Skírteini FSA No.207250

Skýrteini FSA No.207250 er trygging Landsbanka Íslands hjá breska tryggingasjóðnum FSCS.  Það er gefið út sem viðbótartrygging (top-up) trygging þar sem breski tryggingasjóðurinn tekur við þar sem trygging heimaríkis þrýtur. 

 

"Incoming EEA firms which obtain cover or 'top up' under the provisions of COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default". (Handbók FSA, breska tryggingaeftirlitsins)

 

Við eðlilegar aðstæður þá tekur þessi trygging við þegar hámarki tryggingasjóði heimaríkis er náð, og það hámark er 20.887 evrur en ef það mark næst ekki af einhverjum ástæðum, þá tekur cover tryggingin við sbr no or limited compensation.

Skýring þess að þetta er orðað svona er mjög einföld, cover tryggingin á að veita fulla neytendavernd, og þetta sem við köllum alltaf lágmarks bætur, 20.887 evrur eru það hámark sem tilskipun ESB kveður á um að tryggingasjóðir veiti.  

"Kerfi sem tryggir fulla greiðslu innstæðutryggingar að fjárhæð EUr 20.887 er takmark sem ná skal innan eðlilegs tíma en veitir ekki lagalegan rétt frá fyrsta degi að telja" bendir Peter Örebech lagaprófessor í Tromsö alþingismönnum á. 

Þetta veit breski tryggingarsjóðurinn og því telur hann að breskir neytendur fái ekki fulla tryggingavernd nema að bankar EES landanna séu líka með cover tryggingu hjá sjóðnum.  Í bréfi breska fjármálaeftirlitsins er talað um að ICEsave útibúið var "required" til að vera með þessa cover tryggingu, og þá örugglega með tilvísun í smæð íslenska tryggingasjóðsins miðað við stærð breska markaðarins.

 

Þessi trygging Landsbankans, No. 207250 er raunveruleg, hún er til, og hún hefur verið staðfest af bréfi breska fjármálaráðuneytisins til Lofts Altice Þorsteinssonar, meðlims í Þjóðarheiðri sem er samtök fólks gegn ICEsave.  Þar segir að viðskiptavinir ICEsave njóti fullrar verndar og fá greitt út tryggingu sína að fullu.

"Consumers in the United Kingdom could (thus) be sure of the level of protection they had. We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits".

 

Þegar ég pistlaði um þessa tryggingu í pistli mínum Sprengjan í ICEsave þá vakti það athygli mína að flest viðbrögðin sem ég fékk var frá fólki sem hafði réttmætar efasemdir um tilvist og tilgang þessar covertryggingar.  Umræðuna má lesa þar en Loftur Altice sló á hana með ítarlegum rökstuðningi. 

 

Ég held að það sé öruggt að fullyrða að þessar upplýsingar Lofts veki upp réttmætan vafa, sem verður að fá úr skorið.  Þeir sem hundsa slíkan réttmætan vafa hafa því annan tilgang með samþykkt ICEsave frumvarpsins en að gera það sem rétt er samkvæmt lögum og eðli málsins.

Það hljóta allir að sjá að bresk stjórnvöld geta ekki rukkað Íslendinga um lögbundna tryggingu Landsbankans hjá breska tryggingasjóðnum þar sem hún á að greiðast af tryggingariðgjöldum starfandi fjármálafyrirtækja  á breska fjármálamarkaðnum.  Og upplýsingar Lofts benda til að það hafi breski tryggingarsjóðurinn þegar gert.

Það er því verið að tvírukka fyrir sama tjónið, fyrst hjá þeim sem ber að borga, síðan hjá íslenskum almenningi sem kemur málið akkúrat ekkert við.  

Landsbankinn starfaði eftir breskum reglum þar sem tryggingarverndin er skýr, og tryggingarkerfið virkt þrátt fyrir þau áföll sem dunið hafa yfir á fjármálamörkuðum.  Gjaldþrot íslenska tryggingasjóðsins kemur þessu máli ekkert við, hann er aðeins skyldugur til að greiða meðan einhver peningur er til í honum og það er engin lógík á bak við það að íslenskir skattgreiðendur setji pening i hann til að tryggja stöðugleika á breskum fjármálamarkaði.

Skyldur ná ekki yfir landamæri, það er grundvallaregla alþjóðlegs réttar.  

 

Ég segi að það hafi vakið athygli mína að fá flest viðbrögðin frá Já fólki því ég hélt að hinn almenni maður sem vill ekki enda sem breskur skuldaþræll, að hann myndi stökkva á upplýsingar sem afhjúpa þann blekkingarhjúp sem vafinn var um meint lögmæti ICEsave krafna breta.

Mælingartæki Mbl.is námu allavega ekki það stökk.

Það er eins og fólk sé fast í baráttunni, við versus þeir.  Þar sem þrasið sé aðalmálið, en ekki efnisrök málsins.  Og að við séum svo sljó fyrir tölum eftir útþenslu útrásarinnar að við skiljum ekki hvað lágmark þess sem við þurfum að greiða, um 60 milljarðar eru miklir peningar, líka þegar er góðæri og bæði tekjugrundvöllur ríkisins og skuldastaða er í viðunandi lagi.  

Hvað þá þegar allt er í kalda koli, og þjóðarbúið þolir ekki frekari álögur, er nú þegar að kikna undan þeim sem þegar eru.

 

Ef þúsundir manna taka undir kröfuna um frestun þjóðaratkvæðagreiðslu (sem ég vona að Samstaða um Íslandi beri gæfu til að senda fjölmiðlum á eftir) á meðan óháð rannsókn fer fram á hinni raunverulegu tryggingu Landsbankans, og ástæðum þess að stjórnvöld hafa þagað yfir henni þunnu hljóði, þá verður ekki hægt að hundsa þá kröfu.

Þá er ljóst að vilji íslenskra alþingismanna til að borga er meiri en vilji breta til að rukka.

 

Í þessu samhengi skiptir engu máli þó við Nei menn séum með sigurinn vísan því þó margt sé rangt í málflutningi Já manna, þá fara þeir ekki með fleipur að ICEsave sé ekki úr sögunni þó Nei-ið verði samþykkt.  Í því felast aðeins stundargrið, sem ná kannski ekki fram yfir helgi.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa hótað þjóð sinni og segjast setja allt í uppnám ef þjóðin hafnar lögleysunni.

Einnig er mjög líklegt að ESB muni hóta einhverjum kárínum.  Og ekki má gleyma Moodys.  

 

Eina ráðið til að fá þetta mál út af borðinu, er að það verði rannsakað, og síðan dæmt í því.  

Þá fær íslenska þjóðin loksins uppreins æru og lausn undan hótunaroki stuðningsmanna breta.

Og upplýsingarnar um þessa cover tryggingu Landsbankans eigum við að nota strax til að þrýsta á stjórnvöld um réttar upplýsingar, um opinbera rannsókn.

Stjórnvöldum er málið skylt því þau hafa aldrei minnst einu orði á að Landsbankinn hafi líka verið með löglega tryggingu i Bretlandi.

 

Alþingi er málið skylt því samninganendin um ICEsave er skipuð af Alþingi og í henni sitja fulltrúar allra flokka.  

Og samninganefndin samdi án þess að taka neitt tillit til tryggingar Landsbankans hjá FSCS og formaður samningarnefndarinnar var svo ósvífinn að tala um að bresk stjórnvöld hefðu þurft að taka lán til að greiða út ICESave trygginguna þegar hið sanna er að bresk fjármálafyrirtæki greiddu hana samkvæmt ákvæðum breska tryggingarsjóðsins en tryggingarvernd neytenda er fjármögnuð með tryggingariðgjöldum fjármálafyrirtækja.

Breski ríkissjóðurinn tók ekki lán til að greiða út ICEsave, hann greiddi ekki krónu sjálfur.

 

Það er undir okkur komið, okkur almennings í landinu hvort krafan um frestun þjóðaratkvæðagreiðslunnar á meðan opinber rannsókn stendur yfir, verði það hávær að stjórnvöld geti ekki hundsað hana.

Við vitum að auðmiðlar, Ruv og fjölmiðlar Jóns Ásgeirs  munu hundsa hana, og ef þöggunin dugar ekki, þá munu þeir fá fólk sem vill borga hvað sem það kostar, til að gera lítið úr henni, skrumskæla hana eins og þeir skrumskæla vilja okkar til að vera fólk en ekki þrælar.

En auðmenn eru ekki almáttugir guðir, þeir geta ekki þaggað niður kröfu fjöldans, ekki frekar en rússneskir skriðdrekar gátu kæft frelsisvilja fólks í Austur Evrópu.

 

Það er aðeins einn aðili sem getur gert þessa þöggun mögulega, og það erum við sjálf.

Þess vegna læt ég þennan bloggpistil standa, án þess að bæta við færslum ,í bili.  Fái hann engin viðbrögð, breiðist boðskapur hans ekki út, þá er ljóst að við höfum ekki kjark til að taka slaginn beint við ófétin, og þá verður svo að vera.

Af nógu er að taka samt, og hér verður áfram hamrað á meðan einhver eldur er til að kynda undir steðjanum.

En allt ICEsave stríðið væri miklu auðveldara ef við fylktum liði og skunduðum á þing til að verja vora þjóð.  Að við héldum í beina orrustu við fjandmenn Íslands.

 

Það er ekki nóg að segja að við séum fólk en ekki þrælar, við þurfum líka að trúa því.

Og sýna það í verki.

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson.

Skírteini FSA No.207250


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Pistillinn sem Ómar vísar í að ofan:

Sprengjan í ICEsave.


Elle_, 6.4.2011 kl. 21:35

2 Smámynd: Libertad

Ja, ég veit að allir rétthugsandi menn taki undir með þér, Ómar. Hins vegar held ég að það sé vonlaust að fá meirihluta Aþingis til að fresta kosningunum. Vonandi verða niðurstöður kosninganna afgerandi synjun.

Hins vegar eru þessar staðreyndir brýnar fyrir þá sem eru enn í vafa (já-sinnum er víst ekki viðbjargandi). Og mikilvægt að það fari fram rannsókn á þessu atriði eins fljótt og auðið er.

Libertad, 6.4.2011 kl. 22:05

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er slegin yfir þessu og það fyrsta sem kemur upp í huga mér er....

ER RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS BÚINN AÐ VITA AF ÞESSU ALLAN TÍMANN...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.4.2011 kl. 23:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Afsakið hvað ég kem seint inn, vissi ekki af þessum þráð.

Libertad, það er skakkur póll að láta meirihluta Alþingis stjórna gjörðum sínum.  Þetta er svona svipað og að haga upplýsingar um framið réttarmorð, og sitja á þeim upplýsingum með þeim orðum að dómsstólar taki hvort sem er ekki málið upp.

Það er ekki málið, málið er að láta vita af órétti og krefjast réttlætis.  Það er þá annarra að standa í vegi fyrir réttlætinu.

Ingibjörg, hef spurt mig að þessu sjálfur, er hreinlega ekki viss.  En þöggunin bendir til þess að þetta er mál sem má ekki ræða.

Og því á það að ræðast, besta leiðin til að vekja athygli á því, er að vekja athygli á því.  Með því að krefjast sannleikans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband