Falin dagskrá (Hidden Agenda) Breta til að gefa þeim heimild í Icesave III til að ganga að auðlindum þjóðarinnar.

Þegar Icesave gögnin eru skoðuð er ljóst að allir samningarnir gefa ríka ástæðu til að ætla að Bretar, í það minnsta, séu með falda dagskrá sem væntanlega byggist á því að geta kallað fram aðstæður þar sem Íslendingar yrðu samkvæmt samningunum sekir um greiðslufall, sem síðan settu í gang umsvifalausar heimildir Breta til að ganga að aðfararhæfum eignum Íslendinga, þ.m.t. öllum auðlindum þjóðarinnar. Til að gera þessa földu leikfléttu mögulega þurftu Bretar fyrst og fremst að ná  að þvinga fram undirrituðum og skuldbindandi samningi,  sem innihéldi greinar um eftirfarandi:

  1. Samningur sem væri samkvæmt breskum lögum og sem væri aðfararhæfur fyrir breskum dómstólum.
  2. Greinar í samningnum sem gera Bretum auðvelt um vik að kalla fram greiðslufall hjá Íslendingum.
  3. Greinar í samningnum sem gefa Bretum lagalegan rétt til að ganga að öllum eignum Íslands.
     
    Þetta kemur mjög skýrt fram í Svavarssamningum þar sem riftunar- og aðfararkaflarnir í þeim samningum voru með slíkum eindæmum að undrun sætti öllum sem lásu og skildu hvað þeir voru að lesa.
    Íslensku sendinefndinni, undir forsæti Lee Buchheit, tókst að milda þessar klásúlur eitthvað lítillega en það er langt í frá að verkfærin til að framkvæma þessa huldu dagskrá, séu ekki enn fyrir hendi í Icesave III .

Lárus Jónsson.  (Sjá ennfremur Morgunblaðið í gær, 7. apríl, á síðu 16.)


mbl.is 72% segja nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk og góða kosningahelgi, NEI verður ofná og með afgerandi meirihluta!

Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 23:10

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Sæll Lárus, þetta er það sem ég hef verið að halda fram og fundist alveg skelfilegt að vita, eins og ef að erlent lán frá Íslandi fara í vanskil þá er hægt að gjaldfella Icesave...

Það er bara eitt að segja á morgun og það er NEI, með því þá erum við að segja að við látum ekki kúga okkur til greiðslu á löglausri annara manna skuld...

Er ekki líka hægt að segja að það sé verið að fara fram á það að við berum ábyrgð á gölluðu regluverki EES...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.4.2011 kl. 00:30

3 Smámynd: Valan

Það er rétt hægt að ímynda sér gróða bankablókanna af því að fá heilt land í skilanefnd. Þetta myndi þýða bankastjóralaun í sjálftöku að eilífu fyrir heilan her af blýantsnögurum.

Valan, 9.4.2011 kl. 01:11

4 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Alltaf hittin Vala!

Takk!

JVJ.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 9.4.2011 kl. 03:15

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Lárus.

Ég fæ ekki betur séð en greinar 10.3 og 10.9 taki beinlínis á atriðum i 1 og 2 hjá þér.

Varðandi atriði 3 má túlka grein 10.3 á þann veg að hún ná einnig til þess.

NEI við icesave

Gunnar Heiðarsson, 9.4.2011 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband