Ríflega 50 milljarða ætlaði Jóhönnustjórnin sér að greiða í VEXTI af ENGU á nákvæmlega einu ári

Skv. nýbirtum útreikningum fjármálafyrirtækisins GAMMA hefðu vaxtagreiðslur vegna Buchheit-samningsins (Icesave-III)"samtals numið hátt í 79 milljörðum kr." til ársins 2015, þar af ríflega 50 milljörðum til þessa dags, þegar rétt ár er liðið frá seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave (sjá frétt Harðar Ægissonar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag: Heildarkostnaður hefði verið hátt í 80 milljarðar).

Sjá einnig stutta gerð fréttarinnar hér á Mbl.is.

Blasir nokkuð annað við en að kjósa þann forseta, sem hérna stóð vörð um þjóðarhagsmuni?

Í þessari sömu viku er svo tilkynnt um þátttöku framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í lögsókn ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þetta er hin mesta ófyrirleitni af hálfu Evrópusambandsins og gengur þvert gegn þess eigin tilskipun frá 1994, sem afmarkar innistæðutryggingar einkabanka við sérstaka tryggingasjóði, sem fara skyldu (eins og hér) eftir fyrirframlögðum línum um iðgjöld til þeirra og starfsháttu; þar að auki voru Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi tryggðir í brezka tryggingakerfinu!

En hin ljóta "aðkoma" Evrópusambandsins að þessu máli nú í dag kann einmitt að tengjast forsetakosningunum: að þessi þátttaka í lögsókn ESA gegn Íslandi sé úthugsað ráð spinndoktora í Brussel til að freista þess að draga úr trúverðugleik Ólafs Ragnars Grímssonar og veikja stöðu hans gagnvart öðrum frambjóðanda, sem fellur Esb-öflunum betur í geð og myndi ekki þvælast lengur fyrir ætlunarverki brezkra, hollenzkra og (hugsið ykkur!) "íslenzkra" stjórnvalda í þessu máli.

En æðsti dómstóll í málinu er Hæstiréttur Íslands. Honum er betur treystandi en þeirri ríkisstjórn, sem frá upphafi hefur brugðizt þjóðinni í þessu máli og ætlaði sér jafnvel, með Svavars-svikasamningnum, að greiða enn hærri vexti af engu! -- og allt í erlendum gjaldeyri! -- og það á sama tíma og talið er, að fjárlagahallinn í ár verði um 70 milljarðar!

Og lítum loks á þetta í frétt Morgunblaðsins:

  • Það er því ljóst að heildarvaxtakostnaður ríkisins hefði orðið umtalsvert hærri en rætt var um í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar af hálfu stjórnvalda, en þau áætluðu að kostnaður ríkissjóðs vegna Icesave-samninganna yrði að öllum líkindum á bilinu 26-32 milljarðar króna.
  • Valdimar Ármann, hagfræðingur hjá GAMMA, segir í samtali við Morgunblaðið að hærri vaxtakostnaður skýrist einkum af því að útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans hófust seinna en ráð var gert fyrir ...

Sem fyrri daginn fóru stjórnvöld hér með fleipur og kolrangar forsendur. Kostnaðurinn af Buchheit-svikasamningnum hefði ekki orðið 26-32 milljarðar króna, eins og reynt var að ljúga að kjósendum fyrir seinni þjóðaratkvæðagreiðsluna, heldur upp undir 79 milljarða króna!

Steingrímur og Jóhanna sögðu þannig langtum minna en hálfan sannleikann, þegar þau stóðu í sinni blekkingarstarfsemi, en fengu þó aðeins 40% kjósenda til að trúa sér! Þeir kjósendur, sem þar voru blekktir, ættu að koma fram með sín viðbrögð núna -- þeim er velkomið að tjá sig hér á vefsíðu Þjóðarheiðurs.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kostnaðurinn hefði orðið 80 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Vaxtafjárhæð frá 1.sept. 2009 til 1.apríl 2012 kr. 51.437.519.508 og árleg vaxtabyrði um 20,6ma skv. samningnum eins og hann var kynntur fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna fyrir ári síðan, en þó ekki þær tölur sem reynt var að troða ofan í okkur af stjórnvöldum og rugla fólk með röngum útreikningum, heldur skv. staðreyndum sem talnaglöggir menn (meira að segja þeir sem sögðu já) höfðu fundið út.

Það gat hins vegar enginn þá og getur ekki ennþá svarað því hvernig ríkissjóður átti að geta staðið undir þessum fjárhæðum.

Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 01:17

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er alveg ótrúlegt hvernig þessi Jóhönnu Ríkisstjórn hagar sér í þessu máli og Össur fagnar komu ESB að Icesave, þessi maður sem er búinn að fullyrða hvað eftir annað að það sé engin samgangur þar á milli...

Af hverju Ríkisstjórnin hagar sér svona er erfitt að segja og ef að það er eingöngu vegna vilja hennar í ESB þá er mikið að á Ríkisstjórnarbænum vegna þess að það er annað en meirihluti Þjóðarinnar vill...

Nú ef það er vegna þess að það voru gefin loforð um að allir fengju sitt það er Bretar og Hollendingar og meira til jafnvel eins og hver vildi vegna þess að Íslenskir skattgreiðendur myndi borga bara sem var á skjön við það sem að Þjóðinni var lofað og Þjóðin hefur barist hatrammlega fyrir fram að þessu að svo verði ekki þá verður Ríkisstjórnin að víkja vegna þess að hún mun aldrei geta stigið trúverðuglega fram með hag Þjóðarinnar að leiðarljósi í þessu Icesave máli...

Það rekur hver lygin á fætur annarri ofan í sig hjá þessari Ríkisstjórn sem virðast hafa verið sagðar til að bjarga Ríkisstjórninni fyrir horn hverju sinni og er þetta alveg komið nóg myndi maður halda vegna þess að þessari Ríkisstjórn er ekki búið að takast neitt annað en að skapa verri stöðu sem sér ekki fyrir endan á ef áfram heldur sem horfir. Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.4.2012 kl. 01:29

3 identicon

Ég veit ekki, hvort þessar nýjustu vaxtatölur eru réttar, en þær gefa tilefni til að rannsaka tölurnar, sem þjóðinni voru áður sagðar. Á hvern hátt var þá reiknað, og hverjir gerðu það? Skildu þeir ekki samningana? Reiknuðu þeir skakkt? Vonandi ætlaði enginn sér að segja ósatt eða villandi frá, en dugleysi í stóru máli er líka alvarlegt, auk þess sem læra þarf af mistökum.

Ólafur heitinn Jóhannesson sagði einu sinni frá frambjóðanda, sem kom á bæ fyrir kosningar. Þar var gömul kona, sem tók ófínlega í nefið, svo að taumarnir láku niður úr því. En maðurinn lét sig hafa það að kyssa þetta atkvæði. Ólafur sagði, að líkt væri komið fyrir sér, því að enginn betri kostur væri en stjórnarsamstarf við íhaldið. Ætli ég verði ekki að taka undir samlíkinguna og kjósa Ólaf Ragnar, því að ekki er hættandi á að kjósa konu, sem átti góðan þátt í að berja Samfylkingunni saman og koma ESB-umsókn á koppinn og er auk þess dyggilega studd af flestum vinstri mönnum.

Vonandi lærir fólk af hinu nýja og fjandsamlega útspili ESB, að ekki er nóg að gera hlé á viðræðum við sambandið, heldur ber að draga aðildarumsókn endanlega til baka.

Takk fyrir góðan pistil, Jón Valur.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband