Hollendingar í fljúgandi vanþekkingu, ef ekki er hér beinlínis um að ræða ljúgandi pólitíska vindhana

Það er raunalegt að horfa upp á margítrekuð vanþekkingarskrif Breta og Hollendinga, m.a. á vefsíðum fjölmiðla, um Icesave-málið. Þeir láta t.d. sem við Íslendingar skuldum innistæðueigendum eitthvað! Nú þykjast hollenzkir geta krafið okkur um rafmagn í sæstreng af því að "Íslendingar skuldi þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins."

Í 1. lagi er ekki samasemmerki milli íslenzku þjóðarinnar og einkafyrirtækis, og ríkið ber heldur ekki ábyrgð á Landsbankanum né á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta. 

Í 2. lagi hafa innistæðueigendum þegar verið greiddar sínar innistæður af tryggingasjóðum Breta og hollenzkra yfirvalda. 

Í 3. lagi hefur þrotabú Landsbankans þegar greitt meirihlutann til baka af því fé.

Hollenzkir stjórnmálamenn virðast jafn-hneigðir til lýðskrums og vanþekkingingarvaðals eins og brezkir pólitíkusar í upphafi Icesave-deilunnar. Nú er hollenzki Verkamannaflokkurinn, PvdA, að reyna að fiska í þessu grugguga vatni, 

  • "en hann myndar núverandi ríkisstjórn landsins ásamt hægriflokknum VVD.
  • Hugmyndin hefur fengið góðar undirtektir hjá þremur stjórnarandstöðuflokkum og hefur talsvert verið fjallað um hana í hollenskum fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er fjallað um málið á fréttavef RTL-sjónvarpsstöðvarinnar í Hollandi. Þar segir að Íslendingar búi yfir mikilli grænni orku og mun meiri en þeir þurfi sjálfir á að halda. Fyrir vikið séu þeir áhugasamir um að selja umframorku úr landi. Einungis 10% af þeirri orku sem Hollendingar noti sé hins vegar græn.
  • Rifjaður er upp áhugi breskra stjórnvalda á lagningu slíks sæstrengs frá Íslandi til Bretlands og þess getið að Hollendingar gætu hugsanlega komið að þeim málum. Hvað kostnaðinn varðar þurfi Hollendingar ekki að hafa miklar áhyggjur að því er segir í fréttinni enda skuldi Íslendingar þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins." (Mbl.is) !!!

Hláleg er þessi endemisvitleysa, öll byggð á vanþekkingu og tilheyrandi skrumi, sem henta þykir til að öðlast vinsældir í pólitík. Við Íslendingar og íslenzka ríkið skuldum ekki eyri vegna Icesave.

En hvað um hugmyndina um sölu rafmagns til Bretlands og meginlandsins? Þótt það varði ekki samtökin Þjóðarheiður, sakar ekki að minna á, að sú hugmynd, sem margir gripu á lofti, er nú talin óhentug vegna verðbólguáhrifa slíkrar sölu á raforkuverð til okkar sjálfra.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband