Sveinn Valfells um Icesave

Grein hans í Mbl. 14. þ.m., Icesave og traust Alþingis, var framúrskarandi. Sveinn var í dag í Silfri Egils og ræddi m.a. það mál. En lesið orð hans hér:

  • Nýleg skoðanakönnun sýnir að Alþingi Íslendinga nýtur einskis trausts lengur. Það er uppskeran af störfum núverandi ríkisstjórnar og nokkurra undangenginna stjórna. Einkavinavæðing Landsbanka er gott dæmi, bankinn var afhentur „óreiðumönnum“ í málamyndarútboði, þeir voru lægstbjóðendur og fengu fjármögnun. Afleiðingin var Icesave.
  • Steingrímur J. Sigfússon gerði illt ennþá verra og fékk vanhæfan pólitískan samherja til að semja um löglausar kröfur erlendra þjóðríkja vegna Icesave. Kröfur upp á hundruð milljarða vegna skulda sem stofnað var til af einkabanka sem rekinn var af „óreiðumönnum“. Samherji Steingríms samdi um einhliða uppgjöf ríkissjóðs. Steingrímur lagði samt ónýtan samning fyrir þingið. Samningnum var vísað til þjóðar og þjóðin hafnaði honum afdráttarlaust. Stórfé var varið til að laga samninginn, skárri útgáfu var samt líka hafnað.
  • Ef Alþingi vill reyna vinna inn traust og virðingu þjóðar verður einhvers staðar að byrja. Augljóst skref er að draga Steingrím J. Sigfússon til ábyrgðar vegna Icesave.

Höfundurinn, Sveinn Valfells, er eðlisfræðingur og hagfræðingur. Fyrri hluta þessarar merku greinar hans má finna í nýlegum pistlum hér á bloggsíðu Þjóðarheiðurs eða rekja sig aftur á bak gegnum þessa vefslóð: "Vinnubrögðin eru ólýsanleg" - og um ráðherraábyrgð í Icesave-máli.

JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl; Þjóðarheiðurs félagar, sem jafnan !

Þakka þér fyrir; ágæta samantektina, Jón Valur.

En; þér að segja, Jón Valur - og ykkur hinum félögunum, treysti ég Valfells slektinu mátulega, að minnsta kosti, hinum seinni tíma kynslóðum, þess.

Slík; er nú tortryggni mín orðin, til okkar samtíma, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem áður - og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 14:36

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Óskar minn.

Jón Valur Jensson, 26.3.2012 kl. 01:18

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góðir vinir orðnir,gott.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2012 kl. 03:28

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 26.3.2012 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband