Stórkostlegt klúður Steingríms og samherja hans í Icesave-máli

"Skýrt er tekið fram í tilskipun ES um innistæðutryggingar að þjóðríki skuli ekki bera ábyrgð gagnvart innistæðueigendum hafi þau innleitt tryggingakerfi. Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að innistæðutryggingakerfi á Íslandi var með svipuðum hætti og í mörgum öðrum Evrópulöndum, jafnvel betra en í sumum. Rannsóknarnefndin bendir á að markmið þágildandi tilskipunar ES um innistæðutryggingar hafi verið mótsagnakennd og engar athugasemdir hafi verið gerðar við íslenska fyrirkomulagið fyrir bankahrun. Rannsóknarnefndin er þeirrar skoðunar að Ísland hafi framfylgt tilskipun ES um innistæðutryggingar."

Þannig ritar Sveinn Valfells um Icesave-málið í Morgunblaðinu í dag, í grein sinni Icesave og traust Alþingis, en um þá frábæru grein var rætt hér fyrr í dag og upphaf hennar (fram að þessum texta) birt þar (sjá HÉR!).

Menn eru hvattir til að lesa greinina alla, en þegar hér er komið sögu í henni, fer að hilla undir meiri spennu í henni, eins og sést hér á framhaldinu, og eru þó mestu tíðindin og háskaþrungin spennan þá eftir, enda greinin ekki hálfnuð enn:

  • Þegar bankar féllu höfðu neyðarlög verið sett til frekari verndar innistæðueigendum og ríkissjóði. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu einhliða að greiða út innistæðutryggingar jafnharðan í eigin löndum og gera kröfu á ríkissjóð Íslands en ekki Tryggingasjóð eða þrotabú Landsbanka. Í stað þess að reyna verja hagsmuni ríkissjóðs af krafti skipaði þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, samherja í pólitík til forystu sendinefndar sem semja átti við Bretland og Holland. Svavar Gestsson var fenginn til að semja um ólögmætar kröfur upp á mörg hundruð milljarða, liðlega þriðjung þjóðarframleiðslu, en hafði enga reynslu eða menntun til starfans. Niðurstaðan var stórkostlegt klúður."

Já, hér æstist leikurinn, og fylgið Sveini eftir í blaðinu ...

JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband