Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Michael Hudson: óskiljanlegt af hverju ísl. stjórnvöld stefna efnahagslegri framtíð þjóðarinnar í voða; greiðslugeta landsins var ekki metin!

  • Hudson segir að enginn maður á bandarískum fjármálamörkuðum, sem hann hefur talað við, skilji af hverju íslensk stjórnvöld eru svo áfjáð í að borga háar fjárhæðir til Breta og Hollendinga sem þau skulda ekki. „Ég hreinlega fæ ekki séð að ríkisstjórnin hafi haft hagsmuni íslensks almennings í huga þegar sest var við samningaborðið með Bretum og Hollendingum. 
  • Engin ríkisstjórn á að skuldsetja almenning og komandi kynslóðir svo mikið að efnahagslegri framtíð þjóðarinnar sé stefnt í voða. Eina skýringin, sem mér dettur í hug, er að einhverjir háttsettir í stjórnkerfinu hafi óhreint mjöl í pokahorninu sem ef til vill kæmi upp á yfirborðið við ítarlega rannsókn á því hvert Icesave-peningarnir fóru. Það er einfaldlega ekki hægt að skýra svo þrautseiga baráttu gegn hagsmunum þjóðarinnar með vanhæfni einni saman.“
Hudson er sá maður erlendur, sem hæst hefur náð í opinberri þjónustu og tjáð hefur sig um Icesave-mál Íslendinga – eða eigum við ekki að segja: íslenzkra bankamanna og stjórnvalda? Hann er í góðum takti við álit fremstu viðskiptablaða heims, Wall Street Journal og Financial Times, sem hafa tekið afstöðu með okkur Íslendingum og áður hefur verið rakið hér á vef Þjóðarheiðurs, sem mun vera einhver efnismesta vefsíða með upplýsingum, fréttum og frásögnum af þessum málum.
  • Hudson segir að illa hafi verið haldið á málum í deilunni við Breta og Hollendinga frá upphafi. „Hvers vegna var ekki skipuð nefnd sérfræðinga til að meta greiðslugetu Íslands og íslenska ríkisins? Það er gott og blessað að tala um skuldir ríkja sem hlutfall af landsframleiðslu, en landsframleiðsla greiðir ekki erlendar skuldir. Afgangur á viðskiptum við útlönd greiðir niður erlendar skuldir og áður en samið er um að taka yfir hundraða milljarða króna ábyrgðir og skuldir verður að meta hver greiðslugetan er og haga samningum um endurgreiðslu í takt við hana. Þetta var ekki gert og ég hreinlega get ekki skilið af hverju.“
 
Þetta er aðeins lítill partur af heilsíðugrein Bjarna Ólafssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, með viðtalinu við Michael Hudson. Greinin er á bls. 6 í viðskiptablaði Mbl. í dag. Á sömu opnu er að finna merka grein eftir Jón Gunnar Jónsson, sem er með meistargráðu í lög- og hagfræði, og nefnist 'Hvað stendur í Icesave-samningunum?' Við segjum frá greiningu hans seinna. En hér er greinin með Hudson í heild: 
 
 

mbl.is Skuld sem ekki er hægt að borga verður aldrei borguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Daníel Sigurðsson: Af hverju nei við Icesave?

Af hverju nei við Icesave?

 

Hávær kórinn í kringum Icesave I og II að okkur beri lagaleg skylda að greiða kröfur Breta og Hollendinga er nú þagnaður, en áfram klifað á meintri siðferðilegri skyldu okkar gagnvart „alþjóðasamfélaginu“ („félagi“ sem nú er í „trúboði“ yfir Líbíu með fulltingi klerkastjórnarinnar í Íran).
 

Eftir að íslenskir bankar tóku að dansa með á peningamörkuðum „félagsins“, sem eðalkratinn Jón Baldvin gerði kleift með EES-samningnum, lauk íslenska samkvæmisdansinum sviplega þegar risabankinn Lehman Brothers féll af sviðinu og tók Landsbankann og Kaupþing með sér með aðstoð terrorkratanna Browns og Darlings sem stóðu vaktina. Linntu þeir ekki látum fyrr en íslensk orðspor höfðu verið skrúbbuð burt af sviðinu.

Skyndilega birtist svo refurinn Darling í drottningarviðtali í Kastljósi á dögunum þar sem hann leit út eins og sauðmeinlaus enskur prestur hjá Sigrúnu Davíðsdóttur, sem þreifaði á dólgnum með silkihönskum í boði RÚV. Í þessu langa hjali var ekki tekist á um kjarna málsins: Efnahagsstríð Breta gegn Íslendingum með al-Qaeda-hryðjuverkalögunum, sem hafa valdið Íslendingum gífurlegum skaða. Þetta voru þakkirnar fyrir það að með íslensku neyðarlögunum færast Icesave-innistæðurnar úr almennum kröfum í forgangskröfur á silfurfati, en ella stæðu Bretar frammi fyrir því að fá nánast ekkert úr þrotabúinu upp í tapaðar innistæðurnar!

Nei, sólin mun ekki hætta að koma upp þó svo að vér mörlandar neitum að kaupa okkur stundarfrið frá breskum alþjóðalögbrjótum.

Við hljótum að sópa öllum falsrökum fyrir borð eins og þeim að með Icesave III séu Íslendingar komnir með samning samsvarandi þeim sem bundu enda á þorskastríðin við Breta. Þessi sögutúlkun er blekking. Þetta voru uppgjafarsamningar sem gáfu þessu fyrrum stórveldi kost á að bjarga andlitinu, í niðurlægjandi ósigri fyrir Íslendingum í öll þrjú skiptin frá fjórum sjómílum upp í 200, sem fólst í því að leyfa þeim að dorga smávegis um tíma í lögsögu Íslands.

Icesave-samningurinn er með öfugum formerkjum. Hann tryggir B&H fullan sigur en ekki öfugt. Íslendingar fá sem „andlitsbjörgun“ skárri vexti en með Hitchcock-hrollvekjunni Icesave II, en þó aðeins fram til ársins 2016. Minni hrollvekjan Icesave III felur í sér að íslenska ríkið ber fulla ábyrgð á kröfunni auk vaxta og lögsagan flyst frá Íslandi til B&H.

Ósigur Íslendinga blasir við ef Icesave III verður samþykktur. En það er ekki við samninganefnd Lees Buchheit að sakast, sem vann í umboði ríkisstjórnar sem leynt og ljóst var gengin til liðs við málstað andstæðingsins!

Þessi ólögvarði samningur dregur dám af hinum illræmda Versalasamningi sem þröngvað var upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og kostaði nýja. Í fyrra voru Þjóðverjar að greiða Englandsbanka síðustu greiðsluna 91 ári eftir undirritun og jafngildir heildargreiðslan skipsförmum af gulli. Samt áttu Þjóðverjar síst meiri sök á stríðinu en sigurvegararnir.

Icesave-krafan slagar upp í hundruð milljarða ríkismarka kröfu Versalasamningsins miðað við höfðatölu. Því er ekki að undra að Icesave III gildi til ársins 2046!

Í þorskastríðunum hafði Ísland „alþjóðasamfélagið“ á móti sér í byrjun í öll skiptin. En Ísland vann áróðursstríðin hægt og bítandi með stjórnmálamenn í brúnni sem hvikuðu hvergi enda með einarða þjóð að baki sér. Sigurinn er þó, að öllum ólöstuðum, fyrst og fremst að þakka lífshættulegum aðgerðum hugrakkra áhafna varðskipanna gegn bresku togurunum sem voru undir herskipavernd Breta sem reyndu að sigla niður varðskipin.

Í hildarleiknum um 50 og 200 sjómílurnar réðu hinar frægu togvíraklippur Íslendinga verulegu um úrslitin. Við þessu vopni áttu Bretar ekkert svar nema fallbyssur sem þeir gátu ekki réttlætt gagnvart umheiminum að beita, ekki frekar en Kaninn kjarnorkuvopnum í Víetnamstríðinu.

Frammistaða Íslendinga vakti aðdáun umheimsins en ekki öfugt. Það sama mun gerast nú ef við segjum nei.

Ég þekki umræðuna í Þýskalandi og Þjóðverja mjög vel, enda hef ég búið og starfað í Þýskalandi samtals meira en sjö ár, síðast fjóra mánuði í fyrra. Nei mun vekja mikla aðdáun Þjóðverja nema kannski sumra býrókratanna.

Íslendingar hafa hægt og bítandi verið að ná vopnum sínum og vinna áróðursstríðið.

Á erlendum vettvangi hefur forsetinn verið drjúgur. Hann mun varla liggja á liði sínu ef þjóðin segir nei. Nær hálf þjóðin ber mikið traust til hans nú skv. könnun en ekki nema um 17% til forsætisráðherra og er það ekki að undra.

Stóru bresku fjölmiðlarnir (F.T. og W.S.J.) standa nú með Íslendingum gegn Icesave!

Ef við reynumst mýs en ekki menn og segjum  munu peningamógúlarnir bresku ekki slaka á kverkatakinu fyrr en síðasta pundið er greitt.

Heimtur úr þrotabúinu eru óskrifað blað og gengi krónunnar þarf ekki að falla mikið til að risavaxinn höfuðstóll kröfunnar rjúki upp.

Ekki er að furða að B&H afþökkuðu eingreiðslutilboð upp á um 50 milljarða. Þeir vita sem er að eftir margfalt hærri upphæð er að slægjast.

Með nei er gjaldeyrisáhættan úr sögunni og dómstólaleið breytir engu þar um.

Með nei er allt að vinna en engu að tapa.

 

Höfundur er véltæknifræðingur.

Greinin birtist í Mbl. mánudag 4. þ.m. og er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. 


Steingrímur leynir þjóðina kostnaðinum við Buchheit-Blöndal-samninganefndina

Skammarleg er sú afstaða og leikflétta Vinstri grænu forystunnar að leyna landsmenn kostnaði við Icesave-III-samninganefndina. Steingrímur ætlar að sitja á upplýsingunum fram yfir kosningarnar, og Björn Valur var notaður til að bregða fæti fyrir upplýsingaöflun Rúv og Morgunblaðsins.

Þetta gerist í ríkisstjórn sem hefur margbrotið af sér í sambandi við upplýsingaskyldu – hefur leynt mikilvægum upplýsingum og skrökvað í skjóli þess á meðan. (Dæmi fúslega nefnd, verði þeirra óskað!) 

Nú þykist Steingrímur ætla að svara Umboðsmanni Alþingis, sem skrifað hafði ráðuneytinu alvarlegt áminningarbréf, en svarið kemur eftir dúk og disk.

JVJ. 


mbl.is Umboðsmanni verður svarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skírteini FSA No.207250

Skýrteini FSA No.207250 er trygging Landsbanka Íslands hjá breska tryggingasjóðnum FSCS.  Það er gefið út sem viðbótartrygging (top-up) trygging þar sem breski tryggingasjóðurinn tekur við þar sem trygging heimaríkis þrýtur. 

 

"Incoming EEA firms which obtain cover or 'top up' under the provisions of COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default". (Handbók FSA, breska tryggingaeftirlitsins)

 

Við eðlilegar aðstæður þá tekur þessi trygging við þegar hámarki tryggingasjóði heimaríkis er náð, og það hámark er 20.887 evrur en ef það mark næst ekki af einhverjum ástæðum, þá tekur cover tryggingin við sbr no or limited compensation.

Skýring þess að þetta er orðað svona er mjög einföld, cover tryggingin á að veita fulla neytendavernd, og þetta sem við köllum alltaf lágmarks bætur, 20.887 evrur eru það hámark sem tilskipun ESB kveður á um að tryggingasjóðir veiti.  

"Kerfi sem tryggir fulla greiðslu innstæðutryggingar að fjárhæð EUr 20.887 er takmark sem ná skal innan eðlilegs tíma en veitir ekki lagalegan rétt frá fyrsta degi að telja" bendir Peter Örebech lagaprófessor í Tromsö alþingismönnum á. 

Þetta veit breski tryggingarsjóðurinn og því telur hann að breskir neytendur fái ekki fulla tryggingavernd nema að bankar EES landanna séu líka með cover tryggingu hjá sjóðnum.  Í bréfi breska fjármálaeftirlitsins er talað um að ICEsave útibúið var "required" til að vera með þessa cover tryggingu, og þá örugglega með tilvísun í smæð íslenska tryggingasjóðsins miðað við stærð breska markaðarins.

 

Þessi trygging Landsbankans, No. 207250 er raunveruleg, hún er til, og hún hefur verið staðfest af bréfi breska fjármálaráðuneytisins til Lofts Altice Þorsteinssonar, meðlims í Þjóðarheiðri sem er samtök fólks gegn ICEsave.  Þar segir að viðskiptavinir ICEsave njóti fullrar verndar og fá greitt út tryggingu sína að fullu.

"Consumers in the United Kingdom could (thus) be sure of the level of protection they had. We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits".

 

Þegar ég pistlaði um þessa tryggingu í pistli mínum Sprengjan í ICEsave þá vakti það athygli mína að flest viðbrögðin sem ég fékk var frá fólki sem hafði réttmætar efasemdir um tilvist og tilgang þessar covertryggingar.  Umræðuna má lesa þar en Loftur Altice sló á hana með ítarlegum rökstuðningi. 

 

Ég held að það sé öruggt að fullyrða að þessar upplýsingar Lofts veki upp réttmætan vafa, sem verður að fá úr skorið.  Þeir sem hundsa slíkan réttmætan vafa hafa því annan tilgang með samþykkt ICEsave frumvarpsins en að gera það sem rétt er samkvæmt lögum og eðli málsins.

Það hljóta allir að sjá að bresk stjórnvöld geta ekki rukkað Íslendinga um lögbundna tryggingu Landsbankans hjá breska tryggingasjóðnum þar sem hún á að greiðast af tryggingariðgjöldum starfandi fjármálafyrirtækja  á breska fjármálamarkaðnum.  Og upplýsingar Lofts benda til að það hafi breski tryggingarsjóðurinn þegar gert.

Það er því verið að tvírukka fyrir sama tjónið, fyrst hjá þeim sem ber að borga, síðan hjá íslenskum almenningi sem kemur málið akkúrat ekkert við.  

Landsbankinn starfaði eftir breskum reglum þar sem tryggingarverndin er skýr, og tryggingarkerfið virkt þrátt fyrir þau áföll sem dunið hafa yfir á fjármálamörkuðum.  Gjaldþrot íslenska tryggingasjóðsins kemur þessu máli ekkert við, hann er aðeins skyldugur til að greiða meðan einhver peningur er til í honum og það er engin lógík á bak við það að íslenskir skattgreiðendur setji pening i hann til að tryggja stöðugleika á breskum fjármálamarkaði.

Skyldur ná ekki yfir landamæri, það er grundvallaregla alþjóðlegs réttar.  

 

Ég segi að það hafi vakið athygli mína að fá flest viðbrögðin frá Já fólki því ég hélt að hinn almenni maður sem vill ekki enda sem breskur skuldaþræll, að hann myndi stökkva á upplýsingar sem afhjúpa þann blekkingarhjúp sem vafinn var um meint lögmæti ICEsave krafna breta.

Mælingartæki Mbl.is námu allavega ekki það stökk.

Það er eins og fólk sé fast í baráttunni, við versus þeir.  Þar sem þrasið sé aðalmálið, en ekki efnisrök málsins.  Og að við séum svo sljó fyrir tölum eftir útþenslu útrásarinnar að við skiljum ekki hvað lágmark þess sem við þurfum að greiða, um 60 milljarðar eru miklir peningar, líka þegar er góðæri og bæði tekjugrundvöllur ríkisins og skuldastaða er í viðunandi lagi.  

Hvað þá þegar allt er í kalda koli, og þjóðarbúið þolir ekki frekari álögur, er nú þegar að kikna undan þeim sem þegar eru.

 

Ef þúsundir manna taka undir kröfuna um frestun þjóðaratkvæðagreiðslu (sem ég vona að Samstaða um Íslandi beri gæfu til að senda fjölmiðlum á eftir) á meðan óháð rannsókn fer fram á hinni raunverulegu tryggingu Landsbankans, og ástæðum þess að stjórnvöld hafa þagað yfir henni þunnu hljóði, þá verður ekki hægt að hundsa þá kröfu.

Þá er ljóst að vilji íslenskra alþingismanna til að borga er meiri en vilji breta til að rukka.

 

Í þessu samhengi skiptir engu máli þó við Nei menn séum með sigurinn vísan því þó margt sé rangt í málflutningi Já manna, þá fara þeir ekki með fleipur að ICEsave sé ekki úr sögunni þó Nei-ið verði samþykkt.  Í því felast aðeins stundargrið, sem ná kannski ekki fram yfir helgi.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa hótað þjóð sinni og segjast setja allt í uppnám ef þjóðin hafnar lögleysunni.

Einnig er mjög líklegt að ESB muni hóta einhverjum kárínum.  Og ekki má gleyma Moodys.  

 

Eina ráðið til að fá þetta mál út af borðinu, er að það verði rannsakað, og síðan dæmt í því.  

Þá fær íslenska þjóðin loksins uppreins æru og lausn undan hótunaroki stuðningsmanna breta.

Og upplýsingarnar um þessa cover tryggingu Landsbankans eigum við að nota strax til að þrýsta á stjórnvöld um réttar upplýsingar, um opinbera rannsókn.

Stjórnvöldum er málið skylt því þau hafa aldrei minnst einu orði á að Landsbankinn hafi líka verið með löglega tryggingu i Bretlandi.

 

Alþingi er málið skylt því samninganendin um ICEsave er skipuð af Alþingi og í henni sitja fulltrúar allra flokka.  

Og samninganefndin samdi án þess að taka neitt tillit til tryggingar Landsbankans hjá FSCS og formaður samningarnefndarinnar var svo ósvífinn að tala um að bresk stjórnvöld hefðu þurft að taka lán til að greiða út ICESave trygginguna þegar hið sanna er að bresk fjármálafyrirtæki greiddu hana samkvæmt ákvæðum breska tryggingarsjóðsins en tryggingarvernd neytenda er fjármögnuð með tryggingariðgjöldum fjármálafyrirtækja.

Breski ríkissjóðurinn tók ekki lán til að greiða út ICEsave, hann greiddi ekki krónu sjálfur.

 

Það er undir okkur komið, okkur almennings í landinu hvort krafan um frestun þjóðaratkvæðagreiðslunnar á meðan opinber rannsókn stendur yfir, verði það hávær að stjórnvöld geti ekki hundsað hana.

Við vitum að auðmiðlar, Ruv og fjölmiðlar Jóns Ásgeirs  munu hundsa hana, og ef þöggunin dugar ekki, þá munu þeir fá fólk sem vill borga hvað sem það kostar, til að gera lítið úr henni, skrumskæla hana eins og þeir skrumskæla vilja okkar til að vera fólk en ekki þrælar.

En auðmenn eru ekki almáttugir guðir, þeir geta ekki þaggað niður kröfu fjöldans, ekki frekar en rússneskir skriðdrekar gátu kæft frelsisvilja fólks í Austur Evrópu.

 

Það er aðeins einn aðili sem getur gert þessa þöggun mögulega, og það erum við sjálf.

Þess vegna læt ég þennan bloggpistil standa, án þess að bæta við færslum ,í bili.  Fái hann engin viðbrögð, breiðist boðskapur hans ekki út, þá er ljóst að við höfum ekki kjark til að taka slaginn beint við ófétin, og þá verður svo að vera.

Af nógu er að taka samt, og hér verður áfram hamrað á meðan einhver eldur er til að kynda undir steðjanum.

En allt ICEsave stríðið væri miklu auðveldara ef við fylktum liði og skunduðum á þing til að verja vora þjóð.  Að við héldum í beina orrustu við fjandmenn Íslands.

 

Það er ekki nóg að segja að við séum fólk en ekki þrælar, við þurfum líka að trúa því.

Og sýna það í verki.

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson.

Skírteini FSA No.207250


ANDRÍKI BENDIR Á GLÆSILEGAN MÁLFLUTNING FYRIR ICESAVE2.

Andríki skrifar: Í því samhengi er rétt að benda mönnum á ekki síður glæsilegan málflutning í þingsal þegar Icesave II var til umfjöllunar. Þarna eru þeir allir, frasarnir sem nú eru endurnýttir til að réttlæta Icesave III.

 


GETUR FORSETINN SKRIFAÐ UNDIR GLÆP??

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Mynd: NordicPhotos/AFP

Getur forsetinn skrifað undir kúgun?  Hvílíkt fáránlegt.  Mun forsetinn geta staðfest ólögin ef meirihluti þjóðarinnar kýs þau yfir minnihlutann??   Mundi hann nokkuð skrifa undir lögbrot eða stjórnarskrárbrot eins og ICESAVE þó brjálaðri stjórninni hafi tekist að pína það í gegnum löggjafarvaldið? 

Ríkisábyrgð verður ekki til úr engu og ekki með fölsunum og hótunum.  Rukkunin er ólögleg og verður ekki liðin.  Stærri hluti þjóðarinnar ætti ekki að geta kosið glæp yfir minni hlutann eða brotið stjórnarskrána gegn honum.  Stjórnarskráin á að verja okkur gegn hættulegum og skaðlegum stjórnmálamönnum og mannréttindabrotum og ofbeldi meirihlutans. 

Vildi geta heyrt hvað lögmenn segja um þetta og þá meina ég ekki aumar málpípur ICESAVE-STJÓRNARINNAR.  Það getur aldrei orðið löglegt og verður aldrei liðið þó við værum í minnihluta að við yrðum pínd til að borga ólöglega rukkun erlendra velda.  Við segjum NEI.  Við getum ekki leyft þeim að komast upp með níðingsskapinn. 

Elle Ericsson.


NEI, VIÐ ERUM EKKI DRULLUSOKKAR.

Maður nokkur, ÞORBERGUR STEINN, spyr í Pressunni hvort við ætlum að verða drullusokkar og meinar ef við borgum ekki kúgunarsamninginn ICESAVE.  

Hann kemur þarna með langar og merkilegar stærðfræðilegar skýringar og útreikninga um hagstæði kúgunarinnar fyrir okkur en minnist ekki einu orði á ólögmæti rukkunarinnar.  

Forsendur mannsins eru þannig forhertar og rangar og geta ekki verið teknar alvarlega. 
Og ég nenni ekki einu sinni að hugsa um eða skilja útreikninga hans í samhenginu sem hann vill að við gerum.  

Hann getur líka ekkert vitað hver endalok málsins verða og ætti ekki að koma fram með neina útreikninga á kolröngum forsendum fyrir okkur hin.   Hefði málið farið fyrir dóm og við dæmd til að borga værum við fyrst komin með alvöru forsendur fyrir alvöru mál. 

Maður með fullu viti og minnsta manndóm semur ekki eins og aumingi eða óviti um handrukkunarkröfu við villimenn.  ALDREI.  Og það eru næg rök til að segja NEI.  Við ætlum ekki að vera  DRULLUSOKKAR og segjum NEI.  Við viljum að farið verði að lögum.

Elle Ericsson.

 

 


FÆRA LÖGSÖGU OKKAR TIL ÓVINARINS. HVÍLÍKUR FÁRÁNLEIKI.

Getur ríkisstjórnin fært lögsögu okkar í einu stærsta hagsmunamáli okkar undir lög erlends ríkis eins og ætlunin er með ICESAVE 3?  Nánar, undir ensk lög eins og segir í kúgunarsamningnum.  Og hvað haldið þið nú að það muni þýða fyrir hin ætluðu vinaríki??  Við vitum að það var ekki út af engu sem þeir vildu lögsöguna færða, heldur verður það notað.

Hafa engir lögmenn kært framgöngu ríkisstjórnarinnar í ICESAVE málinu?  Hvað á það að líðast lengi að alþingi og stjórnmálamenn brjóti lög og stjórnarskrá gegn borgurum landsins í eigin þágu og í þágu peningaafla, erlendra sem innlendra, og vegna þrýstings þeirra og vinnumanna þeirra á stjórnmálamenn um að almúginn borgi glæpaskuldir þeirra? 

Hvernig á jörðinni komst núverandi ríkisstjórn, ICESAVE-STJÓRNIN, svona langt með lögbrot, mannréttindabrot og stjórnarskrárbrot gegn okkur?  Hví hefur vitleysan ekki verið stoppuð af dóms- og lögregluyfirvöldum?  Ríkisábyrgð verður alls ekki til þó okkur sé hótað.  Verða ekki yfirvöld að stoppa firrta menn sem geta ekki staðið í lappirnar gegn kúgun og spillingu og ætla að fara heill landsins að voða? 

Elle Ericsson.


Þakið á árlegar greiðslur skv. Icesave-III: jafnhátt og hlutfall alls rekstrarkostnaðar skandinavísku herjanna!

Þórunn Sveinbjarnardóttir er öldungis sammála Illuga Jökulssyni, sæl og glöð með Icesave-III-áþjánina. Illugi segir í stórmerkilegri Eyjugrein, Verðum að trappa okkur niður: "Langlíklegast er náttúrlega að við munum varla eða jafnvel alls ekki taka eftir greiðslubyrði Icesave-samninganna."

En hvernig stendur á því, að Bretar og Hollendingar virðast hugsa þetta allt öðruvísi en alfræðingurinn Illugi?

ÞEIR virðast telja sig sanngjarna með því að setja visst ÞAK á árlegar greiðslur frá okkur, og hvert er það? Jú, 1,3% af vergri landsframleiðslu* (sjá hér í Icesave-samningnum: http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/skjal/DRIA_Isl_Bret.pdf).

En það vill svo til, að þetta er NÁKVÆMLEGA SAMA HLUTFALL og öll varnarmálaútgjöld Svía voru árið 2009, Noregs árið 2008 og Danmerkur 2007**: 1,3% af vergri landsframleiðslu (GDP)! – sjá hér: http://data.worldbank.org/indicator/MS.MIL.XPND.GD.ZS?cid=GPD_42

Ætli sænskir skattborgarar (þ.m.t. rithöfundar) myndu léttilega samþykkja að BÆTA VIÐð skatta sína öðrum eins útgjöldum og öllum heildar-árskostnaði sænska hersins ... og ekki bara eitt undantekningarár, heldur ca. 37 ár?

* Athugið, að verg landsframleiðsla er annað og meira en raunveruleg landsframleiðsla.

** PS. Hér er ekki bara átt við landherina, heldur sjóher, flugher og landher samanlagða í hverju landi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hvetur til samþykktar Icesave-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, VR: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ekkert umboð né leyfi til að valta yfir sína 120.000 félagsmenn og tala í nafni þeirra með Icesave-III

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Hún segir það ekkert leyndarmál, að Gylfi Arnbjörnsson er stuðningsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur. Guðrún Jóhanna var í viðtalsþætti hjá Bjarka Steingrímssyni og Lúðvík Lúðvíkssyni. Þar kom ýmislegt skrýtið í ljós um VR. 

Hún tók undir með Lúðvík, að Gylfi hefði brugðizt sínum skjólstæðingum, en Lúðvík orðaði það svo, að þar hefði Gylfi "mokað [Icesave-]flórinn" fyrir sína pólitísku samherja – að sínum 120.000 félagsmönnum forspurðum.

Heyrt á Útvarpi Sögu í endurflutningi, en þátturinn hefur trúlega verið á dagskrá 4. apríl.

Jón Valur Jensson. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband