagssvæðisins. Í þessu sambandi má nefna að yfirlýsingar
    ríkisstjórnarinnar, um að allar bankainnistæður á Íslandi séu
    ríkistryggðar, er fullkominn þvættingur. Einungis Alþingi með
    samþykki fullveldishafans-almennings getur veitt slíkar
    tryggingar. 
 
5. Margrét virðist ekki vita að Landsbankinn var með fullar
    innistæðutryggingar í Bretlandi og Hollandi, sem voru mun
    hærri en lágmarkstrygging ESB. Þetta hefur fjármálaeftirlit
    Bretlands staðfest og þess má geta að Landsbankinn fékk
    starfsleyfi í Bretlandi í desember 2001 og hann fekk
    viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006
    (FSA No. 207250). 
 
6. Margrét virðist ekki heldur vita að Neyðarlögin frá 6. október
    2008 fjölluðu ekkert um mismunun, heldur um eftirfarandi tvö
    atriði:

a) Heimild til ríkisins að stofna nýja banka og
b) Forgang krafna frá innistæðueigendum í þrotabú banka.
 
   
   
    Úrskurður ESA frá 15. desember fjallaði einmitt um að
    Neyðarlögin standast alla skoðun. Þótt Per Sanderud léti verða
    af hótunum sínum mun EFTA-dómstóllinn einungis úrskurða
    um hugsanlegt brot á EES-samningnum en alls ekki um
    skaðabótaábyrgð. 
 
7. Eina afleiðing Neyðarlaganna sem ESA notar ennþá til hótana er
    óbein mismunun því að um beina mismunun var sannanlega
    ekki að ræða. Engin skilyrði eru fyrir sektardómi vegna óbeinnar
    mismununar, einfaldlega vegna þess að ekki verður sýnt fram á
    að neinn innistæðueigandi hafi orðið fyrir fjártjóni. Tryggingasjóðir
    Bretlands og Hollands greiddu þessar kröfur enda var það þeirra
    verkefni. 
 
8. Margrét japlar á þeirri gömlu tuggu að stjórnvöld á Íslandi.

»hafi ekki séð til þess að hér á landi væri komið á fót
     innistæðu-tryggingakerfi sem virkaði«.

 
    Evrópusambandið sjálft hefur viðurkennt að tryggingakerfið á
    Íslandi var með sama hætti og í öðrum EES-ríkjum og í
    fullkomnu samræmi við Tilskipun 94/19/EB. Eftirlit með þessu
    hafði ESA í 15 ár, án athugasemda. Sérfræðingar ESB, eins og
    Tobias Fuchs hafa staðfest þetta í ritrýndum fræðigreinum, án
    nokkurra athugasemda. 
 
Margrét og aðrir erindrekar ríkisstjórnarinnar reyna að hræða almenning til að samþykkja greiðslur á forsendulausum Icesave-kröfum. Allur málflutningur þessa fólks einkennist af rangfærslum og blekkingum. Gengið er svo langt að misnota opinberar stofnanir til að dreifa villandi fullyrðingum, sem oft er búið að hrekja með traustum rökum. Enginn væntir mikils af Evrópuréttarstofnun HR, en að aðilar eins og Lagastofnun Háskóla Íslands skuli taka þátt í þessum ljóta leik, veldur mörgum Íslendingum sárum vonbrigðum.

>> Margrét virðist ekki vita að Landsbankinn var með
>> fullar innistæðutryggingar í Bretlandi og Hollandi,
>> sem voru mun hærri en lágmarkstrygging ESB 

Morgunblaðið
Miðvikudaginn 06. apríl, 2011.
Loftur Altice Þorsteinsson


mbl.is Mjög mikill kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem Vala Andrésdóttur Withrow skrifar verða allir að lesa

  • "Það er alveg sama hvernig Icesave er pakkað inn, innihaldið alltaf það sama - frekari kollvörpun stjórnarskrárinnar og íslensks lýðveldis í þágu erlendra hagsmuna. Íslendingar eru betri þjóð en svo að láta jafn blygðunarlaust óréttlæti líðast, hvort heldur innanlands eða utan.
  • Versta frelsi er betra en besti þrældómur.
  • Góðar stundir."

Þetta eru lokaorð lögfræðingsins íslenzka vestan hafs, Völu Andrésdóttur Withrow, í vefgrein hennar sem var að birtast uppfærð og endurskoðuð undir heitinu Náttúruréttur Íslendinga.

Vala talar sem fyrr til hjarta fólks og skilnings. Þessi grein hennar leiðir miklu betur í ljós rök sannrar stjórnspeki og réttarhyggju heldur en endalausar umræður, eins og þær tíðkast hér gjarnan.

Það má geta þess í framhjáhlaupi, að innlegg Skúla Magnússonar, lögvísindamanns og ritara EFTA-dómstólsins, í Spegli Rúv á nýliðnu kvöldi, var sömuleiðis dæmi um afar þroskaða réttarhyggju og virðingu fyrir grunnrétti manneskjunnar og nauðsyn aðhalds að framkvæmda- og löggjafarvaldi. Það var ánægjulegt að átta sig á því, að þessi maður á sæti í stjórnlaganefnd, sem lætur sig varða breytingar á stjórnarskránni. Reifun hans á málum og hans eigin tillögur gefa sannarlega vonir um, að hugsanlega verði hægt að komast hjá því, að vildarhyggja (voluntarismi), valdsmennska og lögfræðilegur pósitívismi (andstætt náttúrurétti) verði ofan á við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Jón Valur Jensson.


Falin dagskrá (Hidden Agenda) Breta til að gefa þeim heimild í Icesave III til að ganga að auðlindum þjóðarinnar.

Þegar Icesave gögnin eru skoðuð er ljóst að allir samningarnir gefa ríka ástæðu til að ætla að Bretar, í það minnsta, séu með falda dagskrá sem væntanlega byggist á því að geta kallað fram aðstæður þar sem Íslendingar yrðu samkvæmt samningunum sekir um greiðslufall, sem síðan settu í gang umsvifalausar heimildir Breta til að ganga að aðfararhæfum eignum Íslendinga, þ.m.t. öllum auðlindum þjóðarinnar. Til að gera þessa földu leikfléttu mögulega þurftu Bretar fyrst og fremst að ná  að þvinga fram undirrituðum og skuldbindandi samningi,  sem innihéldi greinar um eftirfarandi:

  1. Samningur sem væri samkvæmt breskum lögum og sem væri aðfararhæfur fyrir breskum dómstólum.
  2. Greinar í samningnum sem gera Bretum auðvelt um vik að kalla fram greiðslufall hjá Íslendingum.
  3. Greinar í samningnum sem gefa Bretum lagalegan rétt til að ganga að öllum eignum Íslands.
     
    Þetta kemur mjög skýrt fram í Svavarssamningum þar sem riftunar- og aðfararkaflarnir í þeim samningum voru með slíkum eindæmum að undrun sætti öllum sem lásu og skildu hvað þeir voru að lesa.
    Íslensku sendinefndinni, undir forsæti Lee Buchheit, tókst að milda þessar klásúlur eitthvað lítillega en það er langt í frá að verkfærin til að framkvæma þessa huldu dagskrá, séu ekki enn fyrir hendi í Icesave III .

Lárus Jónsson.  (Sjá ennfremur Morgunblaðið í gær, 7. apríl, á síðu 16.)


mbl.is 72% segja nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MICHAEL HUDSON ÍSLANDSVINUR: ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR. FELLIÐ ICESAVE.

michael hudson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bandaríski hagfræðiprófessorinn Michael Hudson heldur að íslensk stjórnvöld komi ekki fram af heilindum í málflutningi sínum í ICESAVE málinu.

Hann hvetur Íslendinga til að hafna ICESAVE og segir að þannig afli Íslendingar sér fleiri vina en með því að samþykkja kröfur Breta og Hollendinga.

“Íslensk stjórnvöld halda því fram að Bretar og Hollendingar muni koma í veg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ef þessi fullyrðing á við rök að styðjast væri um alþjóðlega fjárkúgun að ræða sem er ólögleg samkvæmt reglum Evrópusambandsins,” segir Hudson.

“Það má hins vegar aldrei gleyma því að þeim manni, sem hvað harðast gekk fram í því að berja á og kúga Íslendinga í þessu máli, Gordon Brown, var sparkað frá völdum í síðustu kosningum. Flokkur Browns, Verkamannaflokkurinn, missti völdin í Bretlandi og því er hótunin sérstaklega innantóm.”

“Þegar ungt fólk sér ekki fram á að geta skapað sér bærilega framtíð í heimalandinu og flytur út, sortnar illilega yfir framtíð heimalandsins sjálfs.”

MICHAEL HUDSON: SKULD SEM ER EKKI HÆGT AÐ BORGA VERÐUR ALDREI BORGUÐ.

MICHAEL HUDSON: WILL ICELAND VOTE NO ON APRIL 9 OR COMMIT FINANCIAL SUICIDE?

MICHAEL HUDSON: ICELAND SHOULD NOT PAY ICESAVE. 

Já, það sagði bandaríski hagfræðiprófessorinn og Íslandsvinurinn, Michael Hudson.  Hann er einn af fjölda útlendinga sem hefur alltaf staðið með okkur í þessu máli, alveg frá upphafi.  Heimurinn í heild, almenningur heimsins, líka breskur og hollenskur almenningur, stendur með okkur gegn þessu kúgunarmáli.  Líka fremstu fréttamiðlar heims eins og bandaríska blaðið Wall Street Journal og breska blaðið The Financial Times.  Þau standa ekki með breskum, hollenskum og íslenskum stjórnvöldum sem ætla að kúga okkur og hafa okkur að féþúfu af annarlegum og gruggugum toga.


Í LOK MARS SKRIFAÐI MICHAEL HUDSON:

ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR:


Thank you for this letter.

Actually, Iceland has the authority NOT to pay these debts. It is a basic principle of eocnomic law — and indeed, of moral society — that no economy should be forced into a situation where the public takes such great responsibility for lawbreakers that it must submit to emigration to escape debt.

There is no reason for Iceland to revert to feudalism, depopulation, emigration. The basic economic principle is that “A debt that cannot be paid under normal circumstances, should not be paid.”

There also is a basic principle that creditors should take responsibility for bad loans.
So what amazes me is how Iceland is not pressing its natural rights in this case — not to speak of its legal rights, that already exist.

Evidently that requires a replacement of many current members of the Althing. I wish I could be brought there to help you.

Sincerely,
Michael Hudson

http://www.svipan.is/?p=22792
 

Elle Ericsson.

 

mbl.is Írar horfa til Icesave-kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar afþakka dýrkeypta lögfræðiráðgjöf

Fréttablaðið birti 17. marz 2011 álit átta lögfræðinga á Icesave-lögunum, undir fyrirsögninni Dýrkeyptur glannaskapur. Ekki virðast lögfræðingarnir hafa hugsað lengi né djúpt um Icesave-kröfur Bretlands og Hollands, því að skrif þeirra einkennast af innihalds-lausum upphrópunum og fullyrðingum af sömu tegund og eru einkennandi fyrir málflutning ríkisstjórnarinnar. Ég vil andmæla málflutningi lögfræðinganna um leið og ég afþakka þeirra dýrkeyptu lögfræðiráðgjöf.



1.
    Lögfræðingarnir fullyrða að
ef landsmenn hafna Icesave-III í þjóðaratkvæðinu 09. apríl 2011 verði ekki lengra komist til lausnar Icesave-deilunnar með samningum. Þetta er sannanlega röng fullyrðing, því að á öllum stigum dómsmáls er hægt að taka upp samninga. Það er einungis ef Icesave-III verður samþykkt sem búið verður að loka öllum undankomuleiðum. Ísland verður þá háð mikilli efnahagslegri áhættu í marga áratugi.

