Úr hörðustu átt. Dramb er falli næst.

Kemur það ekki úr hörð­ustu átt að ein­beitt­ur áróðurs­maður fyrir meintri Icesave-greiðslu­skyldu Íslend­inga, Benedikt Jó­hannes­son, telur sig heppi­legan sem forsætis­ráðherra landsins sex árum seinna?

Með ærnu áróðursfé barðist Benedikt gegn þjóðar­hagsmun­um og lög­vörð­um rétti Íslands í Icesave-málinu og sýndi þar, að hann tekur stefnu Brussel­valdsins fram yfir hag eigin þjóðar, sjá hér: Áfram-hópurinn með sínum blekkingar­áróðri þvert gegn ótvíræðum rétti Íslands!

Lítið fór fyrir meintri ofurkunnáttu Benedikts í stærðfræði, þegar á reyndi í Icesave-málinu. Á einni auglýsingu Áfram-hópsins (sjá HÉR!) er því haldið fram, að ef Ísland VINNI dómsmálið, verði kostnaður okkar 135 milljarðar króna!! 

Án efa höfðu sumir þarna naumast neitt vit á þessu. Sennilega verður þessi fráleiti talnaleikur að skrifast á "talna­spekinginn" Benedikt Jó­hannesson, en er ekki fullkom­lega leyfilegt að spyrja: Þurfti þetta fólk samt að skrifa upp á þessi fífldjörfu orð í auglýsingu frá Áfram-hópn­um: "Athugið að möguleikinn "EKKI BORGA NEITT" er ekki til nema við segjum JÁ," þ.e.a.s. "já" við Icesave-samningi Buchheits!!!

Málinu var einmitt þveröfugt farið. Með því að segja NEI þurftum við EKKERT að borga, það staðfesti EFTA-dómstóllinn, ekki einu sinni málskostnað okkar. 

En augljóst er af fréttum þessa dagana, að það er Benedikt sjálfur, sem tranar sér fram sem forsætisráðherraefni! 

For­menn Bjartr­ar framtíðar og Viðreisn­ar funduðu með Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni Vinstri grænna, á miðviku­dag þar sem meðal ann­ars var viðruð sú hug­mynd að rík­is­stjórn yrði mynduð með Sjálf­stæðis­flokki und­ir for­ystu Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar.

Þetta herma heim­ild­ir Frétta­blaðsins en jafn­framt að áður en for­seti Íslands af­henti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið hafi Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, fal­ast eft­ir stuðningi Pírata til að fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið.

„Það kom ræki­lega á óvart á mánu­dag þegar Ótt­arr Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar, óskaði eft­ir því við for­seta Íslands að Bene­dikt fengi stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið. Bene­dikt og Ótt­arr hafa nú myndað banda­lag og gengu sam­an á fund Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks, í gær ... (Mbl.is, skáletr. hér)

En oft er dramb falli næst. Það gætu ýmsir kennt Benedikti.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja Benedikt sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segir þú. Ég furða mig stórum á hroka Benedikts og óbilgirni. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Ein frænka mín, góð og gegn Sjálfstæðiskona, og fyrrverandi borgarfulltrúi hér, sagðist nú hafa þekkt hann í langan tíma, en aldrei séð hann svona. Maðurinn liði af stórmennskubrjálæði, nokkru, sem hún hafi aldrei séð hjá honum áður. Hann kemst ekki langt á því. Nú er sagt, að fólk sé aðeins að róast eftir kosningarnar og gíra sig niður. Samt ekki hann, virðist vera. Hann er hátt uppi í skýjum ennþá. Ég held, að Björn Bjarnason, frændi hans, þurfi að kenna honum Qigong-öndunaræfingar, svo að hann geti dregið djúpt andann og komist í jarðsamband aftur. Ég sá líka á bloggi Björns, að hann er ekki hrifinn af þessum eilífu útspilum frænda síns, og að hann sé ásamt Fréttablaðinu að reyna að eyðileggja fyrir Bjarna. Auðvitað átti Bjarni að fá að spreyta sig fyrst, auk þess sem hann er gott efni í forsætisráðherra. Það væri líka gaman að fá annan Bjarna sem slíkan úr sömu fjölskyldunni. Persónulega vildi ég, að sitjandi stjórn héldi áfram og kippti einhverjum þriðja flokki með í ríkisstjórnina, hver sem það gæti svo verið. Það er ekki um marga kosti að velja, en ég treysti Bjarna til að velja þann aðila. Ég vil alls ekki vinstri stjórn. Það væri bara ávísun fyrir tómt rugl og vitleysu, enda kunna vinstri menn ekkert að stjórna, eins og Reykjavíkurruglið sannar best. Ég vona, að Bjarna takist að mynda stjórn, hvað sem raular og tautar. Honum og Sigurði Inga er best treystandi til að halda áfram og klára það, sem stjórn þeirra var að vinna að, ef hægt væri að semja við þriðja flokkinn um það. Að heimta Benedikt sem forsætisráðherra er bara rugl og vitleysa og eins og eftir öðru, sem vinstra liðið er að hugsa og þvæla, og er tóm tjara.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2016 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband