Færsluflokkur: Fjármál
Sjáið hér hvernig maðurinn, sem vill hafa fjárhagslegt forræði borgarinnar, beitti sér þvert gegn þjóðarhag og þjóðarrétti í Icesave-málinu:
"Allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Allt annað í endurreisninni (aðgangur að erlendu lánsfé og þar með framkvæmdir og fjárfesting), vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) ofl. ofl. hangir á þessu. Mér finnst algert ábyrgðarleysi af stjórnarandstöðunni að þvælast fyrir málinu. Það væri feigðarflan að ætla sér aðra tafsama samningalotu. Það er margt erfitt og skítt og það er ekki fyrir fólk sem hræðist óvinsælar ákvarðanir að vinna að því að loka fjárlagahallanum. Það er hins vegar forsenda vaxtalækkunar og ég held að það sé samstaða um að það sé forgangsverkefni. Það er enginn hrifinn af skattahækkunum, frekar en efnhagshruninu sem er ástæða þeirra eða efnahagsstefnunni sem kom okkur í þessa þröngu stöðu eða hvað. Frestur á erfiðum ákvörðunum eykur fyrst og fremst vaxtakostnaðinn og mín skoðun er sú að okkar kynslóð verður að hreinsa til en ekki ýta þessum vanda yfir á börnin okkar. Það er engin tilviljun að allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Margt í endurreisninni hangir á því að þeir takist, svo sem aðgangur að erlendu lánsfé (og þar með framkvæmdir og fjárfesting), skapleg vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) og þannig mætti áfram telja. Það væri að mínu mati feigðarflan að ætla okkur í aðra tafsama samningalotu fyrir óljósan eða engan ávinning. Valkosturinn við fyrirliggjandi samninga er fyrst og fremst ávísun á tafir og þar með aukinn vaxtakostnað þjóðarbúsins í dag og til framtíðar. Í Icesave, einsog í rústum fjármála ríkisins þarf sterk bein til að hreinsa til en það er ekki annað í boði ef ekki á að ýta þeim vanda sem sem við stöndum frammi fyrir yfir á börnin okkar." (!!!)
Þetta ritaði Dagur B. Eggertsson, þáverandi varaformaður Samfylkingarinnar, á vef ungra jafnaðarmanna á Politik.is 18. desember 2009 og kallaði grein sína Úr vörn í sókn á Íslandi (!). Með þessu gekk hann þvert gegn hagsmunum og lagalegum rétti þjóðarinnar í Icesave-málinu, eins og sannaðist með úrskurði EFTA-dómstólsins 28. janúar 2013, þar sem íslenzka ríkið var sýknað af öllum kröfum brezku og hollenzku ríkisstjórnanna í því máli og okkur ekki gert að greiða eitt einasta pund eða evru í málskostnað.
Merkilegt, að tvær gulrætur notaði Dagur til að reyna að véla þjóðina til að kjósa yfir sig Icesave-samningana: að þeir myndu stuðla að lægri vöxtum og "að loka fjárlagahallanum"! Hefur þó í 1. lagi hvergi orðið vart við að Dagur borgarstjóri hafi lagzt gegn vaxtaokurstefnu Seðlabankans, bankanna og ríkisstjórna Fimm- og Sjöflokksins, þótt þetta sé meðal helztu ástæðna fyrir húsnæðisvandræðum ungs fólks í borginni.
Í 2. lagi var Dagur þarna að samþykkja Icesave-samninga Steingríms J. og Jóhönnu, sem fólu m.a. í sér ólöglega vexti skv. EES-jafnræðisreglum vegna brezkra ríkislána til bankakerfisins þar í landi með langtum lægri vöxtum. (Sbr. opna Mbl.grein undirritaðs hér: Ólögmætir vextir á Icesave-kröfum og allar eignir ríkisins undir?)
Mestu skiptir svo hitt, að okkur bar aldrei nein skylda til að borga Icesave-skuldir hins einkavædda Landsbanka. Allt málið var húmbúkk og einn ranglætis-tilbúningur Breta, Hollendinga og vanhæfra sjórnmálamanna á Alþingi, sem létu fremur teygjast af þrýstingi fyrrnefnda heldur en að hlusta á eigin þjóð og vísra manna ráð og þær grasrótarhreyfingar, sem að endingu og eftir mikla baráttu báru hér sigur úr býtum með stuðningi forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar.
Já, það var sama hvert litið var í Samfylkingunni, þar fannst ekki einn réttlátur í Icesave-málinu og sízt hjá forystunni, enda lá henni á að troða okkur í Evrópusambandið. En allir þingmenn hennar nema einn fram að kosningunum 29. okt. 2016 féllu þá með háum hvelli út af þingi.
Enn er þó Dagur B. Eggertsson, fyrrv. varaformaður þar, við stjórnvölinn í Reykjavík. Nú má spyrja: Verðskuldar hann, með ofangreind skrif hans í huga, traustsyfirlýsingu kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum? Þurfum við mann í þjónustu okkar, sem sýndi jafnvel hinum allsendis ranglátu Icesave-II-samningnum slíka trúgirni og opinbera orðaþjónustu?
Jón Valur Jensson. (Eldri grein með sömu fyrirsögn er hér bætt og aukin.)
Fjármál | Breytt s.d. kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skv. Styrmi, fv. Mbl.ritstjóra, mátti skilja Davíð í viðtali á þann veg, að hann reki veika stöðu Sjálfstæðisflokksins að verulegu leyti til stuðnings flokksins við hina upphaflegu Icesave-samninga sem hann sagði aldrei hafa komið skýringar á.
Fleira var fjallað um þarna, sjá grein Styrmis, sem spyr svo í lokin:
"Hvers vegna er það fyrst nú, þegar 10 ár eru liðin frá Hruni, sem Davíð Oddsson talar svo opið um þessi málefni?
Og af hverju gerði hann það ekki fyrir forsetakosningarnar?
Samtal af þessu tagi fyrir þær hefði getað breytt miklu um úrslit þeirra."
Það var Sjálfstæðisflokknum ekki til góðs, þegar formaður hans, Bjarni Benediktsson, ákvað að láta "kalt mat" sitt ráða atkvæði sínu um Buchheit-samninginn um Icesave; en hann fekk þá meirihluta þingmanna sinna í lið með sér, en fáeinir greiddu atkvæði á móti, og einn sat hjá.
Þessi afstaða Bjarna var þvert gegn því, sem landsfundur flokksins hafði ályktað um. Slíkt er engum flokki affarasælt og sízt þegar á daginn kemur, að með þessari stefnu formannsins og flestra þingflokka, sem þá voru á Alþingi, var verið að taka afstöðu þvert á móti (a) vilja eindregins meirihluta almennings í þjóðaratkvæðagreiðslu og (b) ótvíræðum lagalegum rétti þjóðarinnar, eins og í ljós kom í úrskurði EFTA-réttarins snemma árs 2013.
Jón Valur Jensson.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2018 | 14:27
Útför Lofts Altice Þorsteinssonar
var gerð frá Áskirkju kl. 3 í dag. Hann var um árabil öflugasti baráttumaður landsins gegn Icesave-ólögunum.
Hafa ber þá í heiðri sem drengilega og af atorku hafa unnið í þágu þjóðarhags og landsmanna allra.
Loftur Altice Þorsteinsson er eftirminnilegur baráttumaður gegn Icesave-smánarsamningum ríkisstjórnar Steingríms J. og Jóhönnu. Greinar hans í Morgunblaðinu, á eigin bloggi og á thjodarheidur.blog.is voru með því bezta sem birtist um málið, enda leitaði hann víða efnisfanga með eigin rannsóknum og bréfaskiptum við erlend yfirvöld, fjármálaeftirlit Breta og Hollendinga, Englandsbanka, Seðlabanka Hollands, fjármálasérfræðinga við efnahags- og háskólastofnanir og blöð eins og Financial Times, Wall Street Journal og þýzk og hollenzk blöð. Þannig aflaði hann mikilvægra gagna sem hann vann úr og birti, ekki sízt í mörgum greinum í Mbl. Höfðu þær víðtæk áhrif í andófshreyfingunni, fengu jafnvel viðurkenningu þáv. viðskiptaráðherra, Árna Páls, á fundi hans, Kristrúnar Heimisd. o.fl. með fulltrúum andstæðinga Icesave-frumvarpanna.
Ósíngjarnt og ævinlega ólaunað var framlag Lofts til félaga sem börðust í Icesave-málinu: Þjóðarheiðurs, þar sem hann var frá upphafi varaformaður og einn afkastamesti skriffinnur vefsins thjodarheidur.blog.is sem fjallaði nær daglega um málið árum saman, einnig með samráðsfundum stjórnar félagsins við fulltrúa InDefence (samtaka sem áttu heiðurinn af fyrri undirskriftasöfnun gegn Icesave-ruglinu) og síðar með þátttöku hans meðal leiðandi manna í Samstöðu þjóðar gegn Icesave, regnhlífarsamtökum þar sem félagar úr nefndum samtökum o.fl. lögðu drög að vel heppnaðri undirskriftasöfnun á vefnum Kjósum.is, með áskorun á Ólaf forseta, sem á endanum hafnaði seinustu Icesave-löggjöfinni (Buchheit-samningnum) og ruddi því braut, með samsinni 60% meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, að málið fór fyrir EFTA-dómstólinn. Þar unnu Íslendingar sigur, sýknaðir 100% af ólögvörðum kröfum Breta, Hollendinga og ESB, þurftu jafnvel ekki að borga eigin málskostnað! Sparaði þetta þjóðinni a.m.k. 80 milljarða króna í beinar, óafturkræfar vaxtagreiðslur í pundum og evrum!
Undirritaður kynntist Lofti um 1990 sem áhugaverðum spjallfélaga í steinapottinum í Laugardal, en hann var fróðleiksmaður um uppruna og forsögu norrænnar menningar. Síðar, í febr. 2010, stofnuðum við með fjölda annarra Þjóðarheiður, samtök gegn Icesave. Ég hlýt að þakka honum hér samstöðu og vináttu um árabil, mikla vinnu við stjórnarfundi okkar, aðgerðir og skrif. Þrátt fyrir útilokun RÚV á okkur og moldviðri vinstrimanna gegn Þjóðarheiðri og Samtökum þjóðar gegn Icesave fór almenningur og þjóðarbúið að endingu með sigur af hólmi í þessu mikilvæga grundvallar- og fordæmismáli. Það varðaði mestu. Þá var hann ennfremur ötull baráttumaður gegn Evrópusambands-aðild og skrifaði um það vekjandi greinar á vef Samstöðu þjóðar og í Morgunblaðið. Má vænta hér síðar yfirlits um greinaskrif hans þar.
Sorgarefni er, að þessi mikli vitmaður og fjörugi andi varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum MND-sjúkdómi sem hafði m.a. áhrif á talfæri hans. Vel gat hann þó rætt mörg mál og var fram undir seinustu tíð hress vitsmunalega, sem sjá mátti á blaðagreinum hans og skrifum á Moggabloggi Samstöðu þjóðar.
Loft hefði mátt heiðra að verðleikum, mörgum öðrum fremur, með fálkaorðunni eða öðrum hætti. En eitt er víst að þakklátir fylgja samherjarnir honum síðasta spölinn og biðja honum fararheilla inn í aðra veröld.
Fjármál | Breytt 4.1.2020 kl. 04:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Allt annað í endurreisninni (aðgangur að erlendu lánsfé og þar með framkvæmdir og fjárfesting), vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) ofl. ofl. hangir á þessu. Mér finnst algert ábyrgðarleysi af stjórnarandstöðunni að þvælast fyrir málinu. Það væri feigðarflan að ætla sér aðra tafsama samningalotu. Það er margt erfitt og skítt og það er ekki fyrir fólk sem hræðist óvinsælar ákvarðanir að vinna að því að loka fjárlagahallanum. Það er hins vegar forsenda vaxtalækkunar og ég held að það sé samstaða um að það sé forgangsverkefni. Það er enginn hrifinn af skattahækkunum, frekar en efnhagshruninu sem er ástæða þeirra eða efnahagsstefnunni sem kom okkur í þessa þröngu stöðu eða hvað. Frestur á erfiðum ákvörðunum eykur fyrst og fremst vaxtakostnaðinn og mín skoðun er sú að okkar kynslóð verður að hreinsa til en ekki ýta þessum vanda yfir á börnin okkar. Það er engin tilviljun að allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Margt í endurreisninni hangir á því að þeir takist, svo sem aðgangur að erlendu lánsfé (og þar með framkvæmdir og fjárfesting), skapleg vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) og þannig mætti áfram telja. Það væri að mínu mati feigðarflan að ætla okkur í aðra tafsama samningalotu fyrir óljósan eða engan ávinning. Valkosturinn við fyrirliggjandi samninga er fyrst og fremst ávísun á tafir og þar með aukinn vaxtakostnað þjóðarbúsins í dag og til framtíðar. Í Icesave, einsog í rústum fjármála ríkisins þarf sterk bein til að hreinsa til en það er ekki annað í boði ef ekki á að ýta þeim vanda sem sem við stöndum frammi fyrir yfir á börnin okkar." (!!!)
Þetta ritaði Dagur B. Eggertsson, þáverandi varaformaður Samfylkingarinnar, á vef ungra jafnaðarmanna á Politik.is 18. desember 2009 og kallaði grein sína Úr vörn í sókn á Íslandi (!).
Merkilegt, að tvær gulrætur til að narra þjóðina til að kjósa yfir sig Icesave-samningana áttu að vera að stuðla að lægri vöxtum og "að loka fjárlagahallanum"! Hefur þó í 1. lagi hvergi orðið vart við að Dagur borgarstjóri hafi lagzt gegn vaxtaokurstefnu Seðlabankans, bankanna og ríkisstjórna Fimm- og Sjöflokksins, þótt þetta sé ein helzta ástæðan fyrir húsnæðisvandræðum ungs fólks í borginni.
Í 2. lagi var Dagur þarna að samþykkja Icesave-samninga Steingríms J. og Jóhönnu, sem fólu m.a. í sér ólöglega vexti skv. EES-jafnræðisreglum vegna brezkra ríkislána til bankakerfisins þar með langtum lægri vöxtum. (Sbr. opna Mbl.grein undirritaðs hér: Ólögmætir vextir á Icesave-kröfum og allar eignir ríkisins undir?)
Já, það var sama hvert litið var í Samfylkingunni, þar fannst ekki einn réttlátur í Icesave-málinu, enda lá henni á að að troða okkur í Evrópusambandið. En allir þingmenn hennar nema einn fram að kosningunum 29. okt. 2016 féllu þá með háum hvelli út af þingi.
Enn er þó gamli (naumast síungi) varaformaðurinn við stjórnvölinn í Reykjavík. Verðskuldar hann, með t.d. ofangreind skrif hans í huga, traustsyfirlýsingu kjósenda í borgarstjórnarkosningum á næsta ári? Þurfum við mann í þjónustu okkar, sem sýndi jafnvel Icesave-II-samningnum slíka trúgirni og opinbera orðaþjónustu?
Jón Valur Jensson.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2016 | 19:04
Sigmundur Davíð afhjúpar bullandi hlutdrægni og þjóðfjandsamlega fordóma fréttamanna Rúv í "Icesave-stríðunum
Allir þurfa að lesa mikla grein Sigmundar Davíðs í Morgunbl. í dag. Hún er ekki aðeins fróðleg um atlöguna að honum í sumar, heldur líka um Icesave-málið og hvernig Rúv beitti sér þar gegn þjóðarhag og lögum.
Sannarlega er það réttmæli hjá Eyjunni í dag, að "í grein sinni lýsir hann skrautlegri hegðun fréttamanna RÚV gagnvart sér á meðan á Icesave-málinu stóð." Gefum honum orðið um það:
Að bæta enn skuldum á almenning
Í Icesave-stríðunum bar ekki mikið á að Ríkisútvarpið sýndi samstöðu með íslenskum almenningi. Erfitt eða ómögulegt var að koma á framfæri fréttum af staðreyndum sem studdu réttarstöðu og vígstöðu Íslands. Hins vegar voru endalaust kallaðir til fræðimenn sem útskýrðu að Íslendingum bæri að taka kröfurnar á sig. Ýmist vegna þess að það væri lagaleg skylda, efnahagsleg nauðsyn eða jafnvel að Íslendingar hefðu bara gott af því að borga þetta. Þeir sem þar gengu harðast fram eru enn þann dag í dag fengnir til að leggja mat á mig og stöðu mína á RÚV.
Eftir að forsetinn synjaði Icesave-lögunum staðfestingar í fyrra skiptið fór ekki á milli mála að margir innan stofnunarinnar töldu ábyrgð mína mikla. Ég fékk t.d. skilaboð um að hringja í fréttamann á Útvarpinu til að svara spurningum um málið. Ég hringdi og þegar fréttamaðurinn svaraði heilsaði hann með því að segja: Hvað segir þú skíthæll? Svo var ég beðinn að koma í Efstaleiti í viðtal þar sem ég fékk ekki mikið betri móttökur. Æstur starfsmaður fréttastofunnar (sem greinilega trúði eigin áróðri) spurði mig: Hvað ert þú eiginlega búinn að gera, nú hrynur allt!
Þegar forsetinn synjaði svo í seinna skiptið var ég staddur erlendis en fékk símtal frá fréttastofu RÚV og ekki í þeim tilgangi að flytja mér hamingjuóskir. Eftir að ég hafði lýst því að þetta væri góð niðurstaða var skellt á mig.
Við þetta efni, eins afhjúpandi og það er, bætist miklu fleira í grein Sigmundar Davíðs, einkum um þessa árs viðburði, en í lokin spyr hann Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra spurninga, og er hin fyrri viðeigandi endapunktur við ofangreindan Icesave-þátt greinarinnar:
Eru þessi vinnubrögð samboðin þeirri stofnun sem þú stýrir og í samræmi við hlutverk hennar?
Undir þessa knýjandi spurningu er svo sannarlega tekið hér, um leið og Sigmundi Davíð er þökkuð málsvörn hans og flokks hans á Alþingi fyrir þjóðarhag og lagalegan rétt landsins í Icesave-málinu. Vegna þess að Sigmundur leiddi þann eina flokk, sem greiddi óskiptur atkvæði gegn síðasta Icesave-frumvarpinu, gerði hann þar með forsetanum kleift að vísa málinu í þjóðaratkvæði, ella hefði jafnvel Ólafi Ragnari verið það um megn, í andstöðu við nær allan þingheim. Og þjóðin felldi svo þetta mál Icesave-flokkanna með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæði og opnaði þannig á málssókn Breta og Hollendinga fyrir EFTA-dómstólnum, þar sem þeir töpuðu málinu gersamlega!
Ævarandi þökk sé þeim báðum, Sigmundi Davíð og Ólafi Ragnari.
Jón Valur Jensson.
Fer fram á afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2016 | 02:26
Matteo Renzi er til fyrirmyndar, ekki eins og Steingrímur J. og Jóhanna!
Forsætisráðherra Ítalíu gerir það sem Jóhanna og Steingrímur áttu að gera þegar yfirgnæfandi meirihluti hafnaði í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum hinu stefnumarkandi, þjóðhagslega skelfilega Icesave-máli: Þau áttu að segja af sér eins og hann!
Kröfugerð Breta og Hollendinga var ólögvarinn, ólögmætur átroðningur á okkar þjóð, en þessir ógæfusömu leiðtogar, sem laglega hafa tapað sínum trúverðugleika í eftirleiknum, vildu ekki kannast við kall samvizkunnar og skyldunnar.
Matteo Renzi er greinilega öðruvísi maður, ekki límdur við ráðherrasætið.
Jón Valur Jensson.
Renzi mun segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2016 | 20:03
Úr hörðustu átt. Dramb er falli næst.
Kemur það ekki úr hörðustu átt að einbeittur áróðursmaður fyrir meintri Icesave-greiðsluskyldu Íslendinga, Benedikt Jóhannesson, telur sig heppilegan sem forsætisráðherra landsins sex árum seinna?
Með ærnu áróðursfé barðist Benedikt gegn þjóðarhagsmunum og lögvörðum rétti Íslands í Icesave-málinu og sýndi þar, að hann tekur stefnu Brusselvaldsins fram yfir hag eigin þjóðar, sjá hér: Áfram-hópurinn með sínum blekkingaráróðri þvert gegn ótvíræðum rétti Íslands!
Lítið fór fyrir meintri ofurkunnáttu Benedikts í stærðfræði, þegar á reyndi í Icesave-málinu. Á einni auglýsingu Áfram-hópsins (sjá HÉR!) er því haldið fram, að ef Ísland VINNI dómsmálið, verði kostnaður okkar 135 milljarðar króna!!
Án efa höfðu sumir þarna naumast neitt vit á þessu. Sennilega verður þessi fráleiti talnaleikur að skrifast á "talnaspekinginn" Benedikt Jóhannesson, en er ekki fullkomlega leyfilegt að spyrja: Þurfti þetta fólk samt að skrifa upp á þessi fífldjörfu orð í auglýsingu frá Áfram-hópnum: "Athugið að möguleikinn "EKKI BORGA NEITT" er ekki til nema við segjum JÁ," þ.e.a.s. "já" við Icesave-samningi Buchheits!!!
Málinu var einmitt þveröfugt farið. Með því að segja NEI þurftum við EKKERT að borga, það staðfesti EFTA-dómstóllinn, ekki einu sinni málskostnað okkar.
En augljóst er af fréttum þessa dagana, að það er Benedikt sjálfur, sem tranar sér fram sem forsætisráðherraefni!
Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag þar sem meðal annars var viðruð sú hugmynd að ríkisstjórn yrði mynduð með Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar.
Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að áður en forseti Íslands afhenti stjórnarmyndunarumboðið hafi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið.
Það kom rækilega á óvart á mánudag þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, óskaði eftir því við forseta Íslands að Benedikt fengi stjórnarmyndunarumboðið. Benedikt og Óttarr hafa nú myndað bandalag og gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, í gær ... (Mbl.is, skáletr. hér)
En oft er dramb falli næst. Það gætu ýmsir kennt Benedikti.
Jón Valur Jensson.
Vilja Benedikt sem forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2016 | 20:10
Steingrímsmenn lögðust á grúfu og gerðu það sem kröfuhafar ætluðust til
Ég og fleiri þingmenn vorum á því að Icesave-samningarnir væru ólögvarin krafa. Á sama grunni hefði átt að svara hótunum kröfuhafa um málsókn. Segja: gjörið svo vel og farið í mál við ríkið í stað þess að leggjast á grúfu og gera það sem beðið var um,
segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, við birtingu skýrslu meirihluta nefndarinnar um uppgjör fyrri ríkisstjórnar á fjármálum bankanna og yfirtöku kröfuhafa á þeim.
Í annarri og lengri frétt en þeirri, sem hér er tengt við (sjá neðar), segir:
Landsbankinn
Ríkið lagði í tilfelli Landsbankans 122 milljarða í bankann á móti 28 milljörðum kröfuhafa, en greiddi 2 milljarða fyrir kauprétt að hlut kröfuhafanna. Með þessu var tapsáhætta ríkisins 122 milljarðar. Átti ríkið að eignast 17% hlut kröfuhafanna í bankanum eftir að 92 milljarða skilyrt skuldabréf væri greitt upp.
Segir í skýrslunni að miðað við þá verðlagningu, þ.e. að 17% hlutur væri verðmetinn á 92 milljarða, væri verðmat Landsbankans 541 milljarður sem væri langt umfram raunvirði. Ekki fæst betur séð en að þessi flétta hafi verið gerð til þess eins að færa Icesave-skuldbindingar yfir á skuldara nýja Landsbankans, segir í skýrslunni. (Tugmilljarða meðgjöf með bönkunum).
Áberandi var, hve fulltrúi Kastljóss reyndi allt hvað hann gat til þess í þættinum með Vigdísi í kvöld að reyna að gera sem minnst úr ávirðingum Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu í þessum málum öllum. Við vitum svo sem hvar við höfum Kastljósmenn -- þeir voru ekki skárri í Icesave-málinu!
Jón Valur Jensson.
Langt seilst til að friða kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2016 | 01:25
Icesave og Guðni Th. Jóhannesson
"Gjör rétt, þol ei órétt" (Jón Sigurðsson forseti).
Guðni studdi Svavarssamninginn svo snemma sem 19. júní 2009, sagði þá í blaðinu Grapevine: Það getur verið að okkur líki Icesave-samningurinn illa, en hinn kosturinn er miklu verri og kannski er þetta það bezta sem við eða einhver annar gæti fengið.
Hér eru orð Guðna Th. á frummálinu, svo að enginn velkist í vafa um þá vanhugsun sem fólgin var í meðmælum hans með þeim stórháskalega samningi sem m.a. gaf Bretum fullt dómsvald um öll ágreiningsefni um samninginn og um afleiðingar þess að við gætum ekki staðið við hann (þær afleiðingar gátu m.a. verið stórfelld upptaka ríkiseigna); en Guðni talar: We might not like the Icesave deal, but the alternative is much worse, and maybe this is the best we or anyone else could get.
Alveg er makalaust að á framboðsvori 2016 hefur okkar sami Guðni bent ásakandi fingri á Ólaf Ragnar Grímsson með þeim orðum að hann hafi skrifað undir Icesave-samninginn síðsumars 2009.
Hver er Guðni að gagnrýna forsetann? Sjálfur var hann gagnrýnislaus meðmælandi upphaflega Svavarssamningsins. Skilmálalaust mælti hann með honum, sagði aðra valkosti "miklu verri"!
En stjórnarandstaðan á Alþingi 2009 sætti sig ekki við þann smánarsamning og vann að því ötullega að skeyta við hann ýtarlegum fyrirvörum sem drógu svo úr gildi hans fyrir Breta og Hollendinga, að þeir urðu alls ófúsir til að meðtaka hann í slíkri mynd; ekki lagaðist málið fyrir þá, þegar forsetinn hnykkti á þessu við undirritun laganna 2. sept. 2009 með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis.
Niðurstaðan er einföld: Svavar Gestsson, Steingrímur J., Jóhanna og Össur flögguðu sínum óbreytta Svavarssamningi við Breta og Hollendinga. Guðni Th. (yfirlýstur femínisti) var þeim sammála á sjálfum hátíðisdegi kvenna 19. júní, með hans orðum: "kannski er þetta það bezta sem við eða einhver annar gæti fengið," um leið og hann tók fram, til að hafa þetta alveg á hreinu, að aðrir kostir væru "miklu verri".
Hefði þetta fólk fengið að ráða, hefðum við aldrei fengið að sjá sýknudóminn sem kveðinn var upp í EFTA-réttinum 28. janúar 2013.
Árvekni Guðna var nánast engin: Í sama Grapevine 19.6. 2009 dró hann upp kolsvarta mynd: "augljóslega, ef Ísland myndi segja, að við ætluðum ekki að samþykkja þetta [Icesave-samninginn], þá myndi það gera okkur nánast eins einangruð og Norður-Kóreu eða Búrma (obviously, if Iceland were going to say, we´re not going to accept this, that would pretty much make us as isolated as countries as North Korea or Myanmar)." Þvílík hrakspá! Þurfum við á slíkri spásagnargáfu að halda á Bessastöðum?
Hann greiddi Buchheit-samningnum atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011, lýsti því sjálfur yfir og reyndi eftir á að skýla sér á bak við að 40% kjósenda hefðu kosið eins og hann! Ekki líktist hann þá Jóni Sigurðssyni sem vildi "eigi víkja" frá rétti okkar. Leiðtogar eiga að vera leiðandi kjarkmenn sem standa með rétti þjóðar þegar að honum er sótt.
Einnig Buchheit-samningurinn fól í sér samningslega viðurkenningu Jóhönnustjórnar á því, að íslenzka ríkið hefði verið í órétti í Icesave-málinu (þvert gegn öllum staðreyndum um lagalega réttarstöðu okkar skv. tilskipun ESB 94/19/EC og innfærslu hennar í ísl. lög nr. 98/1999). En sá samningur væri nú búinn að kosta okkur hartnær 80 milljarða í einbera vexti, óafturkræfa og það í erlendum gjaldeyri.
Einungis atbeini forsetans og höfnun þjóðarinnar á Icesave-lögunum í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum varð okkur til lausnar: því að Bretar og Hollendingar með ESB í liði með sér höfðuðu þá málið gegn Íslandi fyrir EFTA-réttinum og steinlágu á því bragði. Svo hrein var samvizka okkar af því máli, að við fengum fortakslausan sýknudóm og þurftum ekki að borga eitt penný né evrucent og engan málskostnað!
Það er þung byrði fyrir ungan mann að hafa tekið eindregna afstöðu gegn lagalegum rétti þjóðar sinnar og ekki þorað að biðjast afsökunar. Hitt er meira í ætt við fífldirfsku að voga sér samt að sækjast eftir sjálfu forsetaembættinu hjá sömu þjóð nokkrum árum síðar! Því á ég fremur aðra ósk þessum málvini mínum til handa: um frjósöm ár við sífellt betri fræðimennsku og akademísk störf.
Jón Valur Jensson.
Höfundur, formaður Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, sat í framkvæmdaráði Samstöðu þjóðar gegn Icesave, sem stóð að undirskriftasöfnun á Kjósum.is með áskorun á forsetann að hafna Buchheit-lögunum.
Grein þessi birtist í Fréttablaðinu á Jónsmessudag. Höfundur þakkar ritstjórunum birtinguna. Greinin er hér stafrétt eins og hún var send blaðinu og með þeirri mynd, sem send var með henni, en hugsanlega tóku Fréttablaðsmenn aðra mynd, eldri, fram yfir þessa af tæknilegum ástæðum.
Enginn glæpur verið framinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 3.12.2018 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2016 | 11:35
Guðni Th. Jóhannesson sendir okkur þrumu úr heiðskíru lofti
Rifjað er upp, að í riti sínu, The History of Iceland, var Guðni Th. Jóhannesson með gagnrýni á Ólaf Ragnar forseta og málsvörn hans fyrir Íslands hönd í Icesave-málinu. Hefði dr. Guðni sýnt meiri snarpleika en Ólafur í vörn fyrir landsins rétt í málinu, væri kannski hægt að skilja þetta, en þegar staðreyndirnar voru þvert á móti þær, að Guðni gekk öðrum framar í því að gleypa við Svavarssamningnum og mæla vinnulötum Svavari og nefnd hans bót, þá kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Lengi verður í minnum höfð frækileg vörn Ólafs Ragnars fyrir málstað Íslands í Icesave-málinu. Óumbeðinn fór hann utan til að glíma við öflugustu fréttamenn BBC og annarra fjölmiðla og hafði betur!
En Guðni heldur því fram, að málfutningur forsetans hafi þarna "í vissum tilvikum verið misvísandi og afvegaleiðandi". Og hann virðist sýta það, að málflutningur þessi hafi tryggt honum stuðning til að sitja sem forseti sitt fimmta kjörtímabil. Og þetta stendur hér eftir, að hinn kokhrausti Icesave-samninga-stuðningsmaður Guðni segir forseta Íslands hafa "afvegaleitt" erlenda blaðamenn, þegar umræðan um Icesave stóð sem hæst!
Eðlilega var hann spurður út í þetta af Morgunblaðinu (maðurinn sem sjálfur gerði sitt til að afvegaleiða almenning!):
Aðspurður hvað hann hafi átt við í textanum, segir Guðni það oft flókið að útskýra mál sitt þannig að erlendir fréttamenn skilji til hlítar. Þess vegna hafi Ólafur stundum þurft að leiðrétta eða útskýra orð sín upp á nýtt. Ólafur hafi afvegaleitt umræðuna, viljandi eða óviljandi ...
Dr. Guðni var í nógum vandræðum fyrir í Icesve-málinu (sbr. þá Fréttablaðsgrein undirritaðs, sem tengill var gefinn á hér ofar), en Jón Baldur Lorange segir um þetta:
"Þarna vegur Guðni að forsetanum með lúalegum hætti, og minnir þetta óneitanlega á árásir Icesave-sinna og vinstri stjórnarinnar á forsetann á síðasta kjörtímabili.
Allir viðurkenna í dag að Ólafur Ragnar Grímsson hafi stigið fram á ögurstundu af glæsibrag og haldið uppi þeirri málsvörn sem Ísland þurfti svo sárlega á að halda, þegar ríkisstjórn Íslands skilaði auðu. Sú málsvörn skilaði Íslandi farsælli niðurstöðu."
Fær nokkur um það efazt? Er það ekki einmitt dr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem stendur uppi með heiðurinn af því að hafa verið bezti varnarmaður þjóðarinnar, fremur en sá dr. Guðni, póstmódernískur (en helzt til villugjarn) sagnfræðingur, sem nú hyggst verða eftirmaður hans þrátt fyrir sína fortíð í slæmri álitsgjöf um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar á síðari tímum?
Jón Valur Jensson.
Ólafur fór stundum á ystu nöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)