2.   
Lögfræðingarnir virðast telja að samninganefnd ríkisstjórnarinnar hafi verið að gæta hagsmuna almennings, þegar þeir undirgengust forsendulausar kröfur Breta og Hollendinga. Allir landsmenn vita að ríkisstjórnin hefur gengið erinda þessara tveggja ríkja og gegn því sem rétt er og sanngjarnt. Ríkisstjórnin hefur meira að segja gengið svo langt í þjónkun sinni við hið erlenda vald, að hún hefur í þrígang samþykkt að afsala lögsögu Íslands. Með Icesave-III hefur þó ríkisstjórnin sett nýtt heimsmet í flónsku. Bretlandi og Hollandi er fært sjálfdæmi í Icesave-deilunni í heild sinni, með að ríkisstjórnin samþykkti að ágreiningsmál fari fyrir gerðardóm. Gerðardómurinn mun starfa fyrir luktum dyrum, nýta sér lög Bretlands ef með þarf og rétta í London. Niðurlæging Íslands verður fullkomin ef Icesave-II verður samþykkt.

3.   
Lögfræðingarnir halda fram þeirri fjarstæðukenndu fullyrðingu, að með því að landsmenn undirgangist Icesave-klafann sé endanleg niðurstaða Icesave-málsins í höndum Íslendinga. Getur verið að lögmennirnir hafi ekki litið á Icesave-samningana ? Með lögum 13/2011 er lokað öllum glufum sem kunna að finnast til sangjarnrar lausnar Icesave-deilunnar. Geirneglt er að öll áhætta og kostnaður eru lögð á herðar Íslendinga. Lögmennirnir virðast ekki bera mikla virðingu fyrir dómstólum, ef þeir halda að fullkomið afsal lögsögu hafi engar afleiðingar.

4.   
Lögfræðingarnir sýna fullkominn glannaskap, þegar þeir fullyrða um mikinn kostnað atvinnulífs og samfélags af Dómstólaleiðinni. Ekki er hægt að ræða við þessa menn um heiður og sæmd, en þeir ættu að skilja að tuga eða hundraða milljarða Icesave-baggi hlýtur að sliga alla landsmenn. Samningaleiðin er tafarlaus uppgjöf en Dómstólaleiðin felur í sér möguleika til gagnsóknar. Að nefna alþjóðlegu matsfyrirtækin til stuðnings uppgjöfinni er fullkomið narr og kjánaskapur.

5.    Lögfræðingarnir eru svo illa að sér að þeir virðast ekki hafa heyrt af úrskurði ESA frá 15. desember 2010, að minnsta kosti nefna þeir hann ekki á nafn. Með þeim úrskurði ógilti ESA veigamestu hótanirnar frá 26. maí 2010. Ólíkt hótunarbréfinu frá 26. maí, sem lögfræðingarnir hampa, er álit ESA frá 15. desember vel rökstutt og niðurstaðan ótvíræð. ESA úrskurðaði sem sagt að engir samningar, lög eða tilskipanir hefðu verið brotin, varðandi mikilvægustu atriði málsins: Fullkomlega var löglegt að veita innistæðueigendum forgang. Einnig úrskurðaði ESA að framkvæmd FME á millifærslum úr gömlu bönkunum yfir í þá nýgju var fullkomlega eðlileg. Lagasetning og réttarframkvæmd Neyðarlaganna er því traust, svo framarlega sem lögsögu Íslands er ekki varpað fyrir borð með Icesave-III-samningunum. 

6.    Lögfræðingarnir fullyrða að ef ekki verður gefið eftir fyrir gömlum og úreltum hótunum Per Sanderud, muni ESA ákæra Ísland fyrir EFTA-dómstólnum. Sannleikurinn er sá að örsmáar líkur eru fyrir slíkri ákæru, enda tilefnið ekkert. Flestar stofnanir ESB og sérfræðingar á vegum Evrópuríkisins hafa gefið yfirlýsingar um afdráttarlaust bann við ríkisábyrgðum á innistæðu-trygginga-kerfum Evrópska efnahagssvæðisins. Í þessu sambandi má nefna að yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, um að allar bankainnistæður á Íslandi séu ríkistryggðar, er fullkominn þvættingur. Einungis Alþingi með samþykki fullveldishafans-almennings getur veitt slíkar tryggingar.  

7.    Lögfræðingarnir slá um sig með slagorðum eins og »kokhreysti« og »barnaskapur«. Líklega álíta þeir að þetta séu sterk lögfræðirök. Nær öruggt má telja að ESA mun ekki ákæra Ísland fyrir EFTA-dómstólnum, þar sem engar forsendur eru fyrir sektardómi. Vangaveltur lögfræðinganna um sektarlíkur út frá fyrri ákærum ESA eru því varla svara verðar. ESA hefur að sögn unnið 27 mál fyrir EFTA-dómstólnum en hvað hefur ESA fallið frá mörg hundruð ákærum ? Forseti ESA virðist vera í skítverkum fyrir hagsmuni Bretlands og Hollands. Hvernig væri að Íslandi gerði kröfu um að þessum erindreka yrði vísað úr starfi ?   

8.    Eins og flestum nema lögfræðingunum er orðið ljóst, hefur EFTA-dómstóllinn það verkefni að fjalla um brot á EES-samningnum. Svo lengi sem Ísland heldur lögsögu yfir Icesave-málinu eru það bara Íslendskir dómstólar sem geta fellt sektardóma. Þeir dómar verða að byggja á löggjöf Íslands og engin maður með réttu ráði gefur andstæðingum sínum sjálfdæmi, eins og fyrirhugað er að gera með Icesave-lögunum. Hvað gerir þessa átta lögfræðinga að algjörum kjánum ?

Loftur A. Þorsteinsson.


mbl.is Þeir sem hafa áhyggjur af EFTA eiga hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SA- og ASÍ-menn hætti að misbeita samtökum sínum!

Vilmundur Jósefsson hefði átt að segja af sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins í stað þess að leita endurkjörs. Þir Vilhjálmur Egilsson hafa misnitað SA í þágu ólögvarinna Icesave-krafna erlendra ríkissjóða, brutu jafnvel eigin reglur um framlög til "Áfram"-hópsins – voru búnir að gefa það út áður, að hámarkið væri um 250.000 kr. til lögaðila, en sturtuðu einni milljón króna í óþurftarverkið, forsvarsmönnum ýmissa aðildarfyrirtækja SA til sárrar skapraunar.

Forstöðumenn SA studdi Icesave I og Icesave II, Vilhjálmir er á um 1,8 millj. kr. mánaðarlaunum og beitir sér gegn eðlilegum launahækkunum í fiskiðnaðinum, notar kvóta-"rétt" útgerðarmanna sem skrúfu á kjarasamninga og nú síðast misbeitir hann (raunar undir fölsku flaggi) áhrifum sínum á framgang eða endalyktir kjarasamninga í þágu Icesave-áhuga síns, en innantómt var það, því að Gyðlfi Arnbjörnsson upplýsti um, að enn stæði ýmislegt íoleyst í samningagerðinni og því eðlilegt að hún drægist fram yfir helgina, þótt hann hafi samt líka verið búinn að hlaupa á Icesave-lestina, áður en þetta kom upp úr honum í viðtali við Mbl. sem birtist í gær.

Gylfi hefur nú viðurkennt, að Icesave-afstaða sín sé bara persónulegt mat, ekki afstaða ASÍ sem slíks, enda bar hann aldrei sína afstöðu undir sína 120.000 umbjóðendur! Hvað veldur þessum "sinnaskiptum" hans að bakka svolítið í málinu? – Jú, annaðhvort eru félagsmenn ASÍ farnir að kvarta hástöfum við leiðandi menn þar (m.a. á Ólafur Darri í hagdeild ASÍ sinn skerf af skömminni) ellegar að Gylfi sé þegar farinn að óttast ósigur jánkaranna á morgun og vilji fyrir fram lágmarka þrýsting og gagnrýni á sig þess vegna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilmundur fékk 94% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-lögin tryggja fullkomna niðurlægingu Íslands

Ef landsmenn vilja tryggja fullkomna niðurlægingu Íslands, þá skulu þeir endilega samþykkja Icesave-lögin í komandi þjóðaratkvæði. Engin frjáls þjóð hefur nokkru sinni afsalað sér lögsögu sinni, eins og gert er með Icesave-samningunum. Ekki er bara að Icesave-samningarnir sjálfir falli undir breska eða hollenska lögsögu, heldur öll atriði sem málinu tengjast. Afsal íslenskrar lögsögu er að finna í öllum 10 Icesave-samningunum og dæmigert afsalsákvæði hljóðar svona:
  
»Lögsaga og réttarframkvæmd. Þessi samningur og öll atriði, kröfur eða deilur sem rísa kunna vegna hans eða í tengslum við hann, hvort sem um er að ræða samningsbundin atriði eða ósamningsbundin, skulu lúta lögum Bretlands og vera túlkuð samkvæmt lögum Bretlands.« 
 
Engrar undankomu er því auðið frá ránsklóm nýlenduveldanna. Almenningur á Íslandi skal mjólkaður til síðasta blóðdropa og engin grið gefin. Bretland og Holland hafa í margar aldir stundað ránskap um allan heim, en þeim er nýlunda að hitta fyrir þjóð sem er jafn áköf að láta mergsjúga sig. Íslendingar virðist vera nýr kynstofn þræla og hugleysingja.
 
Útlendingar fordæma heigulshátt stjórnvalda
Útlendingar sem ég hef rætt við eru furðu lostnir yfir þeirri stöðu mála, að valdhafar á Íslandi skuli ganga harðar fram í að niðurlægja þjóð sína, en hin gírugu nýlenduveldi. Jafnvel fólk í svörtustu Afríku sem ýmsu er vant lýsir undrun og hikar ekki við að fordæma aðfarir þjóðsvikaranna. Frá Hollandi fékk ég eftirfarandi boð: 
 
»Ég get ekki ímyndað mér að nokkur eðlileg manneskja kjósi að greiða forsendulausar kröfur, sem settar eru fram af gömlum nýlenduveldum eins og Bretlandi og Hollandi. Ef Bretland og Holland hóta að stöðva aðlögunarferlið að ESB, þá eru slíkar hótanir marklausar. Eftir eitt ár verða kröfurnar grafnar og gleymdar. Hafið ekki áhyggjur af ógreiddum Icesave-kröfum. Hafðu frekar áhyggjur, ef Íslendingar undirgangast að greiða Icesave-kröfurnar, vegna þess að þá eruð þið vangefin og við í Evrópu höfum ekki þörf fyrir fleiri hálfvita, nóg er af þeim nú þegar.«  
 
Frjálshuga Íslendingar munu ekki greiða Icesave-kúguninni atkvæði. Sjálfstæði landsins er meira virði en flest annað og þá er persónulegur fjárhagur ekki undanskilinn. Lögsagan er helsta tjáning sjálfstæðisins og hún tekur yfir bæði lög landsins og réttarframkvæmd sem byggir á þeim. Mikilvægi lögsögu landsins er sambærilegt við fullveldi þjóðarinnar, sem einnig ræður úrslitum í Icesave-málinu.  
 
Forsetinn stendur vörð um fullveldisréttinn
Forseti lýðveldisins Ólafur Ragnar Grímsson hefur lengi haft skilning á mikilvægi fullveldisins og vaxandi hluti þjóðarinnar er að öðlast sama skilning. Hugtakið »fullveldi« er stjórnarfarslegt grundvallaratriði. Fullveldi (fullveldi = fullt vald) merkir endanlegt og ótakmarkað vald um málefni landsins. Endanlegt er fullveldið, vegna þess að ákvörðunum fullveldishafans verður ekki vísað til annars aðila. Ótakmarkað er fullveldið, vegna þess að það tekur til allra þátta sem fullveldishafinn ákveður. 
 
Með beitingu 26. greinar Stjórnarskrárinnar er forsetinn að veita almenningi það vald sem fólgið er í fullveldisréttinum. Alþingi hefur brugðist í hverju málinu á fætur öðru, en sem betur fer búum við í lýðveldi, þannig að landsmenn geta stöðvað þá fullkomnu flónsku sem stjórnvöld hafa viðhaft. Í yfirlýsingu forsetans frá 5. janúar 2010, kemur vel fram hverjar staðreyndir málsins eru: 
 

»Hornsteinn stjórnskipunar íslenska lýðveldisins er að þjóðin er æðsti dómari um gildi laga. Stjórnarskráin sem samþykkt var við lýðveldisstofnun 1944 og yfir 90% atkvæðisbærra landsmanna studdu í þjóðaratkvæðagreiðslu felur í sér að það vald sem áður var hjá Alþingi og konungi er fært þjóðinni. Forseta lýðveldisins er svo ætlað að tryggja þjóðinni þann rétt.« 
 
Icesave-draugnum er unnt að bægja burt, ef fullveldisrétturinn er í höndum almennings og hann er notaður til að standa vörð um lögsöguna, mikilvægasta þátt sjálfstæðisins. Forsetinn á miklar þakkir skildar fyrir að sýna festu, byggða á traustum röksemdum. Nú er komið að okkur landsmönnum að mæta á kjörstað og varpa Icesave-draugnum endanlega á dyr.
 

>> Mikilvægi lögsögu landsins er sambærilegt við fullveldi þjóðarinnar, >> sem einnig ræður úrslitum í Icesave-málinu.

 

 

Morgunblaðið

Fimmtudaginn 03. marz, 2011.

Loftur Altice Þorsteinsson


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI og JÁ á ÍNN – og vanskilningur já-sinna á trygginga-kerfum ríkjanna

Ég bendi á að ÍNN er að sýna síðustu NEI og JÁ þættina.
Dagskrá stöðvarinnar í dag er hér:
 
 
Ég leit aðeins á þennan JÁ-þátt og fannst einkennandi hversu grunnhyggin umfjöllunin er.
Sem dæmi var skautað létt yfir þá staðreynd að:
 
Innistæðu-eigendur í Bretlandi og Hollandi fengu greitt af FSCS og DNB, en ekki af ríkissjóðum þessara ríkja. Þetta bar sjóðunum að gera, en það sem skiptir líka miklu máli er, að þar með voru kröfur ESB um lágmarksvernd uppfylltar. ESB gerir engar kröfur um að einhver ákveðin tryggingakerfi greiði þessar EUR 20.887. Þess vegna eru hótanir ESA algjör fásinna. Hins vegar gætu FSCS og DNB reynt að gera einhverjar kröfur á TIF til dæmis.
 
Þar sem við vitum að Landsbankinn var með fullar tryggingar í Bretlandi hjá FSCS og í Hollandi hjá DNB, geta þessir sjóðir ekki gert neinar kröfur á aðra en starfandi banka í þessum ríkjum. Þeir eiga auðvitað fyrst að gera kröfur á þrotabúið og þar munu þeir fá nær allt sitt fjármagn endurgreitt. Mismuninn eiga sjóðirnir því að innheimta hjá starfandi bönkum.
 
Að FSCS og DNB fá svona ríkulegar endurgreiðslur geta þeir þakkað Alþingi sem veitti þessum kröfum forgang í þrotabúið. Sá forgangur var einungis til að aðstoða Breta og Hollendinga, en hafði ekkert með björgun greiðslukerfisins á Íslandi að gera.
 
Loftur Altice Þorsteinsson.

KÚGUÐU BRETAR OG HOLLENDINGAR BANDARÍKJAMENN?

lehman

 

 

 

 

 

 

 

Hví ætli breska ríkisstjórnin hafi ekki elt uppi bandaríska ríkisborgara og bandarísk stjórnvöld þegar LEHMAN BROTHERS féll þarlendis, í Bretlandi, í september, 08, og heimtað ríkisábyrgð?  Og hótað þeim öllu illu?  Fjöldi breskra ríkisborgara tapaði peningum á falli bandaríska bankans LEHMAN BROTHERS þar.

Liggur það kannski ekki í augum uppi?  Lögin segja ´ekki ríkisábyrgð´.  Og ef lögin segja ´ekki ríkisábyrgð´ þýðir það engin ríkisábyrgð.  Stjórnvöld í Bandaríkjunum og hvaða landi heims sem er hefðu hlegið sig máttlaus yfir rukkuninni.  Og eftir hláturskastið staðið upp eins og menn og sagt NEI og verið þið blessaðir.  Og hafið þið mál að sækja verðið þið að sækja það fyrir dómi og samkvæmt lögum.

Ekki á Íslandi.  Meðan við erum með ríkisstjórnarflokka við völd sem eru með Evrópusýkina, geta evrópsk veldi bara skrifað póstkort og fengið jafnóðum frjálsan aðgang að skattpeningum okkar eins og ekkert væri sjálfsagðara.  Kannski líka varðskipum okkar ef út í það er farið.  Nei, bresku og hollensku ríkisstjórnunum hefði aldrei dottið í hug að kúga bandarísk stjórnvöld þó þeir þori að niðurlægja og níðast á peðinu í norðri.

52% NEI EINS OG SEGIR Í FRÉTTINNI, VIÐ HÓTUNUM OG KÚGUNARSAMNINGI VÆRI ÓTRÚLEGA SLAKT OG BARA SORGLEGT.

Elle Ericsson.


mbl.is 52% segjast ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERUM VIÐ EKKI FULLVALDA RÍKI?

Kúgunarsamningurinn ICESAVE3 mun ótrúlega lúta enskum lögum en ekki íslenskum.  Lögsaga okkar í einu stærsta hagsmunamáli okkar fyrr og síðar verður viljandi flutt til óvinarins.  Já, til ÓVINARINS eins og við séum ekki fullvalda ríki.  HVÍLÍKUR FÁRÁNLEIKI.

Í kúgunarsamningnum segir:

SAMNINGUR ÞESSI OG MÁL, KRÖFUR EÐA ÁGREININGUR SEM RÍS VEGNA HANS EÐA Í TENGSLUM VIÐ HANN, HVORT HELDUR ER INNAN EÐA UTAN SAMNINGA (e. CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL), SKULU LÚTA ENSKUM LÖGUM OG TÚLKAST SKV. ÞEIM.

Með öðrum orðum: ALLT sem kemur ICESAVE við mun lúta enskum lögum og það var ekki út af engu, heldur vegna þess að hinir meintu ´vinir´ okkar Bretar vildu það og ætla að NOTA ÞAÐ.  Nú eru þeir farnir að stjórna okkur.  Hvílík niðurlæging og ósvífni ICESAVE-STJÓRNARINNAR. 
 
Hinn svokallaði samningur er óverjandi og ekki saminn fyrir fullvalda ríki.  Saksóknari og íslenskir lögmenn með vit og ekki í vinnu fyrir öflin sem rændu okkur, hljóta að kæra svívirðuna.  Það er verið að kúga okkur og véla gegn fullveldi ríkisins og það er ÓÞOLANDI.
 
Hlustum ekki á alla JÁ-SINNA og meðhlaupara ICESAVE-STJÓRNARINNAR sem núna koma hver á fætur öðrum undan steinunum og hóta okkur.  Við segjum NEI við þessum stórhættulega kúgunarsamningi. 
ÞAU VINNA EKKI FYRIR OKKUR.
 
KÚGUNARSAMNINGARNIR: http://icesave3.wordpress.com/
 
Elle Ericsson.

 

mbl.is Raddir um greiðsluþrot þagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband