Færsluflokkur: Fjármál
21.1.2013 | 18:04
Hollendingar í fljúgandi vanþekkingu, ef ekki er hér beinlínis um að ræða ljúgandi pólitíska vindhana
Það er raunalegt að horfa upp á margítrekuð vanþekkingarskrif Breta og Hollendinga, m.a. á vefsíðum fjölmiðla, um Icesave-málið. Þeir láta t.d. sem við Íslendingar skuldum innistæðueigendum eitthvað! Nú þykjast hollenzkir geta krafið okkur um rafmagn í sæstreng af því að "Íslendingar skuldi þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins."
Í 1. lagi er ekki samasemmerki milli íslenzku þjóðarinnar og einkafyrirtækis, og ríkið ber heldur ekki ábyrgð á Landsbankanum né á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta.
Í 2. lagi hafa innistæðueigendum þegar verið greiddar sínar innistæður af tryggingasjóðum Breta og hollenzkra yfirvalda.
Í 3. lagi hefur þrotabú Landsbankans þegar greitt meirihlutann til baka af því fé.
Hollenzkir stjórnmálamenn virðast jafn-hneigðir til lýðskrums og vanþekkingingarvaðals eins og brezkir pólitíkusar í upphafi Icesave-deilunnar. Nú er hollenzki Verkamannaflokkurinn, PvdA, að reyna að fiska í þessu grugguga vatni,
- "en hann myndar núverandi ríkisstjórn landsins ásamt hægriflokknum VVD.
- Hugmyndin hefur fengið góðar undirtektir hjá þremur stjórnarandstöðuflokkum og hefur talsvert verið fjallað um hana í hollenskum fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er fjallað um málið á fréttavef RTL-sjónvarpsstöðvarinnar í Hollandi. Þar segir að Íslendingar búi yfir mikilli grænni orku og mun meiri en þeir þurfi sjálfir á að halda. Fyrir vikið séu þeir áhugasamir um að selja umframorku úr landi. Einungis 10% af þeirri orku sem Hollendingar noti sé hins vegar græn.
- Rifjaður er upp áhugi breskra stjórnvalda á lagningu slíks sæstrengs frá Íslandi til Bretlands og þess getið að Hollendingar gætu hugsanlega komið að þeim málum. Hvað kostnaðinn varðar þurfi Hollendingar ekki að hafa miklar áhyggjur að því er segir í fréttinni enda skuldi Íslendingar þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins." (Mbl.is) !!!
Hláleg er þessi endemisvitleysa, öll byggð á vanþekkingu og tilheyrandi skrumi, sem henta þykir til að öðlast vinsældir í pólitík. Við Íslendingar og íslenzka ríkið skuldum ekki eyri vegna Icesave.
En hvað um hugmyndina um sölu rafmagns til Bretlands og meginlandsins? Þótt það varði ekki samtökin Þjóðarheiður, sakar ekki að minna á, að sú hugmynd, sem margir gripu á lofti, er nú talin óhentug vegna verðbólguáhrifa slíkrar sölu á raforkuverð til okkar sjálfra.
Jón Valur Jensson.
Vilja rafmagn upp í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2012 | 07:29
Ríkisstjórn spáði óförum lands og þjóðar, ef Icesave-epli hennar yrði hafnað, en virðist þrífast bezt á því, að þjóðin valdi sér betra viðbit!
Í tvígang þurfti þjóðin að grípa í taumana og gera ríkisstjórnina afturreka í máli sem hún sjálf fullyrti að væri hið stærsta sem fengist væri við. Og því var bætt við að gengi vilji þjóðarinnar fram en ekki ríkisstjórnarinnar yrði efnahagsöngþveiti í landinu. Engin ríkisstjórn hefur fengið annan eins skell úr hendi eigin þjóðar og samt setið sem fastast. Hún hafði reynt að fá þjóðina til fylgilags með ósannindum og alvarlegustu hótunum sem ríkisstjórn getur haft uppi. Hún stóð berstrípuð eftir. Og það var ljót sjón lítil. En samt fór hún ekki. Hún hékk. Og hún hrósaði sjálfri sér jafnvel fyrir þá ósvinnu. Vettvangur þessa alls var litla snotra þinghúsið við Austurvöll ...
Þannig er ritað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag, raunar í sunnudagsblaði í nýjum og hressilegum búningi.
Já, það er merkilegt, hvernig ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu óð í þetta Icesave-mál sitt af mestu vanefnum, en þó eins og hún ætti líf sitt undir þessu ginningarmáli (meðan hún sótti það sem fastast), jafnvel að Fjallkonan ætti allan sinn velfarnað undir þessu! -- Ísland yrði ella "Kúba norðursins" (sem eitt sinn var þó e.t.v. æskudraumur Steingríms J. Sigfússonar) og byggi úr því við efnahagsöngþveiti og algert vantraust umheimsins!
Ekkert af hrakspánum rættist. Þvert á móti er óhætt að fullyrða, að ríkisstjórnin eigi á þessari stundu langlífi sitt undir því ekki sízt, að þjóðin sparaði ríkisjóði gríðarlegt fé. Jafnvel samkvæmt Buchhheit-samningnum væri nú búið að greiða út yfir 60 milljarða króna í erlendum gjaldeyri í reiðufé í vexti af engu! Hvar hefðu Steingrímur og Jóhanna, Össur, Katrín litla og Guðbjartur tekið það fé? Ekki af eyðslureikningnum vegna umsóknar þeirra um inntöku lands og þjóðar með manni og mús í Evrópusambandið, heldur af ráðstöfunarfé tveggja mestu útgjalda-ráðuneytanna, mennta- og menningarmála og "velferðar"!
Þrengingarnar í spítalakerfinu væru sem sé orðnar enn hrikalegri, ef þjóðin hefði orðið að borga þessa Buchheit-vexti af engu -- og væri enn að bæta við þá! Í sama Reykjavíkurbréfi er einmitt vikið að þessum og öðrum þrengingum undir yfirumsjón ríkisstjórnar, sem þó stærir sig af verkum sínum:
Fólkið ... horfir á í forundrun að ekki er lengur hægt að meðhöndla dauðveikt fólk í samræmi við þá þekkingu sem er fyrir hendi á spítulum því tæki og tól eru ónýt eða þeim er ekki lengur treystandi, ekki einu sinni þegar dauðans vá er annars vegar. Og í sömu andrá sér það að þeytt er þúsund milljónum króna í óskiljanlegt gæluverkefni fólks sem vill atast út í stjórnarskrána og gera hana að ómerkilegum óskalista á borð við þær ályktanir þingsins sjálfs sem minnst er að marka ...
Í stað þess að hreykjast um ætti ríkisstjórnin að leggjast á kné í auðmýkt á þessum sunnudagsmorgni og þakka forsjóninni fyrir þá makrílgöngu hingað, sem ein sér er aðalástæðan fyrir þeirri óvæntu hagvaxtarþróun, sem orðið hefur hér þrátt fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda í atvinnumálum, og fyrir þá þjóð sína, sem hafði vit á því að spara sér um 80 milljarða króna í vexti af engu.
Smellið á myndina til að sjá hana stærri!
Jón Valur Jensson.
Fjármál | Breytt 26.10.2015 kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2012 | 03:24
Öfugmælasmiðurinn Björn Valur Gíslason rasar út á kosninganótt
Þvílíkt rugl í Birni Vali Gíslasyni (sem af öllum ólíklegum var hífður upp í að verða þingflokksformaður Vinstri grænna), þegar hann heldur því fram, að "enginn forseti h[afi] lagt jafn miklar byrðar á herðar þjóð sinni sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert"!!! Þetta segir einn helzti Icesave-þjónn landsins, sem vann að því linnulaust að setja þann klafa á þjóðina!!!
En hvar ætlaði hann að taka upp af götu sinni þá 60 milljarða, sem nú þegar væri búið að borga Bretum og Hollendingum í vexti af engu, ef forsetinn hefði ekki hafnað því að skrifa upp á Buchheit-lögin og þjóðin lagzt á þá sömu sveif með honum? Slíkir peningar í gjaldeyri liggja ekki á lausu, og greiðslurnar hefðu komið sér afar illa fyrir skuldastöðu Íslands og valdið hér beinum þrengingum.
Engin furða er, að þessi ríkisstjórn, sem Björn Valur hefur hengt sig við, er komin niður í 22,8% samanlagt fylgi í síðustu skoðanakönnun og er sjálf ein helzta fuglahræðan sem fælt hefur fólk frá Þóru Arnórsdóttur. Pínlegt var að hlusta á frásögn fyrrv. Rúv-fréttamanns í kosningavökunni í nótt af því, hvernig Þóra varði 2/3 af ræðutíma sínum á vinnustaðarfundi í Vestmannaeyjum í það (vonausa) verkefni að sverja af sér Samfylkinguna -- svo illa þokkuð er hún (Sf) orðin meðan landsmanna, að jafnvel skilgetin afkvæmi hennar sverja af sér pólitískt móðernið.
Glæsilegur var sigur Ólafs Ragnars Gísmssonar. Til hamingju, Ólafur og Íslendingar allir.
Jón Valur Jensson.
Tilraunin mistókst skiljanlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 04:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2012 | 11:18
Þverbrotlegur utanríkisráðherra í Icesave-málinu
Össur Skarphéðinsson LEYNDI Alþingi mikilvægum upplýsingum 27. marz til 11. apríl, tveimur dögum áður en frestur rennur út (þ.e. í dag) til að bregðast við þátttöku framkvæmdastjórnar Esb. í lögsókn SA gegn Íslandi vegna Icesave!!! Eins og í Mishcon de Reya-málinu sat Össur á upplýsingum, sem honum bar vitaskuld að koma til Alþingis án tafar. En þetta er dæmigert um Icesave-meðvirkni ráðherrans, sem þorir heldur ekki að anda á sitt Evrópusamband og spillir þá frekar fyrir möguleika okkar sjálfra á því að andmæla þátttöku Esb. í lögsókn gegn okkur.
- "Íslenskum stjórnvöldum er tilkynnt þetta með bréfi dagsettu 27. mars en við nefndarmenn fréttum af þessu í útvarpsfréttum klukkan sex í gærkvöldi, 11. apríl," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. "Þetta er ekki það samráð sem utanríkisráðherra lofaði og ber að hafa við utanríkismálanefnd samkvæmt þingsköpum."
- Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í segist Ragnheiðar hafa gagnrýnt þessi vinnubrögð ráðherrans á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi, en hann var þar viðstaddur. "Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að okkur hafi ekki verið tilkynnt þetta og við höfum náttúrlega enga leið til að koma að athugasemdum við þetta svar sem fer á morgun," segir Ragnheiður (Mbl.is).
Jóhanna snýr svo öllum sannleik við í meðvirkni sinni með Esb. þegar það ræðst enn að okkur! Sjá um það grein undirritaðs í dag: Afhjúpaður blekkingavefur Jóhönnu til að réttlæta Esb-undirþægni sína þegar Íslandi er mest þörf á einurð og andstöðu
Jón Valur Jensson.
Ráðherra hélt málinu leyndu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.3.2012 | 13:54
Sveinn Valfells um Icesave
Grein hans í Mbl. 14. þ.m., Icesave og traust Alþingis, var framúrskarandi. Sveinn var í dag í Silfri Egils og ræddi m.a. það mál. En lesið orð hans hér:
- Nýleg skoðanakönnun sýnir að Alþingi Íslendinga nýtur einskis trausts lengur. Það er uppskeran af störfum núverandi ríkisstjórnar og nokkurra undangenginna stjórna. Einkavinavæðing Landsbanka er gott dæmi, bankinn var afhentur óreiðumönnum í málamyndarútboði, þeir voru lægstbjóðendur og fengu fjármögnun. Afleiðingin var Icesave.
- Steingrímur J. Sigfússon gerði illt ennþá verra og fékk vanhæfan pólitískan samherja til að semja um löglausar kröfur erlendra þjóðríkja vegna Icesave. Kröfur upp á hundruð milljarða vegna skulda sem stofnað var til af einkabanka sem rekinn var af óreiðumönnum. Samherji Steingríms samdi um einhliða uppgjöf ríkissjóðs. Steingrímur lagði samt ónýtan samning fyrir þingið. Samningnum var vísað til þjóðar og þjóðin hafnaði honum afdráttarlaust. Stórfé var varið til að laga samninginn, skárri útgáfu var samt líka hafnað.
- Ef Alþingi vill reyna vinna inn traust og virðingu þjóðar verður einhvers staðar að byrja. Augljóst skref er að draga Steingrím J. Sigfússon til ábyrgðar vegna Icesave.
Höfundurinn, Sveinn Valfells, er eðlisfræðingur og hagfræðingur. Fyrri hluta þessarar merku greinar hans má finna í nýlegum pistlum hér á bloggsíðu Þjóðarheiðurs eða rekja sig aftur á bak gegnum þessa vefslóð: "Vinnubrögðin eru ólýsanleg" - og um ráðherraábyrgð í Icesave-máli.
JVJ.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2012 | 17:18
Lilja Mósesdóttir um Icesave-nauðasamninga
Lilja víkur orðum að málinu þannig:
Kröfuhafar gömlu bankanna og útrásarvíkinganna leita enn leiða til að koma kröfum sínum yfir á skattgreiðendur í stað þess að láta gömlu bankana og útrásarvíkingana borga. Forysta stjórnarflokkanna hefur ýtt undir þessa viðleitni kröfuhafanna með ítrekuðum nauðsamningum um Icesave skuldbindinguna, andstöðu við almennar skuldaleiðréttingar sem hefðu rýrt eignir kröfuhafa og stuðning við gjaldeyrishöft sem koma í veg fyrir að aflandskrónur og aðrar eignir kröfuhafa verði afskrifaðar. Á bak við aflandskrónurnar og eignir kröfuhafa gömlu bankanna voru einkaskuldir fyrirtækja sem fóru í þrot. Þjóðarbúið hefur því ekki efni á að greiða út þessar aflandskrónur og eignir kröfuhafa ...
Sjá nánar þessa nýju grein á vefsíðu hennar: Þjóðnýting einkaskulda -- almenningur blóðmjólkaður.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2012 | 21:50
"Vinnubrögðin eru ólýsanleg" - og um ráðherraábyrgð í Icesave-máli
"Niðurstaðan var stórkostlegt klúður." Við enduðum á þeim orðum Sveins Valfells í samantekt hér á undan. Hann var að ræða um Icesave-vinnu Svavars! En frábær grein hans hélt þannig áfram:
- "Í seinna skiptið var skipaður erlendur lögfræðingur með haldbæra reynslu, Lee Buchheit. En sá hafði erfitt verk að vinna. Málið var komið í vondan farveg vegna samninganna sem flokksbróðir Steingríms hafði áður gert og Steingrímur lagt fyrir þing og fengið lögfesta.
- Ef ráðherra skipar vanhæfan mann ótengdan sér að semja í þýðingarmiklu máli, það eru stórkostleg afglöp. Að útvega flokksfélaga bitling hjá ríkinu er þjófnaður af almannafé. En Steingrímur J. Sigfússon skipaði mann sem var bæði vanhæfur til starfans og einnig samherji til margra ára í pólitík til að leiða eitt þýðingarmesta milliríkjamál í sögu lýðveldisins, hundruð milljarða voru í húfi. Vinnubrögðin eru ólýsanleg.
- Í lögum um ráðherraábyrgð segir skýrt að krefja megi ábyrgðar ráðherra sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi [hafi] stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu. Það gerði Steingrímur J. Sigfússon þegar hann lagði ríkissjóð að veði vegna Icesave.
- Ennfremur segir í 91. grein íslenskra hegningarlaga: [Fangelsi allt að 16 árum] skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri. Ekki verður annað séð en að Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon hafi báðir brotið þessa grein, Svavar með frammistöðu sinni í samningum við Breta og Hollendinga og Steingrímur með því að leggja klúður Svavars fyrir þingið.
- Greinilegt er af því sem opinberlega er vitað um þetta eina mál, Icesave, að Steingrímur J. Sigfússon verðskuldar að vera ákærður fyrir Landsdóm. Hverju skyldi þá gegna um aðrar embættisfærslur hans?"
Það er enn meira í grein Sveins í Morgunblaðinu 14. þ.m., Icesave og traust Alþingis! Engin furða, að hún hafi verið endurbirt á vef Samstöðu þjóðar, en við höfum farið rólegar í það hér, og þó er hún með því albezta sem birzt hefur um Icesave-málið og verðskuldar því að vera öllum aðgengileg. --JVJ.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 16:26
Stórkostlegt klúður Steingríms og samherja hans í Icesave-máli
"Skýrt er tekið fram í tilskipun ES um innistæðutryggingar að þjóðríki skuli ekki bera ábyrgð gagnvart innistæðueigendum hafi þau innleitt tryggingakerfi. Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að innistæðutryggingakerfi á Íslandi var með svipuðum hætti og í mörgum öðrum Evrópulöndum, jafnvel betra en í sumum. Rannsóknarnefndin bendir á að markmið þágildandi tilskipunar ES um innistæðutryggingar hafi verið mótsagnakennd og engar athugasemdir hafi verið gerðar við íslenska fyrirkomulagið fyrir bankahrun. Rannsóknarnefndin er þeirrar skoðunar að Ísland hafi framfylgt tilskipun ES um innistæðutryggingar."
Þannig ritar Sveinn Valfells um Icesave-málið í Morgunblaðinu í dag, í grein sinni Icesave og traust Alþingis, en um þá frábæru grein var rætt hér fyrr í dag og upphaf hennar (fram að þessum texta) birt þar (sjá HÉR!).
Menn eru hvattir til að lesa greinina alla, en þegar hér er komið sögu í henni, fer að hilla undir meiri spennu í henni, eins og sést hér á framhaldinu, og eru þó mestu tíðindin og háskaþrungin spennan þá eftir, enda greinin ekki hálfnuð enn:
- Þegar bankar féllu höfðu neyðarlög verið sett til frekari verndar innistæðueigendum og ríkissjóði. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu einhliða að greiða út innistæðutryggingar jafnharðan í eigin löndum og gera kröfu á ríkissjóð Íslands en ekki Tryggingasjóð eða þrotabú Landsbanka. Í stað þess að reyna verja hagsmuni ríkissjóðs af krafti skipaði þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, samherja í pólitík til forystu sendinefndar sem semja átti við Bretland og Holland. Svavar Gestsson var fenginn til að semja um ólögmætar kröfur upp á mörg hundruð milljarða, liðlega þriðjung þjóðarframleiðslu, en hafði enga reynslu eða menntun til starfans. Niðurstaðan var stórkostlegt klúður."
Já, hér æstist leikurinn, og fylgið Sveini eftir í blaðinu ...
JVJ.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 11:12
Hér sér til sólar í Icesave-málinu!
Á sama tíma og sú ánægjulega frétt var staðfest, að norskur dómari í EFTA-dómstólnum hefði vikið þar sæti i Icesave-málinu vegna vanhæfi, birtist í kjölfarið mögnuð og glæsileg grein eftir Svein Valfells, eðlisfræðing og hagfræðing, í Mbl. í dag. Icesave og traust Alþingis nefnist hún og er ljúf skyldulesning fyrir alla áhugamenn um málið, en þeir skipta tugum þúsunda.
Greinin er sennilega bezta stutta yfirlitið sem birzt hefur um þetta mál hingað til. En hún er ekki aðeins yfirlit um sögu málsins, heldur leiðir einnig með skýrum rökum til niðurstaðna, sem munu standa í fáum einum, en verða mörgum augljósar og afgerandi og gera í sjálfum sér kröfu til aðgerða.
Grein Sveins Valfells hefst þannig:
- Föstudaginn 9. mars birti utanríkisráðuneytið greinargerð um Icesave. Greinargerðin útskýrir á hve veikum grunni kröfur um ríkisábyrgð á innistæðutryggingum vegna Icesave-innlánsreikinga Landsbankans eru byggðar. Greinargerðin var fyrst birt á íslensku, degi síðar á ensku eftir kvörtun til utanríkisráðherra. Enginn blaðamannafundur eða önnur kynning á efni greinargerðarinnar hefur farið fram.
- Núverandi ríkisstjórn festi í tvígang í lög samninga um ábyrgð ríkissjóðs á innistæðutryggingum vegna Icesave. Málið var á forræði þáverandi fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar. Fyrri samningurinn var öllu verri en sá seinni. Eftir þrýsting frá almenningi og grasrótarhreyfingum vísaði forseti Íslands í bæði skiptin lögunum til þjóðar. Báðum samningum var hafnað með miklum meiri hluta greiddra atkvæða.
- Greinargerðin frá 9. mars leggur fram rök sem strax í upphafi hefðu átt að vera tíunduð vel og rækilega, ekki bara gagnvart Bretum og Hollendingum heldur einnig á alþjóðavettvangi. Málstaður Íslands hafði þar og hefur enn mikla samúð þrátt fyrir litla sem enga kynningu íslenskra stjórnvalda.
Lesið nú framhaldið í Morgunblaðinu og sannfærizt um, hve spennuþrungin saga þetta reyndist verða og af hvílíkri snilld það var skrifað.
En dómarinn norski, Per Christiansen, sem nánast var rutt úr EFTA-dómstólnum, hafði tekið þar sæti "í byrjun árs 2011, en áður hafði hann gegnt stöðu lagaprófessors við háskólann í Tromsø í Noregi," eins og Mbl.is segir frá í frétt, en hann reyndist vanhæfur til að dæma í hinu mikla hagsmunamáli Íslendinga í dómnum, því að "sem lagaprófessor hafði hann tjáð sig í fjölmiðlum um Icesave-málið" og reyndar með neikvæðri umfjöllun um okkar málstað, með áliti, sem eðlilega var gagnrýnt fyrir rökleysu.
- Á heimasíðu EFTA-dómstólsins er tilkynning Christiansens tímasett 21. desember síðastliðinn. Í stað hans mun varadómari af hálfu Norðmanna dæma í málinu. Vakin var athygli á mögulegri vanhæfni Christiansens til þess að dæma í Icesave-málinu í frétt í Morgunblaðinu 22. júní á síðasta ári og síðan aftur 14. desember síðastliðinn. (Mbl.is.)
Hafi Christiansen tilkynnt um þetta í desember, bárust undarlega seint af því fregnir hingað. Loftur Þorsteinsson í Þjóðarheiðri hefur verið röskur við að gagnrýna setu Christiansens í EFTA-dómstólnum á þessu ári, með skýrum rökum og ágengum, og rennir undirritaðan í grun, að sú hafi verið ástæðan til að Christiansen vék úr dómnum. Ef þetta er ekki ástæðan, hefði ekki nú þegar verið búið að skipa annan mann í staðinn? En ýmsum embættismönnum er sýnt um að fá ekkert ryk á hvítflibbann, og ef við skoðum myndina með Mbl.is-fréttinni, þá kemur einmitt í ljós, að Per Christiansen er með fínustu hvítflibbamönnum Norðurlanda!
Jón Valur Jensson.
Dómari sagði sig frá Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2012 | 14:15
Er ekki GEÐVEIKT að una EES-samningi?
Viggó Jörgensen á snjallan pistil á blogginu í dag: Sökin er hjá Alþingi, að hafa gengið í Evrópska efnahagssvæðið, segir m.a.:
- Eftir að Alþingi ákvað að gerast aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var landið stjórnlaust, innanlands, í bankamálum.
- Alþingi og framkvæmdavaldið voru skuldbundin til að setja ekki aðrar reglur en þær sem giltu á EES.
- Lagasetningarvaldið í bankamálum Íslendinga var komið til Evrópusambandsins (ESB).
- Þar sem Íslendingar eru ekki í ESB hefði verið hægt að segja upp EES samningnum árið 2005.
- Sem var síðasta árið til að bjarga íslenska bankakerfinu miðað við þær aðstæður sem urðu eftir það.
- Þar sem mikill meirihluti utanríkisviðskipta Íslands er við lönd í EES kom engum til hugar að ganga þaðan út.
- Íslenskir alþingismenn höfðu ekki minnsta grun um hvað fólst í samningnum um EES eins og síðar kom í ljós.
- Til dæmis þá eftirá-túlkun ESB að íslensk stjórnvöld ættu að bera ábyrgð á innstæðum í einkabönkum.
- Og stóru ríkin í ESB hafa markmisst unnið að því að þröngva þeirri lögskýringu inn á Íslendinga ...
Framhald greinarinnar má finna hér!
Undirritaður þakkaði Viggó pistilinn, einkum það sem hann ritaði um samninginn ófarsæla um Evrópska efnahafssvæðið, og ég bætti við:
- Nú ætlast þeir jafnvel til, með nýrri tilskipun, sem bíður okkar að innfæra hér í lög, að við tryggjum allar innistæður í bönkunum upp að 100.000 evrum (16,6 milljónum króna) og gerum það með BEINNI RÍKISTRYGGINGU, um leið og krafan um greiðslu tryggingarinnar er stytt úr nokkrum mánuðum niður í 23 daga!!!
- Þetta eitt ætti að nægja til að sýna, hvað þetta er GEÐVEIKT!
JVJ.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)