Óskhyggju-afstaða Fréttablaðsins sýnir sig

"Flestir voru stuðningsmenn samningsins í Reykjavíkurkjördæmi norður eða 53,3 prósent" (Frbl. í dag, s.4). Nei, þeir voru þar 46,7%, komust hvergi hærra, en lægst í 27,1%!

Ólafur ritstjóri: "Árás Ólafs Ragnars [sá einhver "árás"?] á forystumenn í atvinnulífinu á blaðamannafundi hans í gær var ómakleg," segir hr. Stephensen í leiðara blaðsins í dag. Þetta er jafnmarklaust og villan hér fyrst, raunar mun grófara. Menn eiga að fá að gagnrýna þá, sem misnota aðstöðu sína og taka jafnvel þá áhættu að stuðla á virkan hátt að minni tiltrú á gjaldmiðil okkar og lánstraust fyrirtækja og ríkisins. Ólafur Ragnar gerði þetta smekklega og sízt með harkalegum hætti miðað við tilefnið.

Gagnrýni er allt annað en árás. Óli Steph. er kannski í spunaþörf í dag, vegna tilefnisins um helgina – stórsigurs þeirra sem sögðu íslenzkt og hressilegt NEI við Icesave-gerviskuldinni – en hann á ekki að búa sér til sýndarveruleika.

"Málið hverfur, ef við borgum," segir í einni fyrirsögn á forsíðu sama blaðs í dag, haft eftir forseta ESA, málinu sé þá "sjálfhætt". Þetta minnir á það þegar Steingrímur rétti fram þumal- og vísifingur í Silfri Egils í gær, gerði örlítið bil á milli þeirra og sagði um rukkunarupphæðina: "Þetta er orðið svona pínulítið!"

Hvernig er með þennan Per Sanderud, forseta ESA, veit hann ekki neitt? Veit hann ekki, að það er engin ríkistrygging á bönkum né á tryggingasjóðum á EES-svæðinu og leyfist ekki einu sinni?

Bull hans gengur ótrúlega langt í þessari frétt: "Við höfum sagt það frá fyrsta degi að verði fjármagnseigendum [sic] greidd innstæðutryggingin munum við fella málið niður." Og undir mynd af honum (s.4) stendur: "Ekki skiptir máli hvernig breskum og hollenskum innstæðueigendum [sic] verður greitt. Ætli stjórnvöld að greiða verður málarekstur EFTA gegn ríkinu felldur niður."– En það er löngu búið að borga þeim öllum upp í topp! Meira að segja var Landsbankinn með tryggingar hjá brezka innistæðutryggingarsjóðnum FSCS og Icesave-innistæðurnar tryggðar þar (allt að 50.000 pundum hver) og borgaðar innistæðueigendum úr þeim sjóði, fyrir utan upphæðir vegna hærri inneigna, þær voru greiddar úr ríkisfjárhirzlu Breta. Þetta hafa Icesave-sinnar ýmist leynt fyrir þjóðinni eða ekki vitað af!

Ég undiritaður held, að Ólafur Stephensen sé með ófaglegustu blaðamenn á landinu. Eftir höfðinu dansa limirnir.*

Og varla er erfitt í dómssal að kljást við ESA undir forystu annars eins forseta þessarar Eftirlitsstofnunar EFTA eins og Sanderuds, sem talar út og suður og ekkert er að marka.

* Fréttablaðinu var líka markvisst beitt til að halda burtu skrifum NEI-sinna í aðdraganda kosninganna, um það eru mörg dæmi, sem sagt verður nánar frá.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband